ASÍ í við­ræðum við stjórn­völd sem lofa samráði um útfærslu aðgerða

ASÍ telur nauðsynlegt að verkalýðshreyfingin eigi aðkomu að þeim aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem gripið er til vegna COVID-19 faraldursins enda varði þær framtíð vinnandi fólks og almennings til næstu ára.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Auglýsing

Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) fagnar áformum rík­is­stjórn­ar­innar um að fram­lengja hluta­bóta­leið­ina til að standa vörð um afkomu og verja störf, að því er fram kemur í til­kynn­ingu frá sam­band­inu í dag.

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra kynnti þriðja aðgerða­pakka rík­is­stjórn­ar­innar í morgun á blaða­manna­fundi. Þar kom fram að hluta­­bóta­­leiðin yrði fram­­lengd með óbreyttu sniði út júní, en hún átti að gilda til 1. júní. Eftir það verður hún í boði með breyttu sniði – hámarks­­greiðslur úr opin­berum sjóðum verða þá 50 pró­­sent af greiddum launum í stað 75 pró­­sent – og nán­­ari skil­yrðum út ágúst.

Þá verður fyr­ir­tækjum sem orðið hafa fyrir umfangs­­miklu tekju­tapi gef­inn kostur á að sækja um stuðn­­ing úr rík­­is­­sjóði vegna greiðslu hluta launa­­kostn­aðar á upp­­sagn­­ar­fresti til að tryggja rétt­indi launa­­fólks og koma í veg fyrir fjölda­gjald­­þrot fyr­ir­tækja. Auk þess verða settar verða ein­fald­­ari reglur um fjár­­hags­­lega end­­ur­­skipu­lagn­ingu fyr­ir­tækja sem miða að því þau geti kom­ist í skjól með ein­­földum hætti.

Auglýsing

Í til­kynn­ingu ASÍ segir að sam­bandið hafi átt við­ræður við stjórn­völd um þær aðgerðir sem kynntar voru í dag og lofað hafi verið sam­ráði um útfærslu þeirra. Það sé nauð­syn­legt að verka­lýðs­hreyf­ingin eigi aðkomu að þeim aðgerðum sem gripið er til enda varði þær fram­tíð vinn­andi fólks og almenn­ings til næstu ára.

Mik­il­væg­ast að tryggja afkomu launa­fólks

­Sam­kvæmt ASÍ er mik­il­væg­asta verk­efnið nú að tryggja afkomu launa­fólks sem missir vinnu að hluta eða alveg til að sporna gegn lang­vinnum áhrifum krepp­unnar á efna­hags­lífið og hag heim­il­anna. ASÍ leggur áherslu á skýr skila­boð um skil­yrði fyrir stuðn­ingi til fyr­ir­tækja og mun, sam­kvæmt til­kynn­ing­unni, taka þátt í sam­ráði um fram­kvæmd þess­ara úrræða. Fram kemur hjá sam­band­inu að leik­regl­urnar þurfi að vera ótví­ræðar til að rík­is­stuðn­ingur skili sér í atvinnu­ör­yggi og traustri afkomu fólks.

ASÍ styður jafn­framt aðgerðir til að tryggja rétt­indi starfs­fólks á upp­sagn­ar­fresti. Sam­bandið telur jákvætt að kveða á um for­gangs­rétt starfs­manna sem missa vinn­una til end­ur­ráðn­ingar og að í slíkum til­vikum eigi starfs­menn að halda áður áunnum rétt­ind­um. ASÍ áréttar að hækka verði atvinnu­leys­is­bætur þegar í stað en fram kemur hjá sam­band­inu að grunn­bætur séu umtals­vert lægri en lág­marks­laun og þak tekju­teng­ingar sé oft lágt og mán­uðir þar sem þeirra rétt­inda nýtur við of fáir.

Setja þurfi skýr skil­yrði fyrir opin­berum stuðn­ingi til fyr­ir­tækja

ASÍ ítrekar fyrri varn­að­ar­orð um að sett skuli skýr skil­yrði fyrir opin­berum stuðn­ingi til fyr­ir­tækja sem lúti að því að þeim beri að við­halda störfum eftir fremsta megni, fara eftir kjara­samn­ingum og standa skil á fram­lagi sínu til sam­fé­lags­ins. Þar sem ráð­herrar rík­is­stjórn­ar­innar hafa bent á að stuðn­ingur þessi muni nýt­ast Icelandair áréttar ASÍ að flug­freyjur hafa verið samn­ings­lausar frá árs­byrjun 2019 og að núver­andi kreppu eigi ekki að nýta til að þrýsta kjörum þeirra nið­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum óvinsæls smáflokks á Ítalíu eru á meðal þess sem hefur verið efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent