Hagar ætla að endurgreiða hlutabætur

Stjórn Haga ákvað í dag að endurgreiða Vinnumálastofnun um 36 milljónir króna vegna kostnaðar sem féll til vegna nýtingar félagsins á hlutabótaúrræði stjórnvalda, en starfsmenn Zöru, Útilífs og Olís hafa verið í skertu starfshlutfalli undanfarið.

Hagar eiga fjölmörg fyrirtæki, meðal annars Bónus. Þar var þó enginn starfsmaður settur í skert starfshlutfall.
Hagar eiga fjölmörg fyrirtæki, meðal annars Bónus. Þar var þó enginn starfsmaður settur í skert starfshlutfall.
Auglýsing

Stjórn Haga ákvað í dag að end­ur­greiða Vinnu­mála­stofnun þann kostnað sem féll til vegna starfs­fólks dótt­ur­fyr­ir­tækja Haga sem nýttu sér hluta­bóta­leið­ina í apr­íl­mán­uði, en félagið hefur verið gagn­rýnt fyrir að kaupa eigin hluta­bréf og færa þannig fé til hlut­hafa sinna á sama tíma og félagið nýtir hluta­bóta­úr­ræði stjórn­valda.

Starfs­menn Zöru, Úti­lífs og veit­inga­sölu Olís hafa verið í skertu starfs­hlut­falli und­an­far­ið, en því starfs­fólki verður boðið að fara aftur í það starfs­hlut­fall sem áður var, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu. Í til­kynn­ing­unni segir starfs­hlut­föll hafi verið skert til að forð­ast upp­sagnir og við­halda ráðn­ing­ar­sam­bandi við starfs­fólk eftir fremsta megni.

„Á þessum tíma­punkti er betur hægt að sjá þau áhrif sem far­ald­ur­inn mun hafa á félagið í heild og eru þau minni en ótt­ast var í upp­hafi. Nú telst því rétt að end­ur­greiða þá fjár­hæð sem Vinnu­mála­stofnun greiddi til starfs­fólks Haga í apr­íl­mán­uð­i,“ segir í til­kynn­ingu félags­ins, en þar kemur fram að end­ur­greiðslan nemi um 36 millj­ónum króna.

Auglýsing

„Önnur dótt­ur­fyr­ir­tæki Haga nýttu sér ekki þessa leið, t.a.m. Bón­us, Hag­kaup, vöru­húsin Aðföng og Ban­an­ar, lyfja­versl­anir og fram­leiðslu­stöðv­ar,“ segir í til­kynn­ingu Haga, þar sem jafn­framt kemur fram að ekki hafi þurft að grípa til upp­sagna innan sam­stæð­unnar vegna áhrifa COVID-19 far­ald­urs­ins.

Í til­kynn­ingu Haga kemur einnig fram að í dag hafi stjórn félags­ins tekið ákvörðun um að ljúka end­ur­kaupa­á­ætlun eigin hluta fyrr en áætlað var, en áætl­unin hefur verið í gildi frá því í lok febr­ú­ar.

„Áætlað var að end­ur­kaup myndu nema 500 millj­ónum króna að hámarki en félagið hefur þegar keypt eigin hluti skv. áætl­un­inni að fjár­hæð 450 millj­ónir króna,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópur fólks mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans árið 2016 vegna Borgunarmálsins.
Eignarhaldsfélagið Borgun hefur tvöfaldað fjárfestingu sína í Borgun
Félag sem keypti hlut ríkisbanka í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun bak við luktar dyr haustið 2014 hefur fengið háar arðgreiðslur, selt hlut sinn og haldið eftir verðmætum bréfum í Visa Inc. Eigendur þess hafa tvöfaldað upphaflega fjárfestingu sína.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Aðdáendur GusGus gefa út ljósmyndabók um hljómsveitina
Á aldarfjórðungsafmæli raftónlistarhljómsveitarinnar GusGus safnar hópur aðdáenda fyrir útgáfu bókar um feril hennar.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kyrkingartakið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Ólafur Elíasson
Þetta er nú meira klúðrið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson.
Kári og Þórólfur kalla eftir hagrænu uppgjöri stjórnvalda
„Stjórnvöld eiga nú að segja hvað þau vilja,“ segir Kári Stefánsson. „Ef við viljum halda veirunni í lágmarki þá þurfum við að gera þetta eins og við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason. Hagrænt uppgjör vanti frá stjórnvöldum.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Einn sjúklingur með COVID-19 liggur á gjörgæsludeild Landspítalans.
114 með COVID-19 – 962 í sóttkví
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Ekkert virkt smit greindist við landamærin.114 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Flaug 6.000 kílómetra yfir hafið og heim
Sástu spóa suð‘r í flóa í sumar? Ef hann er ekki þegar floginn til vetrarstöðvanna eru allar líkur á því að hann sé að undirbúa brottför. Spóinn Ékéké kom hingað í vor. Flakkaði um landið áður en hún flaug beinustu leið til Vestur-Afríku.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent