Stjórnarþingmaður segir kröfur útgerða „til dæmis um fáránlega græðgi“

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir að milljarðakröfur sjö útgerðarfyrirtækja á hendur ríkinu vegna úthlutunar á makrílkvóta séu „forkastanlegar og til dæmis um fáránlega græðgi og óbilgirni.“

Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður VG.
Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður VG.
Auglýsing

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir milljarðakröfur sjö útgerðarfyrirtækja á hendur ríkinu vegna makrílúthlutunar „forkastanlegar og til dæmis um fáránlega græðgi og óbilgirni“.  

Fjallað var um kröfurnar hér á Kjarnanum í gær, eftir að upplýsingar um þær birtust á vef Alþingis í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur.

Kjarninn bíður þess enn að fá stefnur sjávarútvegsfyrirtækjanna afhentar, eftir að hafa kært synjun ríkislögmanns á aðgengi að þeim til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og haft betur. 

Útgerðirnar sjö, sem eru að krefja ríkið um 10,2 milljarða króna auk hæstu mögulegu vaxta sökum þess að ekki var rétt staðið að úthlutun á makrílkvóta um árabil, vildu ekki að fjölmiðlar fengju upplýsingar um kröfurnar. 

Úrskurðarnefndin komst þó að þeirri niðurstöðu í upphafi mánaðar að hags­munir almenn­ings af aðgangi að upp­­lýs­ingum um mála­til­­búnað einka­að­ila á hendur íslenska rík­­inu væru ríkari en hags­munir sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækj­anna af því að þær færu leynt þar til dómar væru gengnir í málunum.

Auglýsing

„Þessar kröfur eru forkastanlegar og til dæmis um fáránlega græðgi og óbilgirni. Ágætt er að hafa í huga að dómurinn, sem kröfurnar byggja á, fjallaði ekki um að umrædd úthlutun hefði verið ósanngjörn, aðeins að hún hefði átt heima í lögum en ekki reglugerð,“ skrifar Kolbeinn um málið á Facebook í dag.

Þar ritar þingmaðurinn einnig að „holur hljómur“ sé í umkvörtunum útgerðanna vegna veiðigjalda nú og að það þurfi að hljóta „að setjast sérstaklega yfir uppsjávarálagið, skoða hvort það sé nógu hátt.“

„Þessar útgerðir verða dæmdar af verkum sínum, ef þær ætla að halda því til streitu að sælast eftir 10-15 milljörðum úr ríkissjóði (þegar vextir eru taldir með) í eigin vasa, í þeirri stöðu sem við nú erum í þar sem við þurfum hverja krónu til að komast saman í gegnum erfitt efnahagsástand,“ skrifar Kolbeinn.

Þessar kröfur eru forkastanlegar og til dæmis um fáránlega græðgi og óbilgirni. Ágætt er að hafa í huga að dómurinn, sem...

Posted by Kolbeinn Óttarsson Proppé on Sunday, April 12, 2020

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent