Telur síðasta valkostinn ávallt vera að ríkið yrði hluthafi í fyrirtækjum

Fjármála- og efnahagsráðherra var spurður út í stöðu Icelandair á þingfundi í morgun og hvort eðlilegt væri að ráðstafa stórum upphæðum til að verja hlutafé fyrirtækis án þess að eiga nokkurn möguleika á að fá það með beinum hætti til baka.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra sagði í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í morgun að ríkið hefði verið í sam­skiptum við Icelandair og að sér­stakur starfs­hópur væri nú að störfum til þess að fá upp­lýs­ingar um stöðu félags­ins til þess að und­ir­byggja ákvarð­ana­töku fram­tíð­ar­inn­ar.

„Það sem hefur gerst á und­an­förnum vikum er að félagið sjálft hefur tekið frum­kvæði. Það hefur verið greint frá því opin­ber­lega í Kaup­höll og nú er boðað að félagið hygg­ist fara í hluta­fjár­aukn­ingu og um mögu­lega aðkomu rík­is­ins að mál­efnum félags­ins í tengslum við fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu þess er nú verið að ræða á vett­vangi rík­is­stjórn­ar­innar og ég vænti þess að við getum brugð­ist við og lagt fram skýr svör um það hvernig við sæjum þá fyrir okkar að það gæti orðið með aðkomu rík­is­ins,“ sagði Bjarni en Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, spurði hann út í stöðu Icelandair og hver áform rík­is­stjórn­ar­innar væru varð­andi félag­ið.

Það er skoðun Bjarna að Icelandair sé eitt mik­il­væg­asta fyr­ir­tæki lands­ins og að allt við­skipta­mód­elið sem teng­ist Kefla­vík­ur­flug­velli sé í raun og veru und­ir. Þar af leið­andi hafi þau í rík­is­stjórn­inni „sett kraft og tekið mjög alvar­lega þeirri stöðu sem er uppi komin hjá fyr­ir­tæk­in­u“.

Auglýsing

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, steig næst í pontu og spurði Bjarna hvort til væri grein­ing á því hvernig fjár­munir myndu skipt­ast milli fyr­ir­tækja vegna upp­sagna­leið­ar­innar og hvort eðli­legt væri að ráð­stafa svo stórum upp­hæðum til að verja hlutafé fyr­ir­tækis án þess að eiga nokkurn mögu­leika á að fá það með beinum hætti til baka og eign­ast tíma­bundið í fyr­ir­tæk­inu.

Logi Einarsson Mynd: Birgir Þór

Bjarni svar­aði Loga og sagði að hann teldi ekki eðli­legt að verja hlut­hafa fyr­ir­tækja með slíku inn­gripi. „Enda liggur það fyrir eins og ég er að skilja stöð­una að hlut­haf­arnir eru að verða fyrir stór­kost­legu tjóni þar sem félagið er að fara í hluta­fjár­út­boð sem vænt­an­lega mun þýða að hlut­haf­arnir núver­andi verða þynntir út. Og almennt um þá leið að ríkið taki stöðu sem hlut­hafi í fyr­ir­tækjum þá myndi ég segja að það ætti ávallt að vera síð­asti val­kost­ur­inn.“

Hvernig tryggir ríkið stöðu sína?

Hins vegar taldi Bjarni það sjálf­sagt að ræða þessa hluti. Ef ríkið gengi í ábyrgðir fyrir lánum eða veitti lán að spurt væri hvernig það gæti tryggt stöðu sína – og fé almenn­ings sem varið væri til slíkra aðgerða. „Fram til þessa höfum við náð sam­komu­lagi hér á þing­inu um að verja millj­arða tugum í þessum til­gangi. Til dæmis með brú­ar­lána­leið­inni [...] og stuðn­ings­lán­un­um. Þetta eru allt aðgerðir sem tryggja kröfur á fyr­ir­tæk­in. Hluta­starfa­leiðin hefur hins vegar verið öðru marki brennd. Þar höfum við ákveðið hér á þing­inu að fara þá leið að styðja fyr­ir­tæki vegna þess að við sjáum fyrir okkur að án stuðn­ings­ins myndi kostn­að­ur­inn hvort sem er lenda á rík­inu í gegnum atvinnu­leys­is­trygg­ing­ar, í gegnum ábyrgð­ar­sjóð launa og svo fram­veg­is. Og í þeim til­gangi að fara í almenna efna­hags­lega aðgerð, höfum við verið að feta okkur þessa slóð.“

Bjarni var þeirrar skoð­unar að þetta væru almennar efna­hags­legar aðgerðir sem meðal ann­ars Icelandair væri að njóta í þessu sam­hengi, og „að sjálf­sögðu er ekki til sund­ur­lið­aður listi yfir þau fyr­ir­tæki sem munu njóta þeirrar aðgerða sem kynntar voru hér í vik­unni vegna þess að við erum ekki einu sinni búin að lög­festa þær“. Þess vegna væri ekki hægt að ræða um lista yfir fyr­ir­tæki sem myndu nýta sér þær leiðir sem aðgerða­pakk­arnir bjóða upp á.

„En að sjálf­sögðu verða það opin­berar upp­lýs­ingar þegar fram í sækir hvernig úrræðið nýtt­ist og hverjir nýttu það. Í mínum huga er þetta almenn efna­hags­leg aðgerð sem við verðum að hafa trú á að skipti máli og við verðum að spyrja okkur hvað það myndi kosta ríkið til lengri tíma að gera ekki neitt,“ sagði Bjarni.

Eng­inn að tala um að gera ekk­ert

Logi kom aftur í pontu og sagði að eng­inn væri að tala um að gera ekki neitt, heldur með hvaða hætti ætti að gera það. Nú lægi fyrir að um það bil sjö millj­arðar myndu gagn­ast Icelandair beint og spurði hann hvort eðli­legt væri að almenn­ingur á Íslandi myndi verja sína stöðu – héldu flug­fé­lag­inu gang­andi en fengju pen­ing­ana til baka.

Fjár­mála­ráð­herra sagð­ist í fram­hald­inu ekki skilja af hverju Logi væri svona upp­tek­inn af þessu eina félagi. „Við erum hér með 35 þús­und manns í hluta­starfa­leið og það stefnir í að 50 þús­und manns verði í þeim úrræðum sem stjórn­völd hafa ann­að­hvort áður lög­fest eða eru núna að bregð­ast við,“ sagði hann.

Hann spurði hvers vegna Logi vildi ein­ungis ræða Icelanda­ir. Hvers vegna boð­aði Logi ekki þá stefnu sína að gegn stuðn­ingi við fyr­ir­tæki sem þurfa nauð­syn­lega að fá svig­rúm til að end­ur­skipu­leggja fjár­hag sinn vildi hann boða rík­i­s­væð­ingu allra slíkra fyr­ir­tækja. Logi kall­aði fram í og sagði að hann hefði ekki verið að tala um það. Bjarni sagð­ist þó skilja það þannig af orðum hans.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum óvinsæls smáflokks á Ítalíu eru á meðal þess sem hefur verið efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent