Þingmenn búnir að fá launaseðilinn – Fá greidda afturvirka launahækkun

Launahækkun alþingismanna og ráðherra er komin til framkvæmda. Hún tók gildi um liðin áramót en fyrir mistök voru viðbótarlaunin ekki greidd út síðustu mánuði. Það hefur nú verið leiðrétt og ráðamenn fengið afturvirka greiðslu.

Þingsetning 10. sept 2019
Auglýsing

„Nú er kom­inn launa­seð­ill fyrir næsta mán­uð. Hækk­unin er komin og aft­ur­virk. Það þýðir útborguð laun með leið­rétt­ing­unni eftir skatta upp á 915 þús­und krónur (1.518.069 kr fyrir skatt með leið­rétt­ing­unn­i).“ 

Þetta skrifar Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, í stöðu­upp­færslu á Face­book. 

Nú er kom­inn launa­seð­ill fyrir næsta mán­uð. Hækk­unin er komin og aft­ur­virk. Það þýðir útborguð laun með leið­rétt­ing­unn­i...

Posted by Björn Leví Gunn­ars­son on Thurs­day, April 30, 2020

Kjarn­inn greindi frá því 8. apríl að laun alþing­is­­manna, ráð­herra, ráðu­­neyt­is­­stjóra og ann­­arra æðstu emb­ætt­is­­manna hefðu hækkað um 6,3 pró­­sent frá 1. jan­úar síð­­ast­lið­inn. ­Fyrir mis­tök var launa­hækk­unin hins vegar ekki greidd út síð­ustu mán­uði og því fá þing­menn og ráð­herrar hana greidda nú um mán­aða­mótin aft­ur­virka frá ára­mót­um.

Auglýsing
Grunnlaun þing­­manna hækk­uðu þá um tæpar 70 þús­und krónur á mán­uði í 1.170.569 krónur á mán­uð. Laun for­­sæt­is­ráð­herra hækk­uðu um 127 þús­und krónur á mán­uði í 2.149.200 krónur á mán­uði og laun ráð­herra hækk­uðu í 1.941.328 krónur á mán­uði, eða um 115.055 krónur á mán­uði.

Skömmu áður hafði verið greint frá því að Alþingi hefði sam­­þykkt að lög­­á­kveðin hækkun sem var áætluð 1. júlí 2020 yrði frestað til 1. jan­úar 2021. Þetta var gert vegna yfir­­stand­andi aðstæðna sem rekja má til útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­­dómnum og þeirra miklu efna­hags­­legu afleið­inga sem hún hefur í för með sér. 

Hún verður í sam­ræmi við hækkun á launa­­vísi­­tölu Hag­­stof­unnar vegna árs­ins 2019. Sú frestun hafði þó, sam­­kvæmt svari ráðu­­neyt­is­ins til Kjarn­ans, engin áhrif á gild­is­­töku launa­hækk­­un­­ar­innar sem frestað var í fyrra.

P­írat­­ar, Sam­­fylk­ing­in, Flokkur fólks­ins og óháði þing­mað­ur­inn Andrés Ingi Jóns­son lögðu nýverið fram frum­varp  sem í fólst að fella niður launa­hækkun þing­­manna og ráð­herra sem tók gildi 1. jan­úar síð­­ast­lið­inn og frysta laun þeirra út tíma­bil­ið. Fyrsta umræða um málið fór fram í fyrra­dag.

Yfir 50 þús­und manns, rúm­lega fjórð­ungur íslensks atvinnu­mark­að­ar, eru sem stendur atvinnu­lausir að hluta eða öllu leyti. Í þess­ari viku hafa á fimmta þús­und manns hið minnsta misst vinn­una í hóp­upp­sögn­um, að lang­mestu leyti fólk sem starf­aði hjá ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækj­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals um ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent