Forsvarsmenn helstu einkareknu fréttamiðla skora á stjórnvöld að grípa til aðgerða

Kallað er eftir aðgerðum til stuðnings fjölmiðlum byggðum á fyrirliggjandi ósamþykktu fjölmiðlafrumvarpi og að ríkisstjórnin beiti sér fyrir frekari aðgerðum, sem gætu verið tímabundnar, til að styðja einkarekna fjölmiðla vegna yfirstandandi aðstæðna.

Fjölmiðlar
Auglýsing

For­svars­menn sex einka­rek­inna fjöl­miðla­fyr­ir­tækja sem starf­rækja frétta­rit­stjórnir sendu nýverið áskorun á á Lilju D. Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, og Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra. Í bréf­inu, sem for­svars­menn Kjarn­ans, Sýn­ar, Árvak­urs, Torgs, Stund­ar­innar og Birt­ings skrif­uðu und­ir, var skorað á ráð­herr­anna tvo að beita sér­ ­fyrir því að styrkja rekstr­ar­grund­völl einka­rek­inna fjöl­miðla svo þeir hafi mögu­leika á að standa af sér tekju­tap vegna sam­dráttar í sam­fé­lag­in­u. 

Bréfið í heild má lesa hér að neð­an:

Áskorun um aðgerðir

Rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla hefur verið óhag­stætt og óheil­brigt und­an­farin ár. Við því átti að bregð­ast með aðgerðum sem kynntar voru í frum­varpi mennta­mála­ráð­herra til breyt­inga á lögum um fjöl­miðla sem nú ríkir óvissa um eftir að starfs­á­ætlun þings­ins var lögð til hlið­ar. Í því er lagt til að einka­reknir fjöl­miðlar fái tíma­bund­inn stuðn­ing í formi end­ur­greiðslu á hluta kostn­aðar sem fellur til við að afla og miðla frétt­um, frétta­tengdu efni og umfjöllun um sam­fé­lags­leg mál­efni hér á landi, eins og það er orðað í frum­varp­in­u. 

Auglýsing
Til stóð að stuðn­ings­kerfið gilti fyrir rekstr­ar­árið 2019 og hafa fjár­hæðir verið eyrna­merktar stuðn­ingi við einka­rekna fjöl­miðla í fjár­lögum auk þess sem fjöl­miðlar sem frum­varpið átti að ná til hafa nú þegar gert ráð fyrir þeim í sínum áætl­un­um. Óvissan sem fylgir þessu bæt­ist ofan á fyr­ir­sjá­an­legt tekju­fall vegna sam­dráttar í nær öllum atvinnu­greinum vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru. 

Breyt­ingar á lögum um fjöl­miðla höfðu þann til­gang að treysta rekstr­ar­grund­völl einka­rek­inna fjöl­miðla, miðað við þá stöðu sem var uppi þegar frum­varpið var fyrst kynnt, í lok árs 2019. Nú, þegar komið er nálægt páskum árið 2020, hefur staða miðl­anna versnað enn frek­ar. Mik­il­vægi fjöl­miðla hefur þó sjaldan verið meira í því ástandi sem skap­ast hef­ur. Sterkir fjöl­miðlar eru sér­stak­lega mik­il­vægir sam­fé­lag­inu núna, bæði vegna við­ur­kennds almanna­varna­hlut­verks og vegna aðhalds- og umræðu­hlut­verks þeirra á tímum hraðra laga­breyt­inga og for­dæma­lauss inn­grips yfir­valda hér og ann­ars stað­ar.

Við, und­ir­rit­uð, skorum á stjórn­völd að grípa til aðgerða þegar í stað til að styrkja rekstr­ar­grund­völl einka­rek­inna fjöl­miðla svo þeir hafi mögu­leika á að standa af sér það tekju­tap sem fram undan er vegna sam­dráttar í efna­hags­líf­inu.

Við köllum eftir því að gripið verði til sér­stakra aðgerða til að styðja við fjöl­miðla. Víð­tækir erf­ið­leikar í hag­kerf­inu kalla á að ekki ein­ungis verði gripið til aðgerða til stuðn­ings fjöl­miðlum byggðum á fyr­ir­liggj­andi ósam­þykktu frum­varpi, sem gildir fyrir rekstr­ar­árið 2019, heldur að rík­is­stjórnin beiti sér fyrir frek­ari aðgerð­um, sem gætu verið tíma­bundn­ar, til að styðja einka­rekna fjöl­miðla í að mæta þeim vanda sem steðjar nú að vegna heims­far­ald­ur­s. 

Virð­ing­ar­fyllst,

Eyrún Magn­ús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Kjarn­ans miðla 

Har­aldur Johann­essen, fram­kvæmda­stjóri Árvak­urs

Jóhanna Helga Við­ars­dótt­ir, for­stjóri Torgs 

Jón Trausti Reyn­is­son, fram­kvæmda­stjóri Stund­ar­inn­ar 

Sig­ríður Dagný Sig­ur­björns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Birtíngs útgáfu­fé­lags

Þór­hallur Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri fjöl­miðla Stöðvar 2 og Voda­fone (Sýn)Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent