Versti ársfjórðungurinn í Bandaríkjunum frá 2008 en sá næsti verður mun verri

4,8 prósent samdráttur varð í bandaríska hagkerfinu á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt nýjum bráðabirgðahagtölum sem birtar voru í dag. Búist er að við að samdrátturinn verði margfalt meiri á þeim næsta.

Hjólreiðamaður á ferð í New York um liðna helgi.
Hjólreiðamaður á ferð í New York um liðna helgi.
Auglýsing

Banda­ríska hag­kerfið dróst saman um 4,8 pró­sent á fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs miðað við sama tíma­bil í fyrra, sam­kvæmt nýjum bráða­birgða­hag­tölum sem birtar voru vest­an­hafs í dag. Þetta er mesti sam­dráttur sem orðið hefur í Banda­ríkj­unum á árs­fjórð­ungs­grund­velli frá því undir lok árs 2008, er hrun varð á alþjóð­legum fjár­mála­mörk­uð­u­m. 

Í skýrslu frá kaup­sýslu­stofnun Banda­ríkj­anna, sem tekur hag­töl­urnar sam­an, segir að einka­neysla hafi dreg­ist saman um 7,6 pró­sent og atvinnu­vega­fjár­fest­ing um 8,6 pró­sent.

Sam­kvæmt frétt Was­hington Post búast grein­endur við því að þetta sé bara byrj­unin og sjá margir fyrir sér að sam­drátt­ur­inn á öðrum árs­fjórð­ungi, sem nær yfir tíma­bilið frá byrjun apríl og til loka júní, verði um eða yfir 30 pró­sent miðað við fyrra ár.

Auglýsing

Jan­úar og febr­úar voru enda nokkuð eðli­legir mán­uðir í Banda­ríkj­un­um, en svo fór far­ald­ur­inn á flug og höggið sem nú má merkja í hag­töl­unum átti sér stað seint í árs­fjórð­ungn­um, er gripið var til víð­tækra sótt­varna­ráð­staf­ana í land­inu, sem varð til þess að fyr­ir­tækjum var lokað og fólk hélt sig heima.

New York Times hefur eftir Dan North, aðal­hag­fræð­ingi hjá greiðslu­vá­trygg­ing­ar­fé­lag­inu Euler Hermes North Amer­ica, að hag­tölur ann­ars árs­fjórð­ungs verði án efa þær verstu sem flestir hafi séð á lífs­leið­inni.

Þessar tölur sem banda­rísk yfir­völd birtu í dag eru bráða­birgða­út­reikn­ing­ar, og enn eiga eftir að bæt­ast við ein­hver gögn um stöðu mála sem verða tekin með í reikn­ing­inn.

Í frétt Was­hington Post segir að grein­ing­ar­deildir fjár­mála­stofn­ana á borð við Gold­man Sachs og JPMorgan Chase búist við því að raun­sam­dráttur árs­fjórð­ungs­ins muni nema á bil­inu 8-11 pró­sent.

26 milljón umsóknir um atvinnu­leys­is­bætur

Fjöldi atvinnu­leys­is­um­sókna hefur slegið öll met í Banda­ríkj­unum und­an­farnar vik­ur, en tölur um fjölda viku­legra umsókna frá vinnu­mála­stofnun lands­ins eru alltaf birtar á fimmtu­dög­um.

Síð­asta fimmtu­dag var greint frá því að 4,4 millj­ónir manna hefðu sótt um atvinnu­leys­is­bætur og er fjöldi bótaum­sókna því kom­inn upp í rúmar 26 millj­ónir á ein­ungis rúmum mán­uði.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent