Þingmenn búnir að fá launaseðilinn – Fá greidda afturvirka launahækkun

Launahækkun alþingismanna og ráðherra er komin til framkvæmda. Hún tók gildi um liðin áramót en fyrir mistök voru viðbótarlaunin ekki greidd út síðustu mánuði. Það hefur nú verið leiðrétt og ráðamenn fengið afturvirka greiðslu.

Þingsetning 10. sept 2019
Auglýsing

„Nú er kom­inn launa­seð­ill fyrir næsta mán­uð. Hækk­unin er komin og aft­ur­virk. Það þýðir útborguð laun með leið­rétt­ing­unni eftir skatta upp á 915 þús­und krónur (1.518.069 kr fyrir skatt með leið­rétt­ing­unn­i).“ 

Þetta skrifar Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, í stöðu­upp­færslu á Face­book. 

Nú er kom­inn launa­seð­ill fyrir næsta mán­uð. Hækk­unin er komin og aft­ur­virk. Það þýðir útborguð laun með leið­rétt­ing­unn­i...

Posted by Björn Leví Gunn­ars­son on Thurs­day, April 30, 2020

Kjarn­inn greindi frá því 8. apríl að laun alþing­is­­manna, ráð­herra, ráðu­­neyt­is­­stjóra og ann­­arra æðstu emb­ætt­is­­manna hefðu hækkað um 6,3 pró­­sent frá 1. jan­úar síð­­ast­lið­inn. ­Fyrir mis­tök var launa­hækk­unin hins vegar ekki greidd út síð­ustu mán­uði og því fá þing­menn og ráð­herrar hana greidda nú um mán­aða­mótin aft­ur­virka frá ára­mót­um.

Auglýsing
Grunnlaun þing­­manna hækk­uðu þá um tæpar 70 þús­und krónur á mán­uði í 1.170.569 krónur á mán­uð. Laun for­­sæt­is­ráð­herra hækk­uðu um 127 þús­und krónur á mán­uði í 2.149.200 krónur á mán­uði og laun ráð­herra hækk­uðu í 1.941.328 krónur á mán­uði, eða um 115.055 krónur á mán­uði.

Skömmu áður hafði verið greint frá því að Alþingi hefði sam­­þykkt að lög­­á­kveðin hækkun sem var áætluð 1. júlí 2020 yrði frestað til 1. jan­úar 2021. Þetta var gert vegna yfir­­stand­andi aðstæðna sem rekja má til útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­­dómnum og þeirra miklu efna­hags­­legu afleið­inga sem hún hefur í för með sér. 

Hún verður í sam­ræmi við hækkun á launa­­vísi­­tölu Hag­­stof­unnar vegna árs­ins 2019. Sú frestun hafði þó, sam­­kvæmt svari ráðu­­neyt­is­ins til Kjarn­ans, engin áhrif á gild­is­­töku launa­hækk­­un­­ar­innar sem frestað var í fyrra.

P­írat­­ar, Sam­­fylk­ing­in, Flokkur fólks­ins og óháði þing­mað­ur­inn Andrés Ingi Jóns­son lögðu nýverið fram frum­varp  sem í fólst að fella niður launa­hækkun þing­­manna og ráð­herra sem tók gildi 1. jan­úar síð­­ast­lið­inn og frysta laun þeirra út tíma­bil­ið. Fyrsta umræða um málið fór fram í fyrra­dag.

Yfir 50 þús­und manns, rúm­lega fjórð­ungur íslensks atvinnu­mark­að­ar, eru sem stendur atvinnu­lausir að hluta eða öllu leyti. Í þess­ari viku hafa á fimmta þús­und manns hið minnsta misst vinn­una í hóp­upp­sögn­um, að lang­mestu leyti fólk sem starf­aði hjá ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækj­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti N'drangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent