ASÍ hafnar beiðni Samtaka atvinnulífsins um að lækka launakostnað fyrirtækja tímabundið

Samtök atvinnulífsins vildu að mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði starfsmanna yrði lækkað um 3,5 prósentustig vegna yfirstandandi efnahagsvanda og báru fyrir sig að launakostnaður muni hækka um fjóra milljarða á mánuði með launahækkunum í dag.

Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Auglýsing

Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA) og Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) hafa átt í óform­legum við­ræðum um nokk­urt skeið um mála­leitan sam­tak­anna um að leita leiða til að draga tíma­bundið úr launa­kostn­aði fyr­ir­tæki. Þá sendi SA form­legt erindi þess efnis til samn­inga­nefndar ASÍ á mánu­dag, 30. mars, sem nú hefur verið hafnað með því afdrátt­ar­lausa svari að verka­lýðs­hreyf­ingin ljái ekki máls á tíma­bund­inni lækkun launa­kostn­að­ar. 

Þetta kemur fram á vef SA. 

Í form­lega erind­inu sem sent var á mánu­dag segir meðal ann­ars að heims­far­ald­ur­inn COVID-19 hafi lamað íslenskt sam­fé­lag og atvinnu­líf. „Stór hluti atvinnu­starf­semi um heim allan hefur stöðvast. Tekju­grund­völlur fjöl­margra íslenskra fyr­ir­tækja hefur algjör­lega brost­ið. Stjórn­völd grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir fjölda­gjald­þrot fyr­ir­tækja og for­dæma­lausa fjölgun atvinnu­lausra.“

Auglýsing
Í bréf­inu, sem Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son fram­kvæmda­stjóri SA og Eyjólfur Árni Rafns­son for­maður SA skrifa und­ir, var óskað eftir því að mót­fram­lag atvinnu­rek­enda í líf­eyr­is­sjóði starfs­manna yrði tíma­bundið lækkað úr 11,5 í átta pró­sent, eða um 3,5 pró­sentu­stig. Lækk­unin átti að gilda í sex mán­uði en sam­komu­lagið myndi fram­lengj­ast í þrjá mán­uði ósjálf­krafa ef því yrði ekki sagt upp.

Segja launa­kostn­að­inn aukast um 50 millj­arða á ári

Á vef SA er bent á að við lok dags í gær hefðu 25 þús­und umsóknir um hluta­at­vinnu­leys­is­bætur borist Vinnu­mála­stofn­un. Ríf­lega helm­ingur þeirra miðar við að Atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóður greiði 75 pró­sent af launum starfs­manna en að þeir haldi 25 pró­sent starfs­hlut­falli hjá atvinnu­rek­anda.

Sam­kvæmt gerðum kjara­samn­ing­um, tengdum Lífs­kjara­samn­ingn­um, eiga laun á almennum vinnu­mark­aði að hækka að lág­marki um 24 þús­und krónur í dag hjá þeim lægst laun­uð­ustu og um 18 þús­und krónur hjá hærri laun­um, í dag þann 1. apr­íl. 

SA segir að sú launa­hækkun auki launa­kostnað alls atvinnu­lífs­ins um 50 millj­arða króna á árs­grund­velli, eða fjóra millj­arða á mán­uði.

Ákvörðun ASÍ um að hafna því að milda eða fresta hækk­un­ar­á­hrifum Lífs­kjara­samn­ings­ins veldur SA von­brigð­um. „Launa­hækk­unin 1. apríl stuðlar að fleiri upp­sögnum starfs­fólks en ann­ars hefði orð­ið. Tíma­bundin lækkun mót­fram­lags í líf­eyr­is­sjóði hefði mildað veru­lega höggið sem fyr­ir­tækin verða fyrir vegna launa­hækk­un­ar­innar ofan á gjör­breytta efna­hags­stöðu. Tíma­bundin lækkun líf­eyr­is­sjóðs­fram­lags atvinnu­rek­enda hefði mildað höggið

Í fram­haldi óform­legra þreif­inga síð­ustu vikna sendu SA form­legt erindi til samn­inga­nefndar ASÍ þann 30. mars. Svar verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar er að ljá ekki máls á tíma­bund­inni lækkun launa­kostn­að­ar. Af sam­tölum mátti ráða að ekki næð­ist breið sátt um að fresta að hluta eða öllu leyti umsömdum launa­hækk­unum en SA bundu þó vonir við að sátt gæti náðst um tíma­bundna lækkun fram­lags atvinnu­rek­enda í líf­eyr­is­sjóð úr 11,5 pró­sent í 8 pró­sent. Í svari samn­inga­nefndar ASÍ er þeirri leið einnig hafn­að.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent