Segir verkalýðshreyfinguna vera að vígbúast

Formaður VR vill að almenningur sé upplýstur um hverjir séu að kaupa og selja gjaldeyri á Íslandi, að starfsmönnum verði boðið að taka yfir fyrirtæki fari þau í þrot, að fjármunir úr skattaskjólum verði ekki gjaldgengir og að fyrirtækjalýðræði komist á.

Ragnar Þór Ingólfsson sést hér halda ræðu á baráttudegi verkalýðsins fyrir tveimur árum. Aðstæður gera honum ókleift að halda slíka í dag.
Ragnar Þór Ingólfsson sést hér halda ræðu á baráttudegi verkalýðsins fyrir tveimur árum. Aðstæður gera honum ókleift að halda slíka í dag.
Auglýsing

„Ef stjórn­völd og atvinnu­lífið halda því fram að aðgerðir sem und­an­skilja almenn­ing hafi ekki afleið­ingar þá er það mik­ill mis­skiln­ing­ur. Bús­á­hald­ar­bylt­ingin er ágætis dæmi um það. Þar var fólkið skilið eftir og verka­lýðs­hreyf­ingin sat með hendur í skauti á hlið­ar­lín­unni á meðan fólk­inu var fórnað fyrir fjár­mála­kerf­ið. Sú breyt­ing sem hefur orðið að und­an­förnu er að verka­lýðs­hreyf­ingin er ekki á hlið­ar­lín­unni lengur og situr svo sann­ar­lega ekki með hendur í skauti. Hún er að víg­bú­ast. Og ef stjórn­völd vilja aðra bús­á­hald­ar­bylt­ingu þá verður hún með þátt­töku verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar sem bak­land. Það mun ekki standa á okk­ur.“

Þetta segir Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, í grein sem hann birtir á heima­síðu þessa stærsta stétt­ar­fé­lags lands­ins í til­efni af 1. maí, bar­áttu­degi verka­lýðs­ins. 

Óein­ing hefur verið innan verka­lýðs­for­yst­unnar und­an­farið sem leiddi meðal ann­ars til þess að Ragnar sagði sig úr mið­stjórn ASÍ og Vil­hjálmur Birg­is­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, sagði af sér sem fyrsti vara­for­seti sam­bands­ins. Í kjöl­farið ákváðu stétt­ar­fé­lögin VR, Fram­sýn og Verka­lýðs­fé­lag Akra­nes að ræða við Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA) um það hvernig hægt er að verja kjara­samn­inga, kaup­mátt og störf án aðkomu ASÍ. 

Gæta ekki sætt sig við að fámennur hópur taki allar ákvarð­anir

Í grein­inni segir Ragnar að þótt verka­lýðs­hreyf­ingin virð­ist sund­ur­leit í dag þá sé það vegna þess að for­svars­menn innan hennar eru ekki sam­mála um leiðir að sama mark­miði. Það sé ekki slæmt því betra sé að virkja ólík öfl og ólík sjón­ar­mið í stað þess að sætta þau í kringum lægsta sam­nefnar­ann eða aðgerð­ar­leysi eins og við hann segir fólk eiga að þekkja svo vel úr stjórn­mál­un­um. 

Auglýsing
Þvert á móti sýni þessi staða hversu mikið hjarta og til­finn­ingar sé í hreyf­ing­unni. „Við getum ekki sætt okkur við það að fámennur hópur í stjórn­ar­ráð­inu taki allar ákvarð­anir í þessu ástandi einn og óstudd­ur. Við munum ekki sætta okkur við það. Það gengur ekki heldur fyrir sam­fé­lagið að það bíði með hjartað í bux­unum eftir aðgerð­ar­pökkum sem hags­muna­að­ilar og stjórn­ar­and­staðan kepp­ast svo við að skjóta í kaf. Það er ekki á bæt­andi á þá miklu óvissu sem framundan er. Þessum vinnu­brögðum verður að breyta ef ein­hver mögu­leiki er á sátt­um. Að öðrum kosti munu stjórn­völd fá hreyf­ing­una og almenn­ing í fang­ið. Það verður ekki öfunds­vert vega­nesti inn í kosn­inga­ár­ið.“

Ragnar segir að á næstu árum muni þurfa að end­ur­skoða grunn­kerfi og vinnu­mark­að­inn. Það verði ekki gert án aðkomu eða for­sendna verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. „Það er því ljóst að verk­efnin sem verka­lýðs­hreyf­ingin þarf að ráð­ast í á næstu miss­erum eru æði mörg og því ágætt á degi eins og í dag að minn­ast þeirra sem á undan hafa komið og rutt braut­ina.“

Vill upp­lýsa um hverjir kaupi og selji gjald­eyri

Í grein­inni skiptir Ragnar stefnu­málum VR upp í ann­ars vegar „Vörn­ina“ og hins vegar „Sókn­ina“. Á meðal þess sem telst til „Varn­ar­inn­ar“ er að öllum mark­miðum Lífs­kjara­samn­ings­ins verði náð fyrir haust­ið, að Seðla­bank­inn noti sinn forða til að halda geng­inu stöð­ugu með gjald­eyr­is­forða eða höftum og að „opið og upp­lýst almenn­ingi hverjir eru að kaupa og selja gjald­eyri á Ísland­i.“ 

Þá vill hann að vísi­tala neyslu­verðs til verð­trygg­ingar á lánum og leigu­samn­ingum verði fryst, að ákveðin skref verði tekin til að afnema verð­trygg­ingu neyt­enda­lána og að „fjár­mála­fyr­ir­tæki og stofn­anir skili vaxta­lækk­unum og lækkun á banka­skatti til neyt­enda.“ Ragnar vill enn fremur að beinar greiðslur í gegnum barna­bóta­kerfið og hús­næð­is­stuðn­ingur verði auk­inn, að greiðslur til líf­eyr­is­þega verða hækk­aðar og skerð­ingar þeirra lækk­að­ar, að fast­eigna­gjöld, leik­skóla­gjöld og fæð­is­kostn­aður skóla­barna verði felld niður hjá for­eldrum barna sem eru atvinnu­lausir að hluta eða öllu leyti og að tekju­tengdar atvinnu­leys­is­bætur verði hækk­aðar og mögu­leiki að vera á þeim í sex mán­uði eða lengur og við­mið­un­ar­tíma­bil varð­andi tekjur verði útvíkk­að. Þá vill hann að allur stuðn­ingur hins opin­bera við fyr­ir­tæki verði þeim kvöðum háð að þau vinni ekki gegn sam­fé­lags­legum gildum og hags­munum almenn­ings.

Að pen­ingar úr skatta­skjólum verði ekki gjald­gengir

Til „Sókn­ar­inn­ar“ telst að hlut­deild­ar­lánum verði komið á, að stofn­fram­lög í almenna íbúða­kerfið verði auk­in, að opnað verði fyrir inn­göngu í fram­halds- og háskóla og á lána­mögu­leika og styrki í gegnum LÍN og verð­trygg­ing náms­lána verði felld niður eða þeim breytt í styrk. Ragnar vill líka stór­auka og flýta inn­viða­upp­bygg­ingu á vegum rík­is­ins, útvíkka „Allir vinna" átakið enn frekar, koma á fyr­ir­tækja­lýð­ræði með lögum þar sem starfs­fólki verði tryggt sæti í stjórnum fyr­ir­tækja og að ráð­ist verði í heild­ar­end­ur­skoðun á skatt­kerf­inu með auk­inn jöfnuð að leið­ar­ljósi.

Þá vill hann að starfs­mönnum fyr­ir­tækja verði boðið að taka þau yfir fari þau í þrot, að eft­ir­lit verði eflt með skattaund­anskotum og færslu fjár­muna til aflandseyja og að fjár­munir úr skatta­skjólum verði ekki gjald­gengir í íslensku hag­kerfi. End­ur­skoðun eigi að fara fram á auð­linda­stefnu þjóð­ar­innar og tryggja eign­ar­hald almenn­ings til fram­tíð­ar, að vinna verði hafin við að end­ur­skoða líf­eyr­is- og almanna­trygg­inga­kerfið og að umræða verði hafin um óskerta fram­færslu. Að lokum vill Ragnar þjóð­ar­á­tak í nýsköpun með áherslu, hags­muni og vel­ferð launa­fólks og umhverf­is­mál að leið­ar­ljósi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Starfslokasamningur fílanna
Danska ríkið greiddi nýlega jafnvirði 222 milljóna íslenskra króna vegna starfsloka fjögurra fíla sem ekki þurfa lengur að „vinna“. Dvalarheimili fílanna á Lálandi er 140 þúsund fermetrar að stærð.
Kjarninn 7. júní 2020
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent