Spyr hvar grænu efnahagsaðgerðirnar séu

Stjórnarþingmaður telur að stuðningur ríkisins verði að vera markvissari – og meira um grænar fjárfestingar, græna og sjálfbæra uppbyggingu ferðaþjónustunnar og umhverfisvænar lausnir í matvælaframleiðslu.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG.
Auglýsing

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­maður VG, segir það vera von­brigði að frum­vörpum sem snú­ast um umhverf­is­mál hafi verið frestað fram á haust­þing og spyr hvar grænu efna­hags­að­gerðir rík­is­stjórn­ar­innar séu. Umhverf­is­málum megi ekki vera ýtt til hliðar út af COVID-19 eða öðru, heldur þvert á móti, eigi þau að vera í for­grunni „akkúrat núna á svona tím­um“. Þetta sagði hún í dag­skrár­liðnum störf þings­ins í dag.

„Það blasa við okkur risa­vaxnar áskor­anir í efna­hags­líf­inu og í hag­kerf­inu. Tug­þús­undir manna eru á atvinnu­leys­is­skrá og spáð er rúm­lega 7 pró­sent sam­drætti hag­vaxtar hér á landi á þessu ári. Grunnatvinnu­grein Íslend­inga síð­ast­liðin ár, ferða­þjón­ust­an, er nán­ast eins og sviðin jörð. En nú er lag að byggja upp ferða­þjón­ustu á ný sem grund­vall­ast á nátt­úr­unni, umhverf­is­vernd og sjálf­bærni.

Í öllum efna­hags­að­gerða­björg­un­ar­pökkum rík­is­stjórn­ar­innar er afar mik­il­vægt að rík­is­valdið stígi inn í upp­bygg­ing­una eins og hefur verið gert en aðgerðir verði skil­virkar og opin­ber stuðn­ingur skil­yrtur við sið­ferði­lega við­skipta­hætti og sjálf­bæran rekst­ur, félags­lega jafnt sem umhverf­is­lega,“ sagði hún.

Auglýsing

Stuðn­ingur rík­is­ins verður að vera mark­viss­ari 

Rósa Björk telur það skipta miklu máli að Íslend­ingar detti ekki af leið fram­sýnna umhverf­is­vænna lausna við þá upp­bygg­ingu sem er í vænd­um. „Þannig að við höldum fast í skuld­bind­ingar okkar við Par­ís­ar­sam­komu­lagið en frestum þeim ekki, finnum efna­hags­legan far­veg, hvata og lausnir fyrir sjálf­bæra og græna atvinnu­upp­bygg­ing­u.“

Þá sagði hún að stuðn­ingur rík­is­ins yrði að vera mark­viss­ari og meira um grænar fjár­fest­ing­ar, græna og sjálf­bæra upp­bygg­ingu ferða­þjón­ust­unn­ar, umhverf­is­vænar lausnir í mat­væla­fram­leiðslu, tækninýj­ungum og grænt hug­vit í orku­geir­anum og græna nýsköp­un. Áfram­hald­andi aðgerðir til að sporna við lofts­lags­breyt­ingum yrðu að vera stærri hluti af efna­hags­upp­bygg­ing­unni „eins og við sjáum í lönd­unum í kringum okkur þar sem áhersla á grænar lausnir við end­ur­reisn efna­hags­lífs­ins er mjög skýr og sterk“.

Ýmsir kalla eftir því að ein­blínt verði á grænar fjár­fest­ingar

Rósa Björk benti enn fremur á að fjöl­mennur evr­ópskur hópur þing­manna og ráð­herra, for­stjórar stórra evr­ópskra fyr­ir­tækja og leið­togar verka­lýðs­hreyf­inga í Evr­ópu hefðu kallað opin­ber­lega eftir því að ein­blínt væri á grænar fjár­fest­ingar og líf­fræði­lega fjöl­breytni til að hefja aftur efna­hags­legan vöxt í álf­unni. „En ég verð að játa að ég sakna skýr­ari stefnu rík­is­stjórn­ar­innar um græna efna­hags­upp­bygg­ingu sem byggir á sjálf­bærri og umhverf­is­vænni end­ur­reisn og við­snún­ing.“

Þing­mað­ur­inn hvatti að lokum Guð­mund Inga Guð­brands­son umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra til dáða í þessum efnum og hét honum stuðn­ingi við þessa vinnu. „Leggjum lín­urnar um hvernig sam­fé­lag við viljum byggja upp hér. Það sam­fé­lag verður að vera byggt upp með mann­úð­legum og grænum lausnum til fram­tíð­ar.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Höfuðborgarsvæðið á viðkvæmum tíma í faraldrinum
Íþróttakennsla í skólum á höfuðborgarsvæðinu verður utandyra og verða íþróttahús, sundlaugar og söfn lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.
Kjarninn 20. október 2020
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og skrifar undir umsögn þeirra.
Segja forsendur fjárlaga að óbreyttu þegar brostnar vegna landamæraskimunar
Hagsmunasamtök aðila í ferðaþjónustu segja að ef núverandi reglur um tvöfalda skimun á landamærum verði áfram í gildi muni fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsæki Ísland árið 2021 aldrei ná að verða 900 þúsund, líkt og forsendur fjárlaga geri ráð fyrir.
Kjarninn 20. október 2020
Sighvatur Björgvinsson
Stjórnarskrárgjafinn – og þú sjálfur
Kjarninn 20. október 2020
Spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár
Landsbankinn spáir meiri samdrætti í ár heldur en Seðlabankinn og Hagstofan en býst þó við að viðspyrnan verði meiri á næstu árum.
Kjarninn 20. október 2020
Nichole Leigh Mosty
Hvað er COVID skömm og er það til á Íslandi?
Leslistinn 20. október 2020
Forseti Kína, Xi Jinping.
Hvers vegna gengur svona vel í Kína?
Nýjustu efnahagstölur sýna fram á mikinn hagvöxt í Kína og búist er við að hann muni aukast á næstunni. Hvernig má það vera að svona vel gangi í upprunalandi kórónuveirunnar á meðan flest önnur ríki heimsins eru í djúpri kreppu vegna hennar?
Kjarninn 19. október 2020
Karna Sigurðardóttir
BRAS – ÞORA! VERA! GERA!
Kjarninn 19. október 2020
Rósa Bjarnadóttir
#HvarerOAstefnan?
Kjarninn 19. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent