Fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins ráðin til að stýra samskiptamálum hjá SA

Ólöf Skaftadóttir hætti sem ritstjóri Fréttablaðsins í október í fyrra eftir að hafa gegnt því starfi í rúmlega ár. Hún hefur nú verið ráðin samskiptastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Hús atvinnulífsins
Auglýsing

Ólöf Skafta­dótt­ur, fyrr­ver­andi rit­stjóri Frétta­blaðs­ins, tók í apr­íl­mán­uði við sem sam­skipta­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins (SA). Frá þessu er greint í Mark­aðnum, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti, sem kom út í dag. 

Ólöf tekur við starf­inu af Herði Vil­berg sem ráð­inn hefur verið sem verk­efna­stjóri á marks­sviði Íslands­stofu. Hann hafði starfað hjá SA í 15 ár.

Ólöf lét af störfum sem rit­stjóri Frétta­blaðs­ins í októ­ber í fyrra, sam­hliða því að Helgi Magn­ús­son fjár­fest­ir, og með­fjár­festar hans, keyptu upp það hlutafé í Torgi, útgáfu­fé­lagi blaðs­ins, sem þeir áttu ekki fyr­ir. Hún hafði tekið við rit­stjóra­starf­inu í júní 2018 i kjöl­far þess að Kristín Þor­steins­dótt­ir, sem hafði verið aðal­­­rit­­stjóri og útgef­andi Frétta­­blaðs­ins, steig til hliðar og ein­beitti sér að starfi útgef­anda. 

Auglýsing
Kristín, sem er móðir Ólafar, hafði þá verið rit­­stjóri í fjögur ár. Hún hætti störfum hjá Torgi í lok sept­em­ber í fyrra. 

Ólöf hafði áður starfað um nokk­urra ára skeið hjá fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­inu 365 sem síðar var skipt upp í það sem myndar í dag ann­ars vegar stóran hluta Torg og hins vegar fjöl­miðla­hluta Sýn­ar. Fyrst sem blaða­­mað­­ur, svo sem umsjón­­ar­­maður helg­­ar­­blaðs Frétta­­blaðs­ins og við rit­­stjórn hins svo­kall­aða opna glugg­a á Stöð 2 sem kemur á eftir kvöld­fréttum stöðv­­­ar­inn­­ar. 

Frá 2017 var hún aðstoð­ar­rit­stjóri Frétta­blaðs­ins og, líkt og áður sagði, rit­stjóri í rúmt ár þar til að hún hætti störfum í lok októ­ber í fyrra.

Ólöf er með BA-gráðu frá Háskóla Íslands í rit­list.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðrún Hafsteinsdóttir
Guðrún Hafsteinsdóttir vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi
Þrjú munu berjast um oddvitasætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi. Guðrún Hafsteinsdóttir bættist í hópinn í dag. Hún segist hafa fengið mikla hvatningu til að bjóða sig fram síðustu vikur og mánuði.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Harðar takmarkanir víða um lönd sem og bólusetningarherferðir hafa skilað því að smitum og dauðföllum vegna COVID-19 fer hratt fækkandi.
Dauðsföllum vegna COVID-19 fækkaði um 20 prósent milli vikna
Bæði dauðsföllum vegna COVID-19 og nýjum tilfellum af sjúkdómnum fer fækkandi á heimsvísu. Í síðustu viku greindust 2,4 milljónir nýrra smita, 11 prósentum minna en í vikunni á undan.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Kröfum gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu og Eldum rétt vísað frá dómi
Kröfum fjögurra erlendra starfsmanna gagnvart starfsmannaleigunni Menn í vinnu og notendafyrirtækinu Eldum rétt um vangreidd laun og miskabætur var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Stjórnendur starfsmannaleigunnar fá greiddan málskostnað.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnur Torfi Stefánsson
Vinstri Græn Samfylking
Kjarninn 24. febrúar 2021
Magnús Guðmundsson
Vatnajökulsþjóðgarður á góðri leið
Kjarninn 24. febrúar 2021
Grjóthrun hefur orðið á Reykjanesskaga og varað er við frekara hruni. Myndina tók áhöfn Landhelgisgæslunnar í eftirlitsflugi í morgun.
Hættustigi lýst yfir: Grjót hrunið úr fjöllum og hvítir gufustrókar sést
Lýst hefur verið yfir hættustigi almannavarna á Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst í morgun. Grjót hefur hrunið úr fjöllum á Reykjanesi og hvítir gufustrókar á jarðhitasvæðum sést á svæðinu.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnst það „mikill dómgreindarbrestur“ hjá Áslaugu að hafa hringt í lögreglustjórann
Þingmaður Viðreisnar gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að hringja í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti um að annar ráðherra, formaður flokks hennar, hefði verið í samkvæmi sem leyst var upp vegna gruns um sóttvarnarbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Jóhann Páll Jóhannsson
Frá atvinnukreppu til framsækinnar atvinnustefnu
Kjarninn 24. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent