Brim ætlar að greiða 1,9 milljarða í arð og ráðast í endurkaup á bréfum

Stjórn sjávarútvegsrisans Brims, sem skráður er í Kauphöll Íslands, samþykkti í gær að halda arðgreiðsluáformum til streitu. Guðmundur Kristjánsson forstjóri var kjörinn í stjórn félagsins.

Guðmundur Kristjánsson.
Guðmundur Kristjánsson.
Auglýsing

Aðalfundur Brims samþykkti í gær að halda arðgreiðsluáformum félagsins til streitu og greiða út alls 1,9 milljarða króna í arð 30. apríl næstkomandi, vegna frammistöðu síðasta árs. 

Á sama fundi var tillaga um heimild stjórnar til að kaupa eigin bréf samþykkt. Sú heimild stendur í 18 mánuði og takmarkast við að Brim má ekki halda á meira en tíu prósent í sjálfu sér á hverjum tíma. Þá má kaupgengi „eigi vera hærra en í síðustu óháðu viðskiptum eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboð í þeim viðskiptakerfum þar sem viðskipti með hlutina fara fram, hvort sem hærra er.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar Íslands. 

Kosning til stjórnar félagsins fór einnig fram, en sex höfðu boðið sig fram í fimm laus sæti. Þar vakti mesta Guð­mundur Krist­jáns­son, for­stjóri og stærsti eig­andi Brims, vild setj­ast aftur í stjórn félags­ins, en auk hans bauð öll fyrrverandi stjórn félagsins sig áfram til setu.

Auglýsing
Niðurstaðan var sú að Eggert Benedikt Guðmundsson var ekki kosinn  í stjórnina, en hann var forstjóri félagsins á árunum 2005 til 2012 og hafði áður notið stuðnings lífeyrissjóða sem eiga stóran hlut í Brimi til stjórnarsetu.

Brim er einnig á meðal þeirra fyrirtækja sem heilbrigðisráðherra hefur skilgreint sem þjóðhagslega mikilvægt og veitt undanþágu frá samkomubanni.

Miklar sviptingar á fáum árum

 Miklar sviptingar hafa verið innan Brims síðastliðinn tæp tvö ár, eða frá því að tilkynnt var að félag sem í dag heitir Útgerðarfélag Reykjavíkur hefði keypt rúm­lega þriðj­ungs­hlut í  félaginu, sem þá hét HB Grandi en var síðar var breytt í Brim, fyrir 21,7 millj­arða króna.

Fljót­lega eftir þetta var Vil­hjálmur Vil­hjálms­son, sem hafði verið far­sæll for­stjóri félags­ins um ára­bil, rek­inn úr starfi og tók Guð­mundur við stjórn­ar­taumunum sem for­stjóri.

Þetta olli deilum í stjórn félags­ins og töldu tveir stjórn­ar­menn félags­ins, Rann­veig Rist, for­stjóri álvers Rio Tinto Alcan í Straums­vík, og Anna G. Sverr­is­dótt­ir, ekki rétt að fara út í þessar aðgerð­ir.

Síðan hafa deilur á meðal hluthafa félagsins verið nokkuð tíðar, meðal annars út af viðskiptum sem Brim hefur átt um kaup á eignum annarra félaga þar sem Guðmundur er aðaleigandi. Gildi lífeyrissjóður seldi til að mynda alla hluti sína í Brim eftir slíkar deilur í fyrra.

Útgerð­­ar­­fé­lag Reykja­vík­­­ur, í meiri­hluta­eigu Guð­­mundar Krist­jáns­­son­ar, og dótt­­ur­­fé­lag þess á um 46 pró­­sent eign­­ar­hlut í Brim­­i í dag.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tómas A. Tómasson og Kolbrún Baldursdóttir
Aðalsmenn og almenningur á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra
Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent