Ísland veitir 276 milljónum til alþjóðasamvinnu vegna COVID-19

Samkvæmt áætlun sem alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofa utanríkisráðuneytisins hefur unnið verður 276 milljónum veitt til alþjóðastofnana, mannúðarsamtaka og þróunarverkefna í fyrstu viðbrögðum Íslands við COVID-19 faraldrinum.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.
Auglýsing

Íslensk stjórn­völd ætla að veita 276 millj­ónum króna til ýmissa alþjóða­stofn­ana og sam­taka, auk verk­efna í þró­un­ar­sam­vinnu­ríkj­unum Úganda og Mala­ví, til þess að bregð­ast við COVID-19, sam­kvæmt áætlun sem alþjóða- og þró­un­ar­sam­vinnu­skrif­stofa utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins hefur unnið um fyrstu við­brögð við far­aldr­in­um. 

Fjallað er um áætl­un­ina í skýrslu Guð­laugs Þórs Þórð­ar­sonar utan­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinn­ur­ráð­herra um utan­rík­is- og alþjóða­mál, sem lögð var fram Alþingi í gær.

Þar segir að áætl­unin um þessi fyrstu við­brögð sé heild­ræn og unnin upp úr neyð­ar­köllum frá alþjóða­stofn­unum og öðrum sam­starfs­að­ilum Íslands á vett­vangi mann­úð­ar­mála og þró­un­ar­sam­vinnu, auk þess sem hún byggi á upp­lýs­ingum frá fundum tengdum far­aldr­in­um, meðal ann­ars reglu­legum fundum nor­rænna þró­un­ar­sam­vinnu­ráð­herra.

Auglýsing

Fram kemur í skýrsl­unni að féð skipt­ist á milli ýmissa stofn­anna og sjóða Sam­ein­uðu þjóð­anna, meðal ann­ars Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar (WHO), Flótta­manna­stofn­un­ar­innar (UN­HCR), Mann­fjölda­sjóðs Sam­ein­uðu þjóð­anna (UN­FPA) og þró­un­ar­sjóðs Sam­ein­uðu þjóð­anna vegna COVID-19. 

Þá verður fé veitt til Alþjóða­ráðs Rauða kross­ins og Rauða kross Íslands, Alþjóða­bank­ans, og einnig til verk­efna í tví­hliða sam­starfs­ríkjum Íslands, Úganda og Malaví.

„Þá hefur Alþjóða­fram­fara­stofnun Alþjóða­bank­ans (IDA), sem Ísland styður með 415 millj­óna króna fram­lagi á árinu, brugð­ist skjótt við með víð­tækum stuðn­ingi við fátæk­ustu ríki heims,“ segir í skýrslu utan­rík­is­ráð­herra, en þar kemur einnig fram að Ísland hafi tekið þátt í við­ræðum um það hvernig stofnir Alþjóða­bank­ans muni bregð­ast við efna­hags­legum og félags­legum afleið­ingum COVID-19 far­ald­urs­ins í gegnum kjör­dæm­a­starf Norð­ur­land­anna og Eystra­salts­ríkj­anna. 

„Þessu til við­bótar hafa þegar verið greidd kjarna­fram­lög til ýmissa stofn­ana og sjóða Sam­ein­uðu þjóð­anna sem geta meðal ann­ars nýst fyrir COVID-19 bar­átt­una. Við­búið er að bregð­ast þurfi við með frek­ari aðgerðum á síð­ari stig­um,“ segir í skýrslu utan­rík­is­ráð­herra.

Ísland muni ekki láta sitt eftir liggja í að styðja fátæk­ustu ríkin

Í skýrsl­unni segir að heims­far­ald­ur­inn hafi breytt heims­mynd­inni, í stóru sem smáu, og glund­roða hafi gætt í alþjóð­legu sam­starfi þegar veiran fór að láta á sér kræla utan Asíu. Þegar á leið hafi þó rofað til og nú sé ein­ing á meðal helstu sam­starfs­ríkja Íslands um að standa vörð um alþjóð­legt sam­starf og stofn­anir á borð við Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­un­ina.

„Meðal Norð­ur­land­anna ríkir sam­staða um að efla þurfi mann­rétt­indi og lýð­ræði sem eiga undir högg að sækja á tímum kór­ónu­veirunnar og styðja fátæk­ustu rík­in, í sam­starfi við alþjóða­stofn­anir og mann­úð­ar­sam­tök, og mun Ísland ekki láta sitt eftir liggja í því efn­i,“ segir í skýrslu utan­rík­is­ráð­herra. 

Þar segir einnig að við­búið sé að far­sóttin hafi geig­væn­legar heilsu­fars- og efna­hags­leg­ar af­leið­ingar í fátækum og stríðs­hrjáðum löndum og reikna megi með að þörfin fyrir neyð­ar- og mann­úð­ar­að­stoð ­vaxi gríð­ar­lega.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Starfslokasamningur fílanna
Danska ríkið greiddi nýlega jafnvirði 222 milljóna íslenskra króna vegna starfsloka fjögurra fíla sem ekki þurfa lengur að „vinna“. Dvalarheimili fílanna á Lálandi er 140 þúsund fermetrar að stærð.
Kjarninn 7. júní 2020
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent