Segir verkalýðshreyfinguna vera að vígbúast

Formaður VR vill að almenningur sé upplýstur um hverjir séu að kaupa og selja gjaldeyri á Íslandi, að starfsmönnum verði boðið að taka yfir fyrirtæki fari þau í þrot, að fjármunir úr skattaskjólum verði ekki gjaldgengir og að fyrirtækjalýðræði komist á.

Ragnar Þór Ingólfsson sést hér halda ræðu á baráttudegi verkalýðsins fyrir tveimur árum. Aðstæður gera honum ókleift að halda slíka í dag.
Ragnar Þór Ingólfsson sést hér halda ræðu á baráttudegi verkalýðsins fyrir tveimur árum. Aðstæður gera honum ókleift að halda slíka í dag.
Auglýsing

„Ef stjórn­völd og atvinnu­lífið halda því fram að aðgerðir sem und­an­skilja almenn­ing hafi ekki afleið­ingar þá er það mik­ill mis­skiln­ing­ur. Bús­á­hald­ar­bylt­ingin er ágætis dæmi um það. Þar var fólkið skilið eftir og verka­lýðs­hreyf­ingin sat með hendur í skauti á hlið­ar­lín­unni á meðan fólk­inu var fórnað fyrir fjár­mála­kerf­ið. Sú breyt­ing sem hefur orðið að und­an­förnu er að verka­lýðs­hreyf­ingin er ekki á hlið­ar­lín­unni lengur og situr svo sann­ar­lega ekki með hendur í skauti. Hún er að víg­bú­ast. Og ef stjórn­völd vilja aðra bús­á­hald­ar­bylt­ingu þá verður hún með þátt­töku verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar sem bak­land. Það mun ekki standa á okk­ur.“

Þetta segir Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, í grein sem hann birtir á heima­síðu þessa stærsta stétt­ar­fé­lags lands­ins í til­efni af 1. maí, bar­áttu­degi verka­lýðs­ins. 

Óein­ing hefur verið innan verka­lýðs­for­yst­unnar und­an­farið sem leiddi meðal ann­ars til þess að Ragnar sagði sig úr mið­stjórn ASÍ og Vil­hjálmur Birg­is­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, sagði af sér sem fyrsti vara­for­seti sam­bands­ins. Í kjöl­farið ákváðu stétt­ar­fé­lögin VR, Fram­sýn og Verka­lýðs­fé­lag Akra­nes að ræða við Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA) um það hvernig hægt er að verja kjara­samn­inga, kaup­mátt og störf án aðkomu ASÍ. 

Gæta ekki sætt sig við að fámennur hópur taki allar ákvarð­anir

Í grein­inni segir Ragnar að þótt verka­lýðs­hreyf­ingin virð­ist sund­ur­leit í dag þá sé það vegna þess að for­svars­menn innan hennar eru ekki sam­mála um leiðir að sama mark­miði. Það sé ekki slæmt því betra sé að virkja ólík öfl og ólík sjón­ar­mið í stað þess að sætta þau í kringum lægsta sam­nefnar­ann eða aðgerð­ar­leysi eins og við hann segir fólk eiga að þekkja svo vel úr stjórn­mál­un­um. 

Auglýsing
Þvert á móti sýni þessi staða hversu mikið hjarta og til­finn­ingar sé í hreyf­ing­unni. „Við getum ekki sætt okkur við það að fámennur hópur í stjórn­ar­ráð­inu taki allar ákvarð­anir í þessu ástandi einn og óstudd­ur. Við munum ekki sætta okkur við það. Það gengur ekki heldur fyrir sam­fé­lagið að það bíði með hjartað í bux­unum eftir aðgerð­ar­pökkum sem hags­muna­að­ilar og stjórn­ar­and­staðan kepp­ast svo við að skjóta í kaf. Það er ekki á bæt­andi á þá miklu óvissu sem framundan er. Þessum vinnu­brögðum verður að breyta ef ein­hver mögu­leiki er á sátt­um. Að öðrum kosti munu stjórn­völd fá hreyf­ing­una og almenn­ing í fang­ið. Það verður ekki öfunds­vert vega­nesti inn í kosn­inga­ár­ið.“

Ragnar segir að á næstu árum muni þurfa að end­ur­skoða grunn­kerfi og vinnu­mark­að­inn. Það verði ekki gert án aðkomu eða for­sendna verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. „Það er því ljóst að verk­efnin sem verka­lýðs­hreyf­ingin þarf að ráð­ast í á næstu miss­erum eru æði mörg og því ágætt á degi eins og í dag að minn­ast þeirra sem á undan hafa komið og rutt braut­ina.“

Vill upp­lýsa um hverjir kaupi og selji gjald­eyri

Í grein­inni skiptir Ragnar stefnu­málum VR upp í ann­ars vegar „Vörn­ina“ og hins vegar „Sókn­ina“. Á meðal þess sem telst til „Varn­ar­inn­ar“ er að öllum mark­miðum Lífs­kjara­samn­ings­ins verði náð fyrir haust­ið, að Seðla­bank­inn noti sinn forða til að halda geng­inu stöð­ugu með gjald­eyr­is­forða eða höftum og að „opið og upp­lýst almenn­ingi hverjir eru að kaupa og selja gjald­eyri á Ísland­i.“ 

Þá vill hann að vísi­tala neyslu­verðs til verð­trygg­ingar á lánum og leigu­samn­ingum verði fryst, að ákveðin skref verði tekin til að afnema verð­trygg­ingu neyt­enda­lána og að „fjár­mála­fyr­ir­tæki og stofn­anir skili vaxta­lækk­unum og lækkun á banka­skatti til neyt­enda.“ Ragnar vill enn fremur að beinar greiðslur í gegnum barna­bóta­kerfið og hús­næð­is­stuðn­ingur verði auk­inn, að greiðslur til líf­eyr­is­þega verða hækk­aðar og skerð­ingar þeirra lækk­að­ar, að fast­eigna­gjöld, leik­skóla­gjöld og fæð­is­kostn­aður skóla­barna verði felld niður hjá for­eldrum barna sem eru atvinnu­lausir að hluta eða öllu leyti og að tekju­tengdar atvinnu­leys­is­bætur verði hækk­aðar og mögu­leiki að vera á þeim í sex mán­uði eða lengur og við­mið­un­ar­tíma­bil varð­andi tekjur verði útvíkk­að. Þá vill hann að allur stuðn­ingur hins opin­bera við fyr­ir­tæki verði þeim kvöðum háð að þau vinni ekki gegn sam­fé­lags­legum gildum og hags­munum almenn­ings.

Að pen­ingar úr skatta­skjólum verði ekki gjald­gengir

Til „Sókn­ar­inn­ar“ telst að hlut­deild­ar­lánum verði komið á, að stofn­fram­lög í almenna íbúða­kerfið verði auk­in, að opnað verði fyrir inn­göngu í fram­halds- og háskóla og á lána­mögu­leika og styrki í gegnum LÍN og verð­trygg­ing náms­lána verði felld niður eða þeim breytt í styrk. Ragnar vill líka stór­auka og flýta inn­viða­upp­bygg­ingu á vegum rík­is­ins, útvíkka „Allir vinna" átakið enn frekar, koma á fyr­ir­tækja­lýð­ræði með lögum þar sem starfs­fólki verði tryggt sæti í stjórnum fyr­ir­tækja og að ráð­ist verði í heild­ar­end­ur­skoðun á skatt­kerf­inu með auk­inn jöfnuð að leið­ar­ljósi.

Þá vill hann að starfs­mönnum fyr­ir­tækja verði boðið að taka þau yfir fari þau í þrot, að eft­ir­lit verði eflt með skattaund­anskotum og færslu fjár­muna til aflandseyja og að fjár­munir úr skatta­skjólum verði ekki gjald­gengir í íslensku hag­kerfi. End­ur­skoðun eigi að fara fram á auð­linda­stefnu þjóð­ar­innar og tryggja eign­ar­hald almenn­ings til fram­tíð­ar, að vinna verði hafin við að end­ur­skoða líf­eyr­is- og almanna­trygg­inga­kerfið og að umræða verði hafin um óskerta fram­færslu. Að lokum vill Ragnar þjóð­ar­á­tak í nýsköpun með áherslu, hags­muni og vel­ferð launa­fólks og umhverf­is­mál að leið­ar­ljósi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent