Árangri í sóttvarnamálum verður „ekki stefnt í hættu“ við opnun landamæra

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði þjóðina í kvöld vegna tilslakana á samkomubanni og lagði áherslu á að allir yrðu að passa sig að fara ekki of geyst af stað, til þess að koma í veg fyrir að byrja þyrfti baráttuna upp á nýtt.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

„Á þessum ótrú­legu óvissu­tímum neyð­ast allar þjóðir heims og ein­stak­lingar til að gera áætl­anir fram í tím­ann án þess að vita í raun hvernig sá tími verð­ur,“ sagði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra í ávarpi sínu til þjóð­ar­innar sem flutt var í Rík­is­út­varp­inu í kvöld.

Í ávarp­inu, sem flutt var af því til­efni að á morgun verður slakað ögn á sam­komu­bann­inu sem verið hefur í gildi síðan um miðjan mars, sagði Katrín meðal ann­ars að góðum árangri í sótt­varna­málum hér­lendis yrði ekki stefnt í hættu við opnun landamæra Íslands, en eins og staðan er núna og fram til 15. maí þurfa allir sem til lands­ins koma að fara í sótt­kví.

For­sæt­is­ráð­herra sagði að við virt­umst vera komin með yfir­hönd­ina í bar­átt­unni gegn veirunni, en björn­inn væri þó ekki unn­inn. 

Auglýsing

„Ef við förum of geyst, þá eru líkur á því að bakslag verði og þá þurfum við að byrja bar­átt­una upp á nýtt. Slíkt hefði skelfi­legar afleið­ingar fyrir efna­hags­líf okkar og þjóð­lífið allt og það er undir okkur sjálfum komið að gæta þess að slíkt ger­ist ekki,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra.

Hún ræddi um efna­hags­leg áhrif veirunn­ar, sagði þau djúp og að ófyr­ir­séð væri hversu langvar­andi þau yrðu.

„Við erum stödd í þoku og hún er myrk en við vitum samt að þoku léttir að lok­um. Ekki er ósenni­legt að ferða­þjón­ustan muni taka breyt­ingum en hitt mun ekki breyt­ast að hingað vill fólk koma til að upp­lifa okkar stór­brotnu nátt­úru,“ sagði Katrín og bætti við stjórn­völd teldu að jákvæð umfjöllun um Ísland á alþjóða­vísu hefði sín áhrif og að sú þekk­ing sem orðið hefur til í ferða­þjón­ustu myndi áfram nýt­ast.

En áhrif far­ald­urs­ins teygja sig til fleiri greina en ein­ungis ferða­þjón­ust­unn­ar. Katrín fjall­aði um stöðu þeirra þús­unda Íslend­inga sem nýverið hafa misst vinn­una og sagði að fjölga þyrfti stoð­unum undir íslenskt efna­hags­líf.

„Það veit sá einn sem reynt hefur að vera atvinnu­laus hvað það er erfitt og lam­andi. Það er ekki ein­göngu efna­hags­legt áfall, heldur getur það líka verið sál­rænt og lík­am­legt. Ábyrgð okkar stjórn­valda er að styðja enn betur við fólk í erf­iðum aðstæðum og það munum við gera. Því að nú er tím­inn til að hugsa vel hvert um ann­að,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra. 

Hún bætti við að leið­ar­ljósið framundan yrði að halda uppi atvinnustigi og tryggja afkomu og rétt­indi launa­fólks, auk þess að skapa ný störf, auka verð­mæta­sköpun og fram­boð á menntun og þjálf­un.

Ekki tím­inn til að ala á sundr­ungu á milli ríkja

Katrín sagði að margt sem hefði gerst und­an­farnar vikur og mán­uði hefði komið óþægi­lega á óvart og nefndi í því sam­hengi lokuð landa­mæri á milli vina­þjóða og hat­ramma sam­keppni ríkja heims um búnað og tæki fyrir heil­brigð­is­þjón­ustu. Hún sagði að þetta hefði þó breyst „þegar fyrsta fát­inu lauk“ og að und­an­farið hefði hún fundið fyrir sterkum tengslum á milli Norð­ur­landa og ann­arra Evr­ópu­þjóða.

„Þjóðir heims standa frammi fyrir sam­eig­in­legum óvini sem ekki verður sigr­aður nema í krafti sam­vinnu, vís­inda og stað­festu. Í bar­áttu mann­kyns við COVID-19 er alþjóð­legt sam­starf for­senda þess að sigur vinn­ist. Nú er því ekki tím­inn til að grafa undan sam­starfi ríkja innan Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar eða með nokkrum öðrum hætti ala á sundr­ungu eða tor­tryggni ríkja á milli,“ sagði Katrín, og bætti við að far­ald­ur­inn hefði minnt okkur áþreif­an­lega á gildi vís­inda og þekk­ingar og fag­legra og fum­lausra vinnu­bragða.

„Hér heima hafa stjórn­völd, vís­inda­menn og við­bragðs­að­ilar unnið sem einn maður og af því er ég stolt. Við höfum farið þá leið að beita hörðum sótt­varna­ráð­stöf­unum að ráði okkar heil­brigð­is­vís­inda­manna sem hafa verið í takt við ráð­legg­ingar Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­inn­ar. Þær hafa reynst okkur vel,“ sagði Katrín.

Áföll sem þetta sýni úr hverju fólk er gert

For­sæt­is­ráð­herra sagði engan vita hvernig heim­ur­inn myndi breyt­ast eftir kór­ónu­veiruna. „En sumt mun ekki breyt­ast. Við munum áfram vera mann­eskj­ur, við munum áfram þrá og elska, muna og sakna, gleðj­ast og hryggj­ast. Áföll eins og þetta eru stundum eins og speg­ill sem sýnir úr hvaða efni fólk er gert og hvað skiptir máli í líf­in­u,“ sagði Katrín og bætti við að und­an­farnar vikur hefðu reynt á þol­rifin og framundan væru áfram strembnir tím­ar.

Hún hrós­aði við­brögðum fjöl­margra aðila und­an­farnar vikur og sagði sam­fé­lagið hafa gert margt til þess að lyfta okkur upp í þung­bærum og erf­iðum aðstæðum und­an­far­inna vikna.

Að lokum flutti Katrín þjóð­inni skila­boð um vik­urnar framund­an:

„Frá og með morg­un­deg­inum hefjum við veg­ferð okk­ar, skref fyrir skref í átt að bjart­ari dög­um. Við skulum njóta þess og muna að ástæðan fyrir því að hægt er að taka þetta skref í að slaka á sam­komu­bann­inu er sú að við höfum staðið okkur frá­bær­lega vel og náð tökum á útbreiðslu veirunn­ar. En við skulum líka muna að far­ald­ur­inn geisar enn um heim­inn og nú tekur við erfitt upp­bygg­ing­ar­starf sem mun reyna á þol­in­mæð­ina. Ef við fögnum of snemma og missum ein­beit­ing­una þá getur farið illa. Verk­efn­inu er ekki lok­ið, og við verðum að vanda okk­ur. 

Við verðum að vanda okkur fyrir börnin okk­ar, fyrir ömmur og afa, fyrir alla ást­vini. Af því að mark­miðið er að við gerum þetta saman og skiljum engan eftir þegar sam­fé­lagið opn­ast aft­ur. Við ætlum öll, ungir sem gaml­ir, veikir sem hraustir að geta notið sól­ar­inn­ar, sam­vista og alls þess sem landið okkar góða hefur upp á að bjóða. Við fórum saman í þessar aðgerðir og við ætlum að koma út úr þeim sam­an­.  

Og ef okkur tekst vel upp eru allar for­sendur til þess að bat­inn verði hrað­ur. Ísland verður áfram land tæki­færanna, land með öfl­ugar grunn­stoð­ir, stór­brotna nátt­úru og ein­staka menn­ingu en fyrst og fremst kær­leiks­ríkt fólk sem getur allt sem það vill.

Pín­ings­vet­ur­inn er að baki, sum­arið heilsar okk­ur, lóan er komin og það á að hlýna í vik­unni. Við erum hér öll saman á eyj­unni okkar og finnum hvað lífið er dýr­mætt og finnum að við eigum öfl­ugt, frjálst og opið umhyggju­sam­fé­lag. Það er ekki sjálf­gefið og það er þess virði að berj­ast fyr­ir. Það höfum við þegar sýnt og megum vita að það getum við sam­an,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra. 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Höfuðborgarsvæðið á viðkvæmum tíma í faraldrinum
Íþróttakennsla í skólum á höfuðborgarsvæðinu verður utandyra og verða íþróttahús, sundlaugar og söfn lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.
Kjarninn 20. október 2020
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og skrifar undir umsögn þeirra.
Segja forsendur fjárlaga að óbreyttu þegar brostnar vegna landamæraskimunar
Hagsmunasamtök aðila í ferðaþjónustu segja að ef núverandi reglur um tvöfalda skimun á landamærum verði áfram í gildi muni fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsæki Ísland árið 2021 aldrei ná að verða 900 þúsund, líkt og forsendur fjárlaga geri ráð fyrir.
Kjarninn 20. október 2020
Sighvatur Björgvinsson
Stjórnarskrárgjafinn – og þú sjálfur
Kjarninn 20. október 2020
Spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár
Landsbankinn spáir meiri samdrætti í ár heldur en Seðlabankinn og Hagstofan en býst þó við að viðspyrnan verði meiri á næstu árum.
Kjarninn 20. október 2020
Nichole Leigh Mosty
Hvað er COVID skömm og er það til á Íslandi?
Leslistinn 20. október 2020
Forseti Kína, Xi Jinping.
Hvers vegna gengur svona vel í Kína?
Nýjustu efnahagstölur sýna fram á mikinn hagvöxt í Kína og búist er við að hann muni aukast á næstunni. Hvernig má það vera að svona vel gangi í upprunalandi kórónuveirunnar á meðan flest önnur ríki heimsins eru í djúpri kreppu vegna hennar?
Kjarninn 19. október 2020
Karna Sigurðardóttir
BRAS – ÞORA! VERA! GERA!
Kjarninn 19. október 2020
Rósa Bjarnadóttir
#HvarerOAstefnan?
Kjarninn 19. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent