Flugfreyjur hafna „útspili“ Icelandair

Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands eru mótfallnir því að umturna gildandi kjarasamningi á einu bretti og fórna kjörum og réttindum sem tekið hefur áratugi að byggja upp.

icelandair_737MAX_big2.jpg
Auglýsing

Algjör ein­hugur er meðal félags­manna Flug­freyju­fé­lags­ Ís­lands um að hafna útspili Icelandair frá 10. maí „sem felur í sér­ tug­pró­senta launa­lækk­anir og skerð­ingu á rétt­indum til fram­búð­ar“.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá félag­inu. Þar seg­ir enn­fremur að afstaða félags­manna hafi verið könnuð á fundi í dag og nið­ur­stað­an hafi verið sú að félags­menn eru „með öllu mót­fallnir því að umturna gild­and­i kjara­samn­ingi á einu bretti og fórna kjörum og rétt­indum sem tekið hef­ur ára­tugi að byggja upp“.

Flug­freyju­fé­lagið ítrekar samn­ings­vilja sinn um að koma til­ ­móts við Icelandair á meðan núver­andi ástand varir og er áfram til­búið til­ ­sam­tals um sann­gjarnar breyt­ingar á gild­andi kjara­samn­ingi.

Auglýsing

Icelandair Group segir að með­al­laun flug­freyja fyrir full­t ­starf hafi numið 520 þús­und krónum í fyrra og yfir­flug­freyjur hafi verið að ­með­al­tali með 740 þús­und krónur á mán­uði fyrir fullt starf. Þetta kemur fram í svörum félags­ins við fyr­ir­spurn mbl.­is.

Í svari Icelandair Group kemur einnig fram að dag­pen­ing­ar hafi að með­al­tali verið 140-145 þús­und krónur á mán­uði.

Í til­kynn­ingu frá Flug­freyju­fé­lag­inu í morgun kom fram að ­fé­lagið hafi allt frá því far­ald­ur­inn braust út leitað allra leiða til að kom­a til móts við Icelanda­ir. Þar er bent á að flug­freyjur hafi verið án kjara­samn­ings í eitt og hálft ár og því ekki notið kjara­bóta ólíkt flestum á vinnu­mark­aði. Engu að síður hafi félagið boðið Icelandair til­slak­anir á kjara­samn­ingi félags­manna meðan mestu erf­ið­leik­arnir gangi yfir.

Félagið hafi um miðjan apríl lagt fram til­boð um lang­tíma­samn­ing sem hafi falið í sér veru­legar til­slak­an­ir, auk­inn sveigj­an­leika og lengri vinnu­tíma. Nú stilli Icelandair stétt­ar­fé­lög­unum upp við vegg og ­reyni að gera þau ábyrg fyrir stöð­unni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Að sjá hið ósýnilega og þekkja hið hversdagslega
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent