Repúblikanar hafa vaxandi áhyggjur af framgöngu Trumps

Vaxandi áhyggjur eru innan raða Repúblikanaflokksins af því að framganga Trumps, meðal annars á blaðamannafundum vegna heimsfaraldursins, gæti orðið til þess flokkurinn missi meirihluta sinn í öldungadeild þingsins í haust.

Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi í Hvíta húsinu.
Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi í Hvíta húsinu.
Auglýsing

Nýlegar skoð­ana­kann­anir í Banda­ríkj­unum hafa valdið áhyggjum í röðum repúblikana, sem ótt­ast að fram­ganga Don­alds Trump for­seta, meðal ann­ars á dag­legum blaða­manna­fundum vegna útbreiðslu kór­ónu­veirunn­ar, sé farin að hafa slík áhrif að hætta sé á að flokk­ur­inn tapi ekki ein­ungis for­seta­emb­ætt­inu til Demókra­ta­flokks­ins í haust, heldur líka öld­unga­deild þings­ins.

Fjallað var um þetta á vef New York Times um helg­ina, en þar sagði líka að hörmu­legar efna­hags­horfur í Banda­ríkj­un­um, þar sem 26 millj­ónir manna hafa sótt um atvinnu­leys­is­bætur síð­asta rúman mán­uð­inn, væru að kippa stoð­unum undan vonum Trumps um end­ur­kjör.

Haft er eftir Glen Bol­ger, sem hefur lengi verið Repúblikana­flokknum til ráð­gjafar í kosn­inga­bar­átt­um, að áætl­anir um að heyja kosn­inga­bar­átt­una í haust á grund­velli góðrar stöðu í efna­hags­málum væru nú alfarið úr sög­unni.

Auglýsing

For­set­inn hefur farið mik­inn á Twitter und­an­farna daga, eins og svo oft áður. Hann hefur sér­stak­lega látið til skarar skríða gegn fjöl­miðla­fólki, sem hann segir að sé ósann­gjarnt og flytji af honum ósannar sög­ur. Hann hefur líka mært sjálfan sig og frammi­stöðu sína í for­seta­emb­ætt­inu und­an­farnar vik­ur, miss­eri og ár.

Á sunnu­dag sagð­ist hann senni­lega hafa gert meira á þremur og hálfu ári í emb­ætti en nokkur annar for­seti, í tístum sem virt­ust vera beint svar við grein sem New York Times birti síð­asta fimmtu­dag. Fyr­ir­sögn grein­ar­innar var „Aleinn heima í Hvíta hús­inu: Svekktur for­seti með stöðugan félags­skap af sjón­varp­inu“ og þar var vitnað til aðstoð­ar­manna for­set­ans sem lýstu því hvernig dagar hans byrj­uðu með sjón­varps­glápi eldsnemma á morgn­ana og end­uðu með því líka.

For­set­anum var lýst sem döprum, í ein­angrun sinni heima við, nú þegar golf­spil og fjölda­fundir með stuðn­ings­mönnum eru ekki á döf­inni vegna anna og sótt­varna­ráð­staf­ana.

Sagt var frá því að for­set­inn hefði sívax­andi áhyggjur af því hvernig fjöl­miðlar fjöll­uðu um hann, nú væri staðan jafn­vel orðin sú að á frétta­stöð­inni Fox væru þátta­stjórn­end­ur, að hans mati, byrj­aðir að fjalla um hann á óvin­veittan hátt. 

Var ánægður með blaða­manna­fund­ina 

En það var þó ljós í myrkrinu, sam­kvæmt aðstoð­ar­fólki for­set­ans, nefni­lega blaða­manna­fundir Hvíta húss­ins um veiru­far­ald­ur­inn, sem Trump hefur notað til þess að ávarpa banda­rísku þjóð­ina und­an­farnar vik­ur.

Þar fannst for­set­anum hann skína skært og blaða­manna­fund­anna hlakk­aði hann til, sam­kvæmt því sem haft er eftir aðstoð­ar­mönnum hans í grein Times. Hann hefur sjálfur hreykt sér af því að blaða­manna­fund­irnir fái gríð­ar­mikið áhorf, en eftir harða gagn­rýni og háðs­glósur sem hann fékk fyrir ummæli sín á einum slíkum á fimmtu­dag gaf hann það út að blaða­manna­fund­irnir væru ekki verð­ugir þess að hann eyddi tíma sínum í þá.

Á fimmtu­dag velti hann því upp, eins og frægt varð, að læknar ættu að skoða hvort mögu­lega væri hægt að nota sótt­hreinsi­efni eða útfjólu­bláa geisla til þess að vinna bug á veirunni. Hann veitti aðeins stutt ávarp og svar­aði engum spurn­ingum fjöl­miðla­fólks á föstu­dag og kom svo ekki fram á blaða­manna­fundum á hvorki laug­ar­dag né sunnu­dag.

Á sunnu­dag lét hann þó mikið fyrir sér fara á Twitter og vakti það athygli að hann virt­ist meðal ann­ars rugla Pulitz­er-verð­laun­un­um, sem veitt eru fyrir blaða­mennsku vest­an­hafs, við Nóbels­verð­laun­in, í röð tísta þar sem hann sagði meðal ann­ars rétt­ast að lög­sækja fjöl­miðla fyrir svik og fals­frétt­ir. Tíst­unum eyddi hann síðar og sagði svo að um „kald­hæðni“ hefði verið að ræða af hans hálfu.

Trump sagði, í tísti í gær­morg­un, að aldrei í sög­unni hefðu fjöl­miðlar verið mein­yrt­ari né fjand­sam­legri og end­ur­tók enn á ný að „fals­frétt­ir“ væru „óvinur fólks­ins!“

Trump var svo á ný mættur á blaða­manna­fund í gær­kvöldi, sem skipu­lagður var með skömmum fyr­ir­vara. Ef­laust varð það ein­hverjum repúblikan­anum til mæðu að sjá Trump snúa aftur í sviðs­ljósið, en í grein New York Times er haft eftir ónefndum öld­unga­deild­ar­þing­manni flokks­ins að dag­legar fram­komur Trumps á fund­unum væru orðnar svo pín­legar að hann gæti ekki horft á þær leng­ur.

Þá var haft eftir nokkrum nafn­greindum kjörnum full­trúum flokks­ins að for­set­inn gæti vandað skila­boð sín til þjóð­ar­innar betur og haft þau ögn hnit­mið­aðri. Ýmsir hafa mælst til þess að Trump tak­marki óbeisluð ræðu­höld sín á fund­un­um. 

Ari Fleischer, sem var fjöl­miðla­full­trúi Hvíta húss­ins þegar George W. Bush fór þar með lykla­völd­in, segir að það að vera í pontu í meira en þrjá­tíu mín­útur sé eins og að vera á barnum eftir klukkan tvö á nótt­unni.

„Allt það góða er senni­lega búið að ger­ast nú þegar og það eina sem á eftir að ske verður slæmt. Svo drífðu þig af barnum – eða af svið­inu eftir um 30 mín­út­ur,“ ráð­lagði hann Trump í sam­tali við New York Times í gær.

Þurfi að snú­ast meira um Biden en Trump

Skoð­ana­kann­anir sýna að stuðn­ingur við for­set­ann fer minnk­andi meðal almenn­ings og að demókrat­inn Joe Biden myndi hafa betur í nær öllum þeim ríkjum þar sem telj­andi sam­keppni verður um kjör­menn­ina í haust.

Nýlegar kann­anir sýna einnig að öld­unga­deild­ar­þing­menn Repúblikana­flokks­ins í Arizona, Colora­do, Norð­ur­-Kar­ólínu og Maine eiga á hættu á að missa sæti sitt. Það myndi, að öðru óbreyttu, þýða að flokk­ur­inn missti meiri­hluta sinn í öld­unga­deild­inn­i. 

Sumir repúblikanar telja að til þess að flokk­ur­inn eigi að eiga mögu­leika á að ná vopnum sínum þurfi Trump að stíga úr sviðs­ljós­inu og láta bar­átt­una snú­ast meira um að finna högg­stað á Joe Biden, sem hefur látið til­tölu­lega lítið fyrir sér fara síðan að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn braust út.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent