Mynd: Pexels

Djúp efnahagsleg dýfa, skarpt viðbragð en blindflug framundan

Síðasta vika var versta vikan á hlutabréfamörkuðum heims frá hruninu 2008. Mörg hættumerki eru uppi í efnahagskerfum heimsins sem gætu leitt til frekari niðursveiflu, þótt að útbreiðsla veirunnar sem veldur COVID-19 hafi verið ráðandi í þróuninni til skamms tíma. Ísland hefur sannarlega ekki farið varhluta af áhrifunum.

Árið 2019 var gott á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði, þrátt fyrir ýmsar efna­hags­legar áskor­anir í hag­kerf­inu. Alls jókst mark­aðsvirði skráðra félaga um 30 pró­sent á því ári og Úrvals­vísi­talan, sem end­ur­speglar gengi tíu verð­mæt­ustu félag­anna sem skráð eru á aðal­mark­að, hækk­aði um 31,4 pró­sent. 

Heild­ar­mark­aðsvirði skráðra félaga var 1.251 millj­arðar króna í lok árs 2019.  

Úrvals­vísi­talan hækkað um 31,4 pró­sent á árinu 2019 og stóð í lok þess árs 2.121 stig­i. 

Mark­að­ur­inn hafði haldið áfram að hækka hóf­lega á fyrstu vikum árs­ins 2020 og Úrvals­vísi­talan var 2,3 pró­sentum hærri 19. febr­úar síð­ast­lið­inn en um ára­mót. 

Þá breytt­ist allt. Á einni viku, þeirri síðustu, lækk­aði mark­aðsvirði þeirra félaga sem skráð eru á Aðal­mark­að, og eru 20 tals­ins, um 10,8 pró­sent eða 135 millj­arða króna. Öll félögin 20 lækk­uðu í virð­i. 

Staðan hér­lendis var í takti við það sem var að ger­ast á hluta­bréfa­mörk­uðum út um allan heim þar sem versta vika frá því í fjár­mála­hrun­inu haustið 2008 var að eiga sér stað.  Alls þurrk­uð­ust út um fimm trilljónir Banda­ríkja­dala af mark­aðsvirði fyr­ir­tækja á alþjóð­legum hluta­bréfa­mörk­uðum á einni viku. 

Ástæðan var ein­föld: alþjóð­leg áhrif útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um.

Mesta lækkun frá 2009

Mark­aðsvirði langstærsta félags­ins á mark­aði, Mar­el, lækk­aði eðli­lega mest eða um 49,3 millj­arða króna þrátt fyrir að hlut­falls­leg lækkun á bréfum félags­ins hafi ekki verið með þeim mestu. Arion banki, næst stærsta skráða félag­ið, lækk­aði um 15,9 millj­arða króna í síð­ustu viku.

Á mánu­dag var allt áfram rautt á mark­aðnum og öll félögin lækk­uðu á ný. Úrvals­vísi­talan fór niður um 2,82 pró­sent og hafði þá lækkað um 13,5 pró­sent á rúmri viku. Það er mesta lækkun á slíku tíma­bili frá árinu 2009, eða í eft­ir­málum hruns­ins.

Stærsta ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækið á mark­aði, Icelanda­ir, var líka í vanda. Það aft­ur­kall­aði nýlega afkomu­spá sína þar sem for­svars­menn þess töldu ein­sýnt að ógjörn­ingur væri að spá fyrir um hvernig næstu vikur myndu þró­ast. Á rúmri viku féll virði Icelandair um 15,4 millj­arða króna. Ef þessi þróun myndi halda áfram í dag, þriðju­dag, gæti gengi bréfa í Icelandair náð sínum lægsta punkti frá sept­em­ber­mán­uði 2011. 

Það gerð­ist hins vegar ekki.

Hag­vaxt­ar­spá helm­inguð

En spólum aðeins til baka fyrst. Það eru nokkrir sam­verk­andi þættir sem valda því að efna­hags­lega ógnin af útbreiðslu veirunnar er svona mik­il. Sá fyrsti eru afleið­ingar þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til til að hefta útbreiðslu hans. Enn sem komið er eru stærstu afleið­ingar þess í Kína, stærsta fram­leiðslu­ríki heims, með þeim afleið­ingum að margar flóknar fram­leiðlsu­keðjur sem treysta á vörur frá Kína til að virka, hafa rofn­að, að minnsta kosti tíma­bund­ið. Sú næsta er að hræðslan við veiruna dregur veru­lega úr neyslu. Fólk fer síður í versl­anir og ferð­ast vita­skuld mun minna. Ferða­lög vegna við­skipta, kaup­stefna eða ráð­stefna hafa sér­stak­lega dreg­ist veru­lega sam­an. 

Á mánu­dag birti Efna­hags- og fram­fara­stofn­unin (OECD) að hag­vöxtur í heim­inum gæti orðið ein­ungis 1,5 pró­sent á þessum ári, sem er mun lægra en sá þriggja pró­senta vöxtur sem stofn­unin spáði áður en veiran kom upp á yfir­borð­ið. 

Verði sú sviðs­mynd að veru­leika myndi verða sam­dráttur í Evr­ópu og Jap­an. Hag­vöxtur í Banda­ríkj­unum yrði nálægt núll­in­u. 

Þetta er hins vegar ekki svartasta sviðs­myndin sem OECD hefur teiknað upp. Ef veiran breið­ist út víðar en í Asíu, Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um, og inn á suð­ur­hvel jarð­ar, gætu mál enn versn­að.

OECD sagði í yfir­lýs­ingu sinni að stofn­unin telji að útbreiðsla veirunnar sem veldur COVID-19 sé mesta ógn við fjár­mála­kerfi heims­ins frá fjár­málakrepp­unni 2008. 

Sam­eig­in­leg við­brögð stærstu ríkja

Vegna þessa hefur verið gripið til sam­þættra við­bragða. Þau hófust strax um síð­ustu helgi þegar gefið var til kynna að helstu olíu­fram­leiðslu­ríki heims ætl­uðu að draga úr fram­leiðslu til að hindra frek­ari verð­lækkun á olíu og svo tíð­indum af því að G7-­rík­in, rík­ustu ríki heims, ætl­uðu að bregð­ast við stöð­unni sam­eig­in­lega. Auk þess tók Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn og Alþjóða­bank­inn ákvörðun um að opna á lána­línur til þeirra ríkja sem gætu verið í erf­ið­leikum með að takast á við stöð­una vegna skorts á lausa­fé. 

Þessi tíð­indi gerðu það að verkum að verð á hluta­bréfum hækk­aði strax í byrjun viku á alþjóða­mörk­uð­um. Sú upp­risa náði til Íslands á þriðju­dag þegar Úrvals­vísi­talan hækk­aði um 3,3 pró­sent. Ell­efu af félög­unum 20 á Aðal­mark­aði kaup­hall­ar­innar hækk­uðu yfir þrjú pró­sent innan þess dags. Öll félög utan eins hækk­uðu í verð­i. 

Á þriðju­dag sendu fjár­mála­ráð­herrar G-7 ríkj­anna svo frá sér yfir­lýs­ingu, í kjöl­far síma­fundar sem þeir héldu, þar sem þeir sögð­ust ætla að nota „öll mögu­leg tól“ til að bregð­ast við efna­hags­legum afleið­ingum útbreiðslu veirunn­ar. Þótt ekki hafi verið sér­stak­lega til­greint hvaða aðgerðir væri um að ræða er ljóst að í þeim felst fyrst og fremst að lækka vexti og auka aðgengi að ódýru fjár­magni, líkt og gert var víð­ast hvar eftir fjár­málakrepp­una 2008. Seðla­bankar myndu þá sjá hag­kerf­unum fyrir súr­efni svo þau gætu eytt sér í gang. 

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt seðlabankastjóra landsins, Jerome Powell, harðlega fyrir að lækka ekki hratt vexti.
Mynd: EPA

Ástr­alski seðla­bank­inn hafði lækkað sína stýri­vexti aðfara­nótt þriðju­dags og í gær ákvað banda­ríski seðla­bank­inn, sem hefur legið undir linnu­lausri gagn­rýni frá Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta fyrir að lækka ekki vexti, að gera einmitt það. Nánar til­tekið um 0,5 pró­sentu­stig. Ákvörð­unin vakti athygli, enda næsti fundur banka­stjóra seðla­bank­ans ekki áætl­aður fyrr en 18. mar­s. 

Minna svig­rúm til að veita súr­efni

Svig­rúmið sem seðla­bankar heims­ins hafa til að bregð­ast við með því að lækka vexti er þó allt annað og miklu minna nú en það var á árunum fyrir banka­hrun­ið. Vextir í Banda­ríkj­unum höfðu til að mynda verið hækk­aðir upp í 5,25 pró­sent árið 2006 og því var hægt að lækka þá veru­lega, og hratt. Fyrir lækk­un­ina í gær voru hæstu vext­irnir hins vegar 1,75 pró­sent og svig­rúmið því aug­ljós­lega lít­ið.

Á Íslandi er uppi aðeins rýmri staða, en stýri­vextir Seðla­banka Ísland eru sem stendur 2,75 pró­sent. Þeir voru lækk­aðir við síð­ustu vaxta­á­kvörðun í byrjun febr­úar og hafa alls lækkað um 17,5 pró­sentu­stig frá því í maí í fyrra. Næsti vaxta­á­kvörð­un­ar­dagur hans er 18. mars næst­kom­and­i. 

Það er hins vegar ljóst að mikil óvissa er um hvernig mál munu þró­ast í nán­ustu fram­tíð. Útbreiðsla veirunnar er nefni­lega ekki eina breytan sem talin er ógna efna­hags­kerfum heims­ins um þessar mund­ir. 

Nouriel Rou­bini, hag­fræði­pró­fessor við við­skipta­deild New York háskóla, sem hefur það upp­örvandi við­ur­nefni „Dr. Doom“ vegna þess að hann spáði fyrir fjár­málakrepp­unni 2008, skrif­aði í síð­ustu vik­unni grein í Fin­ancial Times. Þar var hann mjög afdrátt­ar­laus í spá sinni um mögu­lega hættu sem að steðj­aði og sagði að fjár­festar hefðu verið í sjálfs­blekk­ing­ar­leik með því að neita að horfast í augu við alvar­leika máls­ins. Hann nefndi þar ýmis­legt annað en útbreiðslu veirunnar sem gæti haft þessi áhrif, eins og við­skipta­stríð Banda­ríkj­anna við Kína, for­seta­kosn­ing­arnar þar í landi, loft­lags­vand­ann og auknar tölvu­árás­ir. 

Mark­aðir í Banda­ríkj­unum lækk­uðu aftur í gær þrátt fyrir stýri­vaxta­lækk­un­ina um tæp­lega þrjú pró­sent. Staðan á Íslandi í dag var skap­legri og í nokkru jafn­væg­i. 

Framundan er hins vegar blind­flug, sem erfitt er að sjá fyrir um hvernig end­ar.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar