Tobba Marinós ráðin nýr ritstjóri DV

DV á að verða miðill sem umfram allt verður með „vönduð efnistök“. Hlé verður gert á pappírsútgáfu miðilsins.

7DM_0815_raw_2406.JPG
Auglýsing

Þor­björg Mar­in­ós­dótt­ir, einnig þekkt sem Tobba Mar­inós, hefur verið ráðin nýr rit­stjóri DV. Frá þessu er greint á vef DV.

Þar er haft eftir henni að vilji sé til þess að DV verði „léttur og skemmti­legur mið­ill sem segi harðar fréttir í bland en sé umfram allt með vönduð efn­is­tök.“ Rist­jórn­ar­stefna DV verði hins vegar löguð að rit­stjórn­ar­stefnu Torgs, fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is­ins sem nýverið keypti útgáf­una, og það fela í sér nokkrar breyt­ing­ar.

Papp­írs­út­gáfa DV, sem hefur komið út einu sinni í viku á föstu­dög­um, verður við­hald­ið. Hlé verður hins vegar gert á papp­írs­út­gáf­unni meðan unnið verður að breyt­ingum útlits og efn­istaka.

Kjarn­inn greindi frá því í gær að Lilja Katrín Gunn­­ar­s­dóttir væri hætt störfum sem rit­­stjóri DV og að nýr rit­­stjóri yrði kynntur til leiks fljót­lega. Alls var á annan tug starfs­manna Frjálsrar fjöl­miðl­un­ar, útgáfu­fé­lags DV, jafnt blaða­­mönnum sem sölu­­mönn­um, sagt upp störf­um. 

Auglýsing
Sam­keppn­is­eft­ir­litið sam­­þykkti í síð­­­ustu viku sam­runa Torgs ehf., eig­anda Frétta­­blaðs­ins og Hring­braut­­ar,  og Frjálsrar fjöl­mið­l­unar ehf., útgef­anda DV og tengdra miðla. í frétt á vef eft­ir­lits­ins kom fram að sam­runi Torgs og Frjálsrar fjöl­mið­l­unar myndi ekki leiða til þess að mark­aðs­ráð­andi staða yrði til eða styrkist, eða að sam­keppni verði raskað að öðru leyti með umtals­verðum hætti. „Þá er það jafn­­framt nið­­ur­­staða eft­ir­lits­ins, með hlið­­sjón af umsögn fjöl­miðla­­nefnd­­ar, að ekki sé til­­efni til að grípa til íhlut­unar vegna áhrifa sam­run­ans á fjöl­ræði og fjöl­breytni í fjöl­mið­l­un. Af þeim sökum er það nið­­ur­­staða eft­ir­lits­ins að ekki séu for­­sendur til að aðhaf­­ast vegna þessa sam­runa.“

Fimmt­u­­dags­­kvöldið 13. des­em­ber síð­­ast­lið­inn greindi Kjarn­inn frá því að Torg væri að kaupa DV og tengda miðla af Frjálsri fjöl­mið­l­un. Útgáfu­­­fé­lögin stað­­­festu svo kaupin dag­inn eft­­­ir.

Botn­­laust tap

Frjáls fjöl­miðlun hóf starf­­­­­semi í sept­­­­­em­ber 2017. Félagið keypti þá fjöl­mið­l­a Pressu­­­­­­­sam­­­­­­­stæð­unn­­­­­­­ar: DV, DV.is, Eyj­una, Press­una, Bleikt, Birtu, Dokt­or.is, 433.is og sjón­­­­­­­varps­­­­­­­stöð­ina ÍNN. ÍNN var síðar sett í þrot.

Skráður eig­andi að öllu hlutafé í Frjálsri fjöl­miðlun er félagið Dals­dalur ehf. Eig­andi þess er skráður lög­­­­­­­mað­­­­ur­inn Sig­­­­urður G. Guð­jóns­­­­son. 

Á fyrstu fjórum mán­uðum starf­­­­sem­innar tap­aði félagið 43,6 millj­­­­ónum króna. Á síð­­­­asta ári jókst tapið umtals­vert og var um 240 millj­­­­ónir króna. Sam­tals tap­aði fjöl­miðla­­­­sam­­­­stæðan því 283,6 millj­­­­ónum króna á 16 mán­uð­u­m. 

Sam­­­­kvæmt árs­­­­reikn­ingi Frjálsrar fjöl­miðlar skuld­aði sam­­­­stæðan 610,2 millj­­­­ónir króna í lok árs 2018. Þar af voru lang­­­­tíma­skuldir 506,7 millj­­­­ónir króna og voru að nán­­­­ast öllu leyti við eig­and­ann, Dals­­­­dal. 

Eina eign Dals­dals er Frjáls fjöl­miðlun og skuld þess við félag­ið.

Ekki hefur verið greint frá því hver það er sem fjár­­­­­­­magnar Dals­­­­dal í árs­­­­reikn­ingn­­­­um.

Síð­­ast­lið­inn föst­u­dag var Frjáls fjöl­miðlun dæmd til að greiða Fjár­­­fest­inga­­fé­lag­inu Daln­um, í eigu Hall­­dórs Krist­­manns­­sonar sem á fjöl­miðla­­fyr­ir­tækið Birt­ing, 15 millj­­ónir króna.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent