Samherji fær að sleppa við yfirtökuskyldu á Eimskip

Samherji þarf ekki að taka yfir Eimskip þrátt fyrir að hafa skapað yfirtökuskyldu. Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að að vegna COVID-19 eigi að veita undanþágu frá yfirtökuskyldunni.

Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, sem steig niður úr forstjórastólnum tímabundið í nóvember 2019 en settist aftur í hann nýverið.
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, sem steig niður úr forstjórastólnum tímabundið í nóvember 2019 en settist aftur í hann nýverið.
Auglýsing

Fjár­mála­eft­ir­litið hefur veitt Sam­herja Hold­ing, ann­ars hluta Sam­herj­a­sam­stæð­unnar und­an­þágu frá yfir­tökutil­boðs­skyldu í Eim­skip þar sem eft­ir­litið telur „að núver­andi aðstæður á fjár­mála­mark­aði í ljósi Covid-19, bæði hér á landi og í heim­inum öll­um, séu með þeim hætti að skil­yrði 5. mgr. 100. gr. verð­bréfa­við­skipta­laga um sér­stakar aðstæður séu upp­fyllt.

Fjár­mála­eft­ir­litið telur að vernd­ar­hags­munir yfir­töku­reglna lag­anna séu tryggðir og að með veit­ingu und­an­þágu frá til­boðs­skyldu sé, eins og atvikum máls­ins er hátt­að, ekki gengið á minni­hluta­vernd ann­arra hlut­hafa.“

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands.

Björgólfur Jóhanns­son, annar for­stjóri Sam­herj­a­sam­stæð­unn­ar, segir að það séu mjög sér­stakar og óvenju­legar aðstæður á fjár­mála­mark­aði. „Við töldum því ekki skyn­sam­legt að til­boð um yfir­töku færi fram í skugga þessa umróts en við vonum að aðstæður verði heppi­legri síð­ar. Eins og við höfum sagt áður þá hefur trú okkar á fram­tíð Eim­skips ekk­ert breyst.“

Auglýsing
Sam­herji Hold­ing sendi fjár­­­mála­eft­ir­liti Seðla­­banka Íslands erindi 20. mars síð­ast­lið­inn þar sem félagið óskaði eftir und­an­þágu frá yfir­­­töku­­skyldu sem mynd­að­ist eftir að félagið eign­að­ist yfir 30 pró­­sent eign­­ar­hlut í Eim­­skip, tíu dögum áður.

Sam­herji Hold­ing seldi sig í kjöl­farið niður fyrir 30 pró­senta markið í Eim­skip.

Sam­­stæða með mikla fjár­­­fest­inga­­getu

Hlut­hafa­fundir Sam­herja sam­­­þykkti 11. maí 2018 að Sam­herj­­­a­­­sam­­­stæð­unni yrði skipt upp í tvennt. Skipt­ingin var látin miða við 30. sept­­­em­ber 2017. Eftir það er inn­­­­­­­lendu starf­­­­sem­in og starf­­­­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Fær­eyj­um undir hatti Sam­herja hf. en önnur erlend starf­­­­sem­i og hluti af fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­starf­­­semi á Íslandi í félag­inu Sam­herji Hold­ing ehf. Á meðal þeirra eigna sem færðar voru þangað yfir voru eign­­­­ar­hlutir Sam­herja í dótt­­­­ur­­­­fé­lögum í Þýska­landi, Nor­egi, Bret­landi og í fjár­­­­­­­fest­inga­­­­fé­lagi á Ísland­i. 

Sam­eig­in­legt eigið fé félag­anna tveggja sem mynda Sam­herj­­a­­sam­­stæð­una, og eitt stærsta fyr­ir­tæki á Íslandi, var 111 millj­­arðar króna í lok árs 2018. Fjár­­­fest­inga­­geta þeirra er því mik­il.

Félögin tvö stunda ekki ein­ungis við­­­skipti með sjá­v­­­­ar­af­­­urð­­­ir. Sam­herji hf. á til að mynda stóran hlut í smá­­­­söluris­­­­anum Hög­um, en það er sjötti stærsti hlut­hafi þess með 4,22 pró­­­­sent eign­­­­ar­hlut. Sam­herji Hold­ing ehf. er síðan stærsti ein­staki eig­andi hluta­bréfa í Eim­­­­skip, með nú 30,11 pró­­­­sent eign­­­­ar­hlut. Bald­vin Þor­­­­­steins­­­­­son, sonur Þor­­­­­steins Más og fram­­­­kvæmda­­­­stjóri við­­­­skipta­­­­þró­unar hjá Sam­herja, er stjórn­­­­­­­ar­­­­for­­­­maður Eim­­­­skips og í jan­úar í fyrra var Vil­helm Már Þor­­­­steins­­­­son, frændi þeirra, ráð­inn sem for­­­­stjóri skipa­­­­fé­lags­ins. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent