Rikisstjórnin samþykkir að skoða lánalínu til Icelandair

Ríkið mun eiga samtal um lánalínu til Icelandair Group ef fullnægjandi árangur næst í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins.

Blaðamannafundur 21. apríl 2020 – Aðgerðapakki II (Bjarni, Katrín og Sigurður Ingi)
Auglýsing

Á rík­is­stjórn­ar­fundi í dag var sam­þykkt til­laga fjög­urra ráð­herra, þar á meðal for­manna allra stjórn­ar­flokk­anna, um að ríkið væri til­búið að eiga sam­tal um mögu­lega veit­ingu lána­línu eða ábyrgð á lánum til Icelandair Group. 

Í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðs­ins segir að aðkoma stjórn­valda sé háð því að full­nægj­andi árangur náist í fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu félags­ins í sam­ræmi við þær áætl­anir sem kynntar hafa ver­ið, þar með talið að afla nýs hluta­fjár.

Full­trúum stjórn­valda hafi verið haldið upp­lýstum um stöðu Icelandair und­an­farnar vikur þar sem fram hafi komið að félagið vinnur að fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu og söfnun nýs hluta­fjár.

Bjarni Bene­dikts­­son fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra sagði í óund­ir­­búnum fyr­ir­­spurna­­tíma á Alþingi í morgun að ríkið hefði verið í sam­­skiptum við Icelandair og að sér­­stakur starfs­hópur væri nú að störfum til þess að fá upp­­lýs­ingar um stöðu félags­­ins til þess að und­ir­­byggja ákvarð­ana­­töku fram­­tíð­­ar­inn­­ar.

Auglýsing
„Það sem hefur gerst á und­an­­förnum vikum er að félagið sjálft hefur tekið frum­­kvæði. Það hefur verið greint frá því opin­ber­­lega í Kaup­höll og nú er boðað að félagið hygg­ist fara í hluta­fjár­­aukn­ingu og um mög­u­­lega aðkomu rík­­is­ins að mál­efnum félags­­ins í tengslum við fjár­­hags­­lega end­­ur­­skipu­lagn­ingu þess er nú verið að ræða á vett­vangi rík­­is­­stjórn­­­ar­innar og ég vænti þess að við getum brugð­ist við og lagt fram skýr svör um það hvernig við sæjum þá fyrir okkar að það gæti orðið með aðkomu rík­­is­ins,“ sagði Bjarni en Sig­­mundur Davíð Gunn­laugs­­son, for­­maður Mið­­flokks­ins, spurði hann út í stöðu Icelandair og hver áform rík­­is­­stjórn­­­ar­innar væru varð­andi félag­ið.

Það væri skoðun Bjarna að Icelandair væri eitt mik­il­væg­asta fyr­ir­tæki lands­ins og að allt við­­skipta­­mó­d­elið sem teng­ist Kefla­vík­­­ur­flug­velli væri í raun og veru und­­ir. Þar af leið­andi hefðu þau í rík­­is­­stjórn­­inni „sett kraft og tekið mjög alvar­­lega þeirri stöðu sem er uppi komin hjá fyr­ir­tæk­in­u“.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti N'drangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent