Spyr hvar grænu efnahagsaðgerðirnar séu

Stjórnarþingmaður telur að stuðningur ríkisins verði að vera markvissari – og meira um grænar fjárfestingar, græna og sjálfbæra uppbyggingu ferðaþjónustunnar og umhverfisvænar lausnir í matvælaframleiðslu.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG.
Auglýsing

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­maður VG, segir það vera von­brigði að frum­vörpum sem snú­ast um umhverf­is­mál hafi verið frestað fram á haust­þing og spyr hvar grænu efna­hags­að­gerðir rík­is­stjórn­ar­innar séu. Umhverf­is­málum megi ekki vera ýtt til hliðar út af COVID-19 eða öðru, heldur þvert á móti, eigi þau að vera í for­grunni „akkúrat núna á svona tím­um“. Þetta sagði hún í dag­skrár­liðnum störf þings­ins í dag.

„Það blasa við okkur risa­vaxnar áskor­anir í efna­hags­líf­inu og í hag­kerf­inu. Tug­þús­undir manna eru á atvinnu­leys­is­skrá og spáð er rúm­lega 7 pró­sent sam­drætti hag­vaxtar hér á landi á þessu ári. Grunnatvinnu­grein Íslend­inga síð­ast­liðin ár, ferða­þjón­ust­an, er nán­ast eins og sviðin jörð. En nú er lag að byggja upp ferða­þjón­ustu á ný sem grund­vall­ast á nátt­úr­unni, umhverf­is­vernd og sjálf­bærni.

Í öllum efna­hags­að­gerða­björg­un­ar­pökkum rík­is­stjórn­ar­innar er afar mik­il­vægt að rík­is­valdið stígi inn í upp­bygg­ing­una eins og hefur verið gert en aðgerðir verði skil­virkar og opin­ber stuðn­ingur skil­yrtur við sið­ferði­lega við­skipta­hætti og sjálf­bæran rekst­ur, félags­lega jafnt sem umhverf­is­lega,“ sagði hún.

Auglýsing

Stuðn­ingur rík­is­ins verður að vera mark­viss­ari 

Rósa Björk telur það skipta miklu máli að Íslend­ingar detti ekki af leið fram­sýnna umhverf­is­vænna lausna við þá upp­bygg­ingu sem er í vænd­um. „Þannig að við höldum fast í skuld­bind­ingar okkar við Par­ís­ar­sam­komu­lagið en frestum þeim ekki, finnum efna­hags­legan far­veg, hvata og lausnir fyrir sjálf­bæra og græna atvinnu­upp­bygg­ing­u.“

Þá sagði hún að stuðn­ingur rík­is­ins yrði að vera mark­viss­ari og meira um grænar fjár­fest­ing­ar, græna og sjálf­bæra upp­bygg­ingu ferða­þjón­ust­unn­ar, umhverf­is­vænar lausnir í mat­væla­fram­leiðslu, tækninýj­ungum og grænt hug­vit í orku­geir­anum og græna nýsköp­un. Áfram­hald­andi aðgerðir til að sporna við lofts­lags­breyt­ingum yrðu að vera stærri hluti af efna­hags­upp­bygg­ing­unni „eins og við sjáum í lönd­unum í kringum okkur þar sem áhersla á grænar lausnir við end­ur­reisn efna­hags­lífs­ins er mjög skýr og sterk“.

Ýmsir kalla eftir því að ein­blínt verði á grænar fjár­fest­ingar

Rósa Björk benti enn fremur á að fjöl­mennur evr­ópskur hópur þing­manna og ráð­herra, for­stjórar stórra evr­ópskra fyr­ir­tækja og leið­togar verka­lýðs­hreyf­inga í Evr­ópu hefðu kallað opin­ber­lega eftir því að ein­blínt væri á grænar fjár­fest­ingar og líf­fræði­lega fjöl­breytni til að hefja aftur efna­hags­legan vöxt í álf­unni. „En ég verð að játa að ég sakna skýr­ari stefnu rík­is­stjórn­ar­innar um græna efna­hags­upp­bygg­ingu sem byggir á sjálf­bærri og umhverf­is­vænni end­ur­reisn og við­snún­ing.“

Þing­mað­ur­inn hvatti að lokum Guð­mund Inga Guð­brands­son umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra til dáða í þessum efnum og hét honum stuðn­ingi við þessa vinnu. „Leggjum lín­urnar um hvernig sam­fé­lag við viljum byggja upp hér. Það sam­fé­lag verður að vera byggt upp með mann­úð­legum og grænum lausnum til fram­tíð­ar.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kröfum gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu og Eldum rétt vísað frá dómi
Kröfum fjögurra erlendra starfsmanna gagnvart starfsmannaleigunni Menn í vinnu og notendafyrirtækinu Eldum rétt um vangreidd laun og miskabætur var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Stjórnendur starfsmannaleigunnar fá greiddan málskostnað.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnur Torfi Stefánsson
Vinstri Græn Samfylking
Kjarninn 24. febrúar 2021
Magnús Guðmundsson
Vatnajökulsþjóðgarður á góðri leið
Kjarninn 24. febrúar 2021
Grjóthrun hefur orðið á Reykjanesskaga og varað er við frekara hruni. Myndina tók áhöfn Landhelgisgæslunnar í eftirlitsflugi í morgun.
Hættustigi lýst yfir: Grjót hrunið úr fjöllum og hvítir gufustrókar sést
Lýst hefur verið yfir hættustigi almannavarna á Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst í morgun. Grjót hefur hrunið úr fjöllum á Reykjanesi og hvítir gufustrókar á jarðhitasvæðum sést á svæðinu.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnst það „mikill dómgreindarbrestur“ hjá Áslaugu að hafa hringt í lögreglustjórann
Þingmaður Viðreisnar gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að hringja í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti um að annar ráðherra, formaður flokks hennar, hefði verið í samkvæmi sem leyst var upp vegna gruns um sóttvarnarbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Jóhann Páll Jóhannsson
Frá atvinnukreppu til framsækinnar atvinnustefnu
Kjarninn 24. febrúar 2021
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands.
„Við þurfum að undirbúa okkur fyrir að það verði stærri skjálftar“
Kristín Jónsdóttir hjá náttúruvárvöktun Veðurstofu Íslands segir að líkur séu á fleiri skjálftum og að við þurfum að vera við því búin að þeir verði stærri en þeir sem orðið hafa í morgun.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur við Háskóla Íslands.
„Þetta eru mikil læti“
Eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson segir að jarðskjálftahrinan mikla á Reykjanesi í dag þurfi ekki að leiða til eldgoss en bendir á að svæðið sé þekkt eldgosasvæði „og það hlýtur að koma að því“ að það komi „eitthvað upp“.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent