„Við vitum ekkert um það ennþá hversu lengi mótefni mun verja okkur“

Var þetta flensa sem þú fékkst í vetur eða mögulega COVID-19? Að því er hægt að komast með mótefnamælingum en þær eru enn ekki nógu áreiðanlegar og því ekki nothæfar til að staðfesta ónæmi. Íslensk yfirvöld ætla að hefja söfnun blóðsýna fljótlega.

Þórólfur: Vandamálið við þessa tilteknu veiru er að hún er ný og það verður að búa til ný próf.
Þórólfur: Vandamálið við þessa tilteknu veiru er að hún er ný og það verður að búa til ný próf.
Auglýsing

Á hverjum vetri ganga ýmsar pestir sem valda óþæg­indum á borð við hita, háls­bólgu, hósta og bein­verkj­um. Á öllum þeim sem fundu fyr­ir­ slíkum ein­kennum síð­ustu mán­uði brennur ein spurn­ing: Var ég með COVID-19 eða var þetta bara flensa?

Þeir sem ekk­ert veikt­ust eru mögu­lega að hugsa það sama því við vitum að þeir sem sýkj­ast af veirunni geta verið ein­kenna­litlir og jafn­vel ein­kenna­laus­ir.

Það er ekki af ein­skærri for­vitni sem fólk er að velta þessu ­fyrir sér. Góðar ástæður eru fyrir því, bæði fyrir fólk og sam­fé­lög, að vita hverjir hafi sýkst og hverjir ekki. Helst ber að nefna að hafi fólk feng­ið COVID-19 er það komið með mótefni fyrir veirunni sem sjúk­dómnum veld­ur. Þar með­ er það í lít­illi hættu að sýkj­ast af henni aft­ur, nema að hún stökk­breyti sér­ eins og árs­tíða­bundnar inflú­ensu­veirur gera gjarn­an. „Kór­ónu­veirur eru hins ­vegar ekki þekktar fyrir að gera það,“ segir Þórólfur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir í sam­tali við Kjarn­ann. „En hvort þessi veira mun haga sér öðru­vísi er ekki vit­að.“

Auglýsing

Nýja kór­ónu­veiran SAR­S-CoV-2 er nefni­lega ólík­inda­tól og virð­ist haga sér að ýmsu leyti öðru­vísi en aðrar henni skyld­ar. Og af því að hún er svo ný, svo fram­andi, hefur ekki ennþá tek­ist að búa til örugg ­mótefna­próf. Rann­sóknir á ýmsum mótefna­prófum er þó í fullum gangi í fjöl­mörg­um lönd­um, meðal ann­ars hjá Íslenskri erfða­grein­ingu.

Enn sem komið er verður því bið á því að áreið­an­leg­ar ­mótefna­mæl­ingar standi Íslend­ingum almennt til boða en von­andi verður það á næst­unni.

Vafi um lengd verndar

Ofan á allt saman leikur svo vafi á því hversu lengi það ó­næmi mun vara. „Af því að þetta er ný veira þá vitum við ekk­ert um það enn­þá hversu lengi mótefnið mun vernda okk­ur,“ segir Þórólf­ur. „Skap­ast lang­tíma­vernd eða skamm­tíma­vernd? Það verður tím­inn að leiða í ljós.“

Stjórn­völdum er mikið í mun að fá úr því skorið hversu margir hafi raun­veru­lega sýkst af veirunni sem valdið hefur sögu­legum áhrifum á hag­kerfi og sam­fé­lög heims. Von­ast er til að nið­ur­stöður úr mótefna­mæl­ing­um ­geti nýst til að skipu­leggja aflétt­ingu ýmissa tak­mark­ana – koma hinum umtöl­uð­u hjólum atvinnu­lífs­ins aftur af stað. Að þær sé hægt að nota til að „end­ur­ræsa lífið að nýju“ eins og Andre Cuomo, rík­is­stjóri í New York, sagði nýver­ið. Þar ­vegur þyngst fjöldi þeirra sem hefur smit­ast.

Þær öfl­ugu aðgerðir sem beitt hefur verið hér á landi hafa ­gert það að verkum að lík­lega hefur aðeins um eitt pró­sent íslensku þjóð­ar­inn­ar ­sýkst. Um 99 pró­sent hennar eru því mót­tæki­leg fyrir sýk­ing­unni. Það eru ansi margir lík­amar sem veiran getur komið sér fyrir í, fái hún tæki­færi til þess.

Mynd: Þorkell Þorkelsson/Landspítalinn

En byrjum á byrj­un­inni.

Hvað er mótefni og hvernig mynd­ast það?

Þegar ein­stak­lingur sýkist, hvort sem það er af völdum veiru eða bakt­er­íu, þá bregst ónæm­is­kerfi lík­am­ans við og reynir að vinna á henn­i. „Margar frumur ræs­ast og það losna alls konar efni sem miða að því að vernda okk­ur,“ útskýrir Þórólf­ur. Eitt af því mik­il­væga sem ónæm­is­kerfið gerir við þessar aðstæður er að mynda mótefni, ýmis sér­hæfð prótín, sem snú­ast gegn veiru­teg­und­inni sem veldur sýk­ingu hverju sinni.

Ef lík­am­inn kemst svo aftur í tæri við sömu veiru þá bindast ­mótefnin henni og gera hana óskað­lega. Þar með verður engin sýk­ing.

„Þetta er gríð­ar­lega mik­il­vægt kerf­i,“ segir Þórólf­ur. „Það ­sama ger­ist við bólu­setn­ingu, þá mynd­ast mótefni sem verndar mann svo áfram.“

En málið er ekki alveg svona ein­falt.

Mótefni er nefni­lega ekki ein­tölu­orð. Það mynd­ast fjöl­mörg ­mótefni í lík­am­anum fyrir hverri og einni veiru og sum eru meira vernd­andi en önn­ur.

Og þar liggur hund­ur­inn graf­inn. Hvaða mótefni eru vernd­and­i og hver ekki? Og er víst að það mótefni sem mælist sé akkúrat það sem mynd­að­ist ­vegna til­tek­innar veiru ?

Mynd: Þorkell Þorkelsson/Landspítalinn

Út á þetta gengur þróun mótefna­prófa – að finna aðferð til­ að meta og mæla það mótefni sem er að veita okkur vernd fyrir end­ur­tek­inn­i ­sýk­ingu.

Mótefnin mynd­ast í lík­am­anum á mis­mun­andi tíma. Sum myndast fljótt eftir að sýk­ingar verður vart og hverfa sömu­leiðis fljótt. Önnur myndast á nokkrum vikum en end­ast þá að sama skapi miklu leng­ur.

Ýmsum og ólíkum aðferðum er beitt við að mæla mótefni. Þær ­geta verið mis­mun­andi nákvæmar og næm­ar. Sumar ná ekki að nema öll mótefni og ­geta gefið þá nið­ur­stöðu að mótefni sé ekki til staðar þó að það sé það. Aðr­ar að­ferðir geta svo gefið þver­öf­uga nið­ur­stöðu: Nema mótefni þegar það er ekki ­fyrir hendi. Hvoru tveggja er auð­vitað jafn slæmt.

Aðrar sýk­ingar geta truflað mæl­ingu

Ýmis­legt getur að sögn Þór­ólfs truflað mæl­ing­una, til dæm­is­ ­fyrri sýk­ingar af völdum ann­arrar veiru eða sýk­ing af skyldri veiru. „Próf­in ­geta þá verið að sýna jákvæða en falska nið­ur­stöð­u,“ segir Þórólf­ur. „­Vanda­málið við þessa til­teknu veiru er að hún er ný og það verður að búa til­ ný próf. Það þarf svo að sann­reyna þau og ganga úr skugga um að þau gefi rétta ­nið­ur­stöð­u.“

Nokkur lönd eru farin að mótefna­mæla og rík­is­stjóri New York greindi frá því í fyrra­dag að sam­kvæmt nið­ur­stöðum slíkra mæl­inga þar hefð­i einn af hverjum fimm íbúum New York-­borgar smit­ast af veirunni. Mun fleiri en áður var talið.

Að sögn Þór­ólfs verður að taka þessum nið­ur­stöðum sem og öðrum af sama toga með fyr­ir­vara. Í sama streng hafa sér­fræð­ingar í smit­sjúk­dómum í New York tek­ið. Prófin séu ekki enn nógu áreið­an­leg.

Auðar götur í miðborg Reykjavíkur í samkomubanni. Mynd: Bára Huld Beck

Ein skýr­ingin er sú að það getur verið mis­mun­andi hversu ­mikið mótefni mælist í lík­am­anum eftir því hvort við­kom­andi sýndi mikil eða ­lítil ein­kenni á meðan hann var sýkt­ur. „Það eru merki um það að þeir sem að veikj­ast mikið fram­leiði meira af mótefnum heldur en þeir sem veikj­ast lít­ið eða nán­ast ekki neitt,“ bendir Þórólfur á. Þetta er meðal nið­ur­staðn­a ­mótefna­rann­sókna sem Íslensk erfða­grein­ing hefur þegar unn­ið.

Að sögn Þór­ólfs er þetta nokkuð óvenju­legt en gæti skýrst af því að ekki er enn búið að finna almenni­lega út hvaða mótefni sé best að mæla.

Í mótefna­mæl­ingum Íslenskrar erfða­grein­ingar er stuðst við mis­jafnar aðferðir í þessum til­gangi. „Þau hafa verið að rann­saka blóð úr fólki hér á landi, bæði úr þeim sem sýkst hafa mikið og lít­ið. Og þau eru akkúrat að ­sjá þetta: Að það er mis­mun­andi svar eftir því hvort fólk hefur veikst mik­ið eða lít­ið. Einnig að það getur tekið langan tíma frá sýk­ingu og þar til mótefn­i eru að mæl­ast.“

Þó að full­komin mótefna­próf séu ekki fyrir hendi í augna­blik­inu ætla íslensk heil­brigð­is­yf­ir­völd að hefja söfnun blóð­sýna fljót­lega. Mótefna­mæl­ing verður fram­kvæmd á þeim og hún svo jafn­vel end­ur­tek­in ­seinna með öðrum próf­um.

Áfram verður unnið að mótefnarannsóknum þar til besta aðferðin finnst. Mynd: Þorkell Þorkelsson/Landspítalinn

„Við munum halda áfram mótefna­rann­sóknum og reyna að finna hvaða aðferð er best,“ segir Þórólf­ur. „Og þegar við finnum bestu lausn­ina þá ­getum við beitt henni á þau blóð­sýni sem hafa safn­ast en það er enn eitt­hvað í það að við fáum áreið­an­legar nið­ur­stöður úr þeim.“

Að þessu sögðu er ljóst að mótefna­mæl­ing á þess­ari stund­u ­getur ekki nýst til að votta það að ein­stak­lingur hafi sýkst og sé nú var­inn. Rætt hefur verið um að gefa út ónæm­is­passa eða vott­orð til fólks sem auð­veld­i því að ferðast, mæta til vinnu og hverfa aftur til ann­arra hefð­bund­inna ­lifn­að­ar­hátta. Engin vinna í þá átt er hafin hér á landi og Þórólfur er ekki viss að af þessu verði yfir höf­uð. „Eins og staðan er núna þá er að minnsta ­kosti tölu­vert í það. Það hafa líka vaknað ýmsar sið­ferð­is­legar og lög­fræði­legar spurn­ingar í þessu sam­bandi svo þetta yrði alltaf snúið í fram­kvæmd.“

Þórólfur gerir sér grein fyrir því að margir bíða í ofvæn­i eftir að mótefna­mæl­ingar hefj­ist. „En áður en við förum að gera það verðum við að vita hvort hægt sé að treysta þeim. Fyrir marga er erfitt að lifa í ó­viss­unni en ef nið­ur­stöður prófa eru óör­uggar slá þau ekki á óviss­una hjá ­fólki heldur þvert á mót­i.“

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiViðtal