Flugfreyjur hafna „útspili“ Icelandair

Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands eru mótfallnir því að umturna gildandi kjarasamningi á einu bretti og fórna kjörum og réttindum sem tekið hefur áratugi að byggja upp.

icelandair_737MAX_big2.jpg
Auglýsing

Algjör ein­hugur er meðal félags­manna Flug­freyju­fé­lags­ Ís­lands um að hafna útspili Icelandair frá 10. maí „sem felur í sér­ tug­pró­senta launa­lækk­anir og skerð­ingu á rétt­indum til fram­búð­ar“.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá félag­inu. Þar seg­ir enn­fremur að afstaða félags­manna hafi verið könnuð á fundi í dag og nið­ur­stað­an hafi verið sú að félags­menn eru „með öllu mót­fallnir því að umturna gild­and­i kjara­samn­ingi á einu bretti og fórna kjörum og rétt­indum sem tekið hef­ur ára­tugi að byggja upp“.

Flug­freyju­fé­lagið ítrekar samn­ings­vilja sinn um að koma til­ ­móts við Icelandair á meðan núver­andi ástand varir og er áfram til­búið til­ ­sam­tals um sann­gjarnar breyt­ingar á gild­andi kjara­samn­ingi.

Auglýsing

Icelandair Group segir að með­al­laun flug­freyja fyrir full­t ­starf hafi numið 520 þús­und krónum í fyrra og yfir­flug­freyjur hafi verið að ­með­al­tali með 740 þús­und krónur á mán­uði fyrir fullt starf. Þetta kemur fram í svörum félags­ins við fyr­ir­spurn mbl.­is.

Í svari Icelandair Group kemur einnig fram að dag­pen­ing­ar hafi að með­al­tali verið 140-145 þús­und krónur á mán­uði.

Í til­kynn­ingu frá Flug­freyju­fé­lag­inu í morgun kom fram að ­fé­lagið hafi allt frá því far­ald­ur­inn braust út leitað allra leiða til að kom­a til móts við Icelanda­ir. Þar er bent á að flug­freyjur hafi verið án kjara­samn­ings í eitt og hálft ár og því ekki notið kjara­bóta ólíkt flestum á vinnu­mark­aði. Engu að síður hafi félagið boðið Icelandair til­slak­anir á kjara­samn­ingi félags­manna meðan mestu erf­ið­leik­arnir gangi yfir.

Félagið hafi um miðjan apríl lagt fram til­boð um lang­tíma­samn­ing sem hafi falið í sér veru­legar til­slak­an­ir, auk­inn sveigj­an­leika og lengri vinnu­tíma. Nú stilli Icelandair stétt­ar­fé­lög­unum upp við vegg og ­reyni að gera þau ábyrg fyrir stöð­unni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent