Vonsvikin að upphæðin hafi ekki orðið hærri

Formaður Öryrkjabandalagsins segir að þau hjá bandalaginu séu auðvitað ánægð með að öryrkjar fái sérstaka eingreiðslu vegna COVID-19 en að þau séu vonsvikin að upphæðin hafi ekki orðið hærri. Margir séu í vanda.

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Auglýsing

„Við erum auð­vitað ánægð með að hóp­ur­inn skuli fá eitt­hvað en von­svikin að upp­hæðin varð ekki meiri.“ Þetta segir Þur­íður Harpa Sig­urð­ar­dótt­ir, for­maður Öryrkja­banda­lags­ins (ÖBÍ), í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Örorku- og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyr­is­þeg­ar, sem eiga rétt á orlofs­upp­bót á árinu 2020, fá 20 þús­und króna ein­greiðslu til við­bótar vegna þeirra áhrifa sem COVID-19 far­ald­ur­inn hefur haft.

Í svari Þur­íðar Hörpu kemur fram að ÖBÍ hafi gert athuga­semd við fjár­auka­lög rík­is­stjórn­ar­innar – þar sem ekki hafi verið minnst á örorku­líf­eyr­is­þega. „Við sendum inn umsögn þar sem gerðar voru til­lögur til úrbóta fyrir hóp­inn. Við vorum í fram­haldi beðin um að koma með til­lögur sem fljótt væri hægt að afgreiða og sem ekki krefð­ust þess að breyta lög­um.“

ÖBÍ sendi inn sex aðal­til­lög­ur. Sam­kvæmt Þur­íði Hörpu var þar á meðal þessi ein­greiðsla – orlofs­upp­bót til öryrkja að upp­hæð 100 þús­und krón­ur. Þá lögðu þau til að ein­greiðslan yrði að vera skatta- og skerð­inga­laus þar sem ann­ars hefði hún áhrif á sér­stakan hús­næð­is­stuðn­ing, húsa­leigu­bætur og jafn­vel örorku­líf­eyri.

Auglýsing

Fólk hefur minni mögu­leika á að nálg­ast mat og lyf

„Við bentum á að nú þegar veikt og fatlað fólk hefur ein­angrað sig vegna und­ir­liggj­andi sjúk­dóma, kemur í ljós að fólk hefur minni mögu­leika á að nálg­ast mat og lyf.

Hjálp­ar­stofn­anir eru eins og önnur þjón­ustu­úr­ræði að mestu lok­að­ar, en flestar reyna að aðstoða fólk í gegnum síma og net­fang. Það kemur mjög fram núna hvað margt fólk reiðir sig alfarið á að fá mat­ar­að­stoð,“ segir í svari Þur­íðar Hörpu.

Kostn­aður rík­is­sjóðs vegna aðgerð­ar­innar áætl­aður um 400 millj­ónir

Alþingi sam­þykkti í gær til­lögu um að örorku- og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyr­is­þeg­ar, sem eiga rétt á orlofs­upp­bót á árinu 2020, fengju 20.000 króna ein­greiðslu til við­bótar vegna þeirra áhifa sem COVID-19 far­ald­ur­inn hefur haft. Jafn­framt var gerð breyt­ing á lögum um almanna­trygg­ingar til að þessi greiðsla gæti farið fram. Greiðslan kemur til fram­kvæmda þann 1. júní næst­kom­andi.

Greiðslan kemur til við­bótar við þá orlofs­upp­bót sem örorku- og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyr­is­þegar eiga rétt á í ár og telst ekki til tekna þeirra. Hún mun þar af leið­andi ekki skerða aðrar greiðslur til hóps­ins, að því er fram kemur í til­kynn­ingu á vegum félags­mála­ráðu­neyt­is­ins.

Miðað er við að um það bil 20.000 örorku- og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyr­is­þegar upp­fylli skil­yrðið um rétt á orlofs­upp­bót á árinu 2020 og er kostn­aður rík­is­sjóðs vegna aðgerð­ar­innar áætl­aður um 400 millj­ónir króna.

Ásmundur Einar Daða­son, félags­-og barna­mála­ráð­herra, sagði við til­efnið að áhrif­anna af COVID-19 far­aldr­inum gætti víða í okkar sam­fé­lagi og „við höfum frá upp­hafi lagt áherslu á það að styðja við við­kvæma hópa á þessum tím­um. Á nokkrum vikum hefur dag­legt líf okkar allra raskast mikið og aukið álag á öllum sviðum sam­fé­lags­ins, ekki síst þá hópa sem minna mega sín. Það er því einkar ánægju­legt að þessi til­laga hafi verið sam­þykkt á Alþingi. Saman förum við í gegnum skafl­inn.”

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Þór Kristófersson er forstjóri Festi.
Festi ætlar að greiða út 657 milljóna króna arðinn í september
Festi hagnaðist um 525 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi þrátt fyrir þær takmarkanir sem voru í gildi vegna COVID-19. Félagið frestaði arðgreiðslu vegna síðasta árs í apríl, en ætlar nú að greiða hana í næsta mánuði.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Útgáfufélag Fréttablaðsins tapaði 212 milljónum í fyrra
Rekstrartekjur útgáfélagsins sem á Fréttblaðið, Hringbraut, DV og tengda miðla drógust saman á síðasta ári og tap varð á rekstrinum.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Trump sagði öruggt að opna bandaríska skóla því börn væru „næstum ónæm“ fyrir COVID-19.
Trump fer enn og aftur á svig við skilmála samfélagsmiðla
Donald Trump sagði í símaviðtali við Fox and Friends í gær að börn væru „næstum ónæm“ fyrir kórónuveirunni. Facebook-færslu frá forsetanum með ummælunum var eytt og Twitter frysti aðgang tengdan forsetanum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent