Enginn losnað úr öndunarvél enn sem komið er

Sóttvarnalæknir furðar sig á þeim fjölda beiðna um undanþágur frá sóttkví og samkomubanni sem berast. Ekki sé hægt að veita mörgum undanþágu einfaldlega af því að þá eykst hættan á því að smitum fjölgi hratt.

Alma Möller, landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Alma Möller, landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Ell­efu manns ­með COVID-19 sjúk­dóm­inn liggja á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans. Níu eru í önd­un­ar­vél. Eng­inn sjúk­lingur sem hefur þurft á slíkri með­ferð að halda hef­ur enn sem komið er lokið henni. Páll Matth­í­as­son, for­stjóri Land­spít­al­ans, seg­ir að þetta stað­festi það sem sést hafi í öðrum lönd­um: Það tekur tölu­vert langan ­tíma að ná sér af veik­ind­um.

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag að best­u ­spár væru að ganga eftir hvað varðar fjölda smit­aðra en verstu spár hvað varð­ar­ þann fjölda sem veik­ist alvar­lega og þarf á gjör­gæslu­með­ferð að halda.

Níu pró­sent ­sýna sem tekin voru á sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spít­al­ans í gær reynd­ust já­kvæð. Hjá Íslenskri erfða­grein­ingu voru aðeins tvö ný smit stað­fest eða um 0,2 pró­sent af öllum sýnum sem tekin voru. „Þetta er með því lægsta sem við höfum séð,“ sagði Þórólfur á fund­in­um. Hann sagði að lík­lega væri of snemmt að ­segja til um hvort að farið sé að hægja á vexti far­ald­urs­ins. Til þess þyrft­u enn nokkrir dagar að líða.

Auglýsing

Mikið álag væri á Land­spít­ala og gjör­gæslu­deild­inni og lítið þarf útaf að bera í fjölda smita svo þar skap­ist erfitt ástand. Því sé gríð­ar­lega mik­il­vægt að halda áfram þeim aðgerðum sem hér hefur verið beitt. Sam­komu­bannið standi til 13. Apríl en lands­menn þurfi að und­ir­búa sig fyrir áfram­hald á því. „Við megum ekki hætta of snemma svo að við fáum eitt­hvert bakslag í þennan far­ald­ur.“

Furðar sig á fjölda und­an­þágu­beiðna

Þórólf­ur ­sagð­ist á fund­inum furða sig á þeim fjölda beiðna um und­an­þágur frá sótt­kví og ­sam­komu­banni sem ber­ast. Ekki væri hægt að veita mörgum und­an­þágu ein­fald­lega af því að þá eykst hættan á því að smitum fjölgi hratt.

Þá vild­i hann ítreka að það að fara í sýna­töku í sótt­kví og fá nei­kvætt út úr henni mun­i ekki létta á sótt­kvínni. „Það er alls ekki svo,“ sagði Þórólfur með áherslu. „Próf­ið ­sýnir stöð­una akkúrat þegar það er tek­ið. [...] Þannig að próf styttir ekki ­sótt­kví.“

Alma Möll­er land­læknir sagði að vel væri fylgst með álagi á heil­brigð­is­kerfið og að nún­a væri það mest á Land­spít­ala og heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. „Við vitum að á­lagið mun vaxa enn frekar,“ sagði hún. „Við vinnum að því að hindra smit og hægja á far­aldri, sinna sjúk­lingum með covid eins vel og hægt er og að veita aðra nauð­syn­lega heibrigð­is­þjón­ust­u.“

Hún sagði að farið væri að bera á þreytu meðal heil­brigð­is­starfs­manna og skyldi engan undra. „Ég vil biðja fólk að hlúa að sjálfu sér og öðrum, við verðum að hafa úthald ­fyrir þær vikur sem framundan eru.“

Þórólfur tók í svip­aðan streng: „Við skulum muna að þetta er lang­hlaup og að við erum kannski um það bil hálfn­uð. Við verðum að sýna þol­gæði, úthald og jákvæðni til­ að kom­ast vel í gegnum þetta.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent