Óttast faraldur í einu fátækasta landi heims

Saga yngsta ríkis heims er blóði drifin. Það er vart hægt að tala um innviði, svo bágborið er ástandið. Og nú hefur fólk í flóttamannabúðum greinst með COVID-19 og óttast er um framhaldið.

Heilbrigðiskerfið í Suður-Súdan er vægast sagt bágborið.
Heilbrigðiskerfið í Suður-Súdan er vægast sagt bágborið.
Auglýsing

Fyrstu til­felli COVID-19 hafa verið stað­fest í troð­full­u­m flótta­manna­búðum í Suð­ur­-Súd­an. Sam­ein­uðu þjóð­irnar ótt­ast að allt geti farið á versta veg í þessu yngsta ríki heims sem er síst allra í stakk búið til að takast á við far­ald­ur­inn.

Tvö fyrstu smitin greindust í búð­un­um, sem eru skammt frá­ höf­uð­borg­inni Juba, hjá fólki á þrí­tugs­aldri. Líkt og víð­ast hvar í Afr­íku hafa fá sýni verið tekin en 174 stað­fest smit hafa verið greind. Rann­sókn­ar­stofur í land­inu geta aðeins greint um 500 sýni á viku.

Tæp­lega 200 þús­und manns njóta verndar Sam­ein­uðu þjóð­anna í búðum vítt og breytt um Suð­ur­-Súd­an. Ríkið lýsti yfir sjálf­stæði frá Súdan árið 2011 og innan tveggja ára hafði þar brot­ist út blóðug borg­ara­styrj­öld, ein sú ó­hugn­an­leg­asta sem sögur fara af. Ítrekað hefur verið reynt að semja um frið og ­leggja niður vopn og undir það nýjasta var skrifað í fyrra. Djúp efna­hag­skreppa hefur fylgt stríð­inu og hung­ursneyð ríkir víða. Grunn­inn­viðir eru í molum og við þessar aðstæður er ómögu­legt að sinna sjúkum af völdum far­ald­urs COVID-19.

Auglýsing

Mann­úð­ar­sam­tök og stofn­anir hafa lengi ótt­ast hvað mun­i ­ger­ast ef kór­ónu­veiran fer að breið­ast hratt út meðal fátæk­ustu þjóða heims og þá sér­stak­lega í flótta­manna­búðum þar sem aðstæður eru oft svaka­leg­ar. Ein á­skor­unin fellst í því að koma hlífð­ar­fatn­aði, lyfja­birgðum og heil­brigð­is­starfs­fólki til þess­ara við­kvæm­ustu svæða heims­ins.

Engisprettufaraldur hefur herjað á Suður-Súdan líkt og mörg nágrannaríki. Mynd: EPA

Sýna­tökur hafa ekki farið fram í miklum mæli í flótta­manna­búð­um. Í flestum þeirra hafa engar slíkar farið fram að  því er fram kemur í frétt banda­rísku AP-frétta­stof­unn­ar.

Hjálp­ar­starfs­menn í Suð­ur­-Súdan segja fáar leiðir færar til­ að sinna sjúkum ef far­ald­ur­inn nær þar fót­festu. Heil­brigð­is­kerfið byggir nær ein­göngu á utan­að­kom­andi aðstoð ýmissa frjálsra félaga­sam­taka. Aðeins er hægt að ein­angra sjúka á einum spít­ala. Þar voru rúmin 24 en hefur nú verið fjölg­að í átta­tíu. Aðeins átján af þeim sem eru með stað­fest smit hafa þó farið þang­að í ein­angr­un.

Í síð­ustu viku ákváðu stjórn­völd í Suð­ur­-Súdan að slaka á að­gerðum sínum til að hefta útbreiðsl­una. Bar­ir, veit­inga­hús og mark­aðir hafa ­síðan þá verið opn­aðir að nýju. Sam­tök lækna í land­inu telja þetta veru­leg­t á­hyggju­efni þar sem smitum fari fjölg­andi.

Það veldur ekki síst áhyggjum að þeir sem greinst hafa með­ veiruna neita að aðstoða yfir­völd við smitrakn­ingu. Lækn­ir­inn Jos­eph Wamala, ­for­stöðu­maður Alþjóð­legu heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­inn­ar, WHO, í Suð­ur­-Súd­an, ­segir að með þessu stefni fólk sinni nán­ustu fjöl­skyldu í hætt­u. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Mótmælendur komu saman á Austurvelli skömmu eftir að fjölmiðlar greindu frá innihaldi Samherjaskjalanna í nóvember síðastliðnum. Nú virðist sjávarútvegsfyrirtækið vera að mæla almenningsálitið.
Spurt hvað fólki finnist um viðbrögð Samherja við Namibíumálinu
Gallup spurði viðhorfahóp sinn í vikunni um álit á aðgerðum Samherja „í kjölfar ásakana um mútur í Namibíu“. Sjávarútvegsfyrirtækið virðist vera að taka stöðuna á almenningsálitinu, áður en það ræðist í að svara ásökunum í auknum mæli opinberlega.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent