Telur síðasta valkostinn ávallt vera að ríkið yrði hluthafi í fyrirtækjum

Fjármála- og efnahagsráðherra var spurður út í stöðu Icelandair á þingfundi í morgun og hvort eðlilegt væri að ráðstafa stórum upphæðum til að verja hlutafé fyrirtækis án þess að eiga nokkurn möguleika á að fá það með beinum hætti til baka.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra sagði í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í morgun að ríkið hefði verið í sam­skiptum við Icelandair og að sér­stakur starfs­hópur væri nú að störfum til þess að fá upp­lýs­ingar um stöðu félags­ins til þess að und­ir­byggja ákvarð­ana­töku fram­tíð­ar­inn­ar.

„Það sem hefur gerst á und­an­förnum vikum er að félagið sjálft hefur tekið frum­kvæði. Það hefur verið greint frá því opin­ber­lega í Kaup­höll og nú er boðað að félagið hygg­ist fara í hluta­fjár­aukn­ingu og um mögu­lega aðkomu rík­is­ins að mál­efnum félags­ins í tengslum við fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu þess er nú verið að ræða á vett­vangi rík­is­stjórn­ar­innar og ég vænti þess að við getum brugð­ist við og lagt fram skýr svör um það hvernig við sæjum þá fyrir okkar að það gæti orðið með aðkomu rík­is­ins,“ sagði Bjarni en Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, spurði hann út í stöðu Icelandair og hver áform rík­is­stjórn­ar­innar væru varð­andi félag­ið.

Það er skoðun Bjarna að Icelandair sé eitt mik­il­væg­asta fyr­ir­tæki lands­ins og að allt við­skipta­mód­elið sem teng­ist Kefla­vík­ur­flug­velli sé í raun og veru und­ir. Þar af leið­andi hafi þau í rík­is­stjórn­inni „sett kraft og tekið mjög alvar­lega þeirri stöðu sem er uppi komin hjá fyr­ir­tæk­in­u“.

Auglýsing

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, steig næst í pontu og spurði Bjarna hvort til væri grein­ing á því hvernig fjár­munir myndu skipt­ast milli fyr­ir­tækja vegna upp­sagna­leið­ar­innar og hvort eðli­legt væri að ráð­stafa svo stórum upp­hæðum til að verja hlutafé fyr­ir­tækis án þess að eiga nokkurn mögu­leika á að fá það með beinum hætti til baka og eign­ast tíma­bundið í fyr­ir­tæk­inu.

Logi Einarsson Mynd: Birgir Þór

Bjarni svar­aði Loga og sagði að hann teldi ekki eðli­legt að verja hlut­hafa fyr­ir­tækja með slíku inn­gripi. „Enda liggur það fyrir eins og ég er að skilja stöð­una að hlut­haf­arnir eru að verða fyrir stór­kost­legu tjóni þar sem félagið er að fara í hluta­fjár­út­boð sem vænt­an­lega mun þýða að hlut­haf­arnir núver­andi verða þynntir út. Og almennt um þá leið að ríkið taki stöðu sem hlut­hafi í fyr­ir­tækjum þá myndi ég segja að það ætti ávallt að vera síð­asti val­kost­ur­inn.“

Hvernig tryggir ríkið stöðu sína?

Hins vegar taldi Bjarni það sjálf­sagt að ræða þessa hluti. Ef ríkið gengi í ábyrgðir fyrir lánum eða veitti lán að spurt væri hvernig það gæti tryggt stöðu sína – og fé almenn­ings sem varið væri til slíkra aðgerða. „Fram til þessa höfum við náð sam­komu­lagi hér á þing­inu um að verja millj­arða tugum í þessum til­gangi. Til dæmis með brú­ar­lána­leið­inni [...] og stuðn­ings­lán­un­um. Þetta eru allt aðgerðir sem tryggja kröfur á fyr­ir­tæk­in. Hluta­starfa­leiðin hefur hins vegar verið öðru marki brennd. Þar höfum við ákveðið hér á þing­inu að fara þá leið að styðja fyr­ir­tæki vegna þess að við sjáum fyrir okkur að án stuðn­ings­ins myndi kostn­að­ur­inn hvort sem er lenda á rík­inu í gegnum atvinnu­leys­is­trygg­ing­ar, í gegnum ábyrgð­ar­sjóð launa og svo fram­veg­is. Og í þeim til­gangi að fara í almenna efna­hags­lega aðgerð, höfum við verið að feta okkur þessa slóð.“

Bjarni var þeirrar skoð­unar að þetta væru almennar efna­hags­legar aðgerðir sem meðal ann­ars Icelandair væri að njóta í þessu sam­hengi, og „að sjálf­sögðu er ekki til sund­ur­lið­aður listi yfir þau fyr­ir­tæki sem munu njóta þeirrar aðgerða sem kynntar voru hér í vik­unni vegna þess að við erum ekki einu sinni búin að lög­festa þær“. Þess vegna væri ekki hægt að ræða um lista yfir fyr­ir­tæki sem myndu nýta sér þær leiðir sem aðgerða­pakk­arnir bjóða upp á.

„En að sjálf­sögðu verða það opin­berar upp­lýs­ingar þegar fram í sækir hvernig úrræðið nýtt­ist og hverjir nýttu það. Í mínum huga er þetta almenn efna­hags­leg aðgerð sem við verðum að hafa trú á að skipti máli og við verðum að spyrja okkur hvað það myndi kosta ríkið til lengri tíma að gera ekki neitt,“ sagði Bjarni.

Eng­inn að tala um að gera ekk­ert

Logi kom aftur í pontu og sagði að eng­inn væri að tala um að gera ekki neitt, heldur með hvaða hætti ætti að gera það. Nú lægi fyrir að um það bil sjö millj­arðar myndu gagn­ast Icelandair beint og spurði hann hvort eðli­legt væri að almenn­ingur á Íslandi myndi verja sína stöðu – héldu flug­fé­lag­inu gang­andi en fengju pen­ing­ana til baka.

Fjár­mála­ráð­herra sagð­ist í fram­hald­inu ekki skilja af hverju Logi væri svona upp­tek­inn af þessu eina félagi. „Við erum hér með 35 þús­und manns í hluta­starfa­leið og það stefnir í að 50 þús­und manns verði í þeim úrræðum sem stjórn­völd hafa ann­að­hvort áður lög­fest eða eru núna að bregð­ast við,“ sagði hann.

Hann spurði hvers vegna Logi vildi ein­ungis ræða Icelanda­ir. Hvers vegna boð­aði Logi ekki þá stefnu sína að gegn stuðn­ingi við fyr­ir­tæki sem þurfa nauð­syn­lega að fá svig­rúm til að end­ur­skipu­leggja fjár­hag sinn vildi hann boða rík­i­s­væð­ingu allra slíkra fyr­ir­tækja. Logi kall­aði fram í og sagði að hann hefði ekki verið að tala um það. Bjarni sagð­ist þó skilja það þannig af orðum hans.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent