Repúblikanar hafa vaxandi áhyggjur af framgöngu Trumps

Vaxandi áhyggjur eru innan raða Repúblikanaflokksins af því að framganga Trumps, meðal annars á blaðamannafundum vegna heimsfaraldursins, gæti orðið til þess flokkurinn missi meirihluta sinn í öldungadeild þingsins í haust.

Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi í Hvíta húsinu.
Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi í Hvíta húsinu.
Auglýsing

Nýlegar skoð­ana­kann­anir í Banda­ríkj­unum hafa valdið áhyggjum í röðum repúblikana, sem ótt­ast að fram­ganga Don­alds Trump for­seta, meðal ann­ars á dag­legum blaða­manna­fundum vegna útbreiðslu kór­ónu­veirunn­ar, sé farin að hafa slík áhrif að hætta sé á að flokk­ur­inn tapi ekki ein­ungis for­seta­emb­ætt­inu til Demókra­ta­flokks­ins í haust, heldur líka öld­unga­deild þings­ins.

Fjallað var um þetta á vef New York Times um helg­ina, en þar sagði líka að hörmu­legar efna­hags­horfur í Banda­ríkj­un­um, þar sem 26 millj­ónir manna hafa sótt um atvinnu­leys­is­bætur síð­asta rúman mán­uð­inn, væru að kippa stoð­unum undan vonum Trumps um end­ur­kjör.

Haft er eftir Glen Bol­ger, sem hefur lengi verið Repúblikana­flokknum til ráð­gjafar í kosn­inga­bar­átt­um, að áætl­anir um að heyja kosn­inga­bar­átt­una í haust á grund­velli góðrar stöðu í efna­hags­málum væru nú alfarið úr sög­unni.

Auglýsing

For­set­inn hefur farið mik­inn á Twitter und­an­farna daga, eins og svo oft áður. Hann hefur sér­stak­lega látið til skarar skríða gegn fjöl­miðla­fólki, sem hann segir að sé ósann­gjarnt og flytji af honum ósannar sög­ur. Hann hefur líka mært sjálfan sig og frammi­stöðu sína í for­seta­emb­ætt­inu und­an­farnar vik­ur, miss­eri og ár.

Á sunnu­dag sagð­ist hann senni­lega hafa gert meira á þremur og hálfu ári í emb­ætti en nokkur annar for­seti, í tístum sem virt­ust vera beint svar við grein sem New York Times birti síð­asta fimmtu­dag. Fyr­ir­sögn grein­ar­innar var „Aleinn heima í Hvíta hús­inu: Svekktur for­seti með stöðugan félags­skap af sjón­varp­inu“ og þar var vitnað til aðstoð­ar­manna for­set­ans sem lýstu því hvernig dagar hans byrj­uðu með sjón­varps­glápi eldsnemma á morgn­ana og end­uðu með því líka.

For­set­anum var lýst sem döprum, í ein­angrun sinni heima við, nú þegar golf­spil og fjölda­fundir með stuðn­ings­mönnum eru ekki á döf­inni vegna anna og sótt­varna­ráð­staf­ana.

Sagt var frá því að for­set­inn hefði sívax­andi áhyggjur af því hvernig fjöl­miðlar fjöll­uðu um hann, nú væri staðan jafn­vel orðin sú að á frétta­stöð­inni Fox væru þátta­stjórn­end­ur, að hans mati, byrj­aðir að fjalla um hann á óvin­veittan hátt. 

Var ánægður með blaða­manna­fund­ina 

En það var þó ljós í myrkrinu, sam­kvæmt aðstoð­ar­fólki for­set­ans, nefni­lega blaða­manna­fundir Hvíta húss­ins um veiru­far­ald­ur­inn, sem Trump hefur notað til þess að ávarpa banda­rísku þjóð­ina und­an­farnar vik­ur.

Þar fannst for­set­anum hann skína skært og blaða­manna­fund­anna hlakk­aði hann til, sam­kvæmt því sem haft er eftir aðstoð­ar­mönnum hans í grein Times. Hann hefur sjálfur hreykt sér af því að blaða­manna­fund­irnir fái gríð­ar­mikið áhorf, en eftir harða gagn­rýni og háðs­glósur sem hann fékk fyrir ummæli sín á einum slíkum á fimmtu­dag gaf hann það út að blaða­manna­fund­irnir væru ekki verð­ugir þess að hann eyddi tíma sínum í þá.

Á fimmtu­dag velti hann því upp, eins og frægt varð, að læknar ættu að skoða hvort mögu­lega væri hægt að nota sótt­hreinsi­efni eða útfjólu­bláa geisla til þess að vinna bug á veirunni. Hann veitti aðeins stutt ávarp og svar­aði engum spurn­ingum fjöl­miðla­fólks á föstu­dag og kom svo ekki fram á blaða­manna­fundum á hvorki laug­ar­dag né sunnu­dag.

Á sunnu­dag lét hann þó mikið fyrir sér fara á Twitter og vakti það athygli að hann virt­ist meðal ann­ars rugla Pulitz­er-verð­laun­un­um, sem veitt eru fyrir blaða­mennsku vest­an­hafs, við Nóbels­verð­laun­in, í röð tísta þar sem hann sagði meðal ann­ars rétt­ast að lög­sækja fjöl­miðla fyrir svik og fals­frétt­ir. Tíst­unum eyddi hann síðar og sagði svo að um „kald­hæðni“ hefði verið að ræða af hans hálfu.

Trump sagði, í tísti í gær­morg­un, að aldrei í sög­unni hefðu fjöl­miðlar verið mein­yrt­ari né fjand­sam­legri og end­ur­tók enn á ný að „fals­frétt­ir“ væru „óvinur fólks­ins!“

Trump var svo á ný mættur á blaða­manna­fund í gær­kvöldi, sem skipu­lagður var með skömmum fyr­ir­vara. Ef­laust varð það ein­hverjum repúblikan­anum til mæðu að sjá Trump snúa aftur í sviðs­ljósið, en í grein New York Times er haft eftir ónefndum öld­unga­deild­ar­þing­manni flokks­ins að dag­legar fram­komur Trumps á fund­unum væru orðnar svo pín­legar að hann gæti ekki horft á þær leng­ur.

Þá var haft eftir nokkrum nafn­greindum kjörnum full­trúum flokks­ins að for­set­inn gæti vandað skila­boð sín til þjóð­ar­innar betur og haft þau ögn hnit­mið­aðri. Ýmsir hafa mælst til þess að Trump tak­marki óbeisluð ræðu­höld sín á fund­un­um. 

Ari Fleischer, sem var fjöl­miðla­full­trúi Hvíta húss­ins þegar George W. Bush fór þar með lykla­völd­in, segir að það að vera í pontu í meira en þrjá­tíu mín­útur sé eins og að vera á barnum eftir klukkan tvö á nótt­unni.

„Allt það góða er senni­lega búið að ger­ast nú þegar og það eina sem á eftir að ske verður slæmt. Svo drífðu þig af barnum – eða af svið­inu eftir um 30 mín­út­ur,“ ráð­lagði hann Trump í sam­tali við New York Times í gær.

Þurfi að snú­ast meira um Biden en Trump

Skoð­ana­kann­anir sýna að stuðn­ingur við for­set­ann fer minnk­andi meðal almenn­ings og að demókrat­inn Joe Biden myndi hafa betur í nær öllum þeim ríkjum þar sem telj­andi sam­keppni verður um kjör­menn­ina í haust.

Nýlegar kann­anir sýna einnig að öld­unga­deild­ar­þing­menn Repúblikana­flokks­ins í Arizona, Colora­do, Norð­ur­-Kar­ólínu og Maine eiga á hættu á að missa sæti sitt. Það myndi, að öðru óbreyttu, þýða að flokk­ur­inn missti meiri­hluta sinn í öld­unga­deild­inn­i. 

Sumir repúblikanar telja að til þess að flokk­ur­inn eigi að eiga mögu­leika á að ná vopnum sínum þurfi Trump að stíga úr sviðs­ljós­inu og láta bar­átt­una snú­ast meira um að finna högg­stað á Joe Biden, sem hefur látið til­tölu­lega lítið fyrir sér fara síðan að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn braust út.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent