Spyr hvar grænu efnahagsaðgerðirnar séu

Stjórnarþingmaður telur að stuðningur ríkisins verði að vera markvissari – og meira um grænar fjárfestingar, græna og sjálfbæra uppbyggingu ferðaþjónustunnar og umhverfisvænar lausnir í matvælaframleiðslu.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG.
Auglýsing

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­maður VG, segir það vera von­brigði að frum­vörpum sem snú­ast um umhverf­is­mál hafi verið frestað fram á haust­þing og spyr hvar grænu efna­hags­að­gerðir rík­is­stjórn­ar­innar séu. Umhverf­is­málum megi ekki vera ýtt til hliðar út af COVID-19 eða öðru, heldur þvert á móti, eigi þau að vera í for­grunni „akkúrat núna á svona tím­um“. Þetta sagði hún í dag­skrár­liðnum störf þings­ins í dag.

„Það blasa við okkur risa­vaxnar áskor­anir í efna­hags­líf­inu og í hag­kerf­inu. Tug­þús­undir manna eru á atvinnu­leys­is­skrá og spáð er rúm­lega 7 pró­sent sam­drætti hag­vaxtar hér á landi á þessu ári. Grunnatvinnu­grein Íslend­inga síð­ast­liðin ár, ferða­þjón­ust­an, er nán­ast eins og sviðin jörð. En nú er lag að byggja upp ferða­þjón­ustu á ný sem grund­vall­ast á nátt­úr­unni, umhverf­is­vernd og sjálf­bærni.

Í öllum efna­hags­að­gerða­björg­un­ar­pökkum rík­is­stjórn­ar­innar er afar mik­il­vægt að rík­is­valdið stígi inn í upp­bygg­ing­una eins og hefur verið gert en aðgerðir verði skil­virkar og opin­ber stuðn­ingur skil­yrtur við sið­ferði­lega við­skipta­hætti og sjálf­bæran rekst­ur, félags­lega jafnt sem umhverf­is­lega,“ sagði hún.

Auglýsing

Stuðn­ingur rík­is­ins verður að vera mark­viss­ari 

Rósa Björk telur það skipta miklu máli að Íslend­ingar detti ekki af leið fram­sýnna umhverf­is­vænna lausna við þá upp­bygg­ingu sem er í vænd­um. „Þannig að við höldum fast í skuld­bind­ingar okkar við Par­ís­ar­sam­komu­lagið en frestum þeim ekki, finnum efna­hags­legan far­veg, hvata og lausnir fyrir sjálf­bæra og græna atvinnu­upp­bygg­ing­u.“

Þá sagði hún að stuðn­ingur rík­is­ins yrði að vera mark­viss­ari og meira um grænar fjár­fest­ing­ar, græna og sjálf­bæra upp­bygg­ingu ferða­þjón­ust­unn­ar, umhverf­is­vænar lausnir í mat­væla­fram­leiðslu, tækninýj­ungum og grænt hug­vit í orku­geir­anum og græna nýsköp­un. Áfram­hald­andi aðgerðir til að sporna við lofts­lags­breyt­ingum yrðu að vera stærri hluti af efna­hags­upp­bygg­ing­unni „eins og við sjáum í lönd­unum í kringum okkur þar sem áhersla á grænar lausnir við end­ur­reisn efna­hags­lífs­ins er mjög skýr og sterk“.

Ýmsir kalla eftir því að ein­blínt verði á grænar fjár­fest­ingar

Rósa Björk benti enn fremur á að fjöl­mennur evr­ópskur hópur þing­manna og ráð­herra, for­stjórar stórra evr­ópskra fyr­ir­tækja og leið­togar verka­lýðs­hreyf­inga í Evr­ópu hefðu kallað opin­ber­lega eftir því að ein­blínt væri á grænar fjár­fest­ingar og líf­fræði­lega fjöl­breytni til að hefja aftur efna­hags­legan vöxt í álf­unni. „En ég verð að játa að ég sakna skýr­ari stefnu rík­is­stjórn­ar­innar um græna efna­hags­upp­bygg­ingu sem byggir á sjálf­bærri og umhverf­is­vænni end­ur­reisn og við­snún­ing.“

Þing­mað­ur­inn hvatti að lokum Guð­mund Inga Guð­brands­son umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra til dáða í þessum efnum og hét honum stuðn­ingi við þessa vinnu. „Leggjum lín­urnar um hvernig sam­fé­lag við viljum byggja upp hér. Það sam­fé­lag verður að vera byggt upp með mann­úð­legum og grænum lausnum til fram­tíð­ar.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent