ASÍ: Stuðningi enn á ný beint að fyrirtækjum en ekki fólki

Alþýðusamband Íslands hefur lýst yfir vonbrigðum með nýjar tillögur stjórnvalda um efnahagsaðgerðir til að bregðast við áhrifum kórónuveirufaraldursins og segir stuðningi beint að fyrirtækjum en ekki fólki.

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Auglýsing

Alþýðu­sam­band Íslands hefur lýst yfir von­brigðum með nýjar til­lögur stjórn­valda um efna­hags­að­gerðir til að bregð­ast við áhrifum kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Í til­kynn­ingu sem barst frá sam­band­inu síð­degis segir að til­lög­urnar séu „ekki í takti við áherslur ASÍ um að aðgerð­irnar eigi að tryggja afkomu­ör­yggi allra og vera í þágu fólks, ekki fjár­magns.“

„Enn á ný beina stjórn­völd stuðn­ingi sínum ekki að fólki heldur að fyr­ir­tækjum sem eftir óljósum leik­reglum geta sótt sér fjár­muni í vasa almenn­ings, óháð því hvort þau við­halda störf­um, fara eftir kjara­samn­ingum eða standa skil á fram­lagi sínu til sam­fé­lags­ins. Það er lyk­il­at­riði við end­ur­reisn efna­hags­lífs­ins að tekjur fólks séu tryggð­ar, atvinnu­leys­is­bætur og önnur fram­færsla sé þannig að fólk geti lifað sóma­sam­legu lífi og stutt við þjón­ustu og fram­leiðslu með kaup­mætti sín­um,“ segir í til­kynn­ing­unni.

ASÍ sakar rík­is­stjórn­ina einnig um sam­ráðs­leysi við verka­lýðs­hreyf­ing­una.

Auglýsing

„For­svars­fólk rík­is­stjórn­ar­innar hefur kosið að þróa til­lögur til aðgerða við for­dæma­lausum aðstæðum einkum í sam­tali við sjálft sig. Reyndin er hins vegar sú að þekk­ingin og reynslan liggur hjá verka­lýðs­hreyf­ing­unni og aðeins með sam­tali og sam­vinnu getum við búið til lausnir sem henta vanda af þeirri stærð­argráðu sem við nú stöndum frammi fyr­ir. Krafa okkar um sam­ráð snýr að þessu,“ er haft eftir Drífu Snæ­dal for­seta ASÍ í til­kynn­ing­unni 

ASÍ kallar eftir ítar­legri útfærslu á aðgerð­unum „svo hægt sé að meta hvort þær nái fram­settum mark­miðum um varn­ir, vernd og við­spyrnu fyrir Ísland.“

Í til­kynn­ingu ASÍ eru líka gerðar „al­var­legar athuga­semd­ir“ við það að ekki sé leit­ast við að tryggja afkomu öryggi þeirra hópa sem „fallið hafi á milli skips og bryggju“ í fyrri aðgerðum stjórn­valda. Þarna á ASÍ við ein­stak­linga með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma, óléttar konur og for­eldra sem misst hafa úr vinnu vegna rask­ana á skóla­starfi barna þeirra. 

Alþýðu­sam­bandið vill svo einnig að frek­ari kvaðir verði settar á fyr­ir­tæki sem njóta fyr­ir­greiðslu frá rík­inu í gegnum storm­inn. 

„Þótt komið sé til móts við lítil fyr­ir­tæki, sem er vel, er sá stuðn­ingur ekki skil­yrtur við að störfum sé við­hald­ið. Ekki liggur fyrir útfærsla á til­lögum um skatta­af­slætti í formi frest­unar á skatt­greiðslum til fyr­ir­tækja en miðað við þær upp­lýs­ingar sem fram eru komnar eru engar kvaðir settar á fyr­ir­tæki sem njóta slíkrar fyr­ir­greiðslu. ASÍ áréttar fyrri áherslur sínar um að stuðn­ingur við fyr­ir­tæki skuli skil­yrtur því að störfum sé við­haldið og grund­vall­ar­rétt­indi launa­fólks séu virt. Fyr­ir­tæki eiga að sýna fram á að þau hafi nýtt eigin bjargir áður en þau sækja í sam­eig­in­lega sjóði og fyr­ir­tæki sem svindla á úrræðum stjórn­valda eiga að sæta við­ur­lög­um,“ segir í til­kynn­ingu sam­bands­ins.

Jákvæðir punktar

ASÍ sér nokkra jákvæða punkta í til­lög­unum sem kynntar voru á blaða­manna­fundi sídð­egi í dag og segir þannig að til­lögur sem lúta sér­stak­lega að náms­mönnum séu mik­il­vægar til að tryggja afkomu­ör­yggi þeirra.

Alþýðu­sam­bandið seg­ist einnig styðja til­lögur rík­is­stjórn­ar­innar um stuðn­ing við ein­yrkja og um atvinnu­upp­bygg­ingu í gegnum inn­lenda mat­væla­fram­leiðslu, nýsköp­un, rann­sóknir og listir og menn­ingu, en segja þessar til­lögur um atvinnu­sköpun þó „fjarri því að mæta þeim mikla vanda sem blasir við á vinnu­mark­að­i. 

„Álags­greiðslur til fram­línu­starfs­fólks innan heil­brigð­is­kerf­is­ins koma að ein­hverju leyti til móts við þann hóp fólks sem hefur lagt líf sitt í hættu í bar­átt­unni við Covid-19. Verka­lýðs­hreyf­ingin á þó að koma að útfærslu slíkra aðgerða og hún á ekki að vera ein­göngu á hendi stjórn­enda ein­staka heil­brigði­stofn­ana. Þá telur ASÍ áherslur á félags­legar aðgerðir – sem lúta meðal ann­ars að fötl­uðu fólki og fjöl­skyldum fatl­aðra barna, börnum af erlendum upp­runa og öldruðum – vera jákvæðar og þær geti orðið til þess að milda lang­tíma­á­hrif krepp­unn­ar. Skortur á útfærslu gerir erfitt að meta umfang og áhrif aðgerð­anna,“ segir í til­kynn­ingu sam­bands­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent