Tobba Marinós ráðin nýr ritstjóri DV

DV á að verða miðill sem umfram allt verður með „vönduð efnistök“. Hlé verður gert á pappírsútgáfu miðilsins.

7DM_0815_raw_2406.JPG
Auglýsing

Þor­björg Mar­in­ós­dótt­ir, einnig þekkt sem Tobba Mar­inós, hefur verið ráðin nýr rit­stjóri DV. Frá þessu er greint á vef DV.

Þar er haft eftir henni að vilji sé til þess að DV verði „léttur og skemmti­legur mið­ill sem segi harðar fréttir í bland en sé umfram allt með vönduð efn­is­tök.“ Rist­jórn­ar­stefna DV verði hins vegar löguð að rit­stjórn­ar­stefnu Torgs, fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is­ins sem nýverið keypti útgáf­una, og það fela í sér nokkrar breyt­ing­ar.

Papp­írs­út­gáfa DV, sem hefur komið út einu sinni í viku á föstu­dög­um, verður við­hald­ið. Hlé verður hins vegar gert á papp­írs­út­gáf­unni meðan unnið verður að breyt­ingum útlits og efn­istaka.

Kjarn­inn greindi frá því í gær að Lilja Katrín Gunn­­ar­s­dóttir væri hætt störfum sem rit­­stjóri DV og að nýr rit­­stjóri yrði kynntur til leiks fljót­lega. Alls var á annan tug starfs­manna Frjálsrar fjöl­miðl­un­ar, útgáfu­fé­lags DV, jafnt blaða­­mönnum sem sölu­­mönn­um, sagt upp störf­um. 

Auglýsing
Sam­keppn­is­eft­ir­litið sam­­þykkti í síð­­­ustu viku sam­runa Torgs ehf., eig­anda Frétta­­blaðs­ins og Hring­braut­­ar,  og Frjálsrar fjöl­mið­l­unar ehf., útgef­anda DV og tengdra miðla. í frétt á vef eft­ir­lits­ins kom fram að sam­runi Torgs og Frjálsrar fjöl­mið­l­unar myndi ekki leiða til þess að mark­aðs­ráð­andi staða yrði til eða styrkist, eða að sam­keppni verði raskað að öðru leyti með umtals­verðum hætti. „Þá er það jafn­­framt nið­­ur­­staða eft­ir­lits­ins, með hlið­­sjón af umsögn fjöl­miðla­­nefnd­­ar, að ekki sé til­­efni til að grípa til íhlut­unar vegna áhrifa sam­run­ans á fjöl­ræði og fjöl­breytni í fjöl­mið­l­un. Af þeim sökum er það nið­­ur­­staða eft­ir­lits­ins að ekki séu for­­sendur til að aðhaf­­ast vegna þessa sam­runa.“

Fimmt­u­­dags­­kvöldið 13. des­em­ber síð­­ast­lið­inn greindi Kjarn­inn frá því að Torg væri að kaupa DV og tengda miðla af Frjálsri fjöl­mið­l­un. Útgáfu­­­fé­lögin stað­­­festu svo kaupin dag­inn eft­­­ir.

Botn­­laust tap

Frjáls fjöl­miðlun hóf starf­­­­­semi í sept­­­­­em­ber 2017. Félagið keypti þá fjöl­mið­l­a Pressu­­­­­­­sam­­­­­­­stæð­unn­­­­­­­ar: DV, DV.is, Eyj­una, Press­una, Bleikt, Birtu, Dokt­or.is, 433.is og sjón­­­­­­­varps­­­­­­­stöð­ina ÍNN. ÍNN var síðar sett í þrot.

Skráður eig­andi að öllu hlutafé í Frjálsri fjöl­miðlun er félagið Dals­dalur ehf. Eig­andi þess er skráður lög­­­­­­­mað­­­­ur­inn Sig­­­­urður G. Guð­jóns­­­­son. 

Á fyrstu fjórum mán­uðum starf­­­­sem­innar tap­aði félagið 43,6 millj­­­­ónum króna. Á síð­­­­asta ári jókst tapið umtals­vert og var um 240 millj­­­­ónir króna. Sam­tals tap­aði fjöl­miðla­­­­sam­­­­stæðan því 283,6 millj­­­­ónum króna á 16 mán­uð­u­m. 

Sam­­­­kvæmt árs­­­­reikn­ingi Frjálsrar fjöl­miðlar skuld­aði sam­­­­stæðan 610,2 millj­­­­ónir króna í lok árs 2018. Þar af voru lang­­­­tíma­skuldir 506,7 millj­­­­ónir króna og voru að nán­­­­ast öllu leyti við eig­and­ann, Dals­­­­dal. 

Eina eign Dals­dals er Frjáls fjöl­miðlun og skuld þess við félag­ið.

Ekki hefur verið greint frá því hver það er sem fjár­­­­­­­magnar Dals­­­­dal í árs­­­­reikn­ingn­­­­um.

Síð­­ast­lið­inn föst­u­dag var Frjáls fjöl­miðlun dæmd til að greiða Fjár­­­fest­inga­­fé­lag­inu Daln­um, í eigu Hall­­dórs Krist­­manns­­sonar sem á fjöl­miðla­­fyr­ir­tækið Birt­ing, 15 millj­­ónir króna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent