Jónas Atli nýr ritstjóri Vísbendingar

Framkvæmdastjóri Kjarnans miðla segir að aðstæður nú í þjóðfélaginu kalli á vandaða umfjöllun um efnahagsmál og viðskipti og að útgáfufélagið hafi fullan hug á að efla Vísbendingu til að bregðast við þeirri stöðu. Nýr ritstjóri tók við í síðasta mánuði.

Jónas Atli Gunnarsson, nýr ritstjóri Vísbendingar.
Jónas Atli Gunnarsson, nýr ritstjóri Vísbendingar.
Auglýsing

Jónas Atli Gunn­ars­son hóf störf sem rit­stjóri Vís­bend­ing­ar, viku­rits um við­skipti, efna­hags­mál og nýsköpun sem gefið er út af Kjarn­anum miðlum í byrjun mars síð­ast­lið­ins. Hann tók við starf­inu af Magn­úsi Hall­dórs­syni sem hafði stýrt rit­inu frá árinu 2017, en Kjarn­inn miðlar keypti útgáf­una þá um sum­ar­ið.

Jónas Atli er hag­fræð­ingur að mennt með B. Sc-gráðu frá Háskóla Íslands og M. Sc.-gráðu frá Boccon­i-há­skól­anum í Mílanó. Hann starf­aði um skeið sem blaða­maður á Kjarn­anum og hefur und­an­farin ár skrifað reglu­lega í Vís­bend­ingu. Jónas Atli hefur einnig starfað sem hag­fræð­ingur hjá Íbúða­lána­sjóði og hjá umhverf­is-og land­bún­að­ar­ráðu­neyti Bret­lands. Þá hefur hann starfað við hag­fræði­rann­sóknir við Boccon­i-há­skól­ann og hjá Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands.

„Vís­bend­ing hefur verið leið­andi rit í grein­ingum á efna­hags­mál­um, við­skiptum og nýsköpun hér á landi síð­ustu 38 árin. Ég tek þakk­látur við starfi rit­stjóra þess og hlakka til að leggja mitt af mörkum til að við­halda þeim gæðum sem ritið hefur staðið fyrir allan þann tíma,” segir Jónas Atli. 

Auglýsing
Eyrún Magn­ús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Kjarn­ans miðla, segir það mik­inn feng að hafa fengið Jónas aftur til liðs fyrir útgáfu­fé­lag­ið. „Við erum mjög heppin að fá Jónas Atla til starfa. Hann hefur starfað með hag­fræð­ingum á Ítalíu og í Bret­landi auk þess að hafa starfað við fagið hér á landi. Hans reynsla og þau tengsl sem hann hefur aflað sér í gegnum störf sín og nám eru ómet­an­leg fyrir störf hans við Vís­bend­ingu. Aðstæður nú í þjóð­fé­lag­inu kalla á vand­aða umfjöllun um efna­hags­mál og við­skipti og við höfum fullan hug á að efla Vís­bend­ingu og munum á næstu vikum kynna frek­ari breyt­ingar á áskrift­ar­leiðum sem við von­umst til að verði til þess að stærri hópur geti fengið þetta vand­aða viku­rit sent heim.“

Vís­bend­ing er viku­rit um við­skipt­i, efna­hags­mál og nýsköpun sem hefur komið út óslitið síðan árið 1983. Þar birt­ast greinar eftir marga af fær­ustu hag­fræð­ingum lands­ins á aðgengi­legu máli. Á­skrif­endur að rit­inu starfa í öllum kimum sam­fé­lags­ins. Mark­mið Vís­bend­ingar er að miðla fróð­leik sem nýt­ist for­ystu­fólki í atvinnu­lífi og stjórn­mál­um. Ritið á að gefa heið­ar­lega mynd af íslensku við­skipta- og efna­hags­lífi, og stuðla að hrein­skipt­inni umræðu um frjáls við­skipti á Íslandi og við önnur lönd. Vís­bend­ing kemur út viku­lega allt árið um kring, með fáeinum und­an­tekn­ing­um. Áskrif­endum að prentút­gáfu Vís­bend­ingar berst einnig yfir­lit yfir þær greinar sem birst hafa allt árið um kring. Kjarn­inn miðlar ehf. eign­að­ist útgáfu Vís­bend­ingar sum­arið 2017 og hefur gefið ritið út í óbreyttri mynd síð­an. 

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent