Versti ársfjórðungurinn í Bandaríkjunum frá 2008 en sá næsti verður mun verri

4,8 prósent samdráttur varð í bandaríska hagkerfinu á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt nýjum bráðabirgðahagtölum sem birtar voru í dag. Búist er að við að samdrátturinn verði margfalt meiri á þeim næsta.

Hjólreiðamaður á ferð í New York um liðna helgi.
Hjólreiðamaður á ferð í New York um liðna helgi.
Auglýsing

Banda­ríska hag­kerfið dróst saman um 4,8 pró­sent á fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs miðað við sama tíma­bil í fyrra, sam­kvæmt nýjum bráða­birgða­hag­tölum sem birtar voru vest­an­hafs í dag. Þetta er mesti sam­dráttur sem orðið hefur í Banda­ríkj­unum á árs­fjórð­ungs­grund­velli frá því undir lok árs 2008, er hrun varð á alþjóð­legum fjár­mála­mörk­uð­u­m. 

Í skýrslu frá kaup­sýslu­stofnun Banda­ríkj­anna, sem tekur hag­töl­urnar sam­an, segir að einka­neysla hafi dreg­ist saman um 7,6 pró­sent og atvinnu­vega­fjár­fest­ing um 8,6 pró­sent.

Sam­kvæmt frétt Was­hington Post búast grein­endur við því að þetta sé bara byrj­unin og sjá margir fyrir sér að sam­drátt­ur­inn á öðrum árs­fjórð­ungi, sem nær yfir tíma­bilið frá byrjun apríl og til loka júní, verði um eða yfir 30 pró­sent miðað við fyrra ár.

Auglýsing

Jan­úar og febr­úar voru enda nokkuð eðli­legir mán­uðir í Banda­ríkj­un­um, en svo fór far­ald­ur­inn á flug og höggið sem nú má merkja í hag­töl­unum átti sér stað seint í árs­fjórð­ungn­um, er gripið var til víð­tækra sótt­varna­ráð­staf­ana í land­inu, sem varð til þess að fyr­ir­tækjum var lokað og fólk hélt sig heima.

New York Times hefur eftir Dan North, aðal­hag­fræð­ingi hjá greiðslu­vá­trygg­ing­ar­fé­lag­inu Euler Hermes North Amer­ica, að hag­tölur ann­ars árs­fjórð­ungs verði án efa þær verstu sem flestir hafi séð á lífs­leið­inni.

Þessar tölur sem banda­rísk yfir­völd birtu í dag eru bráða­birgða­út­reikn­ing­ar, og enn eiga eftir að bæt­ast við ein­hver gögn um stöðu mála sem verða tekin með í reikn­ing­inn.

Í frétt Was­hington Post segir að grein­ing­ar­deildir fjár­mála­stofn­ana á borð við Gold­man Sachs og JPMorgan Chase búist við því að raun­sam­dráttur árs­fjórð­ungs­ins muni nema á bil­inu 8-11 pró­sent.

26 milljón umsóknir um atvinnu­leys­is­bætur

Fjöldi atvinnu­leys­is­um­sókna hefur slegið öll met í Banda­ríkj­unum und­an­farnar vik­ur, en tölur um fjölda viku­legra umsókna frá vinnu­mála­stofnun lands­ins eru alltaf birtar á fimmtu­dög­um.

Síð­asta fimmtu­dag var greint frá því að 4,4 millj­ónir manna hefðu sótt um atvinnu­leys­is­bætur og er fjöldi bótaum­sókna því kom­inn upp í rúmar 26 millj­ónir á ein­ungis rúmum mán­uði.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja braut jafnréttislög þegar hún skipaði Pál í embætti ráðuneytisstjóra
Mennta- og menningarmálaráðherra braut jafnréttislög við skipun Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra í nóvember síðastliðnum. Verulega skorti á efnislegan rökstuðning ráðherra fyrir ráðningunni, segir í úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent