Hagar ætla að endurgreiða hlutabætur

Stjórn Haga ákvað í dag að endurgreiða Vinnumálastofnun um 36 milljónir króna vegna kostnaðar sem féll til vegna nýtingar félagsins á hlutabótaúrræði stjórnvalda, en starfsmenn Zöru, Útilífs og Olís hafa verið í skertu starfshlutfalli undanfarið.

Hagar eiga fjölmörg fyrirtæki, meðal annars Bónus. Þar var þó enginn starfsmaður settur í skert starfshlutfall.
Hagar eiga fjölmörg fyrirtæki, meðal annars Bónus. Þar var þó enginn starfsmaður settur í skert starfshlutfall.
Auglýsing

Stjórn Haga ákvað í dag að end­ur­greiða Vinnu­mála­stofnun þann kostnað sem féll til vegna starfs­fólks dótt­ur­fyr­ir­tækja Haga sem nýttu sér hluta­bóta­leið­ina í apr­íl­mán­uði, en félagið hefur verið gagn­rýnt fyrir að kaupa eigin hluta­bréf og færa þannig fé til hlut­hafa sinna á sama tíma og félagið nýtir hluta­bóta­úr­ræði stjórn­valda.

Starfs­menn Zöru, Úti­lífs og veit­inga­sölu Olís hafa verið í skertu starfs­hlut­falli und­an­far­ið, en því starfs­fólki verður boðið að fara aftur í það starfs­hlut­fall sem áður var, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu. Í til­kynn­ing­unni segir starfs­hlut­föll hafi verið skert til að forð­ast upp­sagnir og við­halda ráðn­ing­ar­sam­bandi við starfs­fólk eftir fremsta megni.

„Á þessum tíma­punkti er betur hægt að sjá þau áhrif sem far­ald­ur­inn mun hafa á félagið í heild og eru þau minni en ótt­ast var í upp­hafi. Nú telst því rétt að end­ur­greiða þá fjár­hæð sem Vinnu­mála­stofnun greiddi til starfs­fólks Haga í apr­íl­mán­uð­i,“ segir í til­kynn­ingu félags­ins, en þar kemur fram að end­ur­greiðslan nemi um 36 millj­ónum króna.

Auglýsing

„Önnur dótt­ur­fyr­ir­tæki Haga nýttu sér ekki þessa leið, t.a.m. Bón­us, Hag­kaup, vöru­húsin Aðföng og Ban­an­ar, lyfja­versl­anir og fram­leiðslu­stöðv­ar,“ segir í til­kynn­ingu Haga, þar sem jafn­framt kemur fram að ekki hafi þurft að grípa til upp­sagna innan sam­stæð­unnar vegna áhrifa COVID-19 far­ald­urs­ins.

Í til­kynn­ingu Haga kemur einnig fram að í dag hafi stjórn félags­ins tekið ákvörðun um að ljúka end­ur­kaupa­á­ætlun eigin hluta fyrr en áætlað var, en áætl­unin hefur verið í gildi frá því í lok febr­ú­ar.

„Áætlað var að end­ur­kaup myndu nema 500 millj­ónum króna að hámarki en félagið hefur þegar keypt eigin hluti skv. áætl­un­inni að fjár­hæð 450 millj­ónir króna,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent