„Það er vond hugmynd“ að ferðast um páskana – „Ekki gera það“

Það þarf að sýna „þolgæði“ og „biðlund“ til að ljúka faraldrinum. Alls ekki er ráðlegt að Íslendingar leggist í ferðalög um páskana. Það skapar óteljandi vandamál sem hægt er að komast hjá með því að vera heima.

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, var til svara á upplýsingafundinum í dag.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, var til svara á upplýsingafundinum í dag.
Auglýsing

„Ferð­umst inn­an­húss um páskana,“ sagði Páll Matth­í­as­son, for­stjóri Land­spít­al­ans, á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. „Það er mjög mik­il­vægt þegar svona mik­ið ­mæðir á heil­brigð­is­kerf­inu og við erum að beina öllu okkar að COVID-19 að við þurf­um ekki líka að glíma við hópslys eða ann­að.“

Páll sagð­ist hafa heyrt af því að fólk væri farið að skipu­leggja ferða­lög um landið um pásk­ana. „Það er vond hug­mynd. Ekki gera það. Besta hug­myndin er að ferðast inn­an­hús­s.“

Hann sagð­i gríð­ar­lega mik­il­vægt að sýna nú bið­lund. Það þurfi þol­gæði til að ljúka far­aldr­in­um. „Við þurfum að nota alla okkar orku í að sinna covid-far­aldr­in­um.“

Auglýsing

Víð­ir ­Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá almanna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, sagði að ekki stæði til að herða reglur um sam­komu­bann um pásk­ana en að ekki yrði hikað við það ef þörf krefði. „Við viljum frekar biðla til fólks og höldum að það muni virka.“

Hann sagð­ist hafa veru­legar áhyggjur af því að fólk legð­ist í ferða­lög um pásk­ana. „Því fleiri sem eru á ferð­inni þeim mun meiri líkur eru á slysum og pressa eykst á heil­brigð­is­kerfið sem er mjög þanið fyr­ir.“

Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason á upplýsingafundinum í dag.

Ef fólk safn­ast saman í sum­ar­húsa­byggðum í þús­unda­vís, þar sem heil­brigð­is­þjón­usta er af skornum skammti, bjóði það hætt­unni heim.  Nefndi hann sem dæmi að heil­brigð­is­stofn­anir í Ár­nes­sýslu væru ekki byggðar upp til að sinna þús­undum nýrra íbúa í þessu á­standi.

Hætta á að fólk gleymi sér

En fleira komi til sem valdi áhyggj­um. „Ef fólk fer að hóp­ast mikið saman ann­ars stað­ar­ en heima hjá sér er aukin hætta á því að það gleymi regl­unum sem það hef­ur ta­mið sér und­an­far­ið,“ sagði Víðir og nefndi sem dæmi það að heils­ast ekki eða snert­ast og að halda tveggja metra fjar­lægð frá næsta manni. „Ef fólk er allt í einu komið í nýtt umhverfi, til dæmis upp í sum­ar­bú­stað, er hætta á að það g­leymi sér og þá eykst smit­hætta.“

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­læknir hefur sagt að fólk geti verið ein­kenna­laust í viku og ­jafn­vel lengur eftir að hafa smit­ast. Á þessu tíma­bili getur það þó smit­að aðra. Þetta er stóra hættan þegar fólk safn­ast sam­an.

Víðir sagð­ist þekkja til vélsleða­manna sem eflaust væri farið að klæja í fing­urna að kom­ast á s­leða uppi á hálendi. „En ég held að lang­flestir þeirra hugsi sér að bóna bara s­leð­ann um páska og ferð­ast inn­an­hús­s.“

Víðir minnt­i á að við erum „langt frá því komin yfir hól­inn“.

Hann lauk svo fund­inum á hvatn­ing­ar­orðum eins og vana­lega: „Við skulum halda áfram að vera í þessu sam­an. Við sjáum fréttir af fólki sem er að gera mis­tök og hegða ­sér ein­kenni­lega. Við skulum vera með náunga­kær­leik­ann að vopni, tala saman og vera kurt­eis.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent