Vonsvikin að upphæðin hafi ekki orðið hærri

Formaður Öryrkjabandalagsins segir að þau hjá bandalaginu séu auðvitað ánægð með að öryrkjar fái sérstaka eingreiðslu vegna COVID-19 en að þau séu vonsvikin að upphæðin hafi ekki orðið hærri. Margir séu í vanda.

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Auglýsing

„Við erum auð­vitað ánægð með að hóp­ur­inn skuli fá eitt­hvað en von­svikin að upp­hæðin varð ekki meiri.“ Þetta segir Þur­íður Harpa Sig­urð­ar­dótt­ir, for­maður Öryrkja­banda­lags­ins (ÖBÍ), í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Örorku- og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyr­is­þeg­ar, sem eiga rétt á orlofs­upp­bót á árinu 2020, fá 20 þús­und króna ein­greiðslu til við­bótar vegna þeirra áhrifa sem COVID-19 far­ald­ur­inn hefur haft.

Í svari Þur­íðar Hörpu kemur fram að ÖBÍ hafi gert athuga­semd við fjár­auka­lög rík­is­stjórn­ar­innar – þar sem ekki hafi verið minnst á örorku­líf­eyr­is­þega. „Við sendum inn umsögn þar sem gerðar voru til­lögur til úrbóta fyrir hóp­inn. Við vorum í fram­haldi beðin um að koma með til­lögur sem fljótt væri hægt að afgreiða og sem ekki krefð­ust þess að breyta lög­um.“

ÖBÍ sendi inn sex aðal­til­lög­ur. Sam­kvæmt Þur­íði Hörpu var þar á meðal þessi ein­greiðsla – orlofs­upp­bót til öryrkja að upp­hæð 100 þús­und krón­ur. Þá lögðu þau til að ein­greiðslan yrði að vera skatta- og skerð­inga­laus þar sem ann­ars hefði hún áhrif á sér­stakan hús­næð­is­stuðn­ing, húsa­leigu­bætur og jafn­vel örorku­líf­eyri.

Auglýsing

Fólk hefur minni mögu­leika á að nálg­ast mat og lyf

„Við bentum á að nú þegar veikt og fatlað fólk hefur ein­angrað sig vegna und­ir­liggj­andi sjúk­dóma, kemur í ljós að fólk hefur minni mögu­leika á að nálg­ast mat og lyf.

Hjálp­ar­stofn­anir eru eins og önnur þjón­ustu­úr­ræði að mestu lok­að­ar, en flestar reyna að aðstoða fólk í gegnum síma og net­fang. Það kemur mjög fram núna hvað margt fólk reiðir sig alfarið á að fá mat­ar­að­stoð,“ segir í svari Þur­íðar Hörpu.

Kostn­aður rík­is­sjóðs vegna aðgerð­ar­innar áætl­aður um 400 millj­ónir

Alþingi sam­þykkti í gær til­lögu um að örorku- og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyr­is­þeg­ar, sem eiga rétt á orlofs­upp­bót á árinu 2020, fengju 20.000 króna ein­greiðslu til við­bótar vegna þeirra áhifa sem COVID-19 far­ald­ur­inn hefur haft. Jafn­framt var gerð breyt­ing á lögum um almanna­trygg­ingar til að þessi greiðsla gæti farið fram. Greiðslan kemur til fram­kvæmda þann 1. júní næst­kom­andi.

Greiðslan kemur til við­bótar við þá orlofs­upp­bót sem örorku- og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyr­is­þegar eiga rétt á í ár og telst ekki til tekna þeirra. Hún mun þar af leið­andi ekki skerða aðrar greiðslur til hóps­ins, að því er fram kemur í til­kynn­ingu á vegum félags­mála­ráðu­neyt­is­ins.

Miðað er við að um það bil 20.000 örorku- og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyr­is­þegar upp­fylli skil­yrðið um rétt á orlofs­upp­bót á árinu 2020 og er kostn­aður rík­is­sjóðs vegna aðgerð­ar­innar áætl­aður um 400 millj­ónir króna.

Ásmundur Einar Daða­son, félags­-og barna­mála­ráð­herra, sagði við til­efnið að áhrif­anna af COVID-19 far­aldr­inum gætti víða í okkar sam­fé­lagi og „við höfum frá upp­hafi lagt áherslu á það að styðja við við­kvæma hópa á þessum tím­um. Á nokkrum vikum hefur dag­legt líf okkar allra raskast mikið og aukið álag á öllum sviðum sam­fé­lags­ins, ekki síst þá hópa sem minna mega sín. Það er því einkar ánægju­legt að þessi til­laga hafi verið sam­þykkt á Alþingi. Saman förum við í gegnum skafl­inn.”

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Hjálmar Sveinsson
Framtíðaráætlun fyrir Reykjavík
Kjarninn 2. mars 2021
Bóluefni Johnson & Johnson hefur fengið neyðarleyfi í Bandaríkjunum.
Aftur fjölgar dauðsföllum vestanhafs – „Vinsamlega hlustið á mig“
Framkvæmdastjóri bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar er uggandi yfir stöðunni á faraldrinum í landinu. Smitum og dauðsföllum hefur fjölgað á ný. Nýtt bóluefni, sem aðeins þarf að gefa einn skammt af, er rétt ókomið á markað.
Kjarninn 2. mars 2021
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent