„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“

Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.

Þórólfur Guðnason Víðir Reynisson
Auglýsing

„Ég held að við getum sagt að við séum búin að ná toppnum eins og staðan er nún­a,“ sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á dag­legum upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. 

Fjöldi þeirra sem er að batna er nú meiri en nýgreindra, sem þýðir að sögn Þór­ólfs að lík­lega er R-talan svo­kall­aða, útbreiðslutalan sem segir til um hve marga hver og einn smit­aður ein­stak­lingur er að smita að með­al­tali, komin undir 1.

„Far­ald­ur­inn er eins og staðan er núna á nið­ur­leið, held ég að við getum sagt, en það er alveg ljóst að það má ekk­ert mikið út af bregða og þetta getur breyst með nýjum hóp­sýk­ingum ef menn gá ekki af sér,“ sagði Þórólf­ur.

Hann sagði þó að hægt væri gleðj­ast yfir þessu og einnig því að það væri greini­lega mjög lítið um sam­fé­lags­legt smit, en ein­ungis um 0,07 pró­sent þeirra sem Íslensk erfða­grein­ing skimaði í gær reynd­ist vera með veiruna, eða eitt smit af alls 1.284 sýnum sem tekin voru úr sam­fé­lag­inu.

Auglýsing

Þórólfur sagði að far­ald­ur­inn væri nokk­urn­veg­inn að fylgja bestu for­spá úr spálík­ani vís­inda­manna við Háskóla Íslands, Land­spít­ala og frá land­lækn­is­emb­ætt­inu, nema hvað fjölda inn­lagna varð­aði. Sótt­varna­læknir sagði að líkanið hefði verið mjög hjálp­legt og stutt heil­brigð­is­yf­ir­völd vel í því sem verið væri að gera.

Þá sagði Þórólfur að grein­ing­ar­tæki á sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spít­ala, sem hefur verið bil­að, væri komið í lag. Því væri hægt að greina sýni þar á auknum afköst­um, sem væri mjög ánægju­legt.

Alma Möller land­læknir sagði á fund­inum að þó ánægju­legt væri að við værum að lík­indum búin að ná toppi í nýsmit­um, ætti mesta álag­ið, topp­ur­inn, eftir að koma í ljós í heil­brigð­is­kerf­inu en búist er við því að álagið verði mest um mán­uð­inn miðj­an.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent