Þorsteinn Gunnarsson nýr borgarritari

Borgarráð hefur samþykkt að ráða Þorstein Gunnarsson í starf borgarritara Reykjavíkurborgar.

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
Auglýsing

Borg­ar­ráð sam­þykki á fundi sínum í dag að ráða Þor­stein Gunn­ars­son í starf borg­ar­rit­ara Reykja­vík­ur­borg­ar. Stefán Eiríks­son lét af emb­ætti þegar hann tók við sem útvarps­stjóri í byrjun mars síð­ast­lið­ins. Þor­steinn var met­inn hæf­astur allra umsækj­enda af ráð­gef­andi hæfn­is­nefnd sem skipuð var af borg­ar­ráði í febr­úar 2020.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg.

Borg­ar­rit­ari er æðsti emb­ætt­is­maður borg­ar­innar að und­an­skildum borg­ar­stjóra og einn af stað­genglum hans. Borg­ar­rit­ari hefur yfir­um­sjón með mið­lægri stjórn­sýslu og stoð­þjón­ustu á vegum Reykja­vík­ur­borgar og er tengiliður Reykja­vík­ur­borgar við byggða­sam­lög og B-hluta félög.

Auglýsing

Starf borg­ar­rit­ara var aug­lýst laust til umsóknar þann 15. febr­úar síð­ast­lið­inn og var umsókn­ar­frestur fram­lengdur til 16. mars. Átján umsóknir bár­ust um starf­ið. Í hæfn­is­nefnd voru Regína Ásvalds­dótt­ir, sviðs­stjóri vel­ferð­ar­sviðs, sem jafn­framt var for­mað­ur, Ásta Bjarna­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri mannauðs­mála hjá Land­spít­ala og Gylfi Magn­ús­son, dós­ent við Háskóla Íslands. Ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tækið Intellecta sinnti utan­um­haldi og stuðn­ingi við hæfn­is­nefnd­ina.

Í til­kynn­ing­unni segir að Þor­steinn sé með MPM gráðu í verk­efna­stjórnun frá Háskól­anum í Reykja­vík og diplómu í opin­berri stjórn­sýslu frá Háskóla Íslands.

„Þor­steinn hefur fjöl­breytta stjórn­un­ar­reynslu á sveit­ar­stjórn­ar­stigi. Hann gegndi starfi upp­lýs­inga- og þró­un­ar­full­trúa Grinda­víkur um fjög­urra ára skeið þar sem hann hafði umsjón með innra og ytra kynn­ing­ar- og upp­lýs­inga­starfi, mark­aðs­starfi, áætl­ana­gerð og fleiru. Þá gegndi hann starfi sviðs­stjóra frí­stunda- og menn­ing­ar­sviðs hjá Grinda­vík í þrjú ár þar sem hann bar ábyrgð á íþrótta-, frí­stunda- og menn­ing­ar­málum sveit­ar­fé­lags­ins.

Und­an­farin fjögur ár hefur Þor­steinn starfað sem sveit­ar­stjóri Skútu­staða­hrepps og hlotið umfangs­mikla reynslu af öllum verk­efnum sveita­stjórn­ar­stigs­ins, m.a. á sviði stjórn­sýslu, skipu­lags­mála og umhverf­is­mála. Áður starf­aði Þor­steinn meðal ann­ars sem íþrótta­f­rétta- og dag­skrár­gerða­maður hjá 365 miðlum í átta ár, fram­kvæmda­stjóri ÍBV og upp­lýs­inga­full­trúi Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar, kenn­ari og blaða­mað­ur. Þor­steinn hefur gegnt ýmsum stjórn­ar­störfum í íþrótta­hreyf­ing­unni og er í dag aðal­maður í stjórn KSÍ. Hann hefur einnig verið í stjórn ferða­mála­sam­taka Reykja­ness og í stjórn Reykja­ness jarð­vangs,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent