Stjórnarandstaðan vill 30 milljarða króna innspýtingu til viðbótar

Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar hafa náð saman um tillögur sem miða að aukinni innspýtingu vegna baráttunnar við kórónuveiruna. Stjórnarandstaðan segist hafa unnið að því að mynda þverpólitíska samstöðu, en ríkisstjórnin hafi ekki sýnt vilja til þess.

Úr þingsal.
Úr þingsal.
Auglýsing

Allir fimm flokk­arnir sem sitja í stjórn­ar­and­stöðu: Mið­flokk­ur­inn, Sam­fylk­ing­in, Pírat­ar, Við­reisn og Flokkur fólks­ins, hafa lagt fram sam­eig­in­legar til­lögur um efna­hags­að­gerðir til við­bótar þeim sem rík­is­stjórnin hefur þegar lagt fram og kynnt. Flokk­arnir fimm eru sam­mála um að til­lögur rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur gangi of skammt þegar kemur að því að auka opin­bera fjár­fest­ingu, styðja við nýsköpun og styrkja vel­ferð­ar­kerfið vegna yfir­stand­andi bar­áttu við afleið­ingar útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um.

Sam­tals eiga til­lögur stjórn­ar­and­stöð­unnar að kosta 30 millj­arða króna ef þær yrðu að veru­leika. Lagt er til að níu millj­örðum til við­bótar verði beint inn í tækni, sprota- og skap­andi verk­efn­i,  við­bót­ar­fjár­fest­ingar í vega­kerf­inu verði upp á níu millj­arða króna, tæpum fimm millj­örðum verði varið í fjár­fest­ingar í hjúkr­un­ar­heim­ilum og öðrum fast­eignum hins opin­bera, og rúmum sjö millj­örðum króna verði varið til vel­ferð­ar­mála.

Auglýsing
Í til­kynn­ingu vegna þessa segja full­trúar flokk­anna fimm að þeir muni áfram sem áður styðja aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar sem miði í rétta átt, þótt brýnt sé að meira verði gert. „Full­trúar stjórn­ar­and­stöð­unnar hafa unnið ötul­lega og af heil­indum að því að ná þverpóli­tískri sam­stöðu innan Alþingis um nauð­syn­legar aðgerðir til við­spyrnu fyrir íslenskt efna­hags­líf vegna útbreiðslu Kór­óna­veirunn­ar. Var sú vinna unnin í trausti þess að vilji væri til slíkrar sam­stöðu og sam­vinnu af hálfu rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Því miður reynd­ist svo ekki vera. Sú nið­ur­staða olli von­brigð­um, sér­stak­lega í ljósi ítrek­aðra yfir­lýs­inga rík­is­stjórn­ar­flokk­anna um breytt vinnu­brögð. Stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir standa því saman að breyt­ing­ar­til­lögu með þeim verk­efnum og stuðn­ingi sem þeir telja nauð­syn­leg og ekki náð­ust í gegn í vinnu þings­ins í lið­inni viku. Mik­il­vægt er að missa ekki sjónar af tak­mark­inu um vernd og upp­bygg­ingu íslensks atvinnu­lífs.“

Til­lögur stjórn­ar­and­stöð­unnar eins og þær eru settar fram:

1. Nýsköpun og sprota­fyr­ir­tæki: 9,1 millj­arður kr.

Stjórn­ar­and­staðan leggur m.a. áherslu á nýsköp­un, rann­sóknir og skap­andi grein­ar. Þá skiptir máli að aðgerðir stjórn­valda nái til beggja kynja. Hækka á þak á end­ur­greiðslum rann­sókn­ar- og þró­un­ar­kostn­aðar (1,5 makr) en það mun flytja fjöl­mörg verk­efni til lands­ins. Setja á 1 millj­arð kr.  í Tækni­þró­un­ar­sjóð sem myndi næstum tvö­falda þennan lyk­il­sjóð. Annar millj­arður fer í Rann­sókn­ar­sjóð og Inn­viða­sjóð. Þá mun hálfur millj­arður renna til menn­ing­ar, íþrótta og lista þar sem veru­legt tekju­tap hefur orðið vegna far­ald­urs­ins. Keilir og Mið­stöð Símennt­unar á Suð­ur­nesjum fá 100 mkr. og Lofts­lags­sjóð­ur, þar með talið skóg­rækt, fá hálfan millj­arð kr. Þá munu fram­lög til rann­sókna og nýsköp­unar í land­búnað (s.s. græn­met­is­rækt) fá hálfan millj­arð. Þá leggur stjórn­ar­and­staðan til tíma­bundna nið­ur­fell­ingu eða lækkun trygg­ing­ar­gjalds upp á 4 millj­arða kr. fyrir fyr­ir­tæki með 7 eða færri starfsmenn.

2. Vega­fram­kvæmdir og við­hald: 9 millj­arðar kr.

Lagt er til að ráð­ist verði í mann­afls­frekar fram­kvæmdir sem hægt er að ráð­ast í á þessu ári. Verður Vega­gerð­inni falið að meta hvaða verk­efni (5 makr) gætu bæst við en þar má nefna t.d. flýt­ingu á fram­kvæmdum við Reykja­nes­braut, Suð­ur­lands­veg og Vest­ur­lands­veg sé þess kost­ur. Þá er lagt til að 3 makr verði ráð­ist í við­hald og tengi­vegi vega­kerf­is­ins þar sem Vega­gerð­inni verði falið að meta brýn­ustu verk­efnin í hverjum lands­hluta. Millj­arði kr. verður varið í flýt­ingu fram­kvæmda vegna skipu­lags­mála á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og í göngu- og hjóla­stíga.

3. Fast­eignir og aðrar fjár­fest­ing­ar: 4,6 millj­arðar kr.

Ráð­ist verður í átak í upp­bygg­ingu hjúkr­un­ar­heim­ila á Suð­vest­ur­horni lands­ins fyrir 2 millj­arða kr. Einnig verða opnuð ný rými sem nú þegar eru til en vantar rekstr­ar­fjár­magn upp á 1 millj­arð kr. Þetta mun leysa bráða­vanda, fjölga störfum og létta álagi af sjúkra­stofn­unum lands­ins. Ráð­ist verði í önnur minni verk­efni sem eru start­hol­unum og má þar nefna stuðn­ing við fram­kvæmdir sveit­ar­fé­laga t.d. sem varðar frá­veitu­mál (300 mkr), 300 mkr. í sókn­ar­á­ætlun lands­hluta, fram­kvæmdir við flug­hlað á Akur­eyri og á Egils­staða­flug­velli (300 mkr), 100 mkr í flug­stöð­ina á Akur­eyri, 200 mkr. í Tækni­skól­ann, end­ur­gerð sögu­legra inn­rétt­inga Bessa­staða­kirkju (100 mkr), við­halds­verk­efni við Hóla í Hjalta­dal (100 mkr.), fram­kvæmdir við íþrótta­hús VMA (100 mkr), og Húsa­safn Þjóð­minja­safns­ins (100 mkr.).

4. Vel­ferð­ar­mál: 7,3 millj­arður kr.

Vegna ótrú­legs álags er lagt til að greidd verði sér­stök 200.000 kr. ein­greiðsla til þess starfs­fólks í heil­brigð­is- og félags­þjón­ustu sem hefur unnið við umönnun Covid smit­aðra sjúk­linga. Sam­hliða þess­ari greiðslu er sér­stak­lega hvatt til að rík­is­valdið gangi frá kjara­samn­ingum við þær heil­brigð­is­stéttir sem ósamið er við. Þá er lagt til aukið fram­lag til vaxta- og hús­næð­is­bóta til að mæta fyr­ir­sjá­an­legri kaup­mátt­ar­skerð­ingu (3 mak­r.) en það nær til tekju­lágra ein­stak­linga. Stjórn­ar­and­staðan leggur til að eldri borg­arar fái sam­bæri­lega ein­greiðslu og öryrkjar fá, upp á 20.000 kr. Fram­lög við­fyr­ir­sjá­an­legan kostnað heil­brigð­is­kerfis vegna far­ald­urs­ins verða aukin um millj­arð kr og 200 mkr. verða lagðar til að fjölgun NPA samn­inga. Loks verða 200 mkr. lagðar til við SÁÁ m.a. vegna minnk­andi sjálfa­fla­fjár í kjöl­far far­ald­urs­ins og 100 mkr. renna til auk­ins stuðn­ings til fjöl­skyldna lang­veikra barna sem hafa orðið fyrir tals­verðu tekju­tapi vegna far­ald­urs­ins.

Heild­ar­töl­urnar í súlu­rit­inu hér að neðan byggja á útreikn­ingum Deloitte á umfangi aðgerða í nokkrum nágranna­löndum Íslands með til­liti til lands­fram­leiðslu. Löndin nota ólíkar skil­grein­ingar á umfangi aðgerða en í til­viki Íslands er gerður grein­ar­munur á eðli aðgerð­anna. Dökk­bláa súlan sýnir nýtt fram­lag rík­is­ins, heið­bláa súlan sýnir áður boð­aðar aðgerðir (hluta­starfa­leið og fjár­fest­inga­á­form) og sú ljós­bláa hugs­an­legar lán­veit­ingar bank­anna, tíma­bundna frestun skatt­greiðslna, úttekt sér­eigna­sparn­aðar o.fl.Umfang aðgerða.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent