ASÍ: Stuðningi enn á ný beint að fyrirtækjum en ekki fólki

Alþýðusamband Íslands hefur lýst yfir vonbrigðum með nýjar tillögur stjórnvalda um efnahagsaðgerðir til að bregðast við áhrifum kórónuveirufaraldursins og segir stuðningi beint að fyrirtækjum en ekki fólki.

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Auglýsing

Alþýðu­sam­band Íslands hefur lýst yfir von­brigðum með nýjar til­lögur stjórn­valda um efna­hags­að­gerðir til að bregð­ast við áhrifum kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Í til­kynn­ingu sem barst frá sam­band­inu síð­degis segir að til­lög­urnar séu „ekki í takti við áherslur ASÍ um að aðgerð­irnar eigi að tryggja afkomu­ör­yggi allra og vera í þágu fólks, ekki fjár­magns.“

„Enn á ný beina stjórn­völd stuðn­ingi sínum ekki að fólki heldur að fyr­ir­tækjum sem eftir óljósum leik­reglum geta sótt sér fjár­muni í vasa almenn­ings, óháð því hvort þau við­halda störf­um, fara eftir kjara­samn­ingum eða standa skil á fram­lagi sínu til sam­fé­lags­ins. Það er lyk­il­at­riði við end­ur­reisn efna­hags­lífs­ins að tekjur fólks séu tryggð­ar, atvinnu­leys­is­bætur og önnur fram­færsla sé þannig að fólk geti lifað sóma­sam­legu lífi og stutt við þjón­ustu og fram­leiðslu með kaup­mætti sín­um,“ segir í til­kynn­ing­unni.

ASÍ sakar rík­is­stjórn­ina einnig um sam­ráðs­leysi við verka­lýðs­hreyf­ing­una.

Auglýsing

„For­svars­fólk rík­is­stjórn­ar­innar hefur kosið að þróa til­lögur til aðgerða við for­dæma­lausum aðstæðum einkum í sam­tali við sjálft sig. Reyndin er hins vegar sú að þekk­ingin og reynslan liggur hjá verka­lýðs­hreyf­ing­unni og aðeins með sam­tali og sam­vinnu getum við búið til lausnir sem henta vanda af þeirri stærð­argráðu sem við nú stöndum frammi fyr­ir. Krafa okkar um sam­ráð snýr að þessu,“ er haft eftir Drífu Snæ­dal for­seta ASÍ í til­kynn­ing­unni 

ASÍ kallar eftir ítar­legri útfærslu á aðgerð­unum „svo hægt sé að meta hvort þær nái fram­settum mark­miðum um varn­ir, vernd og við­spyrnu fyrir Ísland.“

Í til­kynn­ingu ASÍ eru líka gerðar „al­var­legar athuga­semd­ir“ við það að ekki sé leit­ast við að tryggja afkomu öryggi þeirra hópa sem „fallið hafi á milli skips og bryggju“ í fyrri aðgerðum stjórn­valda. Þarna á ASÍ við ein­stak­linga með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma, óléttar konur og for­eldra sem misst hafa úr vinnu vegna rask­ana á skóla­starfi barna þeirra. 

Alþýðu­sam­bandið vill svo einnig að frek­ari kvaðir verði settar á fyr­ir­tæki sem njóta fyr­ir­greiðslu frá rík­inu í gegnum storm­inn. 

„Þótt komið sé til móts við lítil fyr­ir­tæki, sem er vel, er sá stuðn­ingur ekki skil­yrtur við að störfum sé við­hald­ið. Ekki liggur fyrir útfærsla á til­lögum um skatta­af­slætti í formi frest­unar á skatt­greiðslum til fyr­ir­tækja en miðað við þær upp­lýs­ingar sem fram eru komnar eru engar kvaðir settar á fyr­ir­tæki sem njóta slíkrar fyr­ir­greiðslu. ASÍ áréttar fyrri áherslur sínar um að stuðn­ingur við fyr­ir­tæki skuli skil­yrtur því að störfum sé við­haldið og grund­vall­ar­rétt­indi launa­fólks séu virt. Fyr­ir­tæki eiga að sýna fram á að þau hafi nýtt eigin bjargir áður en þau sækja í sam­eig­in­lega sjóði og fyr­ir­tæki sem svindla á úrræðum stjórn­valda eiga að sæta við­ur­lög­um,“ segir í til­kynn­ingu sam­bands­ins.

Jákvæðir punktar

ASÍ sér nokkra jákvæða punkta í til­lög­unum sem kynntar voru á blaða­manna­fundi sídð­egi í dag og segir þannig að til­lögur sem lúta sér­stak­lega að náms­mönnum séu mik­il­vægar til að tryggja afkomu­ör­yggi þeirra.

Alþýðu­sam­bandið seg­ist einnig styðja til­lögur rík­is­stjórn­ar­innar um stuðn­ing við ein­yrkja og um atvinnu­upp­bygg­ingu í gegnum inn­lenda mat­væla­fram­leiðslu, nýsköp­un, rann­sóknir og listir og menn­ingu, en segja þessar til­lögur um atvinnu­sköpun þó „fjarri því að mæta þeim mikla vanda sem blasir við á vinnu­mark­að­i. 

„Álags­greiðslur til fram­línu­starfs­fólks innan heil­brigð­is­kerf­is­ins koma að ein­hverju leyti til móts við þann hóp fólks sem hefur lagt líf sitt í hættu í bar­átt­unni við Covid-19. Verka­lýðs­hreyf­ingin á þó að koma að útfærslu slíkra aðgerða og hún á ekki að vera ein­göngu á hendi stjórn­enda ein­staka heil­brigði­stofn­ana. Þá telur ASÍ áherslur á félags­legar aðgerðir – sem lúta meðal ann­ars að fötl­uðu fólki og fjöl­skyldum fatl­aðra barna, börnum af erlendum upp­runa og öldruðum – vera jákvæðar og þær geti orðið til þess að milda lang­tíma­á­hrif krepp­unn­ar. Skortur á útfærslu gerir erfitt að meta umfang og áhrif aðgerð­anna,“ segir í til­kynn­ingu sam­bands­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent