Samherji fær að sleppa við yfirtökuskyldu á Eimskip

Samherji þarf ekki að taka yfir Eimskip þrátt fyrir að hafa skapað yfirtökuskyldu. Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að að vegna COVID-19 eigi að veita undanþágu frá yfirtökuskyldunni.

Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, sem steig niður úr forstjórastólnum tímabundið í nóvember 2019 en settist aftur í hann nýverið.
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, sem steig niður úr forstjórastólnum tímabundið í nóvember 2019 en settist aftur í hann nýverið.
Auglýsing

Fjár­mála­eft­ir­litið hefur veitt Sam­herja Hold­ing, ann­ars hluta Sam­herj­a­sam­stæð­unnar und­an­þágu frá yfir­tökutil­boðs­skyldu í Eim­skip þar sem eft­ir­litið telur „að núver­andi aðstæður á fjár­mála­mark­aði í ljósi Covid-19, bæði hér á landi og í heim­inum öll­um, séu með þeim hætti að skil­yrði 5. mgr. 100. gr. verð­bréfa­við­skipta­laga um sér­stakar aðstæður séu upp­fyllt.

Fjár­mála­eft­ir­litið telur að vernd­ar­hags­munir yfir­töku­reglna lag­anna séu tryggðir og að með veit­ingu und­an­þágu frá til­boðs­skyldu sé, eins og atvikum máls­ins er hátt­að, ekki gengið á minni­hluta­vernd ann­arra hlut­hafa.“

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands.

Björgólfur Jóhanns­son, annar for­stjóri Sam­herj­a­sam­stæð­unn­ar, segir að það séu mjög sér­stakar og óvenju­legar aðstæður á fjár­mála­mark­aði. „Við töldum því ekki skyn­sam­legt að til­boð um yfir­töku færi fram í skugga þessa umróts en við vonum að aðstæður verði heppi­legri síð­ar. Eins og við höfum sagt áður þá hefur trú okkar á fram­tíð Eim­skips ekk­ert breyst.“

Auglýsing
Sam­herji Hold­ing sendi fjár­­­mála­eft­ir­liti Seðla­­banka Íslands erindi 20. mars síð­ast­lið­inn þar sem félagið óskaði eftir und­an­þágu frá yfir­­­töku­­skyldu sem mynd­að­ist eftir að félagið eign­að­ist yfir 30 pró­­sent eign­­ar­hlut í Eim­­skip, tíu dögum áður.

Sam­herji Hold­ing seldi sig í kjöl­farið niður fyrir 30 pró­senta markið í Eim­skip.

Sam­­stæða með mikla fjár­­­fest­inga­­getu

Hlut­hafa­fundir Sam­herja sam­­­þykkti 11. maí 2018 að Sam­herj­­­a­­­sam­­­stæð­unni yrði skipt upp í tvennt. Skipt­ingin var látin miða við 30. sept­­­em­ber 2017. Eftir það er inn­­­­­­­lendu starf­­­­sem­in og starf­­­­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Fær­eyj­um undir hatti Sam­herja hf. en önnur erlend starf­­­­sem­i og hluti af fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­starf­­­semi á Íslandi í félag­inu Sam­herji Hold­ing ehf. Á meðal þeirra eigna sem færðar voru þangað yfir voru eign­­­­ar­hlutir Sam­herja í dótt­­­­ur­­­­fé­lögum í Þýska­landi, Nor­egi, Bret­landi og í fjár­­­­­­­fest­inga­­­­fé­lagi á Ísland­i. 

Sam­eig­in­legt eigið fé félag­anna tveggja sem mynda Sam­herj­­a­­sam­­stæð­una, og eitt stærsta fyr­ir­tæki á Íslandi, var 111 millj­­arðar króna í lok árs 2018. Fjár­­­fest­inga­­geta þeirra er því mik­il.

Félögin tvö stunda ekki ein­ungis við­­­skipti með sjá­v­­­­ar­af­­­urð­­­ir. Sam­herji hf. á til að mynda stóran hlut í smá­­­­söluris­­­­anum Hög­um, en það er sjötti stærsti hlut­hafi þess með 4,22 pró­­­­sent eign­­­­ar­hlut. Sam­herji Hold­ing ehf. er síðan stærsti ein­staki eig­andi hluta­bréfa í Eim­­­­skip, með nú 30,11 pró­­­­sent eign­­­­ar­hlut. Bald­vin Þor­­­­­steins­­­­­son, sonur Þor­­­­­steins Más og fram­­­­kvæmda­­­­stjóri við­­­­skipta­­­­þró­unar hjá Sam­herja, er stjórn­­­­­­­ar­­­­for­­­­maður Eim­­­­skips og í jan­úar í fyrra var Vil­helm Már Þor­­­­steins­­­­son, frændi þeirra, ráð­inn sem for­­­­stjóri skipa­­­­fé­lags­ins. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent