Hafa þurft að grípa til ráðstafana til að afstýra lyfjaskorti vegna hamsturs

Afgreiðsla malaríulyfsins Plaquenil hefur verið takmörkuð við 30 daga skammt og ávísun lyfsins bundin við tilteknar sérgreinar.

Plaquenil
Plaquenil
Auglýsing

Í nokkrum til­vikum hefur þurft að grípa til fyr­ir­byggj­andi ráð­staf­ana svo ekki kæmi til lyfja­skorts hér­lendis vegna hamst­urs. Það á til dæmis við um malar­íu­lyfið Plaquenil sem að ein­hverju marki hefur verið notað sem til­rauna­með­ferð við COVID-19, en í því til­viki var afgreiðsla lyfs­ins til að mynda tak­mörkuð við 30 daga skammt og ávísun lyfs­ins bundin við til­teknar sér­grein­ar.

Þetta kemur fram í svari Lyfja­stofn­unar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Í svar­inu segir að hingað til hafi svo til alveg tek­ist að koma í veg fyrir lyfja­skort hér­lendis sem hefði getað leitt af COVID-19 far­aldr­in­um. Þar komi margt til.

Auglýsing

„Lyfja­stofnun fór þegar í lok jan­úar í víð­tækar aðgerðir sem mið­uðu að því að tryggja lyfja­ör­yggi í land­inu eins og hægt væri. Þær fólust meðal ann­ars í því að greina birgða­stöðu lyfja í land­inu og þar skipti máli mikið og náið sam­starf við lyfja­fyr­ir­tæki, inn­flutn­ings­að­ila og dreif­ing­ar­fyr­ir­tæki. Einnig þurfti að tryggja og treysta allar flutn­ings­leiðir lyfja til lands­ins með hlið­sjón af ferða­tak­mörk­unum víðs veg­ar,“ segir í svar­inu.

Þá nefnir Lyfja­stofnun sam­starf evr­ópskra lyfja­stofn­ana undir hatti Lyfja­stofn­unar Evr­ópu (EMA) „sem alla­jafna er mikið og gott, en var eflt í tengslum við COVID-19; einn sér­fræði­hópur EMA sinnir lyfja­ör­yggi og lyfja­skorti, og hefur sá hópur átt reglu­bundna síma­fundi þar sem sér­stak­lega er fylgst með fram­vindu mála vegna far­ald­urs­ins. Í erlendu sam­vinn­unni er síðan sér­stak­lega þétt og náið sam­starf við nor­rænu syst­ur­stofn­an­irn­ar, en stærsti hluti þeirra lyfja sem fluttur er til Íslands kemur frá Norð­ur­lönd­um, einkum Dan­mörku.“

Margir óvissu­þættir tengj­ast far­aldr­inum

Fram kemur hjá stofn­un­inni að álag í vinnu við að koma í veg fyrir lyfja­skort hafi vissu­lega verið meira í tengslum við far­ald­ur­inn en í venju­legu árferði. En í góðri sam­vinnu við lyfja­fyr­ir­tæki, erlendar syst­ur­stofn­anir og aðrar inn­lendar heil­brigð­is­stofn­anir hafi tek­ist að greiða úr þeim vanda­málum sem upp hafa komið í tengslum við COVID-19.

Hvað varðar stöðu lyfja­birgða í nán­ustu fram­tíð séu engar sér­stakar vís­bend­ingar um að komið geti til lyfja­skorts hér­lendis vegna COVID-19. Hins vegar sé því ekki að leyna að margir óvissu­þættir teng­ist far­aldr­in­um, til að mynda eft­ir­spurn eftir lyfjum í öðrum löndum og fram­leiðslu­geta lyfja­fyr­ir­tækja og flutn­ings­mögu­leikar í löndum sem eru stór­tæk í lyfja­fram­leiðslu, eins og til dæmis Ind­land; þar séu enn í gangi harðar aðgerðir til að hefta útbreiðslu far­sótt­ar­inn­ar.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna
Ríkisstjórn Biden byrjuð að taka á sig mynd
Valdaskipti á milli ríkisstjórna í Bandaríkjunum hafa loks formlega hafist eftir að Joe Biden var lýstur sigurvegari forsetakosninganna af hinu opinbera í gær. Nú hafa tilnefningar borist í ríkisstjórn Biden og leynast þar nokkur kunnugleg andlit.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Fjallið Namsan  í Seúl í Suður-Kóreu milli daga þar sem mengun í borginni er mikil og lítil.
COVID-19 leysir ekki loftslagsvanda en sýnir hvað hægt er að gera
Þó að samkomu- og ferðatakmarkanir hafi orðið til þess að losun koltvíoxíðs hefur dregist saman á heimsvísu í ár hefur það lítil sem engin áhrif á uppsöfnun lofttegundarinnar í lofthjúpi jarðar. En það má margt læra af faraldrinum.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Segir ekki hægt að treysta hagnaðardrifnum sjávarútvegsfyrirtækjum fyrir velferð þjóðar
Þingmaður Miðflokksins og sjávarútvegsráðherra tókust á á Alþingi í dag og ræddu sölu á óunnum afla til útlanda. Þingmaðurinn sagði það pólitíska ákvörðun að sem mestur afli væri unninn hér heima sem Sjálfstæðismenn væru hræddir við að taka.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Jóhann Páll Jóhannsson
Ríkisstjórnin magnaði kreppuna – nú þarf að skipta um kúrs
Kjarninn 24. nóvember 2020
Tíu staðreyndir um stöðu mála í íslensku efnahagslífi í COVID-19 faraldri
COVID-19 er tvíþættur faraldur. Í fyrsta lagi er hann heilbrigðisvá. Í öðru lagi þá hefur hann valdið gríðarlegum efnahagslegum skaða. Hér er farið yfir helstu áhrif hans á íslenskt efnahagslíf.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Allar póstsendingar frá hinu opinbera verði stafrænar árið 2025
Gert er ráð fyrir að ríkið spari sér 300-700 millljónir á ári með því að senda öll gögn í stafræn pósthólf fremur en með bréfpósti. Frumvarpsdrög fjármálaráðherra um þetta hafa verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Á hverju ári framleiðir Smithfield yfir þrjár milljónir tonna af svínakjöti. Enginn annar í heiminum framleiðir svo mikið magn.
„Kæfandi þrengsli“ á verksmiðjubúum
Í fleiri ár slógu yfirvöld í Norður-Karólínu skjaldborg um mengandi landbúnað og aðhöfðust ekkert þrátt fyrir kvartanir nágranna. Það var ekki fyrr en þeir höfðu fengið upp í kok á lyktinni af rotnandi hræjum og skít og höfðuðu mál að farið var að hlusta.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Jökull Sólberg
Fortíð, nútíð og framtíð loftslagsskuldbindinga
Kjarninn 24. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent