Ísland veitir 276 milljónum til alþjóðasamvinnu vegna COVID-19

Samkvæmt áætlun sem alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofa utanríkisráðuneytisins hefur unnið verður 276 milljónum veitt til alþjóðastofnana, mannúðarsamtaka og þróunarverkefna í fyrstu viðbrögðum Íslands við COVID-19 faraldrinum.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.
Auglýsing

Íslensk stjórn­völd ætla að veita 276 millj­ónum króna til ýmissa alþjóða­stofn­ana og sam­taka, auk verk­efna í þró­un­ar­sam­vinnu­ríkj­unum Úganda og Mala­ví, til þess að bregð­ast við COVID-19, sam­kvæmt áætlun sem alþjóða- og þró­un­ar­sam­vinnu­skrif­stofa utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins hefur unnið um fyrstu við­brögð við far­aldr­in­um. 

Fjallað er um áætl­un­ina í skýrslu Guð­laugs Þórs Þórð­ar­sonar utan­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinn­ur­ráð­herra um utan­rík­is- og alþjóða­mál, sem lögð var fram Alþingi í gær.

Þar segir að áætl­unin um þessi fyrstu við­brögð sé heild­ræn og unnin upp úr neyð­ar­köllum frá alþjóða­stofn­unum og öðrum sam­starfs­að­ilum Íslands á vett­vangi mann­úð­ar­mála og þró­un­ar­sam­vinnu, auk þess sem hún byggi á upp­lýs­ingum frá fundum tengdum far­aldr­in­um, meðal ann­ars reglu­legum fundum nor­rænna þró­un­ar­sam­vinnu­ráð­herra.

Auglýsing

Fram kemur í skýrsl­unni að féð skipt­ist á milli ýmissa stofn­anna og sjóða Sam­ein­uðu þjóð­anna, meðal ann­ars Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar (WHO), Flótta­manna­stofn­un­ar­innar (UN­HCR), Mann­fjölda­sjóðs Sam­ein­uðu þjóð­anna (UN­FPA) og þró­un­ar­sjóðs Sam­ein­uðu þjóð­anna vegna COVID-19. 

Þá verður fé veitt til Alþjóða­ráðs Rauða kross­ins og Rauða kross Íslands, Alþjóða­bank­ans, og einnig til verk­efna í tví­hliða sam­starfs­ríkjum Íslands, Úganda og Malaví.

„Þá hefur Alþjóða­fram­fara­stofnun Alþjóða­bank­ans (IDA), sem Ísland styður með 415 millj­óna króna fram­lagi á árinu, brugð­ist skjótt við með víð­tækum stuðn­ingi við fátæk­ustu ríki heims,“ segir í skýrslu utan­rík­is­ráð­herra, en þar kemur einnig fram að Ísland hafi tekið þátt í við­ræðum um það hvernig stofnir Alþjóða­bank­ans muni bregð­ast við efna­hags­legum og félags­legum afleið­ingum COVID-19 far­ald­urs­ins í gegnum kjör­dæm­a­starf Norð­ur­land­anna og Eystra­salts­ríkj­anna. 

„Þessu til við­bótar hafa þegar verið greidd kjarna­fram­lög til ýmissa stofn­ana og sjóða Sam­ein­uðu þjóð­anna sem geta meðal ann­ars nýst fyrir COVID-19 bar­átt­una. Við­búið er að bregð­ast þurfi við með frek­ari aðgerðum á síð­ari stig­um,“ segir í skýrslu utan­rík­is­ráð­herra.

Ísland muni ekki láta sitt eftir liggja í að styðja fátæk­ustu ríkin

Í skýrsl­unni segir að heims­far­ald­ur­inn hafi breytt heims­mynd­inni, í stóru sem smáu, og glund­roða hafi gætt í alþjóð­legu sam­starfi þegar veiran fór að láta á sér kræla utan Asíu. Þegar á leið hafi þó rofað til og nú sé ein­ing á meðal helstu sam­starfs­ríkja Íslands um að standa vörð um alþjóð­legt sam­starf og stofn­anir á borð við Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­un­ina.

„Meðal Norð­ur­land­anna ríkir sam­staða um að efla þurfi mann­rétt­indi og lýð­ræði sem eiga undir högg að sækja á tímum kór­ónu­veirunnar og styðja fátæk­ustu rík­in, í sam­starfi við alþjóða­stofn­anir og mann­úð­ar­sam­tök, og mun Ísland ekki láta sitt eftir liggja í því efn­i,“ segir í skýrslu utan­rík­is­ráð­herra. 

Þar segir einnig að við­búið sé að far­sóttin hafi geig­væn­legar heilsu­fars- og efna­hags­leg­ar af­leið­ingar í fátækum og stríðs­hrjáðum löndum og reikna megi með að þörfin fyrir neyð­ar- og mann­úð­ar­að­stoð ­vaxi gríð­ar­lega.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sex ný innanlandssmit – 120 með COVID-19
Sex ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindist hér á landi í gær. Fjögur sýni bíða mótefnamælingar úr landamæraskimun. 120 manns eru með COVID-19 og í einangrun. Einn liggur á gjörgæsludeild.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Jacinda Ardern er í endurkjöri fyrir Verkamannaflokkinn. Til stóð að kosningar færu fram 19. september en það kann að breytast.
Í örvæntingarfullri leit að upprunanum
Þegar fyrsta nýja tilfellið af COVID-19 í meira en 100 daga greindist á Nýja-Sjálandi í vikunni vöknuðu margar spurningar en þó fyrst og fremst ein: Hvernig í ósköpunum komst veiran aftur inn í land sem hafði nær lokað sig algjörlega af fyrir umheiminum?
Kjarninn 13. ágúst 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 14. þáttur: Maðurinn sem breytti sér í múmíu
Kjarninn 13. ágúst 2020
Oddný G. Harðardóttir
Hækkum atvinnuleysisbætur!
Kjarninn 13. ágúst 2020
Útgáfufélag DV og tengdra miðla tapaði yfir 600 milljónum á 28 mánuðum
Frjáls fjölmiðlun tapaði 21,5 milljón króna á mánuði frá því að félagið keypti DV og tengda miðla og fram að síðustu áramótum. Fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar fjármagnaði tapreksturinn með vaxtalausu láni.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Eldvarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar tekur fljótlega til starfa á starfsstöð stofnunarinnar á Sauðárkróki.
Búið að ráða í stöðu framkvæmdastjóra eldvarnasviðs HMS á Sauðárkróki
Stefnt er að því að eldvarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar taki til starfa á Sauðárkróki 1. október næstkomandi. Sjö nýir starfsmenn verða ráðnir auk framkvæmdastjóra en enginn af núverandi starfsmönnum HMS á sviðinu mun flytja norður.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Fyrsta bakarí Brauð og Co. opnaði á Frakkastíg í mars 2016.
Skeljungur búinn að kaupa fjórðungshlut í bæði Gló og Brauð & Co
Greint er frá því í árshlutauppgjöri Skeljungs að fyrirtækið hafi fest kaup á 25 prósent hlut í bakarískeðjunni Brauð & Co og veitingastaðakeðjunni Gló á síðasta ársfjórðungi. Ekkert hefur verið gefið upp um kaupverðið.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Herbert Herbertsson
Þeim er fórnandi, eða (ásættanleg áhætta)
Kjarninn 12. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent