Óttast faraldur í einu fátækasta landi heims

Saga yngsta ríkis heims er blóði drifin. Það er vart hægt að tala um innviði, svo bágborið er ástandið. Og nú hefur fólk í flóttamannabúðum greinst með COVID-19 og óttast er um framhaldið.

Heilbrigðiskerfið í Suður-Súdan er vægast sagt bágborið.
Heilbrigðiskerfið í Suður-Súdan er vægast sagt bágborið.
Auglýsing

Fyrstu til­felli COVID-19 hafa verið stað­fest í troð­full­u­m flótta­manna­búðum í Suð­ur­-Súd­an. Sam­ein­uðu þjóð­irnar ótt­ast að allt geti farið á versta veg í þessu yngsta ríki heims sem er síst allra í stakk búið til að takast á við far­ald­ur­inn.

Tvö fyrstu smitin greindust í búð­un­um, sem eru skammt frá­ höf­uð­borg­inni Juba, hjá fólki á þrí­tugs­aldri. Líkt og víð­ast hvar í Afr­íku hafa fá sýni verið tekin en 174 stað­fest smit hafa verið greind. Rann­sókn­ar­stofur í land­inu geta aðeins greint um 500 sýni á viku.

Tæp­lega 200 þús­und manns njóta verndar Sam­ein­uðu þjóð­anna í búðum vítt og breytt um Suð­ur­-Súd­an. Ríkið lýsti yfir sjálf­stæði frá Súdan árið 2011 og innan tveggja ára hafði þar brot­ist út blóðug borg­ara­styrj­öld, ein sú ó­hugn­an­leg­asta sem sögur fara af. Ítrekað hefur verið reynt að semja um frið og ­leggja niður vopn og undir það nýjasta var skrifað í fyrra. Djúp efna­hag­skreppa hefur fylgt stríð­inu og hung­ursneyð ríkir víða. Grunn­inn­viðir eru í molum og við þessar aðstæður er ómögu­legt að sinna sjúkum af völdum far­ald­urs COVID-19.

Auglýsing

Mann­úð­ar­sam­tök og stofn­anir hafa lengi ótt­ast hvað mun­i ­ger­ast ef kór­ónu­veiran fer að breið­ast hratt út meðal fátæk­ustu þjóða heims og þá sér­stak­lega í flótta­manna­búðum þar sem aðstæður eru oft svaka­leg­ar. Ein á­skor­unin fellst í því að koma hlífð­ar­fatn­aði, lyfja­birgðum og heil­brigð­is­starfs­fólki til þess­ara við­kvæm­ustu svæða heims­ins.

Engisprettufaraldur hefur herjað á Suður-Súdan líkt og mörg nágrannaríki. Mynd: EPA

Sýna­tökur hafa ekki farið fram í miklum mæli í flótta­manna­búð­um. Í flestum þeirra hafa engar slíkar farið fram að  því er fram kemur í frétt banda­rísku AP-frétta­stof­unn­ar.

Hjálp­ar­starfs­menn í Suð­ur­-Súdan segja fáar leiðir færar til­ að sinna sjúkum ef far­ald­ur­inn nær þar fót­festu. Heil­brigð­is­kerfið byggir nær ein­göngu á utan­að­kom­andi aðstoð ýmissa frjálsra félaga­sam­taka. Aðeins er hægt að ein­angra sjúka á einum spít­ala. Þar voru rúmin 24 en hefur nú verið fjölg­að í átta­tíu. Aðeins átján af þeim sem eru með stað­fest smit hafa þó farið þang­að í ein­angr­un.

Í síð­ustu viku ákváðu stjórn­völd í Suð­ur­-Súdan að slaka á að­gerðum sínum til að hefta útbreiðsl­una. Bar­ir, veit­inga­hús og mark­aðir hafa ­síðan þá verið opn­aðir að nýju. Sam­tök lækna í land­inu telja þetta veru­leg­t á­hyggju­efni þar sem smitum fari fjölg­andi.

Það veldur ekki síst áhyggjum að þeir sem greinst hafa með­ veiruna neita að aðstoða yfir­völd við smitrakn­ingu. Lækn­ir­inn Jos­eph Wamala, ­for­stöðu­maður Alþjóð­legu heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­inn­ar, WHO, í Suð­ur­-Súd­an, ­segir að með þessu stefni fólk sinni nán­ustu fjöl­skyldu í hætt­u. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiErlent