Vill girða fyrir stuðning til fyrirtækja sem setja upp skattahagræðisfléttur

Nefndarmaður í efnahags- og viðskipanefnd segir ekki girt fyrir að fyrirtæki sem setji upp skattahagræðisfléttur fái stuðning úr ríkissjóði, þrátt fyrir að meirihluti nefndarinnar reyni að „slá ryki í augu“ þings og þjóðar um annað.

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar.
Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar.
Auglýsing

Oddný G. Harð­ar­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og nefnd­ar­maður í efna­hags- og við­skipta­nefnd segir að ekki sé girt fyrir að fyr­ir­tæki sem setji upp fléttur til að greiða lægri skatta á Íslandi njóti stuðn­ings úr rík­is­sjóði vegna áhrifa kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins.

Hún segir meiri­hluta efna­hags- og við­skipta­nefndar mistúlka tekju­skattslögin með því að segja nægi­legt að gera kröfu um að þeir sem njóti stuðn­ings rík­is­ins hafi „fulla og ótak­mark­aða skatt­skyld­u“ á Íslandi og leggur til að frek­ari kröfur verði gerðar til þess að koma í veg fyrir að fé úr rík­is­sjóði renni til fyr­ir­tækja sem hafa stundað skatta­snið­göngu.

„Allir sem afla sér tekna hér á landi eru með fulla og ótak­mark­aða skatt­skyldu hér. Ekk­ert fyr­ir­tæki er þar und­an­skil­ið. En það úti­lokar ekki skatt­und­an­skot eða skatta­snið­göngu með aðstoð aflands­svæða,“ segir Odd­ný, í nefnd­ar­á­liti sínu vegna laga­frum­varps um stuðn­ing til minni rekstr­ar­að­ila vegna heims­far­ald­urs­ins.

Auglýsing

Oddný segir engin ný skil­yrði séu sett fyrir stuðn­ingi úr rík­is­sjóði í breyt­ing­ar­til­lögu meiri­hluta nefnd­ar­innar og bætir við að það sem meiri­hlut­inn hafi sett fram sé „ein­göngu til að slá ryki í augu þing­manna og almenn­ings.“

Fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri sömu skoð­unar

Í nefnd­ar­á­liti sínu vísar Oddný til umfjöll­unar Ind­riða H. Þor­láks­son­ar, fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóra, sem rit­aði pistil um málið á vef­síðu sína á dög­unum og sagði þar í inn­gangi að kunn­átta í tekju­skattslögum virt­ist ekki hátt skrifuð á Alþingi nú til dags.

„Skatt­und­an­skot og skatta­snið­ganga með aðstoð aflands­svæða felst í því að skatt­að­ili með „fulla og ótak­mark­aða skatt­skyldu“ hér á landi flytur tekjur sem hér er aflað til félags utan skatta­lög­sögu Íslands, oft­ast skúffu­fyr­ir­tækis á lág­skatta­svæði. „Full og ótak­mörkuð skatt­skylda“ kemur ekki í veg fyrir það. Hún er þvert á móti nauð­syn­leg for­senda því ann­ars er ekki um neinar tekjur að ræða. Þessar ráð­staf­anir sem slíkar eru yfir­leitt ekki ólög­legar en þær kunna að fela í sér að með þeim sé verið að snið­ganga skatta­lög­in, að láta líta svo út að tekjur íslenska rekst­ar­ar­að­il­ans séu tekjur ein­hvers ann­ar­s,“ rit­aði Ind­riði í grein sinni.

Oddný leggur til að lögin sem kveða á um stuðn­ings­lán og lok­un­ar­styrki við lítil fyr­ir­tæki, gildi ekki um ein­stak­linga eða lög­að­ila sem hafi með höndum „eign­ar­hald eða stjórnun í hvers kyns félagi, sjóði eða stofnun sem telst heim­il­is­föst í lág­skatta­ríki“ í skiln­ingi tekju­skatts­laga, „né um lög­að­ila í beinu eða óbeinu eign­ar­haldi eða undir stjórn hvers kyns félags, sjóðs eða stofn­unar sem telst heim­il­is­föst í lág­skatta­ríki.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent