Ísland veitir 276 milljónum til alþjóðasamvinnu vegna COVID-19

Samkvæmt áætlun sem alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofa utanríkisráðuneytisins hefur unnið verður 276 milljónum veitt til alþjóðastofnana, mannúðarsamtaka og þróunarverkefna í fyrstu viðbrögðum Íslands við COVID-19 faraldrinum.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.
Auglýsing

Íslensk stjórn­völd ætla að veita 276 millj­ónum króna til ýmissa alþjóða­stofn­ana og sam­taka, auk verk­efna í þró­un­ar­sam­vinnu­ríkj­unum Úganda og Mala­ví, til þess að bregð­ast við COVID-19, sam­kvæmt áætlun sem alþjóða- og þró­un­ar­sam­vinnu­skrif­stofa utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins hefur unnið um fyrstu við­brögð við far­aldr­in­um. 

Fjallað er um áætl­un­ina í skýrslu Guð­laugs Þórs Þórð­ar­sonar utan­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinn­ur­ráð­herra um utan­rík­is- og alþjóða­mál, sem lögð var fram Alþingi í gær.

Þar segir að áætl­unin um þessi fyrstu við­brögð sé heild­ræn og unnin upp úr neyð­ar­köllum frá alþjóða­stofn­unum og öðrum sam­starfs­að­ilum Íslands á vett­vangi mann­úð­ar­mála og þró­un­ar­sam­vinnu, auk þess sem hún byggi á upp­lýs­ingum frá fundum tengdum far­aldr­in­um, meðal ann­ars reglu­legum fundum nor­rænna þró­un­ar­sam­vinnu­ráð­herra.

Auglýsing

Fram kemur í skýrsl­unni að féð skipt­ist á milli ýmissa stofn­anna og sjóða Sam­ein­uðu þjóð­anna, meðal ann­ars Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar (WHO), Flótta­manna­stofn­un­ar­innar (UN­HCR), Mann­fjölda­sjóðs Sam­ein­uðu þjóð­anna (UN­FPA) og þró­un­ar­sjóðs Sam­ein­uðu þjóð­anna vegna COVID-19. 

Þá verður fé veitt til Alþjóða­ráðs Rauða kross­ins og Rauða kross Íslands, Alþjóða­bank­ans, og einnig til verk­efna í tví­hliða sam­starfs­ríkjum Íslands, Úganda og Malaví.

„Þá hefur Alþjóða­fram­fara­stofnun Alþjóða­bank­ans (IDA), sem Ísland styður með 415 millj­óna króna fram­lagi á árinu, brugð­ist skjótt við með víð­tækum stuðn­ingi við fátæk­ustu ríki heims,“ segir í skýrslu utan­rík­is­ráð­herra, en þar kemur einnig fram að Ísland hafi tekið þátt í við­ræðum um það hvernig stofnir Alþjóða­bank­ans muni bregð­ast við efna­hags­legum og félags­legum afleið­ingum COVID-19 far­ald­urs­ins í gegnum kjör­dæm­a­starf Norð­ur­land­anna og Eystra­salts­ríkj­anna. 

„Þessu til við­bótar hafa þegar verið greidd kjarna­fram­lög til ýmissa stofn­ana og sjóða Sam­ein­uðu þjóð­anna sem geta meðal ann­ars nýst fyrir COVID-19 bar­átt­una. Við­búið er að bregð­ast þurfi við með frek­ari aðgerðum á síð­ari stig­um,“ segir í skýrslu utan­rík­is­ráð­herra.

Ísland muni ekki láta sitt eftir liggja í að styðja fátæk­ustu ríkin

Í skýrsl­unni segir að heims­far­ald­ur­inn hafi breytt heims­mynd­inni, í stóru sem smáu, og glund­roða hafi gætt í alþjóð­legu sam­starfi þegar veiran fór að láta á sér kræla utan Asíu. Þegar á leið hafi þó rofað til og nú sé ein­ing á meðal helstu sam­starfs­ríkja Íslands um að standa vörð um alþjóð­legt sam­starf og stofn­anir á borð við Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­un­ina.

„Meðal Norð­ur­land­anna ríkir sam­staða um að efla þurfi mann­rétt­indi og lýð­ræði sem eiga undir högg að sækja á tímum kór­ónu­veirunnar og styðja fátæk­ustu rík­in, í sam­starfi við alþjóða­stofn­anir og mann­úð­ar­sam­tök, og mun Ísland ekki láta sitt eftir liggja í því efn­i,“ segir í skýrslu utan­rík­is­ráð­herra. 

Þar segir einnig að við­búið sé að far­sóttin hafi geig­væn­legar heilsu­fars- og efna­hags­leg­ar af­leið­ingar í fátækum og stríðs­hrjáðum löndum og reikna megi með að þörfin fyrir neyð­ar- og mann­úð­ar­að­stoð ­vaxi gríð­ar­lega.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þríeykið var á sínum stað á 196. upplýsingafundi almannavarna í dag. Á morgun verða tvö ár síðan óvissustigi vegna faraldursins var fyrst lýst yfir.
Afléttingar leiði til frjálsræðis
Sóttvarnalæknir vonar að afléttingaáætlun stjórnvalda leiði til meira frjálsræðis. „Þetta er stefnubreyting,“ sagði Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Kjarninn 26. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
Loðin svör um endurgreiðslur til neytenda berast frá N1 Rafmagni
Óskir um útskýringar á því af hverju N1 Rafmagn, sem hefur frá sumrinu 2020 rukkað þrautavaraviðskiptavini meira fyrir rafmagn en almenna viðskiptavini, ætli einungis að endurgreiða mismun undanfarinna tveggja mánaða, skila loðnum svörum.
Kjarninn 26. janúar 2022
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent