Óskandi að VG liðar hefðu kjarkinn til að standa með efasemdum sínum

Þingmaður Viðreisnar spurði dómsmálaráðherra hvort samstaða væri hjá ríkisstjórnarflokkunum þremur varðandi breytingar á útlendingalögum.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Auglýsing

Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir, þing­maður Við­reisn­ar, gerði frum­varp Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra um útlend­inga­mál að umtals­efni í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag. Hún sagði að ósk­andi væri að þeir stjórn­ar­liðar sem hefðu talað í þessu máli af hálfu Vinstri grænna – og ýmist lýst yfir efa­semdum eða allt að því and­stöðu – hefðu kjarkinn til að standa með þeim efa­semdum sínum í mál­inu og stoppa það.

Hún benti á að frum­varpið væri að mestu óbreytt frá upp­haf­legu frum­varpi sem þáver­andi dóms­mála­ráð­herra, Sig­ríður And­er­sen, lagði fyrst fram í sam­ráðs­gátt. Þar væri fjallað um mögu­leika fólks á alþjóð­legri vernd á Íslandi og mögu­leika stjórn­valda til að vísa þessu sama fólki burt.

„Rauði þráð­ur­inn í frum­varp­inu er að styrkja stoð Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­inn­ar. Í sam­hengi hlut­anna hér held ég að það hljóti ein­fald­lega að þýða að þeir sem hafa fengið inni ein­hvers staðar ann­ars stað­ar, hvar sem það nú er, eigi ekki skjól hér. Engu skiptir hvar það er, í hvaða löndum það er eða við hvaða aðstæður það er og hvaða aðstæður bíða fólks þar. Það er ein­fald­lega þannig að mjög lítið er á bak við þann merki­miða að hafa til dæmis fengið alþjóð­lega vernd í Grikk­landi og það að halda því fram að það sé raun­veru­leg vernd fyrir fólk sem sent er út í von­leysi er ekki góð póli­tík,“ sagði hún.

Auglýsing

Styttri máls­með­ferð­ar­tími ekki stóri sann­leik­ur­inn

Þing­mað­ur­inn sagði að allt þetta væri sett fram undir for­merkjum skil­virkni og ein­fald­ari máls­með­ferð­ar. Þótt það væri vissu­lega ágætt og alltaf kapps­mál að stytta máls­með­ferð­ar­tíma leyfði hún sér að full­yrða að það væri ekki bið­tím­inn sem hefði truflað almenn­ing hér.

„Styttri máls­með­ferð­ar­tími er ekki stóri sann­leik­ur­inn þegar nið­ur­staðan verður vond og jafn­vel ómann­úð­leg. Það er ekki það sem kallað hefur verið eft­ir. Við höfum séð sorg­legar sögur fólks, full­orð­inna og barna, sem sækja skjól á Íslandi og það er fólk sem raun­veru­lega þarf á þess­ari vernd að halda. Þetta mál er að mínu viti skref til baka.

Þor­björg Sig­ríður spurði dóms­mála­ráð­herra í fram­hald­inu hvort ein­hugur væri um þetta mál í rík­is­stjórn­inni og hvort ráð­herra nyti stuðn­ings sam­ráð­herra sinna úr öðrum flokk­um.

Verðum að for­gangs­raða fyrir þá sem þurfa raun­veru­lega vernd

Áslaug Arna svar­aði og sagði að ekki væri rétt að frum­varpið væri óbreytt. „Vegna athuga­semda frá Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna var til dæmis fallið frá því að kæra fresti rétt­ar­á­hrifum sem og var tekið út að það þyrfti veru­legar ástæður vegna end­ur­upp­töku.“

Hún sagði að það skipti einmitt máli hvar fólk hefði ver­ið. „Við beitum til dæmis ekki Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­inni er varðar Grikk­land og Ung­verja­land vegna þeirra stöðu sem þau lönd eru í í dag. Við sendum fólk ekki til baka í flótta­manna­búðir í Grikk­land­i.“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Varð­andi frum­varpið sjálft væru þau að líta til máls­ferð­ar­tím­ans vegna þess að óásætt­an­legt væri að svo margir sem koma hingað þyrftu að bíða í fjölda mán­aða eftir end­an­legri nið­ur­stöð­u. 

„Við verðum að for­gangs­raða fyrir það fólk sem er í raun­veru­legri þörf fyrir vernd. Vernd­ar­kerfið okkar er einmitt ekki hugsað fyrir fólk sem er með vernd í öðru ríki nú þeg­ar. Þrátt fyrir breyt­ing­arnar í frum­varp­inu fá þeir sem eru með vernd ann­ars staðar ein­stak­lings­bundna skoð­un, þ.e. fá við­tal og geta lagt fram þau gögn sem þeir óska eftir og fært fram rök fyrir sinni vernd hér þrátt fyrir vernd ann­ars stað­ar. End­ur­send­ingar mega aldrei brjóta í bága við 42. gr. útlend­inga­laga sem bygg­ist á 3. gr. mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu,“ sagði ráð­herr­ann.

Ein­staka fyr­ir­varar hjá Vinstri grænum

Áslaug Arna sagði jafn­framt að auð­vitað ætti að ræða það að fólk sem er með vernd ann­ars staðar og með rétt­indi eins og rík­is­borg­arar ann­arra Evr­ópu­ríkja ætti að geta komið hingað og fengið frekar atvinnu­leyfi. „Við ættum að hugsa það út frá því að þau eiga ekki endi­lega heima í vernd­ar­kerf­inu okkar þar sem við verðum að for­gangs­raða bet­ur. Þrátt fyrir að 531 ein­stak­lingur hafi fengið vernd í gegnum það kerfi okkar á síð­asta ári verður okkur að ganga betur í stjórn­sýslu útlend­inga­kerf­is­ins. Það er óásætt­an­legur bið­tími í dag. Við verðum að geta afgreitt mál betur og hraðar á þeirri for­sendu að fólk geti fyrr hafið árang­urs­ríka aðlög­un.“

Varð­andi sam­stöðu í rík­is­stjórn­inni þá sagði hún að ein­staka fyr­ir­varar væru hjá Vinstri grænum við nokkur atriði frum­varps­isn. Hún svar­aði því ekki hvort hún nyti stuðn­ings sam­ráð­herra sinna úr öðrum flokk­um.

Lýsir skorti á mann­úð, sam­kennd og ábyrgð

Þor­björg Sig­ríður tók aftur til máls og sagði að valdið væri dóms­mála­ráð­herra og rík­is­stjórn­ar­flokk­anna þriggja. Hún end­ur­tók spurn­ing­una: „Er sam­staða í rík­is­stjórn­ar­flokk­unum þrem­ur?“

Hún vék máli sínu að þeim fyr­ir­vörum sem Áslaug Arna nefnd­i. „Allir sem hafa hlýtt á það hverjir fyr­ir­var­arnir eru átta sig á því að þeir eru veiga­mikl­ir. Mér finnst svör dóms­mála­ráð­herra því miður ramma ágæt­lega inn að hverju er stefnt og ég hef áhyggjur af því. Mér finnst þessi póli­tík lýsa skorti á mann­úð, sam­kennd og ábyrgð. Þeir stjórn­ar­liðar sem hafa talað í þessu máli af hálfu VG hafa ýmist lýst yfir efa­semdum eða allt að því and­stöð­u,“ sagði hún.

Ósk­andi væri, að mati Þor­bjargar Sig­ríð­ar, að þeir hefðu kjarkinn til að standa með þeim efa­semdum sínum í mál­inu og stoppa það. „Sann­ar­lega verður að for­gangs­raða, sann­ar­lega verður að horfa til þeirra sem eru í mestri þörf, en áhyggju­efnið er hvar sú lína er dreg­in. Vernd mun standa mjög fáum til boða verði þetta nið­ur­stað­an, jafn­vel ekki þeim sem sann­ar­lega þurfa á henni að halda. Nið­ur­staðan verð­ur: Hingað geta fáir leitað og mörgum verður vísað burt. Það er póli­tík sem er ekki hægt að taka und­ir.“

„Við gerum betur en nokkur önnur lönd í kringum okk­ur“

Dóms­mála­ráð­herra kom í pontu í annað sinn og sagði að það væri alrangt hjá þing­manni að eftir að þetta frum­varp færi í gegn myndu fáir eiga þess kost að fá vernd, að það myndi standa fáum til boða. „Það er alrangt hjá hæst­virtum þing­manni. Við sjáum það í dag að allir þeir sem fá jákvæð svör í kerf­inu okkar í dag eru einmitt þeir sem eru í raun­veru­legri þörf fyrir vernd, að flýja ofsóknir í heima­landi sínu. Auk­inn fjöldi úr þeim hópi kemur hingað að sækja um í fyrsta skipti á Íslandi og hefur ekki sótt um í öðru landi, er ekki með vernd ann­ars staðar og þarf raun­veru­lega á vernd að halda. Þeir sem falla undir það að vera með vernd ann­ars staðar fá oft­ast nei­kvætt svar í íslensku kerfi í dag þannig að raun­veru­lega breytir þetta mjög litlu nema því að hraða svar­in­u.“

Hún sagði að það sem Þor­björg Sig­ríður kæmi inn á – mann­úð, sam­kennd og ábyrgð – væri einmitt það sem útlend­inga­lög­gjöfin og útlend­inga­stefna Íslands gengi út á, sem og að gera vel við þá sem koma hingað í raun­veru­legri þörf fyrir vernd.

„Við erum að gera vel, við gerum betur en nokkur önnur lönd í kringum okkur við að taka á móti fólki, hvort sem við miðum við fjölda eða hvernig við erum að bregð­ast við COVID, og gefa fólki alþjóð­lega vernd vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi sem mun hafa áhrif á 225 ein­stak­linga,“ sagði hún að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent