Hærri upphæð greidd í atvinnuleysisbætur í dag en var greidd allt árið 2018

Baráttudagur verkalýðsins fer fram í skugga metatvinnuleysis á Íslandi. Rúmur fjórðungur vinnumarkaðarins er atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Um tólf milljarðar verða greiddir út í bætur um mánaðamótin. Allt árið 2009 voru greiddir út 28 milljarðar.

1. maí í fyrra fylktist fólk í kröfugöngur til að berjast fyrir bættum kjörum. Í dag blasir önnur mynd við og engin kröfugöngur haldnar vegna COVID-19 faraldursins.
1. maí í fyrra fylktist fólk í kröfugöngur til að berjast fyrir bættum kjörum. Í dag blasir önnur mynd við og engin kröfugöngur haldnar vegna COVID-19 faraldursins.
Auglýsing

Bar­áttu­dagur verka­lýðs­ins fer fram í skugga meta­tvinnu­leysis á Íslandi. Rúmur fjórð­ungur vinnu­mark­að­ar­ins er atvinnu­laus að öllu leyti eða hluta. Um tólf millj­arðar króna verða greiddir út í bætur um mán­aða­mót­in. Allt árið 2009 voru greiddir út 28 millj­arð­ar.

Um 55 þús­und manns eru atvinnu­lausir að hluta eða öllu leyti eins og sakir standa. Í gær höfðu tæp­lega 36 þús­und umsóknir borist Vinnu­mála­stofnun um að fara á hluta­bóta­leið­ina svoköll­uðu, en í henni felst að hið opin­bera greiðir allt að 75 pró­sent af launum við­kom­andi upp á til­tek­inni upp­hæð gegn því að atvinnu­rek­andi greiði það sem upp á vantar og við­haldi þannig ráðn­ing­ar­sam­band­i. 

Unnur Sverr­is­dótt­ir, for­stjóri Vinnu­mála­stofn­un­ar, sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag að stofn­un­inni reikn­ist til að um tólf millj­arðar króna verði greiddir út til atvinnu­lausra, og þeirra sem eru í skertu starfs­hlut­falli, um þessi mán­aða­mót.

Auglýsing
Sú upp­hæð er hærri en heild­ar­greiðslur vegna greiðslu atvinnu­leys­is­bóta nam á öllu árinu 2018, þegar Vinnu­mála­stofnun greiddi alls út ell­efu millj­arða króna í slíkar bætur á öllu árinu til alls 9.853 manns vegna atvinnu­leysis í lengri eða skemmri tíma, sam­kvæmt tölum sem birt­ust í síð­ustu útgáfu Tíundar, frétta­blaðs rík­is­skatt­stjóra. Frá banka­hruni höfðu ekki jafn fáir ein­stak­lingar fengið greiddar bætur og á því ári. Metárið í útgreiðslu atvinnu­leys­is­bóta hingað til var árið 2009, þegar alls voru greiddar út 27,9 millj­arðar króna í bætur til 29.271 manns. Við­búið er að Vinnu­mála­stofnun muni greiða út þá upp­hæð á rúmum tveimur mán­uðum á þessu ári.

Þús­undum sagt upp í áður óséðum hóp­upp­sögnum

Fjöldi þeirra sem eru alveg án atvinnu hefur rokið upp síð­ustu daga, sér­stak­lega eftir að rík­is­stjórnin kynnti á þriðju­dag úrræði sem felur í sér að rík­is­sjóður muni greiða stóran hluta launa starfs­fólks á upp­sagn­ar­fresti. Ekk­ert frum­varp hefur verið lagt fram um málið og einu upp­lýs­ing­arnar sem liggja fyrir um fram­kvæmd­ina eru þær sem komu fram í orðum ráða­manna á kynn­ing­unni á þriðju­dag. Þar sagði að rík­is­stuðn­ing­ur­inn verði í formi greiðslu að hámarki 633 þús­und krónur á mán­uði í allt að þrjá mán­uði auk orlofs og muni ein­skorð­­ast við fyr­ir­tæki sem orðið hafa fyrir að lág­­marki 75 pró­­sent tekju­­falli og sjá fram á áfram­hald­andi tekju­­fall að minnsta kosti út þetta ár. Hámarks­hlut­fall stuðn­ings rík­is­ins verður 85 pró­sent en stjórn­völd áætla að fjórð­ungur fyr­ir­tækja hafi orðið fyrir nægi­lega miklu tekju­tapi til að geta nýtt þennan styrk. 

Eftir að yfir­lýs­ing rík­is­stjórn­ar­innar var gefin út hrönn­uð­ust til­kynn­ingar um hóp­upp­sagnir inn til Vinnu­mála­stofn­un­ar. Nú gátu enda fyr­ir­tæki sagt upp fólki án þess að bera kostnað af upp­sagn­ar­fresti sem flest þeirra áttu ekki fyr­ir. Sam­hliða var, að minnsta kosti í sumum til­fell­um, eigið fé og hlutafé var­ið. Eig­endur fyr­ir­tækja gátu haldið eign sinni, sem oft á tíðum felur í sér allskyns atvinnu­tæki eða hús­næði auk við­skipta­sam­banda og vöru­merkja, en losað sig undan stærsta kostn­að­ar­liðnum í rekstr­in­um. Þessi aðferð hefur verið kölluð að „leggj­ast í hýð­i“. 

Í apríl urðu hóp­upp­sagnir alls 51 tals­ins. Í þeim var 4.210 starfs­mönnum sagt upp. Stærsta ein­staka upp­sögnin var hjá Icelandair Group, sem sagði upp 2.140 manns til við­bótar við þá 230 sem félagið sagði upp í lok mars. Lík­legra er enn ekki að þessar tölur muni hækka. Nær öll fyr­ir­tækin sem til­kynntu hóp­upp­sagnir starfa í ferða­þjón­ustu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirlitsmynd af öllum fyrirhuguðum landfyllingum og dýpkunarsvæði.
Vilja dýpka Viðeyjarsund og losa efni við Engey
Til að dýpka Viðeyjarsund í 10 og 12,5 metra, líkt og Faxaflóahafnir stefna að, þarf að fjarlægja rúmlega þrjár milljónir rúmmetra af efni af hafsbotni. Hluta efnisins á að nýta í landfyllingar en varpa afganginum í hafið við Engey.
Kjarninn 19. janúar 2021
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka.
Sérstakur transskattur „ósanngjarn og óréttlátur“
Þingmaður gagnrýndi á þingi í dag gjald sem Þjóðskrá rukkar fólk sem vill breyta skráningu á kyni sínu. „Þingið þarf að viðurkenna að þarna varð okkur á í messunni, leiðrétta mistökin og afnema transskattinn strax.“
Kjarninn 19. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent