MS, útgerðir og álver á meðal fyrirtækja sem fá undanþágu frá samkomubanni

Fyrirtæki sem teljast „kerfislega og efnahagslega mikilvæg“ hafa fengið undanþágu frá takmörkunum samkomubanns fyrir starfsemi sína.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra veitir undanþágurnar.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra veitir undanþágurnar.
Auglýsing

Stjórn­völd hafa birt lista yfir þau fyr­ir­tæki sem hafa fengið und­an­þágu frá sam­komu­banni svo unnt sé að halda starf­semi þeirra órof­inni. Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra veitir slíka und­an­þágu eftir sam­ráð við sótt­varna­lækni, almanna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra og Mat­væla­stofn­un. Und­an­þágan tekur til fyr­ir­tækja í stór­iðju, sjáv­ar­út­vegi, mat­væla­fram­leiðslu og annarri mik­il­vægri starf­sem­i. 

Fyr­ir­tækin sem starfa á grund­velli und­an­þágu eru meðal ann­ars Íslands­póst­ur, Mjólk­ur­sam­salan (MS), Mat­fugl, Alcoa á Reyða­firði, Norð­urál á Grund­ara­tanga, Terra í Hafn­ar­firði og Elkem á Grund­ar­tanga. 

Þá hafa nokkur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki fengið und­an­þágu. Þau eru Brim hf. og ­Fisk­kaup hf. í Reykja­vík­, ­Fisk­vinnslan Íslands­saga hf. á Suð­ur­eyr­i, Guð­mundur Run­ólfs­son hf. á Grund­ar­firði, Hrað­frysti­húsið Gunn­vör hf. á Hnífs­dal, Ísfé­lag Vest­manna­eyja hf. og Vinnslu­stöðin í Vest­manna­eyj­um, Nes­fiskur ehf. í Garði, Oddi hf., á Pat­reks­firði, Þor­björn hf. í Grinda­vík, Sam­herji ehf. og Útgerð­ar­fé­lag Akur­eyr­inga ehf. á Akur­eyri og Dal­vík og Skinn­ey-­Þinga­nes hf. á Horna­firð­i. 

Þá hafa Bænda­sam­tök Íslands átt fund með heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu vegna mögu­legrar und­an­þágu vegna aðild­ar­fé­laga sinna en ekki liggur fyrir hvort ein­hverjir falli undir þá und­an­þágu og þurfi eða sjái sér fært að nýta hana.

Auglýsing
Í til­kynn­ingu frá stjórn­ar­ráð­inu segir að margar umsóknir hafi borist um und­an­þágur en að flestum þeirra sé hafn­að. „Und­an­þágur eru því aðeins veittar að afar brýnir hags­munir liggi að baki sem varði vel­ferð almenn­ings og þjóð­ar­hag.“

Við­miðin sem horft er til mið­ast við að um sé að ræða „sam­fé­lags­lega ómissandi inn­viði sem mega ekki stöðvast vegna lífs­bjarg­andi starf­semi, svo sem raf­orku, fjar­skipta, sam­gangna, heil­brigð­is­starf­semi, lög­gæslu, sjúkra­flutn­inga og slökkvi­liða. Önnur starf­semi sem mögu­lega getur fallið undir heim­ild til und­an­þágu skv. aug­lýs­ingu heil­brigð­is­ráð­herra um tak­mark­anir á sam­komum er starf­semi fyr­ir­tækja sem telst kerf­is­lega og efna­hags­lega mik­il­væg, svo sem til að tryggja inn­viði, sorp­hirðu, aðföng, mæt­væla­fram­leiðslu, flutn­inga mat­væla, lyfja og ann­arra nauð­synja­vara eða efna­hags­legt öryggi rík­is­ins með útflutn­ing­i.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent