Seðlabankinn ætlar að kaupa ríkisskuldabréf fyrir allt að 20 milljarða í maí og júní

Seðlabanki byrjar að kaupa ríkisskuldabréf í næsta mánuði. Alls mun hann kaupa slík bréf á eftirmarkaði fyrir allt að 150 milljarða króna. Tilgangurinn er að slakara taumhald peningastefnu skili sér með eðlilegum hætti til heimila og fyrirtækja.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Auglýsing

Seðla­banki Íslands hefur greint frá því að hann muni hefja kaup á skulda­bréfum rík­is­sjóðs á eft­ir­mark­aði í byrjun maí­mán­að­ar. Pen­inga­stefnu­nefnd bank­ans til­kynnti að kaupin myndu verða í yfir­lýs­ingu sem hún sendi frá sér 23. mar­s. 

Heild­ar­fjár­hæð kaupanna mun geta numið allt að 150 millj­örðum króna en fram­kvæmd þeirra verður þannig að Seðla­bank­inn mun til­kynna fyr­ir­fram um hámarks fjár­hæð skulda­bréfa­kaupa í hverjum árs­fjórð­ungi. Á öðrum árs­fjórð­ungi, sem lýkur í lok júní, mun bank­inn kaupa bréf fyrir allt að 20 millj­arða króna.

Í til­kynn­ingu sem Seðla­banki Íslands sendi frá sér í dag segir að kaupin muni bein­ast að öllum mark­flokkum óverð­tryggðra rík­is­bréfa í íslenskum krónum með gjald­daga á árunum 2021, 2022, 2025, 2028 og 2031 og nýjum mark­flokkum óverð­tryggðra rík­is­bréfa sem kunna að bæt­ast við. Seðla­bank­inn mun fram­kvæma kaupin annað hvort með því að leggja fram til­boð í við­skipta­kerfi Kaup­hallar Nas­daq eða með útboði. Kaupin munu hefj­ast með fram­lagn­ingu til­boða í við­skipta­kerfi Kaup­hall­ar­inn­ar.

Auglýsing
Tilkynnt verður um mögu­leg útboð með eins dags fyr­ir­vara ásamt upp­lýs­ingum um þá flokka sem kaupin ná til og áætl­aða hámarks­fjár­hæð kaupanna. 

Kaupin á skulda­bréf­unum eru svokölluð magn­bundin íhlut­un. Mark­mið kaupanna er að tryggja miðlun pen­inga­stefn­unnar út vaxtarófið til að slak­ara taum­hald pen­inga­stefn­unnar skili sér með eðli­legum hætti til heim­ila og fyr­ir­tækja. Með öðrum orðum þá er þetta gert til þess að hafa bein áhrif á lang­tíma­kröfur á þau bréf, til lækk­un­ar. Á manna­máli þýðir þetta að ríkið mun fá lægri vexti á skulda­bréfin sem það þarf að gefa út og láns­fjár­magn þess þar af leið­andi ódýr­ara.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent