ASÍ: Stuðningi enn á ný beint að fyrirtækjum en ekki fólki

Alþýðusamband Íslands hefur lýst yfir vonbrigðum með nýjar tillögur stjórnvalda um efnahagsaðgerðir til að bregðast við áhrifum kórónuveirufaraldursins og segir stuðningi beint að fyrirtækjum en ekki fólki.

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Auglýsing

Alþýðu­sam­band Íslands hefur lýst yfir von­brigðum með nýjar til­lögur stjórn­valda um efna­hags­að­gerðir til að bregð­ast við áhrifum kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Í til­kynn­ingu sem barst frá sam­band­inu síð­degis segir að til­lög­urnar séu „ekki í takti við áherslur ASÍ um að aðgerð­irnar eigi að tryggja afkomu­ör­yggi allra og vera í þágu fólks, ekki fjár­magns.“

„Enn á ný beina stjórn­völd stuðn­ingi sínum ekki að fólki heldur að fyr­ir­tækjum sem eftir óljósum leik­reglum geta sótt sér fjár­muni í vasa almenn­ings, óháð því hvort þau við­halda störf­um, fara eftir kjara­samn­ingum eða standa skil á fram­lagi sínu til sam­fé­lags­ins. Það er lyk­il­at­riði við end­ur­reisn efna­hags­lífs­ins að tekjur fólks séu tryggð­ar, atvinnu­leys­is­bætur og önnur fram­færsla sé þannig að fólk geti lifað sóma­sam­legu lífi og stutt við þjón­ustu og fram­leiðslu með kaup­mætti sín­um,“ segir í til­kynn­ing­unni.

ASÍ sakar rík­is­stjórn­ina einnig um sam­ráðs­leysi við verka­lýðs­hreyf­ing­una.

Auglýsing

„For­svars­fólk rík­is­stjórn­ar­innar hefur kosið að þróa til­lögur til aðgerða við for­dæma­lausum aðstæðum einkum í sam­tali við sjálft sig. Reyndin er hins vegar sú að þekk­ingin og reynslan liggur hjá verka­lýðs­hreyf­ing­unni og aðeins með sam­tali og sam­vinnu getum við búið til lausnir sem henta vanda af þeirri stærð­argráðu sem við nú stöndum frammi fyr­ir. Krafa okkar um sam­ráð snýr að þessu,“ er haft eftir Drífu Snæ­dal for­seta ASÍ í til­kynn­ing­unni 

ASÍ kallar eftir ítar­legri útfærslu á aðgerð­unum „svo hægt sé að meta hvort þær nái fram­settum mark­miðum um varn­ir, vernd og við­spyrnu fyrir Ísland.“

Í til­kynn­ingu ASÍ eru líka gerðar „al­var­legar athuga­semd­ir“ við það að ekki sé leit­ast við að tryggja afkomu öryggi þeirra hópa sem „fallið hafi á milli skips og bryggju“ í fyrri aðgerðum stjórn­valda. Þarna á ASÍ við ein­stak­linga með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma, óléttar konur og for­eldra sem misst hafa úr vinnu vegna rask­ana á skóla­starfi barna þeirra. 

Alþýðu­sam­bandið vill svo einnig að frek­ari kvaðir verði settar á fyr­ir­tæki sem njóta fyr­ir­greiðslu frá rík­inu í gegnum storm­inn. 

„Þótt komið sé til móts við lítil fyr­ir­tæki, sem er vel, er sá stuðn­ingur ekki skil­yrtur við að störfum sé við­hald­ið. Ekki liggur fyrir útfærsla á til­lögum um skatta­af­slætti í formi frest­unar á skatt­greiðslum til fyr­ir­tækja en miðað við þær upp­lýs­ingar sem fram eru komnar eru engar kvaðir settar á fyr­ir­tæki sem njóta slíkrar fyr­ir­greiðslu. ASÍ áréttar fyrri áherslur sínar um að stuðn­ingur við fyr­ir­tæki skuli skil­yrtur því að störfum sé við­haldið og grund­vall­ar­rétt­indi launa­fólks séu virt. Fyr­ir­tæki eiga að sýna fram á að þau hafi nýtt eigin bjargir áður en þau sækja í sam­eig­in­lega sjóði og fyr­ir­tæki sem svindla á úrræðum stjórn­valda eiga að sæta við­ur­lög­um,“ segir í til­kynn­ingu sam­bands­ins.

Jákvæðir punktar

ASÍ sér nokkra jákvæða punkta í til­lög­unum sem kynntar voru á blaða­manna­fundi sídð­egi í dag og segir þannig að til­lögur sem lúta sér­stak­lega að náms­mönnum séu mik­il­vægar til að tryggja afkomu­ör­yggi þeirra.

Alþýðu­sam­bandið seg­ist einnig styðja til­lögur rík­is­stjórn­ar­innar um stuðn­ing við ein­yrkja og um atvinnu­upp­bygg­ingu í gegnum inn­lenda mat­væla­fram­leiðslu, nýsköp­un, rann­sóknir og listir og menn­ingu, en segja þessar til­lögur um atvinnu­sköpun þó „fjarri því að mæta þeim mikla vanda sem blasir við á vinnu­mark­að­i. 

„Álags­greiðslur til fram­línu­starfs­fólks innan heil­brigð­is­kerf­is­ins koma að ein­hverju leyti til móts við þann hóp fólks sem hefur lagt líf sitt í hættu í bar­átt­unni við Covid-19. Verka­lýðs­hreyf­ingin á þó að koma að útfærslu slíkra aðgerða og hún á ekki að vera ein­göngu á hendi stjórn­enda ein­staka heil­brigði­stofn­ana. Þá telur ASÍ áherslur á félags­legar aðgerðir – sem lúta meðal ann­ars að fötl­uðu fólki og fjöl­skyldum fatl­aðra barna, börnum af erlendum upp­runa og öldruðum – vera jákvæðar og þær geti orðið til þess að milda lang­tíma­á­hrif krepp­unn­ar. Skortur á útfærslu gerir erfitt að meta umfang og áhrif aðgerð­anna,“ segir í til­kynn­ingu sam­bands­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent