Telur síðasta valkostinn ávallt vera að ríkið yrði hluthafi í fyrirtækjum

Fjármála- og efnahagsráðherra var spurður út í stöðu Icelandair á þingfundi í morgun og hvort eðlilegt væri að ráðstafa stórum upphæðum til að verja hlutafé fyrirtækis án þess að eiga nokkurn möguleika á að fá það með beinum hætti til baka.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra sagði í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í morgun að ríkið hefði verið í sam­skiptum við Icelandair og að sér­stakur starfs­hópur væri nú að störfum til þess að fá upp­lýs­ingar um stöðu félags­ins til þess að und­ir­byggja ákvarð­ana­töku fram­tíð­ar­inn­ar.

„Það sem hefur gerst á und­an­förnum vikum er að félagið sjálft hefur tekið frum­kvæði. Það hefur verið greint frá því opin­ber­lega í Kaup­höll og nú er boðað að félagið hygg­ist fara í hluta­fjár­aukn­ingu og um mögu­lega aðkomu rík­is­ins að mál­efnum félags­ins í tengslum við fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu þess er nú verið að ræða á vett­vangi rík­is­stjórn­ar­innar og ég vænti þess að við getum brugð­ist við og lagt fram skýr svör um það hvernig við sæjum þá fyrir okkar að það gæti orðið með aðkomu rík­is­ins,“ sagði Bjarni en Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, spurði hann út í stöðu Icelandair og hver áform rík­is­stjórn­ar­innar væru varð­andi félag­ið.

Það er skoðun Bjarna að Icelandair sé eitt mik­il­væg­asta fyr­ir­tæki lands­ins og að allt við­skipta­mód­elið sem teng­ist Kefla­vík­ur­flug­velli sé í raun og veru und­ir. Þar af leið­andi hafi þau í rík­is­stjórn­inni „sett kraft og tekið mjög alvar­lega þeirri stöðu sem er uppi komin hjá fyr­ir­tæk­in­u“.

Auglýsing

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, steig næst í pontu og spurði Bjarna hvort til væri grein­ing á því hvernig fjár­munir myndu skipt­ast milli fyr­ir­tækja vegna upp­sagna­leið­ar­innar og hvort eðli­legt væri að ráð­stafa svo stórum upp­hæðum til að verja hlutafé fyr­ir­tækis án þess að eiga nokkurn mögu­leika á að fá það með beinum hætti til baka og eign­ast tíma­bundið í fyr­ir­tæk­inu.

Logi Einarsson Mynd: Birgir Þór

Bjarni svar­aði Loga og sagði að hann teldi ekki eðli­legt að verja hlut­hafa fyr­ir­tækja með slíku inn­gripi. „Enda liggur það fyrir eins og ég er að skilja stöð­una að hlut­haf­arnir eru að verða fyrir stór­kost­legu tjóni þar sem félagið er að fara í hluta­fjár­út­boð sem vænt­an­lega mun þýða að hlut­haf­arnir núver­andi verða þynntir út. Og almennt um þá leið að ríkið taki stöðu sem hlut­hafi í fyr­ir­tækjum þá myndi ég segja að það ætti ávallt að vera síð­asti val­kost­ur­inn.“

Hvernig tryggir ríkið stöðu sína?

Hins vegar taldi Bjarni það sjálf­sagt að ræða þessa hluti. Ef ríkið gengi í ábyrgðir fyrir lánum eða veitti lán að spurt væri hvernig það gæti tryggt stöðu sína – og fé almenn­ings sem varið væri til slíkra aðgerða. „Fram til þessa höfum við náð sam­komu­lagi hér á þing­inu um að verja millj­arða tugum í þessum til­gangi. Til dæmis með brú­ar­lána­leið­inni [...] og stuðn­ings­lán­un­um. Þetta eru allt aðgerðir sem tryggja kröfur á fyr­ir­tæk­in. Hluta­starfa­leiðin hefur hins vegar verið öðru marki brennd. Þar höfum við ákveðið hér á þing­inu að fara þá leið að styðja fyr­ir­tæki vegna þess að við sjáum fyrir okkur að án stuðn­ings­ins myndi kostn­að­ur­inn hvort sem er lenda á rík­inu í gegnum atvinnu­leys­is­trygg­ing­ar, í gegnum ábyrgð­ar­sjóð launa og svo fram­veg­is. Og í þeim til­gangi að fara í almenna efna­hags­lega aðgerð, höfum við verið að feta okkur þessa slóð.“

Bjarni var þeirrar skoð­unar að þetta væru almennar efna­hags­legar aðgerðir sem meðal ann­ars Icelandair væri að njóta í þessu sam­hengi, og „að sjálf­sögðu er ekki til sund­ur­lið­aður listi yfir þau fyr­ir­tæki sem munu njóta þeirrar aðgerða sem kynntar voru hér í vik­unni vegna þess að við erum ekki einu sinni búin að lög­festa þær“. Þess vegna væri ekki hægt að ræða um lista yfir fyr­ir­tæki sem myndu nýta sér þær leiðir sem aðgerða­pakk­arnir bjóða upp á.

„En að sjálf­sögðu verða það opin­berar upp­lýs­ingar þegar fram í sækir hvernig úrræðið nýtt­ist og hverjir nýttu það. Í mínum huga er þetta almenn efna­hags­leg aðgerð sem við verðum að hafa trú á að skipti máli og við verðum að spyrja okkur hvað það myndi kosta ríkið til lengri tíma að gera ekki neitt,“ sagði Bjarni.

Eng­inn að tala um að gera ekk­ert

Logi kom aftur í pontu og sagði að eng­inn væri að tala um að gera ekki neitt, heldur með hvaða hætti ætti að gera það. Nú lægi fyrir að um það bil sjö millj­arðar myndu gagn­ast Icelandair beint og spurði hann hvort eðli­legt væri að almenn­ingur á Íslandi myndi verja sína stöðu – héldu flug­fé­lag­inu gang­andi en fengju pen­ing­ana til baka.

Fjár­mála­ráð­herra sagð­ist í fram­hald­inu ekki skilja af hverju Logi væri svona upp­tek­inn af þessu eina félagi. „Við erum hér með 35 þús­und manns í hluta­starfa­leið og það stefnir í að 50 þús­und manns verði í þeim úrræðum sem stjórn­völd hafa ann­að­hvort áður lög­fest eða eru núna að bregð­ast við,“ sagði hann.

Hann spurði hvers vegna Logi vildi ein­ungis ræða Icelanda­ir. Hvers vegna boð­aði Logi ekki þá stefnu sína að gegn stuðn­ingi við fyr­ir­tæki sem þurfa nauð­syn­lega að fá svig­rúm til að end­ur­skipu­leggja fjár­hag sinn vildi hann boða rík­i­s­væð­ingu allra slíkra fyr­ir­tækja. Logi kall­aði fram í og sagði að hann hefði ekki verið að tala um það. Bjarni sagð­ist þó skilja það þannig af orðum hans.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent