Smitum í Danmörku heldur áfram að fækka í kjölfar afléttinga

Sóttvarnalæknir Danmerkur telur mjög ólíklegt að önnur bylgja COVID-19 komi upp í landinu. Ríkisstjórn Danmerkur kynnti í gærmorgun áætlun um að auka við sýnatökur og smitrakningu.

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Auglýsing

Kåre Mølbak, yfirmaður sóttvarnastofnunar Danmerkur, segir að með aðgerðum sem gripið hafi verið til í landinu hafi tekist að hægja verulega á útbreiðslunni og fækka smitum. Þó að ákveðnum takmörkunum sem settar voru á hafi nú verið aflétt hefur smitum ekki fjölgað á ný.

Ríkisstjórn Danmerkur kynnti í gærmorgun áætlun um að auka við sýnatökur og smitrakningu. 

Í Danmörku hafa 527 dauðsföll orðið vegna COVID-19. Í dag liggja 177 á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins og hefur fækkað um tuttugu síðasta sólarhringinn. Mjög hefur dregið úr fjölda þeirra sem þurfa á innlögn og gjörgæslumeðferð að halda allt frá 1. apríl er hann var mestur eða 535.

Auglýsing

Danir gripu snemma til strangra takmarkana vegna faraldursins. Þeir voru einnig meðal fyrstu þjóða Evrópu til að gera tilslakanir á þeim. Mánuður er síðan skólar voru opnaðir á ný og fleiri aðgerðum hætt en smitum hefur stöðugt haldið áfram að fækka sem og innlögnum á sjúkrahús og dauðsföllum.

Mølbak telur að ekkert land hafi enn sem komið er fengið yfir sig aðra bylgju faraldurs. Fjöldi smita hefði þó sveiflast í mörgum þeirra. „En miðað við þá þekkingu sem við höfum í dag þá tel ég það mjög ólíklegt að hér verði önnur bylgja.“

Eftir að Þjóðverjar höfðu náð góðum tökum á faraldrinum og aflétt ýmsum takmörkunum fjölgaði smitum snögglega á ný síðustu daga. Þetta hefur valdið áhyggjum meðal stjórnvalda í öðrum ríkjum.

Í upphafi vikunnar tóku Danir annað skref í afléttingum á aðgerðum sínum. Í þessu skrefi verða veitingahús og verslunarmiðstöðvar opnaðar. Þrátt fyrir það er R-tala veirunnar enn vel undir 1 sem þýðir að faraldurinn er enn í rénun í landinu.

Ríkisstjórnin ætlar á næstunni að gera átak í sýnatökum, ítarlegri smitrakningu og hefur heitið því að eiga nægar birgðir af hlífðarfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk.

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, minnti þó á alvöru faraldursins á blaðamannafundi í morgun. „Kórónuveiran er enn sú sama. Hún er jafn smitandi og áður og jafn hættuleg.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent