Þorsteinn Gunnarsson nýr borgarritari

Borgarráð hefur samþykkt að ráða Þorstein Gunnarsson í starf borgarritara Reykjavíkurborgar.

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
Auglýsing

Borg­ar­ráð sam­þykki á fundi sínum í dag að ráða Þor­stein Gunn­ars­son í starf borg­ar­rit­ara Reykja­vík­ur­borg­ar. Stefán Eiríks­son lét af emb­ætti þegar hann tók við sem útvarps­stjóri í byrjun mars síð­ast­lið­ins. Þor­steinn var met­inn hæf­astur allra umsækj­enda af ráð­gef­andi hæfn­is­nefnd sem skipuð var af borg­ar­ráði í febr­úar 2020.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg.

Borg­ar­rit­ari er æðsti emb­ætt­is­maður borg­ar­innar að und­an­skildum borg­ar­stjóra og einn af stað­genglum hans. Borg­ar­rit­ari hefur yfir­um­sjón með mið­lægri stjórn­sýslu og stoð­þjón­ustu á vegum Reykja­vík­ur­borgar og er tengiliður Reykja­vík­ur­borgar við byggða­sam­lög og B-hluta félög.

Auglýsing

Starf borg­ar­rit­ara var aug­lýst laust til umsóknar þann 15. febr­úar síð­ast­lið­inn og var umsókn­ar­frestur fram­lengdur til 16. mars. Átján umsóknir bár­ust um starf­ið. Í hæfn­is­nefnd voru Regína Ásvalds­dótt­ir, sviðs­stjóri vel­ferð­ar­sviðs, sem jafn­framt var for­mað­ur, Ásta Bjarna­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri mannauðs­mála hjá Land­spít­ala og Gylfi Magn­ús­son, dós­ent við Háskóla Íslands. Ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tækið Intellecta sinnti utan­um­haldi og stuðn­ingi við hæfn­is­nefnd­ina.

Í til­kynn­ing­unni segir að Þor­steinn sé með MPM gráðu í verk­efna­stjórnun frá Háskól­anum í Reykja­vík og diplómu í opin­berri stjórn­sýslu frá Háskóla Íslands.

„Þor­steinn hefur fjöl­breytta stjórn­un­ar­reynslu á sveit­ar­stjórn­ar­stigi. Hann gegndi starfi upp­lýs­inga- og þró­un­ar­full­trúa Grinda­víkur um fjög­urra ára skeið þar sem hann hafði umsjón með innra og ytra kynn­ing­ar- og upp­lýs­inga­starfi, mark­aðs­starfi, áætl­ana­gerð og fleiru. Þá gegndi hann starfi sviðs­stjóra frí­stunda- og menn­ing­ar­sviðs hjá Grinda­vík í þrjú ár þar sem hann bar ábyrgð á íþrótta-, frí­stunda- og menn­ing­ar­málum sveit­ar­fé­lags­ins.

Und­an­farin fjögur ár hefur Þor­steinn starfað sem sveit­ar­stjóri Skútu­staða­hrepps og hlotið umfangs­mikla reynslu af öllum verk­efnum sveita­stjórn­ar­stigs­ins, m.a. á sviði stjórn­sýslu, skipu­lags­mála og umhverf­is­mála. Áður starf­aði Þor­steinn meðal ann­ars sem íþrótta­f­rétta- og dag­skrár­gerða­maður hjá 365 miðlum í átta ár, fram­kvæmda­stjóri ÍBV og upp­lýs­inga­full­trúi Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar, kenn­ari og blaða­mað­ur. Þor­steinn hefur gegnt ýmsum stjórn­ar­störfum í íþrótta­hreyf­ing­unni og er í dag aðal­maður í stjórn KSÍ. Hann hefur einnig verið í stjórn ferða­mála­sam­taka Reykja­ness og í stjórn Reykja­ness jarð­vangs,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Forseti Brasilíu greinist með COVID-19 en segist ekkert óttast
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu greindi frá því í dag að hann hefði greinst með COVID-19, en hann hefur fundið fyrir slappleika frá því á sunnudag. Forsetinn hefur kallað veiruna aumt kvef, en 65.000 Brasilíumenn liggja í valnum eftir að hafa smitast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Færri alvarlega veikir – en er veiran að mildast?
Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að alvarlegum kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega. Í nýju svari á Vísindavefnum er farið yfir nokkra möguleika sem kunna að útskýra hvers vegna veiran virðist vera að veikjast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
Kjarninn 7. júlí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Skrifist á Sjálfstæðisflokkinn og „hamfarakapítalismann þeirra“
Þingmaður Pírata segir að sama hvert litið er hafi Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann en að ábyrgðin sé samt áfram hjá ríkinu. Þar vísar hann meðal annars til ástandsins í skimunum.
Kjarninn 7. júlí 2020
Lárus Sigurður Lárusson er fyrsti stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.
Lilja skipar Lárus sem stjórnarformann Menntasjóðs námsmanna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Lárus Sigurð Lárusson lögmann sem stjórnarformann nýs Menntasjóðs námsmanna. Hann leiddi lista Framsóknar í Reykjavík norður til síðustu alþingiskosninga.
Kjarninn 7. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Kári: Þú hreyfir þig ekki hægt í svona ástandi
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur boðið forsætisráðherra að koma til hans á fund í Vatnsmýrinni þar sem fyrirtækið er til húsa.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Korta.
Fjártæknifyrirtækið Rapyd kaupir Korta
Fjártæknifyrirtækið Rapyd hyggst samþætta og útvíkka starfsemi Korta í posa- og veflausnum, ásamt því að „efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks“.
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent