Píratar saka ríkisstjórnina um „mótsagnakennt stefnuleysi“

Þingflokkur Pírata hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem viðbrögð ríkisstjórnarinnar við efnahagslegum afleiðingum heimsfaraldursins eru harðlega gagnrýnd og sögð jafngilda viðbragðsleysi.

Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata.
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata.
Auglýsing

„Við­brögð rík­is­stjórn­ar­innar við heims­far­aldri kór­ónu­veiru ein­kenn­ast af mót­sagna­kenndu stefnu­leysi og skorti á fram­sýn­i,“ ­segir þing­flokkur Pírata í yfir­lýs­ingu, sem send var á fjöl­miðla síð­deg­is. Þing­flokk­ur­inn seg­ist aug­lýsa eftir „póli­tísku hug­rekki rík­is­stjórn­ar­inn­ar“ og er afar gagn­rýn­inn á bæði þær aðgerðir sem kynntar voru í dag og sam­ráðs­leysi rík­is­stjórn­ar­innar við minni­hlut­ann á þingi og „aðra mik­il­væga full­trúa almenn­ings.“

„Hag­kerfi heims­ins hefur stöðvast og alger óvissa ríkir um hvenær það fer í gang aftur og hvað þarf til, svo að það ger­ist. Við­búið er að gjör­breytt heims­mynd og gjör­breytt hag­kerfi taki við þegar heilsu­far­sógnin hverfur á braut. Við­brögð stjórn­valda verða því að vera fram­sæk­in, frum­leg og stór­tæk­ari en nokkru sinni fyrr. Slík við­brögð verða ekki til í tóma­rúmi eða ein­angrun ─ og lítið mun gef­ast með því að hunsa fjöl­breytt hug­vitið í sam­fé­lag­in­u,“ segja Píratar og bæta við að í árferði sem þessu sé óásætt­an­legt að rík­is­stjórn Íslands leggi á ráðin í lok­uðum her­bergjum án sam­ráðs.

„Aug­ljóst er að hug­myndir og við­brögð sem samið er um í litlum eins­leitum hópi ráða­manna skortir fjöl­breytni, gagn­rýna hugsun og breiða skírskot­un,“ segja Pírat­ar.

Auglýsing

Segja for­sendur ákvarð­ana­töku skorta

Þing­flokkur Píratar segir að hvorki almenn­ingur né stjórn­ar­and­staðan hafi nokkurn aðgang að þeim upp­lýs­ingum og gögnum sem rík­is­stjórnin byggir við­brögð sín á. 

„Sviðs­mynda­grein­ingar liggja ekki fyr­ir, for­sendur rík­is­stjórn­ar­innar liggja ekki fyrir og póli­tísk fram­tíð­ar­sýn rík­is­stjórn­ar­innar er full­kom­lega óljós. Gagn­sæið er ekk­ert,“ segir í yfir­lýs­ingu þing­flokks­ins.

Þing­flokk­ur­inn segir rík­is­stjórn­ina hafa „sögu­legt tæki­færi til þess að koma á sjálf­bær­ari, lýð­ræð­isvædd­ari og ábyrg­ari vinnu­mark­aði“ og til þess að „stuðla að því að næsta upp­sveifla verði byggð á sjálf­bærni og nátt­úru­vernd,“ en láti þessi tæki­færi „því mið­ur­“ renna sér úr greip­um.

„Rík­is­stjórnin hefur engin svör við því, hvernig sam­fé­lag við viljum byggja þegar þessi kreppa er afstað­in. Hún virð­ist stað­ráðin í að reyna að halda lífi í hag­kerfi sem er að veru­legu leyti horf­ið, með aðgerðum sem duga skammt,“ segir í yfir­lýs­ingu þing­flokks Pírata, en þar er einnig miklum von­brigðum lýst yfir með þær aðgerðir sem rík­is­stjórnin kynnti í dag.

Gagn­rýna harð­lega að fyr­ir­tækjum sé auð­veldað að segja upp fólki

„Hluta­bóta­leið­in, sem ætlað var að halda ráðn­ing­ar­sam­bandi milli laun­þega og atvinnu­rek­enda sætir nú þeim mót­sagna­kenndu breyt­ingum að auð­velda á fyr­ir­tækjum að slíta ráðn­ing­ar­sam­band­inu með mót­fram­lagi rík­is­ins við greiðslu upp­sagn­ar­frests. Þing­flokkur Pírata gagn­rýnir það harð­lega að til standi að auð­velda fyr­ir­tækjum hóp­upp­sagn­ir,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Piratar segja að víðs­vegar um heim­inn hafi rík­is­stjórnir sett „sjálf­sögð og eðli­leg skil­yrði“ um sam­fé­lags­lega ábyrgð fyrir rík­is­stuðn­ingi til fyr­ir­tækja.

„En á Íslandi fá stöndug fyr­ir­tæki sem hafa skilað eig­endum sínum millj­örðum í arð und­an­farin ár aðgang að fjár­munum rík­is­ins án telj­andi skuld­bind­inga af þeirra hálfu. Sam­tímis eru þús­undir smærri fyr­ir­tækja skilin eftir með óljósar fram­tíð­ar­horf­ur. Þing­flokkur Pírata leggur áherslu á að fyr­ir­tæki sem geyma fjár­muni í skatta­skjólum fái ekki aðgang að fjár­munum hins opin­bera. Sömu­leiðis væri eðli­legt að skil­yrða alla rík­is­að­stoð, þar á meðal hluta­bóta­leið­ina, við að ekki verði greiddur út arður eða bónusar í til­greindan tíma eftir að fjár­hags­að­stoð rík­is­ins lýk­ur,“ segir þing­flokk­ur­inn.

Aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar hingað til jafn­gildi við­bragðs­leysi 

Píratar segja heim­ilin enn engin svör fá um fram­tíð­ar­hag sinn og öryggi og bæta við að ef það breyt­ist ekki muni eft­ir­spurn eftir vörum og þjón­ustu í land­inu hverfa. 

„Heim­ili lands­ins horfa nú fram á tekju­fall og óvissa fram­tíð en ekk­ert bólar á beinum stuðn­ingi til almenn­ings. Rúm­lega 38.000 voru á atvinnu­leys­is­skrá í mars­mán­uði en ekki stendur til að hækka bæt­ur. Fólkið í land­inu myndar eft­ir­spurn eftir vörum og þjón­ustu og sú eft­ir­spurn mun hverfa verði ekk­ert gert til þess að tryggja fjár­hags­legt öryggi þeirra,“ segir í yfir­lýs­ingu þing­flokks­ins, þar sem borg­ara­laun eru nefnd sem leið til þess að koma til móts við almenn­ing.

„Flest fólk vill vinna, vera hluti af og þjóna sínu sam­fé­lagi. Borg­ara­laun munu ekki koma í veg fyrir það heldur þvert á móti styðja við og styrkja getu fólks til þátt­töku og þar af leið­andi getu hag­kerf­is­ins til að keyra sig aftur í gang,“ segir þing­flokk­ur­inn.

„Sam­kvæmt reikni­lík­ani Við­skipta­ráðs er það góð ráð­stöfun að auka veru­lega opin­berar fjár­fest­ingar á þessu ári; það muni efla hag­vöxt til næstu ára auk þess að minnka höggið nú í ár. P­íratar hafa lagt áherslu á fjár­fest­ingu í fólki, á stór­aukið fé til nýsköp­un­ar, rann­sókna og þró­un­ar, og grænan sam­fé­lags­sátt­mála með jafn­rétti og sjálf­bærni að leið­ar­ljósi til fram­tíð­ar.

Til eru ótal leiðir til að bregð­ast við. En aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar hingað til hafa jafn­gilt við­bragðs­leysi. Þing­flokkur Pírata hvetur rík­is­stjórn­ina til þess að sýna hug­rekki, hugsa stórt og nálg­ast vanda­málið af opnum hug, í sam­ráði við þjóð­ina. Henni ber lýð­ræð­is­leg skylda til þess,“ segir þing­flokkur Pírata.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent