Forsvarsmenn helstu einkareknu fréttamiðla skora á stjórnvöld að grípa til aðgerða

Kallað er eftir aðgerðum til stuðnings fjölmiðlum byggðum á fyrirliggjandi ósamþykktu fjölmiðlafrumvarpi og að ríkisstjórnin beiti sér fyrir frekari aðgerðum, sem gætu verið tímabundnar, til að styðja einkarekna fjölmiðla vegna yfirstandandi aðstæðna.

Fjölmiðlar
Auglýsing

For­svars­menn sex einka­rek­inna fjöl­miðla­fyr­ir­tækja sem starf­rækja frétta­rit­stjórnir sendu nýverið áskorun á á Lilju D. Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, og Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra. Í bréf­inu, sem for­svars­menn Kjarn­ans, Sýn­ar, Árvak­urs, Torgs, Stund­ar­innar og Birt­ings skrif­uðu und­ir, var skorað á ráð­herr­anna tvo að beita sér­ ­fyrir því að styrkja rekstr­ar­grund­völl einka­rek­inna fjöl­miðla svo þeir hafi mögu­leika á að standa af sér tekju­tap vegna sam­dráttar í sam­fé­lag­in­u. 

Bréfið í heild má lesa hér að neð­an:

Áskorun um aðgerðir

Rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla hefur verið óhag­stætt og óheil­brigt und­an­farin ár. Við því átti að bregð­ast með aðgerðum sem kynntar voru í frum­varpi mennta­mála­ráð­herra til breyt­inga á lögum um fjöl­miðla sem nú ríkir óvissa um eftir að starfs­á­ætlun þings­ins var lögð til hlið­ar. Í því er lagt til að einka­reknir fjöl­miðlar fái tíma­bund­inn stuðn­ing í formi end­ur­greiðslu á hluta kostn­aðar sem fellur til við að afla og miðla frétt­um, frétta­tengdu efni og umfjöllun um sam­fé­lags­leg mál­efni hér á landi, eins og það er orðað í frum­varp­in­u. 

Auglýsing
Til stóð að stuðn­ings­kerfið gilti fyrir rekstr­ar­árið 2019 og hafa fjár­hæðir verið eyrna­merktar stuðn­ingi við einka­rekna fjöl­miðla í fjár­lögum auk þess sem fjöl­miðlar sem frum­varpið átti að ná til hafa nú þegar gert ráð fyrir þeim í sínum áætl­un­um. Óvissan sem fylgir þessu bæt­ist ofan á fyr­ir­sjá­an­legt tekju­fall vegna sam­dráttar í nær öllum atvinnu­greinum vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru. 

Breyt­ingar á lögum um fjöl­miðla höfðu þann til­gang að treysta rekstr­ar­grund­völl einka­rek­inna fjöl­miðla, miðað við þá stöðu sem var uppi þegar frum­varpið var fyrst kynnt, í lok árs 2019. Nú, þegar komið er nálægt páskum árið 2020, hefur staða miðl­anna versnað enn frek­ar. Mik­il­vægi fjöl­miðla hefur þó sjaldan verið meira í því ástandi sem skap­ast hef­ur. Sterkir fjöl­miðlar eru sér­stak­lega mik­il­vægir sam­fé­lag­inu núna, bæði vegna við­ur­kennds almanna­varna­hlut­verks og vegna aðhalds- og umræðu­hlut­verks þeirra á tímum hraðra laga­breyt­inga og for­dæma­lauss inn­grips yfir­valda hér og ann­ars stað­ar.

Við, und­ir­rit­uð, skorum á stjórn­völd að grípa til aðgerða þegar í stað til að styrkja rekstr­ar­grund­völl einka­rek­inna fjöl­miðla svo þeir hafi mögu­leika á að standa af sér það tekju­tap sem fram undan er vegna sam­dráttar í efna­hags­líf­inu.

Við köllum eftir því að gripið verði til sér­stakra aðgerða til að styðja við fjöl­miðla. Víð­tækir erf­ið­leikar í hag­kerf­inu kalla á að ekki ein­ungis verði gripið til aðgerða til stuðn­ings fjöl­miðlum byggðum á fyr­ir­liggj­andi ósam­þykktu frum­varpi, sem gildir fyrir rekstr­ar­árið 2019, heldur að rík­is­stjórnin beiti sér fyrir frek­ari aðgerð­um, sem gætu verið tíma­bundn­ar, til að styðja einka­rekna fjöl­miðla í að mæta þeim vanda sem steðjar nú að vegna heims­far­ald­ur­s. 

Virð­ing­ar­fyllst,

Eyrún Magn­ús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Kjarn­ans miðla 

Har­aldur Johann­essen, fram­kvæmda­stjóri Árvak­urs

Jóhanna Helga Við­ars­dótt­ir, for­stjóri Torgs 

Jón Trausti Reyn­is­son, fram­kvæmda­stjóri Stund­ar­inn­ar 

Sig­ríður Dagný Sig­ur­björns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Birtíngs útgáfu­fé­lags

Þór­hallur Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri fjöl­miðla Stöðvar 2 og Voda­fone (Sýn)Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjúklingur á gjörgæsludeild í Buenos Aires. Heilbrigðiskerfi Argentínu er komið að þolmörkum.
„Milljónamæringa-skattur“ lagður á
Nýr skattur á stóreignafólk hefur verið tekinn upp í Argentínu til að standa straum af kostnaði vegna kórónuveirufaraldursins. Skatttekjurnar verða m.a. notaðar til að kaupa lækningavörur.
Kjarninn 5. desember 2020
Plata sem undirstrikar tengsl hugleiðslu og bænar
Hugarró er fyrsta sólóplata Margrétar Árnadóttur söngkonu og söngkennara. Hún safnar fyrir útgáfu hennar á Karolina Fund.
Kjarninn 5. desember 2020
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar
Svíar búast við að bólusetja fimmtung þjóðarinnar á næsta ársfjórðungi
Þrátt fyrir að íslenska ríkisstjórnin, sem fær bóluefni frá Svíþjóð, voni að hjarðónæmi gegn COVID-19 náist á fyrsta ársfjórðungi 2021, búast sænsk yfirvöld ekki við því að bólusetja nema fimmtung af þjóðinni gegn veirunni á sama tíma.
Kjarninn 5. desember 2020
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent