ASÍ hafnar beiðni Samtaka atvinnulífsins um að lækka launakostnað fyrirtækja tímabundið

Samtök atvinnulífsins vildu að mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði starfsmanna yrði lækkað um 3,5 prósentustig vegna yfirstandandi efnahagsvanda og báru fyrir sig að launakostnaður muni hækka um fjóra milljarða á mánuði með launahækkunum í dag.

Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Auglýsing

Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA) og Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) hafa átt í óform­legum við­ræðum um nokk­urt skeið um mála­leitan sam­tak­anna um að leita leiða til að draga tíma­bundið úr launa­kostn­aði fyr­ir­tæki. Þá sendi SA form­legt erindi þess efnis til samn­inga­nefndar ASÍ á mánu­dag, 30. mars, sem nú hefur verið hafnað með því afdrátt­ar­lausa svari að verka­lýðs­hreyf­ingin ljái ekki máls á tíma­bund­inni lækkun launa­kostn­að­ar. 

Þetta kemur fram á vef SA. 

Í form­lega erind­inu sem sent var á mánu­dag segir meðal ann­ars að heims­far­ald­ur­inn COVID-19 hafi lamað íslenskt sam­fé­lag og atvinnu­líf. „Stór hluti atvinnu­starf­semi um heim allan hefur stöðvast. Tekju­grund­völlur fjöl­margra íslenskra fyr­ir­tækja hefur algjör­lega brost­ið. Stjórn­völd grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir fjölda­gjald­þrot fyr­ir­tækja og for­dæma­lausa fjölgun atvinnu­lausra.“

Auglýsing
Í bréf­inu, sem Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son fram­kvæmda­stjóri SA og Eyjólfur Árni Rafns­son for­maður SA skrifa und­ir, var óskað eftir því að mót­fram­lag atvinnu­rek­enda í líf­eyr­is­sjóði starfs­manna yrði tíma­bundið lækkað úr 11,5 í átta pró­sent, eða um 3,5 pró­sentu­stig. Lækk­unin átti að gilda í sex mán­uði en sam­komu­lagið myndi fram­lengj­ast í þrjá mán­uði ósjálf­krafa ef því yrði ekki sagt upp.

Segja launa­kostn­að­inn aukast um 50 millj­arða á ári

Á vef SA er bent á að við lok dags í gær hefðu 25 þús­und umsóknir um hluta­at­vinnu­leys­is­bætur borist Vinnu­mála­stofn­un. Ríf­lega helm­ingur þeirra miðar við að Atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóður greiði 75 pró­sent af launum starfs­manna en að þeir haldi 25 pró­sent starfs­hlut­falli hjá atvinnu­rek­anda.

Sam­kvæmt gerðum kjara­samn­ing­um, tengdum Lífs­kjara­samn­ingn­um, eiga laun á almennum vinnu­mark­aði að hækka að lág­marki um 24 þús­und krónur í dag hjá þeim lægst laun­uð­ustu og um 18 þús­und krónur hjá hærri laun­um, í dag þann 1. apr­íl. 

SA segir að sú launa­hækkun auki launa­kostnað alls atvinnu­lífs­ins um 50 millj­arða króna á árs­grund­velli, eða fjóra millj­arða á mán­uði.

Ákvörðun ASÍ um að hafna því að milda eða fresta hækk­un­ar­á­hrifum Lífs­kjara­samn­ings­ins veldur SA von­brigð­um. „Launa­hækk­unin 1. apríl stuðlar að fleiri upp­sögnum starfs­fólks en ann­ars hefði orð­ið. Tíma­bundin lækkun mót­fram­lags í líf­eyr­is­sjóði hefði mildað veru­lega höggið sem fyr­ir­tækin verða fyrir vegna launa­hækk­un­ar­innar ofan á gjör­breytta efna­hags­stöðu. Tíma­bundin lækkun líf­eyr­is­sjóðs­fram­lags atvinnu­rek­enda hefði mildað höggið

Í fram­haldi óform­legra þreif­inga síð­ustu vikna sendu SA form­legt erindi til samn­inga­nefndar ASÍ þann 30. mars. Svar verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar er að ljá ekki máls á tíma­bund­inni lækkun launa­kostn­að­ar. Af sam­tölum mátti ráða að ekki næð­ist breið sátt um að fresta að hluta eða öllu leyti umsömdum launa­hækk­unum en SA bundu þó vonir við að sátt gæti náðst um tíma­bundna lækkun fram­lags atvinnu­rek­enda í líf­eyr­is­sjóð úr 11,5 pró­sent í 8 pró­sent. Í svari samn­inga­nefndar ASÍ er þeirri leið einnig hafn­að.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent