Árangri í sóttvarnamálum verður „ekki stefnt í hættu“ við opnun landamæra

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði þjóðina í kvöld vegna tilslakana á samkomubanni og lagði áherslu á að allir yrðu að passa sig að fara ekki of geyst af stað, til þess að koma í veg fyrir að byrja þyrfti baráttuna upp á nýtt.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

„Á þessum ótrú­legu óvissu­tímum neyð­ast allar þjóðir heims og ein­stak­lingar til að gera áætl­anir fram í tím­ann án þess að vita í raun hvernig sá tími verð­ur,“ sagði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra í ávarpi sínu til þjóð­ar­innar sem flutt var í Rík­is­út­varp­inu í kvöld.

Í ávarp­inu, sem flutt var af því til­efni að á morgun verður slakað ögn á sam­komu­bann­inu sem verið hefur í gildi síðan um miðjan mars, sagði Katrín meðal ann­ars að góðum árangri í sótt­varna­málum hér­lendis yrði ekki stefnt í hættu við opnun landamæra Íslands, en eins og staðan er núna og fram til 15. maí þurfa allir sem til lands­ins koma að fara í sótt­kví.

For­sæt­is­ráð­herra sagði að við virt­umst vera komin með yfir­hönd­ina í bar­átt­unni gegn veirunni, en björn­inn væri þó ekki unn­inn. 

Auglýsing

„Ef við förum of geyst, þá eru líkur á því að bakslag verði og þá þurfum við að byrja bar­átt­una upp á nýtt. Slíkt hefði skelfi­legar afleið­ingar fyrir efna­hags­líf okkar og þjóð­lífið allt og það er undir okkur sjálfum komið að gæta þess að slíkt ger­ist ekki,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra.

Hún ræddi um efna­hags­leg áhrif veirunn­ar, sagði þau djúp og að ófyr­ir­séð væri hversu langvar­andi þau yrðu.

„Við erum stödd í þoku og hún er myrk en við vitum samt að þoku léttir að lok­um. Ekki er ósenni­legt að ferða­þjón­ustan muni taka breyt­ingum en hitt mun ekki breyt­ast að hingað vill fólk koma til að upp­lifa okkar stór­brotnu nátt­úru,“ sagði Katrín og bætti við stjórn­völd teldu að jákvæð umfjöllun um Ísland á alþjóða­vísu hefði sín áhrif og að sú þekk­ing sem orðið hefur til í ferða­þjón­ustu myndi áfram nýt­ast.

En áhrif far­ald­urs­ins teygja sig til fleiri greina en ein­ungis ferða­þjón­ust­unn­ar. Katrín fjall­aði um stöðu þeirra þús­unda Íslend­inga sem nýverið hafa misst vinn­una og sagði að fjölga þyrfti stoð­unum undir íslenskt efna­hags­líf.

„Það veit sá einn sem reynt hefur að vera atvinnu­laus hvað það er erfitt og lam­andi. Það er ekki ein­göngu efna­hags­legt áfall, heldur getur það líka verið sál­rænt og lík­am­legt. Ábyrgð okkar stjórn­valda er að styðja enn betur við fólk í erf­iðum aðstæðum og það munum við gera. Því að nú er tím­inn til að hugsa vel hvert um ann­að,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra. 

Hún bætti við að leið­ar­ljósið framundan yrði að halda uppi atvinnustigi og tryggja afkomu og rétt­indi launa­fólks, auk þess að skapa ný störf, auka verð­mæta­sköpun og fram­boð á menntun og þjálf­un.

Ekki tím­inn til að ala á sundr­ungu á milli ríkja

Katrín sagði að margt sem hefði gerst und­an­farnar vikur og mán­uði hefði komið óþægi­lega á óvart og nefndi í því sam­hengi lokuð landa­mæri á milli vina­þjóða og hat­ramma sam­keppni ríkja heims um búnað og tæki fyrir heil­brigð­is­þjón­ustu. Hún sagði að þetta hefði þó breyst „þegar fyrsta fát­inu lauk“ og að und­an­farið hefði hún fundið fyrir sterkum tengslum á milli Norð­ur­landa og ann­arra Evr­ópu­þjóða.

„Þjóðir heims standa frammi fyrir sam­eig­in­legum óvini sem ekki verður sigr­aður nema í krafti sam­vinnu, vís­inda og stað­festu. Í bar­áttu mann­kyns við COVID-19 er alþjóð­legt sam­starf for­senda þess að sigur vinn­ist. Nú er því ekki tím­inn til að grafa undan sam­starfi ríkja innan Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar eða með nokkrum öðrum hætti ala á sundr­ungu eða tor­tryggni ríkja á milli,“ sagði Katrín, og bætti við að far­ald­ur­inn hefði minnt okkur áþreif­an­lega á gildi vís­inda og þekk­ingar og fag­legra og fum­lausra vinnu­bragða.

„Hér heima hafa stjórn­völd, vís­inda­menn og við­bragðs­að­ilar unnið sem einn maður og af því er ég stolt. Við höfum farið þá leið að beita hörðum sótt­varna­ráð­stöf­unum að ráði okkar heil­brigð­is­vís­inda­manna sem hafa verið í takt við ráð­legg­ingar Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­inn­ar. Þær hafa reynst okkur vel,“ sagði Katrín.

Áföll sem þetta sýni úr hverju fólk er gert

For­sæt­is­ráð­herra sagði engan vita hvernig heim­ur­inn myndi breyt­ast eftir kór­ónu­veiruna. „En sumt mun ekki breyt­ast. Við munum áfram vera mann­eskj­ur, við munum áfram þrá og elska, muna og sakna, gleðj­ast og hryggj­ast. Áföll eins og þetta eru stundum eins og speg­ill sem sýnir úr hvaða efni fólk er gert og hvað skiptir máli í líf­in­u,“ sagði Katrín og bætti við að und­an­farnar vikur hefðu reynt á þol­rifin og framundan væru áfram strembnir tím­ar.

Hún hrós­aði við­brögðum fjöl­margra aðila und­an­farnar vikur og sagði sam­fé­lagið hafa gert margt til þess að lyfta okkur upp í þung­bærum og erf­iðum aðstæðum und­an­far­inna vikna.

Að lokum flutti Katrín þjóð­inni skila­boð um vik­urnar framund­an:

„Frá og með morg­un­deg­inum hefjum við veg­ferð okk­ar, skref fyrir skref í átt að bjart­ari dög­um. Við skulum njóta þess og muna að ástæðan fyrir því að hægt er að taka þetta skref í að slaka á sam­komu­bann­inu er sú að við höfum staðið okkur frá­bær­lega vel og náð tökum á útbreiðslu veirunn­ar. En við skulum líka muna að far­ald­ur­inn geisar enn um heim­inn og nú tekur við erfitt upp­bygg­ing­ar­starf sem mun reyna á þol­in­mæð­ina. Ef við fögnum of snemma og missum ein­beit­ing­una þá getur farið illa. Verk­efn­inu er ekki lok­ið, og við verðum að vanda okk­ur. 

Við verðum að vanda okkur fyrir börnin okk­ar, fyrir ömmur og afa, fyrir alla ást­vini. Af því að mark­miðið er að við gerum þetta saman og skiljum engan eftir þegar sam­fé­lagið opn­ast aft­ur. Við ætlum öll, ungir sem gaml­ir, veikir sem hraustir að geta notið sól­ar­inn­ar, sam­vista og alls þess sem landið okkar góða hefur upp á að bjóða. Við fórum saman í þessar aðgerðir og við ætlum að koma út úr þeim sam­an­.  

Og ef okkur tekst vel upp eru allar for­sendur til þess að bat­inn verði hrað­ur. Ísland verður áfram land tæki­færanna, land með öfl­ugar grunn­stoð­ir, stór­brotna nátt­úru og ein­staka menn­ingu en fyrst og fremst kær­leiks­ríkt fólk sem getur allt sem það vill.

Pín­ings­vet­ur­inn er að baki, sum­arið heilsar okk­ur, lóan er komin og það á að hlýna í vik­unni. Við erum hér öll saman á eyj­unni okkar og finnum hvað lífið er dýr­mætt og finnum að við eigum öfl­ugt, frjálst og opið umhyggju­sam­fé­lag. Það er ekki sjálf­gefið og það er þess virði að berj­ast fyr­ir. Það höfum við þegar sýnt og megum vita að það getum við sam­an,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra. 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent