Dauðans alvara að missa vinnuna

Atvinnuleysi er að ná hæstu hæðum hérlendis og tugir þúsunda eru án atvinnu eða á hlutabótum. Neikvæð áhrif atvinnumissis eru þó ekki einskorðuð við lægri tekjur. Honum fylgja mikil neikvæð sálræn og líkamleg áhrif.

Atvinnuleysi grafík eitt myndrit
Auglýsing

Atvinnu­leysi í apríl mun verða allt að 17 pró­sent, sam­kvæmt spá Vinnu­mála­stofn­unar sem greint var frá á RÚV í gær. Inni í þeim tölum eru þeir sem hafa sótt um hluta­bæt­ur, en þeir eru um 33 þús­und tals­ins. Fjöldi þeirra er reikn­aður út frá bóta­hlut­falli sem þeir fá. ­Gangi sú spá eftir verður það lang­mesta atvinnu­leysi sem mælst hefur á Ísland­i. 

Guð­rún Johnsen, doktor í hag­fræði, fjall­aði um afleið­ingar atvinnu­leysis í grein sem birt­ist í Vís­bend­ingu í síð­ustu viku og bar fyr­ir­sögn­ina „Það er dauð­ans alvara að missa vinn­una“.Guðrún Johnsen.

Þar benti Guð­rún á að nei­kvæð áhrif atvinnu­missis séu ekki ein­skorðuð við lægri tekjur heldur leiðir hann einnig, þegar almenn óvissa rík­ir, til auk­innar streitu. Margar rann­sóknir sýni fram á að atvinnu­missi fylgja mikil nei­kvæð sál­ræn áhrif og með honum auk­ist tíðni þung­lyndis og alvar­legs kvíða um 15 til 30 pró­sent. „Lík­am­leg heilsa fólks minnkar einnig við upp­sögn; sem er áhyggju­efni vegna aðstæðna sem nú ríkja í heil­brigð­is­kerf­inu. Sulli­van og fleiri (2009) sýndu fram á að dán­ar­tíðni eykst um 50-100 pró­sent á árunum strax eftir víð­tækar upp­sagn­ir. Þó að dán­ar­tíðni lækki aft­ur, helst hún mark­tækt 10 -15 pró­sent hærri jafn­vel 25 árum eftir efna­hags­á­fall.“

Auglýsing
Í grein Guð­rúnar kemur fram að upp­söfnuð áhrif á aukna dán­ar­tíðni vegna þessa leiði til þess að lífslíkur minnka um 1-1,5 ár eftir alvar­legt efna­hags­á­fall meðal þeirra sem missa vinn­una við 40 ára ald­ur, en lífslíkur þeirra sem hæstar höfðu tekj­urnar fyrir kreppu minnka hvað mest. „Þá verða fjöl­skyldu­með­limir þeirra sem lenda í atvinnu­missi einnig fyrir nei­kvæðum áhrif­um. Eftir upp­sögn aukast líkur á hjóna­skiln­uð­um. Aukin skiln­að­ar­tíðni er heldur minni meðal þeirra sem missa vinn­una ef fyr­ir­tækið sem við­kom­andi vann hjá leggur upp laupana. Börn þeirra sem verða fyrir atvinnu­missi verða einnig fyrir nei­kvæðum áhrif­um, en all­nokkrar rann­sóknir sýna að skóla­ganga barna á heim­ilum þar sem for­eldri hefur misst starf er styttri. Þá kann atvinnu­missir að leiða til þess að fjöl­skyldan flytji og félags­leg tengsl barna rofni um leið, auk þess sem skóla­ganga verði þeim erf­ið­ar­i.“

Mik­il­vægt að nýta svig­rúmið ekki í almennar aðgerðir

Guð­rún segir í grein­inni að í ljósi þessa sé afar mik­il­vægt að tak­markað svig­rúm hins opin­bera nýt­ist þeim sem verða fyrir alvar­leg­ustum áföllum er tengj­ast COVID19, í stað almennra aðgerða. Stærstur hluti fyr­ir­tækja á Íslandi séu fyr­ir­tæki ein­yrkja og fyr­ir­tæki með færri en tíu starfs­menn. „Þeir sem eru með lægst laun, minnsta menntun og þeir sem eru á miðjum aldri verða fyrir mestum skakka­föllum til lengri tíma. Það er því afar mik­il­vægt að ná að halda rekstri gang­andi þannig að hægt sé að við­halda atvinnu­sam­bandi milli laun­þega og vinnu­veit­enda. Ella fellur mik­ill kostn­aður á báða aðila eftir að víru­sváin er yfir­stað­in. Vinnu­veit­endur þurfa að leita að nýju starfs­fólki og þjálfa upp og laun­þegar missa stóran hluta tekna sinna, ef ekki næst að við­halda a.m.k. hluta­störfum til mála­mynda hjá sama vinnu­veit­anda. Tíu pró­sent hluta­starf á kreppu­tímum er miklu betra en upp­sögn.“

Sér­sniðnar lausnir til handa þessum hópum séu lík­legri en almennar aðgerðir til sjá til þess að vírus sem ætti að leiða til skamm­tíma­n­ið­ur­sveiflu verði ekki að lang­vinnri efna­hag­skreppu og lang­tíma­erf­ið­leikum fyrir ein­stak­linga og heim­ili sem missa vinnunna vegna vírus­ins. Þús­undir launa­manna séu nú að upp­lifa áfall og streitu vegna efna­hags­legrar afkomu sinnar sem geti tekið djúp­stæðan toll af sál­ar­lífi fólks. „Það er því mik­il­vægt að hugsa um það hvernig maður sjálfur getur verið góður vinur þeirra sem lenda í áfall­inu. Félags­tengsl í gegnum tölv­una og úti­vist þegar veðrið batnar er það sem hægt er að veita, að svo stöddu. Hrós, hvatn­ing og annar and­legur stuðn­ingur kostar ekk­ert en getur reynst ómet­an­leg­ur, jafn­vel lífs­nauð­syn­leg­ur, þeim sem verða fyrir atvinnu­missi af völdum alheims­at­burðar af þessu tagi. Efna­hags­erf­ið­leik­arnir breið­ast nú yfir fjölda fólks í gegnum rekstr­ar­erf­ið­leika lít­illa fyr­irtækja.“

Beinn stuðn­ingur hins opin­bera við heim­ili í fjár­hags­erf­ið­leikum til handa þeim sem missi vinn­una sem og ein­yrkja sem verða fyrir tekju­missi, sé nauð­syn­leg­ur. „Þar munar mest um hækk­aðar barna­bætur og rausn­ar­legar atvinnu­leys­is­bætur þeim til handa. Almennar hækk­anir á barna­bótum ættu að bíða betri tíma.“

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.  

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent