Vill girða fyrir stuðning til fyrirtækja sem setja upp skattahagræðisfléttur

Nefndarmaður í efnahags- og viðskipanefnd segir ekki girt fyrir að fyrirtæki sem setji upp skattahagræðisfléttur fái stuðning úr ríkissjóði, þrátt fyrir að meirihluti nefndarinnar reyni að „slá ryki í augu“ þings og þjóðar um annað.

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar.
Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar.
Auglýsing

Oddný G. Harð­ar­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og nefnd­ar­maður í efna­hags- og við­skipta­nefnd segir að ekki sé girt fyrir að fyr­ir­tæki sem setji upp fléttur til að greiða lægri skatta á Íslandi njóti stuðn­ings úr rík­is­sjóði vegna áhrifa kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins.

Hún segir meiri­hluta efna­hags- og við­skipta­nefndar mistúlka tekju­skattslögin með því að segja nægi­legt að gera kröfu um að þeir sem njóti stuðn­ings rík­is­ins hafi „fulla og ótak­mark­aða skatt­skyld­u“ á Íslandi og leggur til að frek­ari kröfur verði gerðar til þess að koma í veg fyrir að fé úr rík­is­sjóði renni til fyr­ir­tækja sem hafa stundað skatta­snið­göngu.

„Allir sem afla sér tekna hér á landi eru með fulla og ótak­mark­aða skatt­skyldu hér. Ekk­ert fyr­ir­tæki er þar und­an­skil­ið. En það úti­lokar ekki skatt­und­an­skot eða skatta­snið­göngu með aðstoð aflands­svæða,“ segir Odd­ný, í nefnd­ar­á­liti sínu vegna laga­frum­varps um stuðn­ing til minni rekstr­ar­að­ila vegna heims­far­ald­urs­ins.

Auglýsing

Oddný segir engin ný skil­yrði séu sett fyrir stuðn­ingi úr rík­is­sjóði í breyt­ing­ar­til­lögu meiri­hluta nefnd­ar­innar og bætir við að það sem meiri­hlut­inn hafi sett fram sé „ein­göngu til að slá ryki í augu þing­manna og almenn­ings.“

Fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri sömu skoð­unar

Í nefnd­ar­á­liti sínu vísar Oddný til umfjöll­unar Ind­riða H. Þor­láks­son­ar, fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóra, sem rit­aði pistil um málið á vef­síðu sína á dög­unum og sagði þar í inn­gangi að kunn­átta í tekju­skattslögum virt­ist ekki hátt skrifuð á Alþingi nú til dags.

„Skatt­und­an­skot og skatta­snið­ganga með aðstoð aflands­svæða felst í því að skatt­að­ili með „fulla og ótak­mark­aða skatt­skyldu“ hér á landi flytur tekjur sem hér er aflað til félags utan skatta­lög­sögu Íslands, oft­ast skúffu­fyr­ir­tækis á lág­skatta­svæði. „Full og ótak­mörkuð skatt­skylda“ kemur ekki í veg fyrir það. Hún er þvert á móti nauð­syn­leg for­senda því ann­ars er ekki um neinar tekjur að ræða. Þessar ráð­staf­anir sem slíkar eru yfir­leitt ekki ólög­legar en þær kunna að fela í sér að með þeim sé verið að snið­ganga skatta­lög­in, að láta líta svo út að tekjur íslenska rekst­ar­ar­að­il­ans séu tekjur ein­hvers ann­ar­s,“ rit­aði Ind­riði í grein sinni.

Oddný leggur til að lögin sem kveða á um stuðn­ings­lán og lok­un­ar­styrki við lítil fyr­ir­tæki, gildi ekki um ein­stak­linga eða lög­að­ila sem hafi með höndum „eign­ar­hald eða stjórnun í hvers kyns félagi, sjóði eða stofnun sem telst heim­il­is­föst í lág­skatta­ríki“ í skiln­ingi tekju­skatts­laga, „né um lög­að­ila í beinu eða óbeinu eign­ar­haldi eða undir stjórn hvers kyns félags, sjóðs eða stofn­unar sem telst heim­il­is­föst í lág­skatta­ríki.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent