„Í öllum kreppum leita fjármagnseigendur tækifæra til að auka auð sinn“

Forseti ASÍ segir að eina aflið gegn græðgi fjármagnseigenda sé samstaða fólks og barátta fjöldahreyfinga. Aldrei hafi verið mikilvægara en einmitt núna að verja þau réttindi sem búið sé að semja um.

Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Auglýsing

„Í öllum kreppum leita fjár­magns­eig­endur tæki­færa til að auka auð sinn og kom­ast yfir fyr­ir­tæki, stofn­anir og jafn­vel heim­ili á bruna­út­sölu. Eina aflið gegn slíkri græðgi er sam­staða fólks og bar­átta fjölda­hreyf­inga. Við munum berj­ast gegn því að end­ur­reisnin verði byggð á að sam­eignir okkar verði seldar eða að slegið verði af kröfum um laun og aðbúnað vinn­andi fólks. Það hefur aldrei verið mik­il­væg­ara en einmitt núna að verja þau rétt­indi sem við höfum samið um. Við viljum ekki ástand þar sem atvinnu­laust fólk er svo örvænt­ing­ar­fullt að það und­ir­býður hvert annað í þeirri von að fá ein­hvern pen­ing í vas­ann. Eða að slakað sé á öryggi vinn­andi fólks í skjóli ástands­ins. Þetta er raun­veru­leg hætta hér á landi og um heim all­an.“ 

Þetta segir Drífa Snædal, for­seti ASÍ, í ávarpi sínu vegna 1. maí, bar­áttu­dags verka­lýðs­ins. Ávarp­ið, sem var tekið upp að þessu sinni vegna þess ástands sem varir út af COVID-19 far­aldr­in­um, er hægt að horfa á í heild sinni neðst í frétt­inni.

Hvorki ger­legt né æski­legt að leita í sama farið

Drífa segir þar að hér­lendis hafi nálg­unin við far­ald­ur­inn­verið skyn­sam­legt. Leitað hafi verið til fólks sem besta þekk­ingu hafi á far­öldrum og almanna­ör­yggi og fyr­ir­séð er að geta andað aðeins létt­ar, þó fyr­ir­var­arnir séu enn margir og verði áfram. „Alltaf búum við vel að því að eiga öfl­ugt heil­brigð­is­starfs­fólk og sam­eig­in­lega inn­viði, en aldrei hefur það verið jafn ljóst og nú. Við erum komin í þá stöðu á undan flestum ríkjum að geta ein­hent okkur í upp­bygg­ingu og næstu skref.“

Auglýsing
Það sé ein­kenn­andi að þau sam­fé­lög sem hafi náð að vernda fólk best gegn veirunni séu þau lönd þar sem sam­fé­lags­hugsun sé ríkj­andi í stað þeirrar hugs­unar að hver sé sjálfum sér næst­ur. „Við stöndum frammi fyrir efna­hag­skreppu og þá reynir á sam­fé­lags­hugs­un­ina. Við erum ekki öll á sama báti, óhugn­an­lega margir hafa misst vinnu og enn fleiri orðið fyrir skertum tekj­um. En þó við séum ekki á sama báti getum við sann­mælst um að tryggja fram­færslu fólks, grunn hins sið­mennt­aða sam­fé­lags, að fólk hafi til hnífs og skeið­ar, þak yfir höf­uðið og geti notið lífs­ins gæða. Við stöndum frammi fyrir stórum ákvörð­unum um fram­tíð­ina.“

Í huga Drífu er hvorki ger­legt né æski­legt að leita í sama far­ið. „Leið­ar­stef okkar við upp­bygg­ingu sam­fé­lags­ins og atvinnu­lífs­ins á að vera að allir hafi fram­færslu; vinn­andi fólk, fólk í atvinnu­leit, öryrkjar, aldr­aðir og náms­menn. Ef við tryggjum ekki fram­færslu fólks verður kreppan dýpri og erf­ið­ari bæði fyrir ein­stak­linga og okkur sem sam­fé­lag. Fram­færslu­trygg­ing er því lyk­il­at­riði í vörn og við­spyrn­u.“

Hún segir í ávarp­inu að Ísland sé fyr­ir­mynd ann­arra í við­brögðum við far­aldr­inum og hvetur til þess að Ísland verði líka fyr­ir­mynd í því hvernig landið byggi sig upp að nýju. „Við viljum byggja upp rétt­látt þjóð­fé­lag. Við skulum ein­setja okkur að eftir eitt ár, fyrsta maí árið 2021, verði búið að útrýma atvinnu­leysi með góðum og öruggum störf­um. Hér verðum við í fullum gangi að skapa ný tæki­færi fyrir fólk og fyr­ir­tæki í mat­væla­fram­leiðslu, heil­brigð­is­þjón­ustu, mennt­un, tækni og nýsköp­un. Við höfum styrkt okkar inn­viði og sam­eig­in­legar grunn­stoð­ir. Við getum horft stolt til baka þar sem lífs­kjörin voru var­in, komið var í veg fyrir að reikn­ingnum væri velt yfir á heim­ilin og jöfn­uður hafður að leið­ar­ljósi. Við búum við lýð­ræð­is­legt og opið sam­fé­lag. Um þetta sam­ein­umst við í dag, á bar­áttu­degi verka­lýðs­ins.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Starfslokasamningur fílanna
Danska ríkið greiddi nýlega jafnvirði 222 milljóna íslenskra króna vegna starfsloka fjögurra fíla sem ekki þurfa lengur að „vinna“. Dvalarheimili fílanna á Lálandi er 140 þúsund fermetrar að stærð.
Kjarninn 7. júní 2020
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent