Bjarni: Sveiflujöfnunin öflugri hér en í ríkjum þar sem björgunarpakkarnir eru stærri

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar verið sé að bera saman stærðargráðu efnahagsviðbragða hér á landi við útlönd þurfi að horfa til þess að Ísland hafi öflugri sveiflujafnara í félagslegu kerfunum en mörg önnur ríki.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

„Á örskots­stundu, í raun og veru, hefur allt okkar ytra umhverfi breyst,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála og efna­hags­ráð­herra, á streym­is­fundi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Suð­vest­ur­kjör­dæmi á Face­book í dag, þar sem hann ræddi um við­brögð rík­is­stjórn­ar­innar við heims­far­aldr­inum og svar­aði spurn­ingum þeirra sem fylgd­ust með fund­in­um.

Bjarni vék sér­stak­lega að því, í ávarpi sínu á fund­in­um, að þegar verið væri að bera saman stærð­argráðu efna­hags­við­bragð­anna hér á landi við önnur ríki, þyrfti að horfa til þess að Ísland hefði öfl­ugri sveiflu­jafn­ara í félags­legu kerf­unum en mörg önnur ríki.

Stjórn­ar­and­staðan hefur ítrekað sagt að meira þurfi að koma til í beinum fjár­út­látum úr rík­is­sjóði til þess að mæta afleið­ingum far­ald­urs­ins. Það gerði til dæmis Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir for­maður Við­reisnar í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í dag, þar sem hún sagði efna­hags­lega höggið vera án allra for­dæma og aðgerðir stjórn­valda þyrftu að vera í sam­ræmi við það.

Auglýsing

„Því miður gefa fyrstu við­brögð stjórn­­­valda ekki til kynna að sú verði raun­in. Rík­­is­­stjórn­­in kynnti á dög­un­um aðgerðir upp á 230 millj­­arða króna. Þótt rík­­is­­stjórn­­in kysi að kalla þetta um­fangs­­mestu efna­hags­að­gerðir sög­unn­ar bla­s­ir við að þær eru t.d. mun minni að um­fangi en efna­hags­að­gerðir stjórn­­­valda eft­ir hrun. Íslensk stjórn­­völd eru líka aðeins hálf­drætt­ing­ar á við ná­granna­lönd okk­ar þegar kem­ur að fyrstu aðgerð­u­m,“ skrif­aði Þor­gerður Katrín, en hið sama var dregið fram í úttekt sem birt­ist á vef Stund­ar­innar í gær.

Bjarna virt­ist í mun um að svara þess­ari gagn­rýni á raf­rænum fundi sínum með flokks­mönnum og öðrum áhorf­end­um, sem hófst kl. 12 á hádegi, og sagði að á Íslandi væru félags­legu kerfin þannig upp­byggð að þau stæðu sterk þrátt fyrir „svona ágjöf“ eins og við upp­lifum nú.

Skjáskot af netfundinum í dag.

„Með þessu er ég að benda á að þegar menn eru að reyna að leggja mælistiku á umfang aðgerða rík­is­stjórn­ar­innar verður auð­vitað ekki horft fram­hjá því að við leyfum tekju­fall­inu bara að eiga sér stað, við tökum á okkur hall­ann og hann verður veru­legur og það þarf bein­línis að breyta lögum og gera miklar ráð­staf­anir til að það verði eitt­hvað öðru­vísi,“ sagði fjár­mála­ráð­herra.

„Næstu aðgerð­ir“ þurfi að taka til nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja

Fjár­mála­ráð­herra ræddi aðeins um frek­ari aðgerðir sem rík­is­stjórnin væri að velta fyrir sér að grípa til í því skyni að bregð­ast við stöð­unni í efna­hags­mál­um. Hann sagði stöðu ein­yrkja á borð við hár­greiðslu­fólks vera áhyggju­efni og einnig sagð­ist hann telja að í næstu aðgerðum rík­is­stjórn­ar­innar þyrfti sér­stak­lega að huga að því að hjálpa fyr­ir­tækjum sem fást við rann­sóknir og nýsköp­un.

„Slík fyr­ir­tæki eru ekki und­an­skilin því að finna fyrir áhrif­unum af því sem er að ger­ast og ég held að í næstu aðgerðum okkar verðum við að horfa þess vegna sér­stak­lega til þeirra. Ég held að við höfum saman gríð­ar­lega mikla hags­muni af því að það mik­il­væga starf sem fer fram á land­inu í alls konar frum­kvöðla­starf­semi, það haldi áfram og haldi ekki bara áfram heldur jafn­vel fái auk­inn kraft, við þessar aðstæð­ur,“ sagði Bjarni.

Streym­is­fundur XD í Krag­an­um: Bjarni Bene­dikts­son

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra verður í beinni útsend­ingu á Face­book-­síð­unni ,,Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn í Suð­vest­ur­kjör­dæmi" mið­viku­dag­inn 8.apríl kl. 12:00 og fer yfir stöðu mála. Við hvetjum ykkur til að fylgj­ast með og senda inn spurn­ingar á meðan að á streym­inu stend­ur.

Posted by Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn í Suð­vest­ur­kjör­dæmi on Wed­nes­day, April 8, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent