Tólf manns á gjörgæslu vegna COVID-19 sýkingar

Áttatíu og fimm ný smit COVID-19 greindust hér á landi í gær og er heildarfjöldi staðfestra smita því orðinn 1.220. 236 manns hafa jafnað sig af sjúkdómnum.

Frá COVID-19 göngudeildinni á Landspítala. Alls eru ríflega 40 manns á spítala vegna sýkingar, þar af tólf á gjörgæsludeild.
Frá COVID-19 göngudeildinni á Landspítala. Alls eru ríflega 40 manns á spítala vegna sýkingar, þar af tólf á gjörgæsludeild.
Auglýsing

Stað­­fest smit af kór­ón­u­veirunni eru orðin 1.220 hér á landi. Í gær voru þau 1.135 og hefur þeim því fjölgað um 85 á einum sól­­­ar­hring. 

Í dag eru 7.822 ein­stak­l­ing­ar í sótt­­­kví og hefur þeim fækkað umtals­vert frá því í gær er fjöld­inn var 8.879. Rúm­­lega 7.700 manns hafa nú lokið sótt­­­kví.

Nú liggur 41 ­sjúk­l­ingur á sjúkra­­húsi vegna COVID-19 sjúk­­dóms­ins, þar af tólf á gjör­­gæslu, ­sam­­kvæmt því sem fram kemur á síð­­unni covid.­­is. Ell­efu eru á gjör­gæslu í Reykja­vík og einn á Akur­eyri.

Auglýsing

Alls hafa 236 hafi náð sér af sjúk­­dómnum til þessa, en af þeim sem greinst hafa með COVID-19 á Íslandi eru tvö lát­in.Alls 19.516 ­sýni verið greind hér á landi frá upp­­hafi far­ald­­ur­s­ins. Í gær­dag voru 797 sýn­i ­greind hjá Íslenskri erfða­­grein­ingu og 815 hjá sýkla- og veiru­fræð­i­­deild Land­­spít­­al­ans.Hlut­­fall smit­aðra sem greinst hafa á meðan þeir eru í sótt­­­kví er 54%. Þetta hef­ur ­sótt­varna­læknir sagt sýna nauð­­syn sótt­­kvíar sem úrræðis til að hemja útbreiðslu far­ald­­ur­s­ins.

Búist við mestu álagi fyrir miðjan mánuðÍ spálík­­an­i ­vís­inda­­manna við Háskóla Íslands sem síð­ast var upp­­­fært í fyrra­dag, kemur fram að á með­­an far­ald­­ur­inn gangi yfir muni rúm­­lega 1.700 manns á Íslandi grein­­ast með­ COVID-19 sjúk­­dóminn, en talan gæti náð nær 2.800 manns sam­­kvæmt svart­­sýnni spá.Þá er í nýj­­ustu spánni gert ráð fyrir að fjöldi greindra ein­stak­l­inga með virkan ­sjúk­­dóm nái hámarki í fyrstu viku þessa mán­aðar og verði senn­i­­lega um 1.200 manns, en ­gæti viku seinna náð 1.800 manns sam­­kvæmt svart­­sýnni spá.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent