Tekjur RÚV af kostuðu efni voru 864 milljónir króna á fimm árum

Kostun á fræðsluþætti um fjármál sem Rúv Núll framleiddi er til skoðunar hjá fjölmiðlanefnd. Tekjur fyrirtækisins af kostuðu efni, sem er mest íþróttaefni, stórviðburðir og leikið íslenskt efni, drógust umtalsvert saman í fyrra.

Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og svaraði fyrirspurninni þar sem upplýsingar um umfang kostunar hjá RÚV kom fram.
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og svaraði fyrirspurninni þar sem upplýsingar um umfang kostunar hjá RÚV kom fram.
Auglýsing

Tekjur RÚV vegna efnis sem er kostað voru 864 millj­ónir króna á fimm ára tíma­bili, frá byrjun árs 2015 og út síð­ast árs. Mestar voru þær árið 2015, alls 210 millj­ónir króna, en minnstar í fyrra, alls 121 millj­ónir króna. Á milli áranna 2018 og 2019 dróg­ust tekjur vegna kost­unar saman um 54 millj­ónir króna, eða um rúm­lega 30 pró­sent. Lang­mestur hluti þess efnis sem er kostað er íþrótta­efni, svo­kall­aðir stór­við­burðir og leikið íslenskt efn­i. 

Þetta kemur fram í svari Lilju D. Alfreðs­dóttur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Kol­beins Ótt­ars­sonar Proppé, þing­manns Vinstri grænna, sem birt var á vef Alþingis í gær.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá RÚV er ekki flokkað í bók­haldi þess hvort það eru fyr­ir­tæki, sam­tök eða ein­stak­lingar sem kosta efni og af þeim sökum ekki hægt að verða við ósk Kol­beins um þannig sund­ur­liðun í svar­inu.

RÚV hagn­að­ist um 6,6 millj­­ónir króna á árinu 2019. Tekjur fyr­ir­tæk­is­ins voru 6,9 millj­­arðar króna. Þar af komu 4,7 millj­­arðar króna úr rík­­is­­sjóði í formi þjón­ustu­tekna af útvarps­­gjaldi, en 2,2 millj­­arðar króna voru tekjur úr sam­keppn­is­­rekstri.

Auglýsing
Kostn­aður við rekstur sam­keppn­is­hluta, sem er að upp­i­­­stöðu aug­lýs­inga­­sölu­­deild, var 248 millj­­ónir króna í fyrra og stóð í stað milli ára.

Tekjur RÚV af aug­lýs­ingum og kostun voru sam­tals 1.837 millj­­ónir króna í fyrra og lækk­­uðu um 199 millj­­ónir milli ára, eða um tíu pró­­sent. Aðrar tekjur af sam­keppn­is­­rekstri, sem felur meðal ann­­ars í sér útleigu á mynd­veri RÚV, juk­ust hins vegar í fyrra úr 315 millj­­ónum króna í 366 millj­­ónir króna, eða um 51 milljón króna. 

Sam­tök borg­uðu 1,4 millj­ónir fyrir fræðslu­þætti um fjár­mál

Kol­beinn spurði einnig hvort að fjár­mögnun Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja og Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða á fræðslu­þætti um fjár­mál fyrir ungt fólk á RÚV, sem báru nafnið Klink og voru í umsjón Júlí Heið­ars Hall­dórs­sonar og Þór­dísar Birnu Borg­ars­dótt­ur, sam­ræmd­ist reglum um birt­ingu við­skipta­boða og kost­unar dag­skrár­efn­is. Fjár­mála­vit, fræðslu­vett­vangur á vegum sam­tak­anna, greiddi laun þátta­stjórn­end­anna tveggja og ekki var upp­lýst um að sumir við­mæl­endur þátt­anna væru starfs­menn banka­stofn­an­anna. Verk­efnið var á vegum RÚV Núll og sam­starfið komst á eftir að verk­efna­stjóri RÚV Núll leit­aði eftir að koma því á.

Í svari Lilju kemur fram að sam­tökin hafi styrkt þátta­gerð­ina um 1,4 millj­ónir króna. Þar segir einnig að umrætt dag­skrár­efni sé til athug­unar hjá fjöl­miðla­nefnd. „Ráðu­neytið telur ekki ástæðu til að taka afstöðu til þessa máls á meðan það er til umfjöll­unar hjá fjöl­miðla­nefnd.“

Sund­ur­liðun á kost­uðu efni

Í árlegum árs­skýrslum RÚV er kostun flokkuð eftir dag­skrár­liðum en ekki eftir fram­leiðslu eða þátt­um. Hér að neðan er hægt að sjá þá dag­skrár­liði sem voru kost­aðir á árunum 2016 til 2019. Ekki er til slíkt yfir­lit fyrir árið 2015.

Eft­ir­taldir dag­skrár­liðir voru kost­aðir á árinu 2019 (121 milljón króna):

Bik­ar­keppni í hand­bolta, Bik­ar­keppni í körfu­bolta, Bik­ar­keppni í blaki, Brot, EM í frjálsum íþrótt­um, und­ankeppni EM í knatt­spyrnu, EM í sundi, Eurovision og Söngvakeppn­in, Hesta­í­þrótt­ir, HM í frjálsum íþrótt­um, HM í hand­bolta, HM félags­liða, HM og heims­bik­ar­mót í skíða­í­þrótt­um, HM kvenna í fót­bolta, Íslands­mótið í fim­leik­um, Íslands­mótið í keilu, Íslands­mótið í golfi, Lands­leikir í fót­bolta, Lands­leikir í hand­bolta, Lands­leikir í körfu­bolta, Meist­ara­dagar í íþrótt­um, Menn­ing­arnótt, Mót­or­sport, Ófærð, Reykja­vík­ur­leik­arn­ir, Reykja­vík Cross­fit mót­ið, Reykja­vík­ur­mara­þon, Skóla­hreysti.

Eft­ir­taldir dag­skrár­liðir voru kost­aðir á árinu 2018(175 millj­ónir króna): 

Bik­ar­keppni í hand­bolta, Bik­ar­keppni í körfu­bolta, Bik­ar­keppni í blaki, EM í frjálsum íþrótt­um, HM í knatt­spyrnu, EM í sundi, Eurovision og Söngvakeppnin og tengd dag­skrá, Hesta­í­þrótt­ir, HM í frjálsum íþrótt­um, EM í hand­bolta, HM félags­liða, HM og heims­bik­ar­mót í skíða­í­þrótt­um, Íslands­mótið í fim­leik­um, Íslands­mótið í keilu, Íslands­mótið í golfi og golf­móta­röð­in, Lands­leikir í fót­bolta, Lands­leikir í hand­bolta, Lands­leikir í körfu­bolta, Meist­ara­dagar í íþrótt­um, Menn­ing­arnótt, Mót­or­sport, Ófærð, Reykja­vík­ur­leik­arn­ir, Reykja­vík­ur­mara­þon, Skóla­hreysti og Vetr­ar­ólymp­íu­leik­ar.

Eft­ir­taldir dag­skrár­liðir voru kost­aðir á árinu 2017 (165 millj­ónir króna): 

Alla leið, Álfu­keppnin í fót­bolta, Bik­ar­keppni í hand­bolta, Bik­ar­keppni í körfu­bolta, Bik­ar­keppni í blaki, EM í frjálsum íþrótt­um, EM kvenna í fót­bolta, HM í sundi, Eurovision, Fang­ar, Hesta­í­þrótt­ir, HM í frjálsum íþrótt­um, HM í hand­bolta, HM félags­liða, HM og heims­bik­ar­mót í skíða­í­þrótt­um, Íslands­mótið í fim­leik­um, Íslands­mótið í keilu, Íslands­mótið í golfi og golf­móta­röð­in, Íslands­mótið í hand­bolta, Íþrótta­maður árs­ins, Lands­leikir í fót­bolta, Lands­leikir í hand­bolta, Lands­leikir í körfu­bolta, Meist­ara­dagar í íþrótt­um, Menn­ing­arnótt, Mót­or­sport, Reykja­vík­ur­leik­arn­ir, Reykja­vík­ur­mara­þon, Skóla­hreysti, Söfn­unar­út­send­ing og Söngvakeppn­in.

Eft­ir­taldir dag­skrár­liðir voru kost­aðir á árinu 2016 (193 millj­ónir króna): 

Akur­eyr­ar­vaka, Alla leið, Bik­ar­keppni í hand­bolta, Bik­ar­keppni í körfu­bolta, Bik­ar­keppni í blaki, EM í frjálsum íþrótt­um, EM í sundi, Eurovision, Fang­ar, Gettu betur , Hesta­í­þrótt­ir, HM í frjálsum íþrótt­um, HM í hand­bolta, HM og heims­bik­ar­mót í skíða­í­þrótt­um, Hrað­frétt­ir*, Íslands­mótið í fim­leik­um, Íslands­mótið í bad­mint­on, Íslands­mótið í golfi og golf­móta­röð­in, Íslands­mótið í hand­bolta, Íþrótta­afrek Íslend­inga, Íþrótta­maður árs­ins, Lands­leikir í fót­bolta, Lands­leikir í hand­bolta, Lands­leikir í körfu­bolta, Ligeglad, Menn­ing­arnótt, Ófærð, Ólymp­íu­leik­arnir og Ólymp­íu­mót fatl­aðra, Popp- og rokksaga Íslands*, Reykja­vík­ur­leik­arn­ir, Reykja­vík­ur­mara­þon, Sjón­varpið í 50 ár, Skíða­mót Íslands, Skóla­hreysti, Söngvakeppn­in, Söngvakeppnin í 30 ár*, Útsvar*, Vikan með Gísla Mart­ein­i*.

* Kostun á stjörnu­merktum dag­skrár­liðum hefur verið aflögð í sam­ræmi við nýjar aug­lýs­inga­reglur RÚV.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Ekki að leggja til 30 kílómetra hraða alls staðar
Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka leggur til að hámarkshraði í þéttbýli verði alla jafna 30 kílómetrar á klukkustund, nema gild rök séu fyrir hærri hraða. Með frumvarpi um þetta vill þingmaðurinn fara að fordæmi Hollendinga og Spánverja.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Lady Brewery hreyfingin býður fólki í leyniklúbb
Farandsbrugghúsið Lady Brewery ætlar að koma upp tilraunaeldhúsi þar sem íslensk náttúra í bjórgerð verður rannsökuð. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Helga Vala Helgadóttir leiddi lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir síðustu kosningar.
Samfylkingin fer „sænsku leiðina“ í Reykjavík og heldur ekki prófkjör
Það verður ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd hefur verið falið að stilla upp listum og leita eftir tilnefningum frá flokksfélögum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dæmi um fyrirsagnir frétta dagblaðanna á árunum 1985 og 1986.
Neituðu að kryfja lík alnæmissjúklinga
Í bók Gunnhildar Örnu Gunnarsdóttur, Berskjaldaður, er að finna frásögn hjúkrunarfræðings af hræðslunni og fordómunum innan sem utan Borgarspítalans á níunda og tíunda áratugnum, þegar HIV-faraldurinn braust út.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent