Dauðans alvara að missa vinnuna

Atvinnuleysi er að ná hæstu hæðum hérlendis og tugir þúsunda eru án atvinnu eða á hlutabótum. Neikvæð áhrif atvinnumissis eru þó ekki einskorðuð við lægri tekjur. Honum fylgja mikil neikvæð sálræn og líkamleg áhrif.

Atvinnuleysi grafík eitt myndrit
Auglýsing

Atvinnu­leysi í apríl mun verða allt að 17 pró­sent, sam­kvæmt spá Vinnu­mála­stofn­unar sem greint var frá á RÚV í gær. Inni í þeim tölum eru þeir sem hafa sótt um hluta­bæt­ur, en þeir eru um 33 þús­und tals­ins. Fjöldi þeirra er reikn­aður út frá bóta­hlut­falli sem þeir fá. ­Gangi sú spá eftir verður það lang­mesta atvinnu­leysi sem mælst hefur á Ísland­i. 

Guð­rún Johnsen, doktor í hag­fræði, fjall­aði um afleið­ingar atvinnu­leysis í grein sem birt­ist í Vís­bend­ingu í síð­ustu viku og bar fyr­ir­sögn­ina „Það er dauð­ans alvara að missa vinn­una“.Guðrún Johnsen.

Þar benti Guð­rún á að nei­kvæð áhrif atvinnu­missis séu ekki ein­skorðuð við lægri tekjur heldur leiðir hann einnig, þegar almenn óvissa rík­ir, til auk­innar streitu. Margar rann­sóknir sýni fram á að atvinnu­missi fylgja mikil nei­kvæð sál­ræn áhrif og með honum auk­ist tíðni þung­lyndis og alvar­legs kvíða um 15 til 30 pró­sent. „Lík­am­leg heilsa fólks minnkar einnig við upp­sögn; sem er áhyggju­efni vegna aðstæðna sem nú ríkja í heil­brigð­is­kerf­inu. Sulli­van og fleiri (2009) sýndu fram á að dán­ar­tíðni eykst um 50-100 pró­sent á árunum strax eftir víð­tækar upp­sagn­ir. Þó að dán­ar­tíðni lækki aft­ur, helst hún mark­tækt 10 -15 pró­sent hærri jafn­vel 25 árum eftir efna­hags­á­fall.“

Auglýsing
Í grein Guð­rúnar kemur fram að upp­söfnuð áhrif á aukna dán­ar­tíðni vegna þessa leiði til þess að lífslíkur minnka um 1-1,5 ár eftir alvar­legt efna­hags­á­fall meðal þeirra sem missa vinn­una við 40 ára ald­ur, en lífslíkur þeirra sem hæstar höfðu tekj­urnar fyrir kreppu minnka hvað mest. „Þá verða fjöl­skyldu­með­limir þeirra sem lenda í atvinnu­missi einnig fyrir nei­kvæðum áhrif­um. Eftir upp­sögn aukast líkur á hjóna­skiln­uð­um. Aukin skiln­að­ar­tíðni er heldur minni meðal þeirra sem missa vinn­una ef fyr­ir­tækið sem við­kom­andi vann hjá leggur upp laupana. Börn þeirra sem verða fyrir atvinnu­missi verða einnig fyrir nei­kvæðum áhrif­um, en all­nokkrar rann­sóknir sýna að skóla­ganga barna á heim­ilum þar sem for­eldri hefur misst starf er styttri. Þá kann atvinnu­missir að leiða til þess að fjöl­skyldan flytji og félags­leg tengsl barna rofni um leið, auk þess sem skóla­ganga verði þeim erf­ið­ar­i.“

Mik­il­vægt að nýta svig­rúmið ekki í almennar aðgerðir

Guð­rún segir í grein­inni að í ljósi þessa sé afar mik­il­vægt að tak­markað svig­rúm hins opin­bera nýt­ist þeim sem verða fyrir alvar­leg­ustum áföllum er tengj­ast COVID19, í stað almennra aðgerða. Stærstur hluti fyr­ir­tækja á Íslandi séu fyr­ir­tæki ein­yrkja og fyr­ir­tæki með færri en tíu starfs­menn. „Þeir sem eru með lægst laun, minnsta menntun og þeir sem eru á miðjum aldri verða fyrir mestum skakka­föllum til lengri tíma. Það er því afar mik­il­vægt að ná að halda rekstri gang­andi þannig að hægt sé að við­halda atvinnu­sam­bandi milli laun­þega og vinnu­veit­enda. Ella fellur mik­ill kostn­aður á báða aðila eftir að víru­sváin er yfir­stað­in. Vinnu­veit­endur þurfa að leita að nýju starfs­fólki og þjálfa upp og laun­þegar missa stóran hluta tekna sinna, ef ekki næst að við­halda a.m.k. hluta­störfum til mála­mynda hjá sama vinnu­veit­anda. Tíu pró­sent hluta­starf á kreppu­tímum er miklu betra en upp­sögn.“

Sér­sniðnar lausnir til handa þessum hópum séu lík­legri en almennar aðgerðir til sjá til þess að vírus sem ætti að leiða til skamm­tíma­n­ið­ur­sveiflu verði ekki að lang­vinnri efna­hag­skreppu og lang­tíma­erf­ið­leikum fyrir ein­stak­linga og heim­ili sem missa vinnunna vegna vírus­ins. Þús­undir launa­manna séu nú að upp­lifa áfall og streitu vegna efna­hags­legrar afkomu sinnar sem geti tekið djúp­stæðan toll af sál­ar­lífi fólks. „Það er því mik­il­vægt að hugsa um það hvernig maður sjálfur getur verið góður vinur þeirra sem lenda í áfall­inu. Félags­tengsl í gegnum tölv­una og úti­vist þegar veðrið batnar er það sem hægt er að veita, að svo stöddu. Hrós, hvatn­ing og annar and­legur stuðn­ingur kostar ekk­ert en getur reynst ómet­an­leg­ur, jafn­vel lífs­nauð­syn­leg­ur, þeim sem verða fyrir atvinnu­missi af völdum alheims­at­burðar af þessu tagi. Efna­hags­erf­ið­leik­arnir breið­ast nú yfir fjölda fólks í gegnum rekstr­ar­erf­ið­leika lít­illa fyr­irtækja.“

Beinn stuðn­ingur hins opin­bera við heim­ili í fjár­hags­erf­ið­leikum til handa þeim sem missi vinn­una sem og ein­yrkja sem verða fyrir tekju­missi, sé nauð­syn­leg­ur. „Þar munar mest um hækk­aðar barna­bætur og rausn­ar­legar atvinnu­leys­is­bætur þeim til handa. Almennar hækk­anir á barna­bótum ættu að bíða betri tíma.“

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent