Lífeyrissjóður verzlunarmanna lækkar verðtryggðu vextina niður fyrir tvö prósent

Stjórn eins stærsta lífeyrissjóðs landsins ákvað að festa vexti á breytilegum óverðtryggðum lánum í ágúst í fyrra. Nú munu þeir loks lækka. Hluti sjóðsfélaga nýtur hins vegar mun betri kjara og greiðir lægstu vexti á Íslandi.

Lánakjör landsmanna hafa verið að batna hratt á undanförnum misserum.
Lánakjör landsmanna hafa verið að batna hratt á undanförnum misserum.
Auglýsing

Stjórn líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna hefur ákveðið að lækka vexti á eldri verð­tryggðum lánum úr 2,26 í 1,95 pró­sent. Vextir á lán­unum höfðu staðið í stað frá því í byrjun ágúst í fyrra, en sjóð­ur­inn hætti að lána á breyti­legum verð­tryggðum vöxtum í októ­ber 2019. Þrír aðrir líf­eyr­is­sjóðir bjóða upp á breyti­lega verð­tryggða vexti undir tveimur pró­sentu­stig­um: Stapi (1,9 pró­sent og upp að 70 pró­sent af kaup­samn­ing­i), Birta (1,74 pró­sent og 65 pró­sent af kaup­verði) og Festa (1,7 pró­sent og 70 pró­sent af kaup­verð­i). Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna er hins vegar eini sjóð­ur­inn af þremur stærstu og fjöl­menn­ustu sjóðum lands­ins (hinir eru Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (LSR) og Gildi) sem bjóða upp á slík kjör. Hjá LSR hafa breyti­legir verð­tryggðir vextir verið fastir í 2,3 pró­sentum frá því í júní í fyrra og hjá Gildi eru þeir nú 2,46 pró­sent.

Í gær greindi hann einnig frá því að stjórn sjóðs­ins hefði sam­þykkt að fara að að bjóða verð­tryggð lán með 2,7 pró­sent föstum vöxtum til fimm ára. Sjóð­ur­inn bauð þegar upp á fasta verð­tryggða vexti út láns­tím­ann sem eru nú 3,2 pró­sent. Auk þess mun hann lækka fasta vexti á óverð­tryggðum sjóðs­fé­lags­lánum til þriggja ára næst­kom­andi föstu­dag úr 5,14 í 4,95 pró­sent.

Breyttu við­miðum og hækk­uðu vexti 

Stjórn Líf­eyr­is­­­sjóðs verzl­un­ar­manna tók þá ákvörðun 24. maí í fyrra að hækka vexti á breyt­i­­­legum verð­­­tryggðum hús­næð­is­lánum úr 2,06 pró­­­sent í 2,26 pró­­­sent frá og með ágúst­­­byrjun 2019. Sam­hliða var ákveð­ið að hætta að að láta ávöxt­un­­­­­ar­­­­­kröfu ákveð­ins skulda­bréfa­­­­­­­­flokks stýra því hverjir vext­irnir eru og í stað þess myndi stjórn sjóðs­ins ákveða þá. 

Auglýsing
Þrátt fyrir að stýri­vextir Seðla­banka Íslands hafi lækkað úr 3,75 pró­sent niður í 1,75 pró­sent frá því að ákvörð­unin um að færa vext­ina í 2,26 pró­sent tók gildi þá hafa vext­irnir af þessum lánum ekk­ert breyst, fyrr en núna þegar þeir eru færðir niður í 1,95 pró­sent. 

Verð­bólga hefur að mestu hald­ist lág á Íslandi frá árinu 2014 og undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­miði, ef und­an­skilið er tíma­bil frá miðju ári 2018 og fram til loka árs í fyrra þegar hún fór aðeins yfir það. Verð­bólga mælist nú 2,1 pró­sent.

Hættu að lána breyti­leg verð­tryggð lán

Í októ­ber í fyrra greindi Kjarn­inn frá því að Líf­eyr­is­­­sjóð­­ur­ verzl­un­ar­manna hefði breytt lána­­­reglum sínum þannig að skil­yrði fyrir lán­­­töku voru þrengd mjög og hámarks­­­­fjár­­­­hæð láns var lækkuð um tíu millj­­­­ónir króna. Hámarks­­­lán er nú 40 millj­­­ónir króna. Þá ákvað sjóð­­­­ur­inn að hætta að lána nýjum lán­tak­endum verð­­­­tryggð lán á breyt­i­­­­legum vöxt­­­­um.

Um var að ræða við­bragð við því að Líf­eyr­is­­­­sjóð­­ur­ verzl­un­ar­manna var kom­inn út fyrir þol­­­­mörk þess sem hann réð við að lána til íbúð­­­­ar­­­­kaupa. Sjóð­­­­ur­inn greindi sam­hliða frá því að eft­ir­­­­spurn eftir sjóðs­­­­fé­laga­lánum hefði auk­ist mikið frá því að lána­­­­reglur voru rýmkaðar í októ­ber 2015. Á þeim tíma voru sjóðs­­­­fé­laga­lán um sex pró­­­­sent af heild­­­­ar­­­­eignum sjóðs­ins en í októ­ber í fyrra voru þau um 13 pró­­­­sent. 

Hluti sjóðs­fé­laga greiðir lægstu vexti á Íslandi

Hluti lán­tak­enda sjóðs­ins, sem höfðu tekið lán á breyti­legum verð­tryggðum vöxt­um, sættu sig ekki við þá breyt­ingu sem gerð var á ákvörðun vaxta þeirra í fyrra og sendu ábend­ingu til Neyt­enda­stofu. Hún komst að þeirri nið­ur­stöðu að sjóð­ur­inn hefði ekki mátt breyta því hvernig verð­­­tryggðir breyt­i­­­legir vextir hluta hús­næð­is­lána sjóðs­fé­laga þeirra voru reikn­aðir út. Það hafi verið í and­­­stöðu við ákvæði eldri laga um neyt­enda­lán. Ákvörð­unin hafði áhrif á öll lán með verð­­­tryggða breyt­i­­­lega vexti sem gefin voru út frá árs­­­byrjun 2001 til apríl 2017 og varðar vaxta­greiðslur frá maí 2019. Um var að ræða átta pró­­­sent af öllum sjóðs­­­fé­lags­lánum Líf­eyr­is­­­sjóðs verzl­un­ar­manna. Sjóð­ur­inn end­ur­greiddi í kjöl­farið ofrukk­uða vexti til þessa hóps. 

Auk þess halda vextir á lánum þessa hóps áfram að stýr­ast af ávöxt­un­ar­kröfu áður­nefnds skulda­bréfa­flokks, HFF150434, að við­bættu 0,75 pró­­sent­u­­stiga álag­i. Ávöxt­un­ar­krafa þessa flokks hefur hríð­fallið und­an­farna mán­uði og vextir þess hóps sem er með breyti­leg verð­tryggð lán sem tekin voru fyrir 1. apríl 2017, því sögu­lega lág­ir. Á greiðslu­seðli mars­mán­aðar voru vext­irnir 1,58 pró­sent, sem eru lang­lægstu breyti­legu verð­tryggðu vextir sem í boði eru á Íslandi.

Allan síð­asta mánuð og framan af þessum var ávöxt­un­ar­krafan oft­ast nær á bil­inu 0,4 til 0,55 pró­sent. Sem stendur er hún 0,41 pró­sent. 

Ef sú krafa myndi vera grunnur að vöxtum næsta mán­aðar myndu þeir því vera 1,16 pró­sent.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent