Repúblikanar hafa vaxandi áhyggjur af framgöngu Trumps

Vaxandi áhyggjur eru innan raða Repúblikanaflokksins af því að framganga Trumps, meðal annars á blaðamannafundum vegna heimsfaraldursins, gæti orðið til þess flokkurinn missi meirihluta sinn í öldungadeild þingsins í haust.

Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi í Hvíta húsinu.
Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi í Hvíta húsinu.
Auglýsing

Nýlegar skoð­ana­kann­anir í Banda­ríkj­unum hafa valdið áhyggjum í röðum repúblikana, sem ótt­ast að fram­ganga Don­alds Trump for­seta, meðal ann­ars á dag­legum blaða­manna­fundum vegna útbreiðslu kór­ónu­veirunn­ar, sé farin að hafa slík áhrif að hætta sé á að flokk­ur­inn tapi ekki ein­ungis for­seta­emb­ætt­inu til Demókra­ta­flokks­ins í haust, heldur líka öld­unga­deild þings­ins.

Fjallað var um þetta á vef New York Times um helg­ina, en þar sagði líka að hörmu­legar efna­hags­horfur í Banda­ríkj­un­um, þar sem 26 millj­ónir manna hafa sótt um atvinnu­leys­is­bætur síð­asta rúman mán­uð­inn, væru að kippa stoð­unum undan vonum Trumps um end­ur­kjör.

Haft er eftir Glen Bol­ger, sem hefur lengi verið Repúblikana­flokknum til ráð­gjafar í kosn­inga­bar­átt­um, að áætl­anir um að heyja kosn­inga­bar­átt­una í haust á grund­velli góðrar stöðu í efna­hags­málum væru nú alfarið úr sög­unni.

Auglýsing

For­set­inn hefur farið mik­inn á Twitter und­an­farna daga, eins og svo oft áður. Hann hefur sér­stak­lega látið til skarar skríða gegn fjöl­miðla­fólki, sem hann segir að sé ósann­gjarnt og flytji af honum ósannar sög­ur. Hann hefur líka mært sjálfan sig og frammi­stöðu sína í for­seta­emb­ætt­inu und­an­farnar vik­ur, miss­eri og ár.

Á sunnu­dag sagð­ist hann senni­lega hafa gert meira á þremur og hálfu ári í emb­ætti en nokkur annar for­seti, í tístum sem virt­ust vera beint svar við grein sem New York Times birti síð­asta fimmtu­dag. Fyr­ir­sögn grein­ar­innar var „Aleinn heima í Hvíta hús­inu: Svekktur for­seti með stöðugan félags­skap af sjón­varp­inu“ og þar var vitnað til aðstoð­ar­manna for­set­ans sem lýstu því hvernig dagar hans byrj­uðu með sjón­varps­glápi eldsnemma á morgn­ana og end­uðu með því líka.

For­set­anum var lýst sem döprum, í ein­angrun sinni heima við, nú þegar golf­spil og fjölda­fundir með stuðn­ings­mönnum eru ekki á döf­inni vegna anna og sótt­varna­ráð­staf­ana.

Sagt var frá því að for­set­inn hefði sívax­andi áhyggjur af því hvernig fjöl­miðlar fjöll­uðu um hann, nú væri staðan jafn­vel orðin sú að á frétta­stöð­inni Fox væru þátta­stjórn­end­ur, að hans mati, byrj­aðir að fjalla um hann á óvin­veittan hátt. 

Var ánægður með blaða­manna­fund­ina 

En það var þó ljós í myrkrinu, sam­kvæmt aðstoð­ar­fólki for­set­ans, nefni­lega blaða­manna­fundir Hvíta húss­ins um veiru­far­ald­ur­inn, sem Trump hefur notað til þess að ávarpa banda­rísku þjóð­ina und­an­farnar vik­ur.

Þar fannst for­set­anum hann skína skært og blaða­manna­fund­anna hlakk­aði hann til, sam­kvæmt því sem haft er eftir aðstoð­ar­mönnum hans í grein Times. Hann hefur sjálfur hreykt sér af því að blaða­manna­fund­irnir fái gríð­ar­mikið áhorf, en eftir harða gagn­rýni og háðs­glósur sem hann fékk fyrir ummæli sín á einum slíkum á fimmtu­dag gaf hann það út að blaða­manna­fund­irnir væru ekki verð­ugir þess að hann eyddi tíma sínum í þá.

Á fimmtu­dag velti hann því upp, eins og frægt varð, að læknar ættu að skoða hvort mögu­lega væri hægt að nota sótt­hreinsi­efni eða útfjólu­bláa geisla til þess að vinna bug á veirunni. Hann veitti aðeins stutt ávarp og svar­aði engum spurn­ingum fjöl­miðla­fólks á föstu­dag og kom svo ekki fram á blaða­manna­fundum á hvorki laug­ar­dag né sunnu­dag.

Á sunnu­dag lét hann þó mikið fyrir sér fara á Twitter og vakti það athygli að hann virt­ist meðal ann­ars rugla Pulitz­er-verð­laun­un­um, sem veitt eru fyrir blaða­mennsku vest­an­hafs, við Nóbels­verð­laun­in, í röð tísta þar sem hann sagði meðal ann­ars rétt­ast að lög­sækja fjöl­miðla fyrir svik og fals­frétt­ir. Tíst­unum eyddi hann síðar og sagði svo að um „kald­hæðni“ hefði verið að ræða af hans hálfu.

Trump sagði, í tísti í gær­morg­un, að aldrei í sög­unni hefðu fjöl­miðlar verið mein­yrt­ari né fjand­sam­legri og end­ur­tók enn á ný að „fals­frétt­ir“ væru „óvinur fólks­ins!“

Trump var svo á ný mættur á blaða­manna­fund í gær­kvöldi, sem skipu­lagður var með skömmum fyr­ir­vara. Ef­laust varð það ein­hverjum repúblikan­anum til mæðu að sjá Trump snúa aftur í sviðs­ljósið, en í grein New York Times er haft eftir ónefndum öld­unga­deild­ar­þing­manni flokks­ins að dag­legar fram­komur Trumps á fund­unum væru orðnar svo pín­legar að hann gæti ekki horft á þær leng­ur.

Þá var haft eftir nokkrum nafn­greindum kjörnum full­trúum flokks­ins að for­set­inn gæti vandað skila­boð sín til þjóð­ar­innar betur og haft þau ögn hnit­mið­aðri. Ýmsir hafa mælst til þess að Trump tak­marki óbeisluð ræðu­höld sín á fund­un­um. 

Ari Fleischer, sem var fjöl­miðla­full­trúi Hvíta húss­ins þegar George W. Bush fór þar með lykla­völd­in, segir að það að vera í pontu í meira en þrjá­tíu mín­útur sé eins og að vera á barnum eftir klukkan tvö á nótt­unni.

„Allt það góða er senni­lega búið að ger­ast nú þegar og það eina sem á eftir að ske verður slæmt. Svo drífðu þig af barnum – eða af svið­inu eftir um 30 mín­út­ur,“ ráð­lagði hann Trump í sam­tali við New York Times í gær.

Þurfi að snú­ast meira um Biden en Trump

Skoð­ana­kann­anir sýna að stuðn­ingur við for­set­ann fer minnk­andi meðal almenn­ings og að demókrat­inn Joe Biden myndi hafa betur í nær öllum þeim ríkjum þar sem telj­andi sam­keppni verður um kjör­menn­ina í haust.

Nýlegar kann­anir sýna einnig að öld­unga­deild­ar­þing­menn Repúblikana­flokks­ins í Arizona, Colora­do, Norð­ur­-Kar­ólínu og Maine eiga á hættu á að missa sæti sitt. Það myndi, að öðru óbreyttu, þýða að flokk­ur­inn missti meiri­hluta sinn í öld­unga­deild­inn­i. 

Sumir repúblikanar telja að til þess að flokk­ur­inn eigi að eiga mögu­leika á að ná vopnum sínum þurfi Trump að stíga úr sviðs­ljós­inu og láta bar­átt­una snú­ast meira um að finna högg­stað á Joe Biden, sem hefur látið til­tölu­lega lítið fyrir sér fara síðan að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn braust út.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
Kjarninn 17. apríl 2021
Í bréfinu voru skipulagsbreytingar Þjóðskrár sagðar vanhugsaðar og gerðar í litlu samráði við starfsmenn.
Kraumandi óánægja hjá Þjóðskrá – starfsmenn kvörtuðu til ráðherra
Hluti starfsmanna Þjóðskrár sendi á dögunum bréf á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þar sem miklar aðfinnslur voru gerðar við skipulagsbreytingar og stjórnunarhætti hjá stofnuninni. Mikilvæg verkefni voru sögð í uppnámi.
Kjarninn 17. apríl 2021
Helgi Seljan fréttamaður.
Siðanefnd RÚV segir Helga Seljan að það sé ekki hægt að áfrýja
Siðanefnd RÚV segist ekki hafa neinar forsendur til þess að endurupptaka úrskurð sinn í máli fréttamannsins Helga Seljan. Úrskurðir nefndarinnar séu endanlegir og þeim verði ekki áfrýjað.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent