Barir fá að opna á ný 25. maí og sundlaugar verða á hálfum afköstum í fyrstu

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tilkynnti á upplýsingafundi í dag að hann ætlaði að leggja til við heilbrigðisráðherra að vínveitingastaðir fengju að opna á ný 25. maí. Hann mun einnig leggja til að samkomubann verði rýmkað í 200 manns, úr 50 nú.

Þórólfur Guðnason á upplýsingafundinum í dag.
Þórólfur Guðnason á upplýsingafundinum í dag.
Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir ætlar að leggja til við heil­brigð­is­ráð­herra að barir og aðrir staðir með vín­veit­inga­leyfi og hafa þurft að vera lok­aðir und­an­farnar vik­ur, fái að hefja rekstur á ný 25. maí og megi hafa opið til kl. 23 á kvöld­in.

Þetta kom fram í máli Þór­ólfs á upp­lýs­inga­fundi í dag, en einnig sagð­ist hann ætla að leggja til við ráð­herra að fjölda­tak­mark­anir yrðu rýmkaðar upp í 200 manns í næsta skrefi aflétt­inga, þann 25. maí. Í dag mega í mesta lagi 50 manns koma saman á sama stað.

Á börum og krám mun þurfa að virða tveggja metra regl­una eins og kostur er, rétt eins og þarf í dag á veit­inga­stöðum og ann­ars stað­ar­. Hið sama mun þurfa að gera í lík­ams­rækt­ar­stöðvum og sund­laug­um, þegar almenn­ingur fer að flykkj­ast á slíka staði á nýjan leik.

Auglýsing

Sund­laugar og lík­ams­rækt­ar­stöðvar á helm­ings­af­köstum til að byrja með

Á fund­inum í dag fór Þórólfur yfir það fyr­ir­komu­lag sem áætlað er að verði í sund­laugum lands­ins og lík­ams­rækt­ar­stöðvum þegar þeim verður gefið grænt ljós á að bjóða gesti vel­komna á nýjan leik.

Þórólfur sagð­ist ætla að leggja það til við ráð­herra að heild­ar­fjöldi gesta á hverjum tíma færi ekki yfir helm­ing­inn af leyfi­legum fjölda í sund­laugum og lík­ams­rækt­ar­stöðvum sam­kvæmt starfs­leyfum þeirra.

Hann sagði að mögu­lega yrði hægt að auka leyfi­legan fjölda gesta í skrefum fram til 15. júní. Á þeim tíma­punkti yrði von­andi hægt, ef far­ald­ur­inn yrði áfram í lág­marki, að leyfa hámarks­fjölda gesta á þessum stöð­um.

Sund­laug­arnar og lík­ams­rækt­ar­stöðvar verða þannig, sam­kvæmt orðum Þór­ólfs, á 50 pró­sent afköstum fyrst um sinn, ef heil­brigð­is­ráð­herra felst á til­lögur hans.

Yfir­gnæf­andi líkur á að nei­kvætt próf sé í raun nei­kvætt 

Þórólfur var spurður út í þær fyr­ir­ætl­anir sem stjórn­völd kynntu í gær, að opna landa­mæri Íslands 15. júní og bjóða þeim ferða­mönnum sem vilja koma til lands­ins upp á veiru­skim­un.

Hann var spurður hvort ekki væri hætta á að falskt öryggi feng­ist með þeim prófum sem stjórn­völd áætla, þar sem hætta væri á að fólk fengi rangt nei­kvætt sýni við kom­una til lands­ins.

Þórólfur ját­aði því að svo væri og það hefði alltaf verið áhættan með þessi próf, að fólk væri akkúrat á þeim stað í með­göngu­tíma veirunnar þar sem það væri ekki komið með ein­kenni og fengi nei­kvæða nið­ur­stöðu úr sýna­töku. 

Hann sagði þó að lík­urnar á því að fólk yrði akkúrat í þeim „glugga“ við kom­una til lands­ins væru mjög litlar og áhættan því „al­gjör­lega í lág­marki“.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Mótmælendur komu saman á Austurvelli skömmu eftir að fjölmiðlar greindu frá innihaldi Samherjaskjalanna í nóvember síðastliðnum. Nú virðist sjávarútvegsfyrirtækið vera að mæla almenningsálitið.
Spurt hvað fólki finnist um viðbrögð Samherja við Namibíumálinu
Gallup spurði viðhorfahóp sinn í vikunni um álit á aðgerðum Samherja „í kjölfar ásakana um mútur í Namibíu“. Sjávarútvegsfyrirtækið virðist vera að taka stöðuna á almenningsálitinu, áður en það ræðist í að svara ásökunum í auknum mæli opinberlega.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent