Hærri upphæð greidd í atvinnuleysisbætur í dag en var greidd allt árið 2018

Baráttudagur verkalýðsins fer fram í skugga metatvinnuleysis á Íslandi. Rúmur fjórðungur vinnumarkaðarins er atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Um tólf milljarðar verða greiddir út í bætur um mánaðamótin. Allt árið 2009 voru greiddir út 28 milljarðar.

1. maí í fyrra fylktist fólk í kröfugöngur til að berjast fyrir bættum kjörum. Í dag blasir önnur mynd við og engin kröfugöngur haldnar vegna COVID-19 faraldursins.
1. maí í fyrra fylktist fólk í kröfugöngur til að berjast fyrir bættum kjörum. Í dag blasir önnur mynd við og engin kröfugöngur haldnar vegna COVID-19 faraldursins.
Auglýsing

Bar­áttu­dagur verka­lýðs­ins fer fram í skugga meta­tvinnu­leysis á Íslandi. Rúmur fjórð­ungur vinnu­mark­að­ar­ins er atvinnu­laus að öllu leyti eða hluta. Um tólf millj­arðar króna verða greiddir út í bætur um mán­aða­mót­in. Allt árið 2009 voru greiddir út 28 millj­arð­ar.

Um 55 þús­und manns eru atvinnu­lausir að hluta eða öllu leyti eins og sakir standa. Í gær höfðu tæp­lega 36 þús­und umsóknir borist Vinnu­mála­stofnun um að fara á hluta­bóta­leið­ina svoköll­uðu, en í henni felst að hið opin­bera greiðir allt að 75 pró­sent af launum við­kom­andi upp á til­tek­inni upp­hæð gegn því að atvinnu­rek­andi greiði það sem upp á vantar og við­haldi þannig ráðn­ing­ar­sam­band­i. 

Unnur Sverr­is­dótt­ir, for­stjóri Vinnu­mála­stofn­un­ar, sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag að stofn­un­inni reikn­ist til að um tólf millj­arðar króna verði greiddir út til atvinnu­lausra, og þeirra sem eru í skertu starfs­hlut­falli, um þessi mán­aða­mót.

Auglýsing
Sú upp­hæð er hærri en heild­ar­greiðslur vegna greiðslu atvinnu­leys­is­bóta nam á öllu árinu 2018, þegar Vinnu­mála­stofnun greiddi alls út ell­efu millj­arða króna í slíkar bætur á öllu árinu til alls 9.853 manns vegna atvinnu­leysis í lengri eða skemmri tíma, sam­kvæmt tölum sem birt­ust í síð­ustu útgáfu Tíundar, frétta­blaðs rík­is­skatt­stjóra. Frá banka­hruni höfðu ekki jafn fáir ein­stak­lingar fengið greiddar bætur og á því ári. Metárið í útgreiðslu atvinnu­leys­is­bóta hingað til var árið 2009, þegar alls voru greiddar út 27,9 millj­arðar króna í bætur til 29.271 manns. Við­búið er að Vinnu­mála­stofnun muni greiða út þá upp­hæð á rúmum tveimur mán­uðum á þessu ári.

Þús­undum sagt upp í áður óséðum hóp­upp­sögnum

Fjöldi þeirra sem eru alveg án atvinnu hefur rokið upp síð­ustu daga, sér­stak­lega eftir að rík­is­stjórnin kynnti á þriðju­dag úrræði sem felur í sér að rík­is­sjóður muni greiða stóran hluta launa starfs­fólks á upp­sagn­ar­fresti. Ekk­ert frum­varp hefur verið lagt fram um málið og einu upp­lýs­ing­arnar sem liggja fyrir um fram­kvæmd­ina eru þær sem komu fram í orðum ráða­manna á kynn­ing­unni á þriðju­dag. Þar sagði að rík­is­stuðn­ing­ur­inn verði í formi greiðslu að hámarki 633 þús­und krónur á mán­uði í allt að þrjá mán­uði auk orlofs og muni ein­skorð­­ast við fyr­ir­tæki sem orðið hafa fyrir að lág­­marki 75 pró­­sent tekju­­falli og sjá fram á áfram­hald­andi tekju­­fall að minnsta kosti út þetta ár. Hámarks­hlut­fall stuðn­ings rík­is­ins verður 85 pró­sent en stjórn­völd áætla að fjórð­ungur fyr­ir­tækja hafi orðið fyrir nægi­lega miklu tekju­tapi til að geta nýtt þennan styrk. 

Eftir að yfir­lýs­ing rík­is­stjórn­ar­innar var gefin út hrönn­uð­ust til­kynn­ingar um hóp­upp­sagnir inn til Vinnu­mála­stofn­un­ar. Nú gátu enda fyr­ir­tæki sagt upp fólki án þess að bera kostnað af upp­sagn­ar­fresti sem flest þeirra áttu ekki fyr­ir. Sam­hliða var, að minnsta kosti í sumum til­fell­um, eigið fé og hlutafé var­ið. Eig­endur fyr­ir­tækja gátu haldið eign sinni, sem oft á tíðum felur í sér allskyns atvinnu­tæki eða hús­næði auk við­skipta­sam­banda og vöru­merkja, en losað sig undan stærsta kostn­að­ar­liðnum í rekstr­in­um. Þessi aðferð hefur verið kölluð að „leggj­ast í hýð­i“. 

Í apríl urðu hóp­upp­sagnir alls 51 tals­ins. Í þeim var 4.210 starfs­mönnum sagt upp. Stærsta ein­staka upp­sögnin var hjá Icelandair Group, sem sagði upp 2.140 manns til við­bótar við þá 230 sem félagið sagði upp í lok mars. Lík­legra er enn ekki að þessar tölur muni hækka. Nær öll fyr­ir­tækin sem til­kynntu hóp­upp­sagnir starfa í ferða­þjón­ustu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent