Vonsvikin að upphæðin hafi ekki orðið hærri

Formaður Öryrkjabandalagsins segir að þau hjá bandalaginu séu auðvitað ánægð með að öryrkjar fái sérstaka eingreiðslu vegna COVID-19 en að þau séu vonsvikin að upphæðin hafi ekki orðið hærri. Margir séu í vanda.

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Auglýsing

„Við erum auð­vitað ánægð með að hóp­ur­inn skuli fá eitt­hvað en von­svikin að upp­hæðin varð ekki meiri.“ Þetta segir Þur­íður Harpa Sig­urð­ar­dótt­ir, for­maður Öryrkja­banda­lags­ins (ÖBÍ), í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Örorku- og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyr­is­þeg­ar, sem eiga rétt á orlofs­upp­bót á árinu 2020, fá 20 þús­und króna ein­greiðslu til við­bótar vegna þeirra áhrifa sem COVID-19 far­ald­ur­inn hefur haft.

Í svari Þur­íðar Hörpu kemur fram að ÖBÍ hafi gert athuga­semd við fjár­auka­lög rík­is­stjórn­ar­innar – þar sem ekki hafi verið minnst á örorku­líf­eyr­is­þega. „Við sendum inn umsögn þar sem gerðar voru til­lögur til úrbóta fyrir hóp­inn. Við vorum í fram­haldi beðin um að koma með til­lögur sem fljótt væri hægt að afgreiða og sem ekki krefð­ust þess að breyta lög­um.“

ÖBÍ sendi inn sex aðal­til­lög­ur. Sam­kvæmt Þur­íði Hörpu var þar á meðal þessi ein­greiðsla – orlofs­upp­bót til öryrkja að upp­hæð 100 þús­und krón­ur. Þá lögðu þau til að ein­greiðslan yrði að vera skatta- og skerð­inga­laus þar sem ann­ars hefði hún áhrif á sér­stakan hús­næð­is­stuðn­ing, húsa­leigu­bætur og jafn­vel örorku­líf­eyri.

Auglýsing

Fólk hefur minni mögu­leika á að nálg­ast mat og lyf

„Við bentum á að nú þegar veikt og fatlað fólk hefur ein­angrað sig vegna und­ir­liggj­andi sjúk­dóma, kemur í ljós að fólk hefur minni mögu­leika á að nálg­ast mat og lyf.

Hjálp­ar­stofn­anir eru eins og önnur þjón­ustu­úr­ræði að mestu lok­að­ar, en flestar reyna að aðstoða fólk í gegnum síma og net­fang. Það kemur mjög fram núna hvað margt fólk reiðir sig alfarið á að fá mat­ar­að­stoð,“ segir í svari Þur­íðar Hörpu.

Kostn­aður rík­is­sjóðs vegna aðgerð­ar­innar áætl­aður um 400 millj­ónir

Alþingi sam­þykkti í gær til­lögu um að örorku- og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyr­is­þeg­ar, sem eiga rétt á orlofs­upp­bót á árinu 2020, fengju 20.000 króna ein­greiðslu til við­bótar vegna þeirra áhifa sem COVID-19 far­ald­ur­inn hefur haft. Jafn­framt var gerð breyt­ing á lögum um almanna­trygg­ingar til að þessi greiðsla gæti farið fram. Greiðslan kemur til fram­kvæmda þann 1. júní næst­kom­andi.

Greiðslan kemur til við­bótar við þá orlofs­upp­bót sem örorku- og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyr­is­þegar eiga rétt á í ár og telst ekki til tekna þeirra. Hún mun þar af leið­andi ekki skerða aðrar greiðslur til hóps­ins, að því er fram kemur í til­kynn­ingu á vegum félags­mála­ráðu­neyt­is­ins.

Miðað er við að um það bil 20.000 örorku- og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyr­is­þegar upp­fylli skil­yrðið um rétt á orlofs­upp­bót á árinu 2020 og er kostn­aður rík­is­sjóðs vegna aðgerð­ar­innar áætl­aður um 400 millj­ónir króna.

Ásmundur Einar Daða­son, félags­-og barna­mála­ráð­herra, sagði við til­efnið að áhrif­anna af COVID-19 far­aldr­inum gætti víða í okkar sam­fé­lagi og „við höfum frá upp­hafi lagt áherslu á það að styðja við við­kvæma hópa á þessum tím­um. Á nokkrum vikum hefur dag­legt líf okkar allra raskast mikið og aukið álag á öllum sviðum sam­fé­lags­ins, ekki síst þá hópa sem minna mega sín. Það er því einkar ánægju­legt að þessi til­laga hafi verið sam­þykkt á Alþingi. Saman förum við í gegnum skafl­inn.”

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent