„Í öllum kreppum leita fjármagnseigendur tækifæra til að auka auð sinn“

Forseti ASÍ segir að eina aflið gegn græðgi fjármagnseigenda sé samstaða fólks og barátta fjöldahreyfinga. Aldrei hafi verið mikilvægara en einmitt núna að verja þau réttindi sem búið sé að semja um.

Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Auglýsing

„Í öllum kreppum leita fjár­magns­eig­endur tæki­færa til að auka auð sinn og kom­ast yfir fyr­ir­tæki, stofn­anir og jafn­vel heim­ili á bruna­út­sölu. Eina aflið gegn slíkri græðgi er sam­staða fólks og bar­átta fjölda­hreyf­inga. Við munum berj­ast gegn því að end­ur­reisnin verði byggð á að sam­eignir okkar verði seldar eða að slegið verði af kröfum um laun og aðbúnað vinn­andi fólks. Það hefur aldrei verið mik­il­væg­ara en einmitt núna að verja þau rétt­indi sem við höfum samið um. Við viljum ekki ástand þar sem atvinnu­laust fólk er svo örvænt­ing­ar­fullt að það und­ir­býður hvert annað í þeirri von að fá ein­hvern pen­ing í vas­ann. Eða að slakað sé á öryggi vinn­andi fólks í skjóli ástands­ins. Þetta er raun­veru­leg hætta hér á landi og um heim all­an.“ 

Þetta segir Drífa Snædal, for­seti ASÍ, í ávarpi sínu vegna 1. maí, bar­áttu­dags verka­lýðs­ins. Ávarp­ið, sem var tekið upp að þessu sinni vegna þess ástands sem varir út af COVID-19 far­aldr­in­um, er hægt að horfa á í heild sinni neðst í frétt­inni.

Hvorki ger­legt né æski­legt að leita í sama farið

Drífa segir þar að hér­lendis hafi nálg­unin við far­ald­ur­inn­verið skyn­sam­legt. Leitað hafi verið til fólks sem besta þekk­ingu hafi á far­öldrum og almanna­ör­yggi og fyr­ir­séð er að geta andað aðeins létt­ar, þó fyr­ir­var­arnir séu enn margir og verði áfram. „Alltaf búum við vel að því að eiga öfl­ugt heil­brigð­is­starfs­fólk og sam­eig­in­lega inn­viði, en aldrei hefur það verið jafn ljóst og nú. Við erum komin í þá stöðu á undan flestum ríkjum að geta ein­hent okkur í upp­bygg­ingu og næstu skref.“

Auglýsing
Það sé ein­kenn­andi að þau sam­fé­lög sem hafi náð að vernda fólk best gegn veirunni séu þau lönd þar sem sam­fé­lags­hugsun sé ríkj­andi í stað þeirrar hugs­unar að hver sé sjálfum sér næst­ur. „Við stöndum frammi fyrir efna­hag­skreppu og þá reynir á sam­fé­lags­hugs­un­ina. Við erum ekki öll á sama báti, óhugn­an­lega margir hafa misst vinnu og enn fleiri orðið fyrir skertum tekj­um. En þó við séum ekki á sama báti getum við sann­mælst um að tryggja fram­færslu fólks, grunn hins sið­mennt­aða sam­fé­lags, að fólk hafi til hnífs og skeið­ar, þak yfir höf­uðið og geti notið lífs­ins gæða. Við stöndum frammi fyrir stórum ákvörð­unum um fram­tíð­ina.“

Í huga Drífu er hvorki ger­legt né æski­legt að leita í sama far­ið. „Leið­ar­stef okkar við upp­bygg­ingu sam­fé­lags­ins og atvinnu­lífs­ins á að vera að allir hafi fram­færslu; vinn­andi fólk, fólk í atvinnu­leit, öryrkjar, aldr­aðir og náms­menn. Ef við tryggjum ekki fram­færslu fólks verður kreppan dýpri og erf­ið­ari bæði fyrir ein­stak­linga og okkur sem sam­fé­lag. Fram­færslu­trygg­ing er því lyk­il­at­riði í vörn og við­spyrn­u.“

Hún segir í ávarp­inu að Ísland sé fyr­ir­mynd ann­arra í við­brögðum við far­aldr­inum og hvetur til þess að Ísland verði líka fyr­ir­mynd í því hvernig landið byggi sig upp að nýju. „Við viljum byggja upp rétt­látt þjóð­fé­lag. Við skulum ein­setja okkur að eftir eitt ár, fyrsta maí árið 2021, verði búið að útrýma atvinnu­leysi með góðum og öruggum störf­um. Hér verðum við í fullum gangi að skapa ný tæki­færi fyrir fólk og fyr­ir­tæki í mat­væla­fram­leiðslu, heil­brigð­is­þjón­ustu, mennt­un, tækni og nýsköp­un. Við höfum styrkt okkar inn­viði og sam­eig­in­legar grunn­stoð­ir. Við getum horft stolt til baka þar sem lífs­kjörin voru var­in, komið var í veg fyrir að reikn­ingnum væri velt yfir á heim­ilin og jöfn­uður hafður að leið­ar­ljósi. Við búum við lýð­ræð­is­legt og opið sam­fé­lag. Um þetta sam­ein­umst við í dag, á bar­áttu­degi verka­lýðs­ins.“

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar.
„Umgangist einungis þá sem þið búið með“
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar brýndi fyrir landsmönnum að sýna meiri ábyrgð í glímunni við veiruna í ávarpi í gær. Átta manna samkomutakmarkanir taka gildi víða í landinu á morgun, en þó ekki alls staðar.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Ólafur Margeirsson
Eru 307 þúsund króna atvinnuleysisbætur rétta leiðin?
Kjarninn 23. nóvember 2020
Félag fréttamanna gagnrýnir yfirstjórn RÚV og stjórnvöld fyrir niðurskurð á fréttastofu
Stöðugildum á fréttastofu RÚV mun fækka um alls níu vegna niðurskurðar. Á meðal þeirra sem sagt var upp er starfsmaður með rúmlega aldarfjórðungs starfsaldur sem staðið hefur í viðræðum við yfirstjórn RÚV vegna vangoldinna yfirvinnugreiðslna.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Telja áhrif þess að afnema stimpilgjald af íbúðarhúsnæði óveruleg
Átta þingmenn Sjálfstæðisflokks lögðu í síðasta mánuði fram frumvarp um afnám stimpilgjalda. Það er í sjötta sinn sem frumvarpið er lagt fram. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun telur afnámið líklegt til að hækka íbúðarverð.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Flokkur fólksins sækir fylgið til ómenntaðra og tekjulágra á Suðurlandi og Suðurnesjum
Fylgi Flokks fólksins hefur ekki mælst mikið síðastliðið ár. Í nóvember er meðaltalsfylgið 3,9 prósent sem myndi líkast til ekki duga flokknum til að fá þingmann. Áferð kjósenda Flokks fólksins er þó enn svipuð því sem hún var fyrir rúmum þremur árum.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Uwięzieni w płomieniach
Co wydarzyło się na miejscu pożaru przy Bræðraborgarstígur i jak potoczyły się losy tych, którzy go przeżyli? Poniżej znajduje się podsumowanie obszernej serii artykułów na temat tej tragedii opublikowanych przez Kjarninn.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Húsnæði Kauphallarinnar
Verðlagning íslenskra félaga bjartsýnni en áður
Fjárfestum finnst meira varið í flest fyrirtæki í Kauphöllinni heldur en ársreikningar þeirra segja til um og hefur sá mælikvarði hækkað á síðustu árum. Verðlagningin er þó nokkuð lægri en í kauphöllum hinna Norðurlandanna.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Geðheilsa þjóðar í krísu
Áhrif COVID-19 á samfélagið eru mikil og víða marka afleiðinga sjúkdómsins og sóttvarnaaðgerða djúp spor. Fyrirséð er að efnahagsáhrif verða mikil enda atvinnuleysi við það mesta sem Íslendingar hafa séð í áraraðir.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent