Tekjur RÚV af kostuðu efni voru 864 milljónir króna á fimm árum

Kostun á fræðsluþætti um fjármál sem Rúv Núll framleiddi er til skoðunar hjá fjölmiðlanefnd. Tekjur fyrirtækisins af kostuðu efni, sem er mest íþróttaefni, stórviðburðir og leikið íslenskt efni, drógust umtalsvert saman í fyrra.

Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og svaraði fyrirspurninni þar sem upplýsingar um umfang kostunar hjá RÚV kom fram.
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og svaraði fyrirspurninni þar sem upplýsingar um umfang kostunar hjá RÚV kom fram.
Auglýsing

Tekjur RÚV vegna efnis sem er kostað voru 864 millj­ónir króna á fimm ára tíma­bili, frá byrjun árs 2015 og út síð­ast árs. Mestar voru þær árið 2015, alls 210 millj­ónir króna, en minnstar í fyrra, alls 121 millj­ónir króna. Á milli áranna 2018 og 2019 dróg­ust tekjur vegna kost­unar saman um 54 millj­ónir króna, eða um rúm­lega 30 pró­sent. Lang­mestur hluti þess efnis sem er kostað er íþrótta­efni, svo­kall­aðir stór­við­burðir og leikið íslenskt efn­i. 

Þetta kemur fram í svari Lilju D. Alfreðs­dóttur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Kol­beins Ótt­ars­sonar Proppé, þing­manns Vinstri grænna, sem birt var á vef Alþingis í gær.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá RÚV er ekki flokkað í bók­haldi þess hvort það eru fyr­ir­tæki, sam­tök eða ein­stak­lingar sem kosta efni og af þeim sökum ekki hægt að verða við ósk Kol­beins um þannig sund­ur­liðun í svar­inu.

RÚV hagn­að­ist um 6,6 millj­­ónir króna á árinu 2019. Tekjur fyr­ir­tæk­is­ins voru 6,9 millj­­arðar króna. Þar af komu 4,7 millj­­arðar króna úr rík­­is­­sjóði í formi þjón­ustu­tekna af útvarps­­gjaldi, en 2,2 millj­­arðar króna voru tekjur úr sam­keppn­is­­rekstri.

Auglýsing
Kostn­aður við rekstur sam­keppn­is­hluta, sem er að upp­i­­­stöðu aug­lýs­inga­­sölu­­deild, var 248 millj­­ónir króna í fyrra og stóð í stað milli ára.

Tekjur RÚV af aug­lýs­ingum og kostun voru sam­tals 1.837 millj­­ónir króna í fyrra og lækk­­uðu um 199 millj­­ónir milli ára, eða um tíu pró­­sent. Aðrar tekjur af sam­keppn­is­­rekstri, sem felur meðal ann­­ars í sér útleigu á mynd­veri RÚV, juk­ust hins vegar í fyrra úr 315 millj­­ónum króna í 366 millj­­ónir króna, eða um 51 milljón króna. 

Sam­tök borg­uðu 1,4 millj­ónir fyrir fræðslu­þætti um fjár­mál

Kol­beinn spurði einnig hvort að fjár­mögnun Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja og Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða á fræðslu­þætti um fjár­mál fyrir ungt fólk á RÚV, sem báru nafnið Klink og voru í umsjón Júlí Heið­ars Hall­dórs­sonar og Þór­dísar Birnu Borg­ars­dótt­ur, sam­ræmd­ist reglum um birt­ingu við­skipta­boða og kost­unar dag­skrár­efn­is. Fjár­mála­vit, fræðslu­vett­vangur á vegum sam­tak­anna, greiddi laun þátta­stjórn­end­anna tveggja og ekki var upp­lýst um að sumir við­mæl­endur þátt­anna væru starfs­menn banka­stofn­an­anna. Verk­efnið var á vegum RÚV Núll og sam­starfið komst á eftir að verk­efna­stjóri RÚV Núll leit­aði eftir að koma því á.

Í svari Lilju kemur fram að sam­tökin hafi styrkt þátta­gerð­ina um 1,4 millj­ónir króna. Þar segir einnig að umrætt dag­skrár­efni sé til athug­unar hjá fjöl­miðla­nefnd. „Ráðu­neytið telur ekki ástæðu til að taka afstöðu til þessa máls á meðan það er til umfjöll­unar hjá fjöl­miðla­nefnd.“

Sund­ur­liðun á kost­uðu efni

Í árlegum árs­skýrslum RÚV er kostun flokkuð eftir dag­skrár­liðum en ekki eftir fram­leiðslu eða þátt­um. Hér að neðan er hægt að sjá þá dag­skrár­liði sem voru kost­aðir á árunum 2016 til 2019. Ekki er til slíkt yfir­lit fyrir árið 2015.

Eft­ir­taldir dag­skrár­liðir voru kost­aðir á árinu 2019 (121 milljón króna):

Bik­ar­keppni í hand­bolta, Bik­ar­keppni í körfu­bolta, Bik­ar­keppni í blaki, Brot, EM í frjálsum íþrótt­um, und­ankeppni EM í knatt­spyrnu, EM í sundi, Eurovision og Söngvakeppn­in, Hesta­í­þrótt­ir, HM í frjálsum íþrótt­um, HM í hand­bolta, HM félags­liða, HM og heims­bik­ar­mót í skíða­í­þrótt­um, HM kvenna í fót­bolta, Íslands­mótið í fim­leik­um, Íslands­mótið í keilu, Íslands­mótið í golfi, Lands­leikir í fót­bolta, Lands­leikir í hand­bolta, Lands­leikir í körfu­bolta, Meist­ara­dagar í íþrótt­um, Menn­ing­arnótt, Mót­or­sport, Ófærð, Reykja­vík­ur­leik­arn­ir, Reykja­vík Cross­fit mót­ið, Reykja­vík­ur­mara­þon, Skóla­hreysti.

Eft­ir­taldir dag­skrár­liðir voru kost­aðir á árinu 2018(175 millj­ónir króna): 

Bik­ar­keppni í hand­bolta, Bik­ar­keppni í körfu­bolta, Bik­ar­keppni í blaki, EM í frjálsum íþrótt­um, HM í knatt­spyrnu, EM í sundi, Eurovision og Söngvakeppnin og tengd dag­skrá, Hesta­í­þrótt­ir, HM í frjálsum íþrótt­um, EM í hand­bolta, HM félags­liða, HM og heims­bik­ar­mót í skíða­í­þrótt­um, Íslands­mótið í fim­leik­um, Íslands­mótið í keilu, Íslands­mótið í golfi og golf­móta­röð­in, Lands­leikir í fót­bolta, Lands­leikir í hand­bolta, Lands­leikir í körfu­bolta, Meist­ara­dagar í íþrótt­um, Menn­ing­arnótt, Mót­or­sport, Ófærð, Reykja­vík­ur­leik­arn­ir, Reykja­vík­ur­mara­þon, Skóla­hreysti og Vetr­ar­ólymp­íu­leik­ar.

Eft­ir­taldir dag­skrár­liðir voru kost­aðir á árinu 2017 (165 millj­ónir króna): 

Alla leið, Álfu­keppnin í fót­bolta, Bik­ar­keppni í hand­bolta, Bik­ar­keppni í körfu­bolta, Bik­ar­keppni í blaki, EM í frjálsum íþrótt­um, EM kvenna í fót­bolta, HM í sundi, Eurovision, Fang­ar, Hesta­í­þrótt­ir, HM í frjálsum íþrótt­um, HM í hand­bolta, HM félags­liða, HM og heims­bik­ar­mót í skíða­í­þrótt­um, Íslands­mótið í fim­leik­um, Íslands­mótið í keilu, Íslands­mótið í golfi og golf­móta­röð­in, Íslands­mótið í hand­bolta, Íþrótta­maður árs­ins, Lands­leikir í fót­bolta, Lands­leikir í hand­bolta, Lands­leikir í körfu­bolta, Meist­ara­dagar í íþrótt­um, Menn­ing­arnótt, Mót­or­sport, Reykja­vík­ur­leik­arn­ir, Reykja­vík­ur­mara­þon, Skóla­hreysti, Söfn­unar­út­send­ing og Söngvakeppn­in.

Eft­ir­taldir dag­skrár­liðir voru kost­aðir á árinu 2016 (193 millj­ónir króna): 

Akur­eyr­ar­vaka, Alla leið, Bik­ar­keppni í hand­bolta, Bik­ar­keppni í körfu­bolta, Bik­ar­keppni í blaki, EM í frjálsum íþrótt­um, EM í sundi, Eurovision, Fang­ar, Gettu betur , Hesta­í­þrótt­ir, HM í frjálsum íþrótt­um, HM í hand­bolta, HM og heims­bik­ar­mót í skíða­í­þrótt­um, Hrað­frétt­ir*, Íslands­mótið í fim­leik­um, Íslands­mótið í bad­mint­on, Íslands­mótið í golfi og golf­móta­röð­in, Íslands­mótið í hand­bolta, Íþrótta­afrek Íslend­inga, Íþrótta­maður árs­ins, Lands­leikir í fót­bolta, Lands­leikir í hand­bolta, Lands­leikir í körfu­bolta, Ligeglad, Menn­ing­arnótt, Ófærð, Ólymp­íu­leik­arnir og Ólymp­íu­mót fatl­aðra, Popp- og rokksaga Íslands*, Reykja­vík­ur­leik­arn­ir, Reykja­vík­ur­mara­þon, Sjón­varpið í 50 ár, Skíða­mót Íslands, Skóla­hreysti, Söngvakeppn­in, Söngvakeppnin í 30 ár*, Útsvar*, Vikan með Gísla Mart­ein­i*.

* Kostun á stjörnu­merktum dag­skrár­liðum hefur verið aflögð í sam­ræmi við nýjar aug­lýs­inga­reglur RÚV.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent