Rúmlega tvö þúsund starfsmönnum sagt upp hjá Icelandair

Uppsagnirnar ná til allra hópa innan félagsins, en þær hafa þó mest áhrif á störf beintengd framleiðslu, svo sem áhafnir, viðhaldsþjónustu og starfsfólk flug- og farþegaþjónustu.

Icelandair vél feb 2008
Auglýsing

Yfir­grips­miklar aðgerðir hjá Icelandair Group munu taka gildi um mán­aða­mótin en rúm­lega tvö þús­und starfs­mönnum verður sagt upp störfum á næstu dög­um. Upp­sagn­irnar ná til allra hópa innan félags­ins, en þær hafa þó mest áhrif á störf bein­tengd fram­leiðslu, svo sem áhafn­ir, við­halds­þjón­ustu og starfs­fólk flug- og far­þega­þjón­ustu. Þeir sem starfa áfram hjá félag­inu eru lang­flestir í skertu starfs­hlut­falli og aðrir í fullu starfi með skert laun.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá félag­inu í dag.

Þar segir að um sé að ræða upp­sagnir starfs­fólks og breyt­ingar á skipu­lagi til að bregð­ast við þeirri stöðu sem félagið stendur frammi fyrir vegna útbreiðslu COVID-19 far­sótt­ar­inn­ar, með til­heyr­andi ferða­tak­mörk­un­um, sem haft hefur gríð­ar­leg áhrif á eft­ir­spurn eftir flugi og ferða­þjón­ustu um allan heim.

Auglýsing

„Mikil óvissa ríkir um nán­ustu fram­tíð og eru aðgerð­irnar liður í að búa félagið undir órætt tíma­bil þar sem starf­semi þess verður í lág­marki. Á sama tíma verður lögð áhersla á að halda uppi grunn­starf­semi á öllum sviðum til þess að tryggja þann sveigj­an­leika sem þarf til að félagið geti brugð­ist hratt við um leið og mark­aðir opn­ast á ný,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Þá kemur fram að félagið hafi á und­an­förnum vikum leitað allra leiða til að draga úr útstreymi fjár­magns, svo sem með því að end­ur­semja við birgja og fjár­mögn­un­ar­að­ila. Stærsti kostn­að­ar­liður félags­ins sé eftir sem áður launa­kostn­aður og sé því nauð­syn­legt að grípa til aðgerða til að draga úr þeim kostn­aði.

For­stjór­inn segir þetta vera erf­iðar en nauð­syn­legar aðgerðir

Til við­bótar við þessar aðgerðir hafa breyt­ingar verið gerðar á skipu­lagi félags­ins, að því er fram kemur í til­kynn­ing­unni. Starf­sem­inni verður fram­vegis skipt í sjö svið í stað átta áður. Þau eru: Sölu- og þjón­ustu­svið, frakt­flutn­inga­svið (Icelandair Car­go), flug­véla­leiga og ráð­gjöf (Loft­leiðir Iceland­ic), flug­rekstr­ar­svið, fjár­mála­svið, mannauðs­svið og nýtt svið, við­skipta- og staf­ræn þró­un. Tómas Inga­son, sem starfað hefur sem fram­kvæmda­stjóri staf­rænnar þró­unar og upp­lýs­inga­tækni verður fram­kvæmda­stjóri nýs sviðs. Ívar S. Krist­ins­son, sem starfað hefur sem fram­kvæmda­stjóri flug­flota og leiða­kerf­is, verður ekki hluti af fram­kvæmda­stjórn en mun áfram stýra flota­málum félags­ins. Í kjöl­far þess­ara breyt­inga verða átta í fram­kvæmda­stjórn að með­töldum for­stjóra í stað níu áður.

Einnig hafa tals­verðar skipu­lags­breyt­ingar verið gerðar innan sviða og deilda fyr­ir­tæk­is­ins og við það fækkar stjórn­endum í efstu lögum um 19, sam­kvæmt félag­inu.

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, segir í til­kynn­ing­unni þetta vera mjög erf­iðar aðgerðir en því miður nauð­syn­leg­ar. „Það er gríð­ar­leg óvissa framundan og við þurfum að und­ir­búa okkur undir tak­mark­aða starf­semi hjá félag­inu um óákveð­inn tíma. Við von­umst til að aðstæður í heim­inum fari að batna sem fyrst og að við getum boðið sem stærstum hluta starfs­manna sem um ræðir vinnu aft­ur. Mark­miðið með þessum aðgerðum er jafn­framt að tryggja grunn­starf­semi félags­ins og halda nauð­syn­legum sveigj­an­leika til að geta brugð­ist hratt við þegar eft­ir­spurn tekur við sér á ný,“ segir hann. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent