Vill girða fyrir stuðning til fyrirtækja sem setja upp skattahagræðisfléttur

Nefndarmaður í efnahags- og viðskipanefnd segir ekki girt fyrir að fyrirtæki sem setji upp skattahagræðisfléttur fái stuðning úr ríkissjóði, þrátt fyrir að meirihluti nefndarinnar reyni að „slá ryki í augu“ þings og þjóðar um annað.

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar.
Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar.
Auglýsing

Oddný G. Harð­ar­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og nefnd­ar­maður í efna­hags- og við­skipta­nefnd segir að ekki sé girt fyrir að fyr­ir­tæki sem setji upp fléttur til að greiða lægri skatta á Íslandi njóti stuðn­ings úr rík­is­sjóði vegna áhrifa kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins.

Hún segir meiri­hluta efna­hags- og við­skipta­nefndar mistúlka tekju­skattslögin með því að segja nægi­legt að gera kröfu um að þeir sem njóti stuðn­ings rík­is­ins hafi „fulla og ótak­mark­aða skatt­skyld­u“ á Íslandi og leggur til að frek­ari kröfur verði gerðar til þess að koma í veg fyrir að fé úr rík­is­sjóði renni til fyr­ir­tækja sem hafa stundað skatta­snið­göngu.

„Allir sem afla sér tekna hér á landi eru með fulla og ótak­mark­aða skatt­skyldu hér. Ekk­ert fyr­ir­tæki er þar und­an­skil­ið. En það úti­lokar ekki skatt­und­an­skot eða skatta­snið­göngu með aðstoð aflands­svæða,“ segir Odd­ný, í nefnd­ar­á­liti sínu vegna laga­frum­varps um stuðn­ing til minni rekstr­ar­að­ila vegna heims­far­ald­urs­ins.

Auglýsing

Oddný segir engin ný skil­yrði séu sett fyrir stuðn­ingi úr rík­is­sjóði í breyt­ing­ar­til­lögu meiri­hluta nefnd­ar­innar og bætir við að það sem meiri­hlut­inn hafi sett fram sé „ein­göngu til að slá ryki í augu þing­manna og almenn­ings.“

Fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri sömu skoð­unar

Í nefnd­ar­á­liti sínu vísar Oddný til umfjöll­unar Ind­riða H. Þor­láks­son­ar, fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóra, sem rit­aði pistil um málið á vef­síðu sína á dög­unum og sagði þar í inn­gangi að kunn­átta í tekju­skattslögum virt­ist ekki hátt skrifuð á Alþingi nú til dags.

„Skatt­und­an­skot og skatta­snið­ganga með aðstoð aflands­svæða felst í því að skatt­að­ili með „fulla og ótak­mark­aða skatt­skyldu“ hér á landi flytur tekjur sem hér er aflað til félags utan skatta­lög­sögu Íslands, oft­ast skúffu­fyr­ir­tækis á lág­skatta­svæði. „Full og ótak­mörkuð skatt­skylda“ kemur ekki í veg fyrir það. Hún er þvert á móti nauð­syn­leg for­senda því ann­ars er ekki um neinar tekjur að ræða. Þessar ráð­staf­anir sem slíkar eru yfir­leitt ekki ólög­legar en þær kunna að fela í sér að með þeim sé verið að snið­ganga skatta­lög­in, að láta líta svo út að tekjur íslenska rekst­ar­ar­að­il­ans séu tekjur ein­hvers ann­ar­s,“ rit­aði Ind­riði í grein sinni.

Oddný leggur til að lögin sem kveða á um stuðn­ings­lán og lok­un­ar­styrki við lítil fyr­ir­tæki, gildi ekki um ein­stak­linga eða lög­að­ila sem hafi með höndum „eign­ar­hald eða stjórnun í hvers kyns félagi, sjóði eða stofnun sem telst heim­il­is­föst í lág­skatta­ríki“ í skiln­ingi tekju­skatts­laga, „né um lög­að­ila í beinu eða óbeinu eign­ar­haldi eða undir stjórn hvers kyns félags, sjóðs eða stofn­unar sem telst heim­il­is­föst í lág­skatta­ríki.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi eftir að ákvörðun Ítalíu lá fyrir.
Ítalir hnykla vöðvana og ESB kinkar kolli
Sú ákvörðun ítalskra stjórnvalda að hindra sendingu 250 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca til Ástralíu er slagur sem afhjúpar það ljóta stríð sem gæti verið í uppsiglingu um dropana dýrmætu.
Kjarninn 5. mars 2021
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Bændur og afurðastöðvar
Kjarninn 5. mars 2021
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór vill að skrifstofa Alþingis kanni hvenær trúnaður geti talist brotinn
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur sig ekki hafa brotið trúnað með ummælum um það sem fram fór á fundi nefndarinnar með lögreglustjóra í vikunni. Hann vill fá skrifstofu Alþingis til að kanna hvar formleg mörk um trúnaðarrof liggi.
Kjarninn 5. mars 2021
Íslandspóstur hagnast um 104 milljónir
Viðsnúningur var í rekstri Íslandspósts á síðasta ári, sem skilaði hagnaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. Samkvæmt forstjóra fyrirtækisins létti endurskipulagning og niðurgreiðsla langtímalána umtalsvert á félaginu.
Kjarninn 5. mars 2021
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent