Mynd: EPA

Rúmlega þriggja milljarða króna greiðsla fer að óbreyttu í ríkissjóð

Útgerðarfélag Reykjavíkur var í vikunni dæmt til að greiða Glitni HoldCo tvo milljarða króna auk dráttarvaxta vegna afleiðusamninga sem gerðir voru í aðdraganda hrunsins. Með dráttarvöxtum nemur upphæðin rúmum þremur milljörðum króna. Hún mun renna í ríkissjóð vegna stöðugleikasamnings sem gerður var við þrotabú Glitnis.

Þegar sam­komu­lag náð­ist milli íslenska rík­is­ins og kröfu­hafa Glitnis um greiðslu stöð­ug­leika­fram­lags svo að hægt yrði að ljúka nauða­samn­ingi bank­ans, var ljóst að stærsti hluti alls stöð­ug­leika­fram­lags­ins sem greiddur yrði í rík­is­sjóð úr ranni kröfu­hafa allra föllnu bank­anna myndi koma úr Glitni. Þar mun­aði mestu um allt hlutafé í Íslands­banka, sem ákveðið var á loka­metr­unum að myndi fara til rík­is­ins, en ekki bara afrakst­ur­inn af sölu hans líkt og í til­felli Arion banka. 

Ýmsar aðrar eign­ir, meðal ann­ars ætl­aðar skuldir ákveð­inna ein­stak­linga eða félaga, voru á meðal þeirra sem Glitnir skuld­batt sig að láta rík­inu í té. Á meðal þeirra var allur ávinn­ingur af inn­heimtu afleiðu­samn­inga sem Útgerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, að mestu í eigu Guð­mundar Krist­jáns­son­ar, hafði gert við Glitni haustið 2008. Alls var um 31 samn­ing að ræða og heild­ar­skuld félags­ins við bank­ann vegna upp­gjörs þeirra var áætluð tveir millj­arðar króna. Útgerð­ar­fé­lagið hefur árum saman neitað að greiða þetta upp­gjör og meðal ann­ars borið fyrir sig að Glitnir hafi haft hag af því að fella íslensku krón­una og þar með gert það að verkum að afleiðu­samn­ing­arnir hefðu endað í tapi.

Glitnir hefur alla tíð hafnað þessu og stefndi Útgerð­ar­fé­lagi Reykja­víkur til að greiða millj­arð­ana tvo. Málið hefur þvælst í dóms­kerf­inu frá árinu 2012 og nið­ur­staða fékkst loks í vik­unni. Fjöl­skip­aður hér­aðs­dómur Reykja­víkur sagði að Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur þyrfti að borga skuld­ina með drátt­ar­vöxtum frá maí­mán­uði 2016.

Sam­an­lögð upp­hæð sem Útgerð­ar­fé­lagið verður að óbreyttu greiða, að með­töldum drátt­ar­vöxt­um, er um 3,1 millj­arður króna. Ef nið­ur­staða hér­aðs­dóms hefði verið á þann veg að félagið ætti að greiða drátt­ar­vexti frá haustinu 2008, þá hefði upp­hæðin verið á níunda millj­arð króna.

For­svars­menn Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur hafa ekki tekið ákvörðun um hvort að mál­inu verði áfrýjað eða ekki. 

Lyk­il­menn úr Seðla­bank­anum báru vitni

Deil­urnar hafa staðið yfir meira og minna frá haustinu 2008. Glitnir höfð­aði mál sum­­­arið 2012 og krafð­ist þess að Útgerð­­ar­­fé­lag­ið, sem þá hét enn Brim, myndi greiða millj­­arð­anna tvo auk drátt­­ar­­vaxta. Því var vísað frá árið 2106 en stefnt á ný í kjöl­far­ið. Þess vegna reikn­ast drátt­ar­vextir frá maí­mán­uði 2016. 

Málið hefur tekið á sig marg­s­­konar mynd­­ir. Meðal ann­­ars kærði Útgerð­­ar­­fé­lagið fram­­ferði Ólafs Eirík­s­­son­­ar, lög­­­manns Glitnis HoldCo, í dóms­­mál­inu til Úrskurð­­ar­­nefndar lög­­­manna sem úrskurð­aði í mál­inu þann í lok jan­úar 2018. Þar var hátt­­semi hans, sem í fólst að veita lyk­il­vitni rangar upp­­lýs­ingar um stað­­reyndir og láta hjá líða að til­­kynna Útgerð­­ar­­fé­lag­inu að til stæði að hafa sam­­band við vitn­ið, sögð vera aðfinnslu­verð. 

Þá kærði Útgerð­­ar­­fé­lag Reykja­víkur til lög­­­reglu, þann 17. apríl 2018, það sem í árs­­reikn­ingi fyr­ir­tæk­is­ins er kallað þá „hátt­­semi að rang­­færa sönn­un­­ar­­gögn“ í dóms­­mál­inu. Sú hátt­­semi á að hafa falið í sér „að „klippa“ eða fjar­lægja með öðrum hætti, 7 cm neðan af öllum samn­ingum svo að þeir myndu líta út á annan veg en þeir gerð­u.“

Lykilmenn úr Seðlabanka Íslands voru kallaðir fyrir sem vitni í tengslu við greiðslu stöðugleikaframlagsins.
Mynd: Seðlabanki Íslands.

Það vekur athygli að fyrir dóm voru kall­aðir bæði Haukur C. Bene­dikts­son, starfs­maður Seðla­banka Íslands sem stýrði Eigna­safni Seðla­banka Íslands (ESÍ) um ára­bil, og Steinar Þór Guð­geirs­son, lög­maður Seðla­banka Íslands í tengslum við greiðslu stöð­ug­leika­fram­lags­ins. 

Til­gangur þess að láta þá bera vitni var sá að reyna að sýna fram á að Glitnir HoldCo, eign­ar­halds­fé­lagið um eft­ir­stand­andi eignir Glitnis eftir að nauða­samn­ingur bank­ans var klár­aður í des­em­ber 2015, ætti í raun ekki kröf­una sem verið væri að sækja fyrir dómi, heldur íslenska rík­ið. Hún hafi verið að meðal þeirra stöð­ug­leika­fram­laga sem greidd hefðu verið til að leysa úr deilum rík­is­ins og kröfu­hafa föllnu bank­anna sem leiddi af sér að hægt yrði að slíta þrota­búum Kaup­þings, Lands­bank­ans og Glitnis og greiða út eft­ir­stand­andi eignir þeirra til rétt­mætra eig­enda. Í lok síð­asta árs var stöð­ug­leika­fram­lagið sem greitt var til rík­is­ins metið á 460 millj­arða króna þegar það hefur inn­heimst að fullu. 

Þessi skoðun Útgerð­ar­fé­lags­ins var meðal ann­ars rök­studd með því að kröf­una væri hvergi að finna í árs­reikn­ingi Glitnis HoldCo eftir að stöð­ug­leika­samn­ing­arnir voru gerð­ir. 

Vildu að stöð­ug­leika­samn­ing­ur­inn yrði gerður opin­ber

Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur óskaði eftir því fyrir dómi að stöð­ug­leika­samn­ing­ur­inn yrði gerður opin­ber og hélt því fram að félagið hefði undir höndum mat frá rík­is­end­ur­skoð­anda sem segði að umræddar kröfur væru í eigu rík­is­sjóðs. Vegna þessa voru Haukur og Steinar kall­aðir fyrir sem vitni. Báðir sögðu þeir að  kröfur vegna þeirra afleiðu­samn­inga sem málið snýst um hefðu ekki verið fram­seldar til Seðla­banka Íslands á grund­velli samn­ings um stöð­ug­leika­fram­lag í tengslum við nauða­samn­ing Glitn­is. Fyrir liggur hins vegar að tæk­ist Glitni HoldCo að inn­heimta kröf­urnar myndi afrakstur þess fara til rík­is­ins. Það er því rík­is­sjóður sem mun fá millj­arð­anna tvo ef Útgerð­ar­fé­lagið lætur nú staðar numið og borg­ar. 

Í til­kynn­ingu sem Run­ólfur Viðar Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri Útgerð­ar­fé­lags Reykja­vík­ur, sendi á fjöl­miðla á þriðju­dags­kvöld, sagði að Haukur hefði óhlýðn­ast dóm­ara máls­ins og neitað að mæta með stöð­ug­leika­samn­ing­inn fyrir dóm.  „Vitn­is­burður fram­kvæmda­stjór­ans hjá Seðla­banka Íslands, stang­ast á við full­yrð­ingar í árs­reikn­ingum Glitnis 2015 til 2019, rík­is­reikn­ingi fyrir 2016 og Rík­is­end­ur­skoð­anda. ÚR unir illa úrskurði hér­aðs­dóms sér­stak­lega í ljósi þess að þrotabú Glitnis og full­trúar hins opin­bera kom­ast undan kröfu um að sanna aðild sína að mál­inu. Það skýtur skökku við þegar gerðar eru auknar kröfur af almenn­ingi og hinu opin­bera til einka­að­ila um gagn­sæi að opin­berir aðilar haldi kyrfi­lega leyndum samn­ingum sem þeir gera við þrotabú í eigu erlendra huldu­sjóða og hindri þannig fram­gang eðli­legrar rétt­vísi hér á land­i,“ sagði í til­kynn­ing­unn­i. 

Þessum mála­til­bún­aði var þó, líkt og áður sagði, hafnað af hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur.

Eigið fé Útgerð­ar­fé­lags­ins á þriðja tug millj­arða

Útgerð­­ar­­fé­lag Reykja­víkur hét um ára­bil Brim. Nafni félags­­ins var breytt þegar það keypti ráð­andi hlut í HB Granda á árinu 2018. Nafni HB Granda var svo breytt í Brim á hlut­hafa­fundi í ágúst 2019. Guð­­mundur Krist­jáns­­son, sem er end­an­­legur eig­andi að um 75 pró­­sent alls hluta­fjár í Útgerð­­ar­­fé­lagi Reykja­víkur og tók sjálfur við sem for­­stjóri HB Granda eftir inn­­komu sína þar, hefur ávallt verið kenndur við það nafn og kall­aður Guð­­mundur í Brim­­i. Þar sem fyr­ir­tækið hefur aldrei við­ur­kennt kröfu Glitnis HoldCo þá hefur hún aldrei verið færð í rekstur eða efna­hag þess.

Guðmundur Kristjánsson er aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur.
Mynd: Brim.

Útgerð­­ar­­fé­lag Reykja­víkur er risa­stórt fyr­ir­tæki. Rekstr­­ar­­tekjur þess á árinu 2018 voru um 22,4 millj­­arðar króna ef miðað er við gengi evru í lok þess árs. Hagn­aður af starf­­sem­inni var um 1,5 millj­­arður króna á því ári.

Eigið fé fyr­ir­tæk­is­ins var 27,3 millj­­arðar króna í árs­­lok 2018 jókst á milli ára og skuldir þess grynn­k­uðu umtals­vert, eða um 6,5 millj­­arða króna. Á árinu 2019 á Útgerð­­ar­­fé­lag Reykja­víkur að greiða um 7,7 millj­­arða króna af lang­­tíma­skuldum til lána­­stofn­ana. Skuld­­irnar voru þó enn umtals­verðar í árs­lok, alls um 32,4 millj­­arðar króna.

Því blasir við að Útgerð­ar­fé­lagið hefur getu til þess að greiða skuld­ina við Glitni HoldCo, sem mun að óbreyttu renna í rík­is­sjóð sem hluti af stöð­ug­leika­fram­lag­inu

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar