Lífeyrissjóður verzlunarmanna lækkar verðtryggðu vextina niður fyrir tvö prósent

Stjórn eins stærsta lífeyrissjóðs landsins ákvað að festa vexti á breytilegum óverðtryggðum lánum í ágúst í fyrra. Nú munu þeir loks lækka. Hluti sjóðsfélaga nýtur hins vegar mun betri kjara og greiðir lægstu vexti á Íslandi.

Lánakjör landsmanna hafa verið að batna hratt á undanförnum misserum.
Lánakjör landsmanna hafa verið að batna hratt á undanförnum misserum.
Auglýsing

Stjórn líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna hefur ákveðið að lækka vexti á eldri verð­tryggðum lánum úr 2,26 í 1,95 pró­sent. Vextir á lán­unum höfðu staðið í stað frá því í byrjun ágúst í fyrra, en sjóð­ur­inn hætti að lána á breyti­legum verð­tryggðum vöxtum í októ­ber 2019. Þrír aðrir líf­eyr­is­sjóðir bjóða upp á breyti­lega verð­tryggða vexti undir tveimur pró­sentu­stig­um: Stapi (1,9 pró­sent og upp að 70 pró­sent af kaup­samn­ing­i), Birta (1,74 pró­sent og 65 pró­sent af kaup­verði) og Festa (1,7 pró­sent og 70 pró­sent af kaup­verð­i). Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna er hins vegar eini sjóð­ur­inn af þremur stærstu og fjöl­menn­ustu sjóðum lands­ins (hinir eru Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (LSR) og Gildi) sem bjóða upp á slík kjör. Hjá LSR hafa breyti­legir verð­tryggðir vextir verið fastir í 2,3 pró­sentum frá því í júní í fyrra og hjá Gildi eru þeir nú 2,46 pró­sent.

Í gær greindi hann einnig frá því að stjórn sjóðs­ins hefði sam­þykkt að fara að að bjóða verð­tryggð lán með 2,7 pró­sent föstum vöxtum til fimm ára. Sjóð­ur­inn bauð þegar upp á fasta verð­tryggða vexti út láns­tím­ann sem eru nú 3,2 pró­sent. Auk þess mun hann lækka fasta vexti á óverð­tryggðum sjóðs­fé­lags­lánum til þriggja ára næst­kom­andi föstu­dag úr 5,14 í 4,95 pró­sent.

Breyttu við­miðum og hækk­uðu vexti 

Stjórn Líf­eyr­is­­­sjóðs verzl­un­ar­manna tók þá ákvörðun 24. maí í fyrra að hækka vexti á breyt­i­­­legum verð­­­tryggðum hús­næð­is­lánum úr 2,06 pró­­­sent í 2,26 pró­­­sent frá og með ágúst­­­byrjun 2019. Sam­hliða var ákveð­ið að hætta að að láta ávöxt­un­­­­­ar­­­­­kröfu ákveð­ins skulda­bréfa­­­­­­­­flokks stýra því hverjir vext­irnir eru og í stað þess myndi stjórn sjóðs­ins ákveða þá. 

Auglýsing
Þrátt fyrir að stýri­vextir Seðla­banka Íslands hafi lækkað úr 3,75 pró­sent niður í 1,75 pró­sent frá því að ákvörð­unin um að færa vext­ina í 2,26 pró­sent tók gildi þá hafa vext­irnir af þessum lánum ekk­ert breyst, fyrr en núna þegar þeir eru færðir niður í 1,95 pró­sent. 

Verð­bólga hefur að mestu hald­ist lág á Íslandi frá árinu 2014 og undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­miði, ef und­an­skilið er tíma­bil frá miðju ári 2018 og fram til loka árs í fyrra þegar hún fór aðeins yfir það. Verð­bólga mælist nú 2,1 pró­sent.

Hættu að lána breyti­leg verð­tryggð lán

Í októ­ber í fyrra greindi Kjarn­inn frá því að Líf­eyr­is­­­sjóð­­ur­ verzl­un­ar­manna hefði breytt lána­­­reglum sínum þannig að skil­yrði fyrir lán­­­töku voru þrengd mjög og hámarks­­­­fjár­­­­hæð láns var lækkuð um tíu millj­­­­ónir króna. Hámarks­­­lán er nú 40 millj­­­ónir króna. Þá ákvað sjóð­­­­ur­inn að hætta að lána nýjum lán­tak­endum verð­­­­tryggð lán á breyt­i­­­­legum vöxt­­­­um.

Um var að ræða við­bragð við því að Líf­eyr­is­­­­sjóð­­ur­ verzl­un­ar­manna var kom­inn út fyrir þol­­­­mörk þess sem hann réð við að lána til íbúð­­­­ar­­­­kaupa. Sjóð­­­­ur­inn greindi sam­hliða frá því að eft­ir­­­­spurn eftir sjóðs­­­­fé­laga­lánum hefði auk­ist mikið frá því að lána­­­­reglur voru rýmkaðar í októ­ber 2015. Á þeim tíma voru sjóðs­­­­fé­laga­lán um sex pró­­­­sent af heild­­­­ar­­­­eignum sjóðs­ins en í októ­ber í fyrra voru þau um 13 pró­­­­sent. 

Hluti sjóðs­fé­laga greiðir lægstu vexti á Íslandi

Hluti lán­tak­enda sjóðs­ins, sem höfðu tekið lán á breyti­legum verð­tryggðum vöxt­um, sættu sig ekki við þá breyt­ingu sem gerð var á ákvörðun vaxta þeirra í fyrra og sendu ábend­ingu til Neyt­enda­stofu. Hún komst að þeirri nið­ur­stöðu að sjóð­ur­inn hefði ekki mátt breyta því hvernig verð­­­tryggðir breyt­i­­­legir vextir hluta hús­næð­is­lána sjóðs­fé­laga þeirra voru reikn­aðir út. Það hafi verið í and­­­stöðu við ákvæði eldri laga um neyt­enda­lán. Ákvörð­unin hafði áhrif á öll lán með verð­­­tryggða breyt­i­­­lega vexti sem gefin voru út frá árs­­­byrjun 2001 til apríl 2017 og varðar vaxta­greiðslur frá maí 2019. Um var að ræða átta pró­­­sent af öllum sjóðs­­­fé­lags­lánum Líf­eyr­is­­­sjóðs verzl­un­ar­manna. Sjóð­ur­inn end­ur­greiddi í kjöl­farið ofrukk­uða vexti til þessa hóps. 

Auk þess halda vextir á lánum þessa hóps áfram að stýr­ast af ávöxt­un­ar­kröfu áður­nefnds skulda­bréfa­flokks, HFF150434, að við­bættu 0,75 pró­­sent­u­­stiga álag­i. Ávöxt­un­ar­krafa þessa flokks hefur hríð­fallið und­an­farna mán­uði og vextir þess hóps sem er með breyti­leg verð­tryggð lán sem tekin voru fyrir 1. apríl 2017, því sögu­lega lág­ir. Á greiðslu­seðli mars­mán­aðar voru vext­irnir 1,58 pró­sent, sem eru lang­lægstu breyti­legu verð­tryggðu vextir sem í boði eru á Íslandi.

Allan síð­asta mánuð og framan af þessum var ávöxt­un­ar­krafan oft­ast nær á bil­inu 0,4 til 0,55 pró­sent. Sem stendur er hún 0,41 pró­sent. 

Ef sú krafa myndi vera grunnur að vöxtum næsta mán­aðar myndu þeir því vera 1,16 pró­sent.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Lítið eftir af veiðigjöldunum þegar búið er að standa straum af eftirliti og rannsóknum
Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna eftirlits og rannsókna vegna fiskveiða og -vinnslu munu líklega nema um 7 milljörðum króna á þessu ári. Árin 2015-2020 voru álögð veiðigjöld að meðaltali 7,4 milljarðar á verðlagi ársins 2020.
Kjarninn 8. mars 2021
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Drífa Snædal, Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir
Leiðréttum skakkt verðmætamat – Greiðum konum mannsæmandi laun
Kjarninn 8. mars 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
8. mars 2021
Kjarninn 8. mars 2021
Einkaneysla Íslendinga í fyrra var mun meiri en helstu greiningaraðilar gerðu ráð fyrir
Sérfræðingar ofmátu samdráttinn
Síðasta ár fór ekki nákvæmlega eins og sérfræðingar þriggja stærstu bankanna, Seðlabankans, Viðskiptaráðs, ASÍ eða ríkisstjórnarinnar spáðu fyrir um í þeim 15 hagspám sem gerðar hafa verið frá síðustu apríllokum.
Kjarninn 8. mars 2021
Kári Jónasson og Skúli Jóhannsson
Hugmynd um sæstreng frá Straumsvík til Suðurnesja endurvakin
Kjarninn 8. mars 2021
Fasteignafélagið Eik tapaði mikið á rekstri hótels 1919, sem er í eigu þess
6 milljarða samdráttur í rekstri fasteignafélaganna
Fasteignafélögin Reitir, Reginn og Eik högnuðust öll á rekstri sínum í fyrra. Þó var hagnaðurinn töluvert minni en á síðasta ári, en samkvæmt félögunum leiddi heimsfaraldurinn til mikils samdráttar í tekjum.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent