Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Höllu Bergþóru Björnsdóttur í embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 11. maí næstkomandi. Hún var valin úr hópi þriggja umsækjenda til að gegna starfinu. Halla Bergþóra var metin hæfust umsækjenda af hæfnisnefnd.
Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins í dag.
Alls sóttu fjórir um embættið, en einn þeirra, Jón HB Snorrason, dró umsókn sína til baka. Halla Bergþóra er lögfræðingur að mennt og hefur gegnt embætti lögreglustjórans á Norðurlandi Eystra frá árinu 2015. Þar áður gegndi hún embætti sýslumanns á Akranesi frá árinu 2009.
Auglýsing