Allir COVID-19 sjúklingar útskrifaðir af gjörgæslu

Enginn er lengur á gjörgæslu vegna COVID-19 smits, sagði Alma Möller landlæknir á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag.

Alma Möller landlæknir á fundinum í dag.
Alma Möller landlæknir á fundinum í dag.
Auglýsing

Enginn er lengur á gjörgæslu vegna COVID-19 smits, sagði Alma Möller landlæknir á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag. Alma sagði þetta ánægjuleg tíðindi, en seinasti sjúklingurinn sem enn var inniliggjandi útskrifaðist af gjörgæsludeildinni á Landspítala í morgun. 

Í gær hafði verið greint frá því að enginn væri lengur í öndunarvél vegna COVID-19 sjúkdómsins hér á landi. Alma sagði aðspurð á fundinum að faraldurinn væri að ganga hraðar niður en heilbrigðisyfirvöld höfðu búist við.

Hún bætti þó við að enn væri fólk veikt hér á landi og svo gæti farið að einhverjir af þeim tæplega 150 sem eru nú með virk smit gætu þurft að leggjast inn. Þó væri fagnaðarefni að enginn sé lengur á gjörgæsludeild.

Auglýsing

Átján sjúklingar hafa þurft að leggjast í öndunarvél hér á landi frá því að faraldurinn hófst.

Mótefnamælingar eru sem áður í undirbúningi og verða þær framkvæmdar í samstarfi Íslenskrar erfðagreiningar, heilsugæslunnar og sjúkrahúsa, sagði Alma einnig. „Þá fæst endanleg mynd af því hve stór hluti þjóðarinnar hefur smitast,“ sagði landlæknir.

Alma sagði að unnið væri að því af kappi að endurskoða leiðbeiningar til fólks sem telst vera í sérstökum áhættuhópi vegna kórónuveirunnar. Uppfærðar leiðbeiningar til þessa hóps verða gefnar út um það leyti sem slakað verður á samkomubanni, 4. maí.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Samfélagslegar áskoranir og lýðræðislegt hlutverk háskóla
Kjarninn 18. maí 2021
Skúli Magnússon var boðinn velkominn til starfa af þeim Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis og Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra þingsins fyrr í mánuðinum.
Nýr umboðsmaður ætlar í leyfi frá HÍ og vonast eftir meira fé frá pólitíkinni
Nýr umboðsmaður Alþingis er enn að ljúka síðustu verkunum við lagadeild Háskóla Íslands. Í bili. Hann segir við Kjarnann að stofnunin þurfi meira fé til að geta gert annað og meira en að „standa við færibandið“ og vinna úr kvörtunum.
Kjarninn 18. maí 2021
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent