Óttast faraldur í einu fátækasta landi heims

Saga yngsta ríkis heims er blóði drifin. Það er vart hægt að tala um innviði, svo bágborið er ástandið. Og nú hefur fólk í flóttamannabúðum greinst með COVID-19 og óttast er um framhaldið.

Heilbrigðiskerfið í Suður-Súdan er vægast sagt bágborið.
Heilbrigðiskerfið í Suður-Súdan er vægast sagt bágborið.
Auglýsing

Fyrstu til­felli COVID-19 hafa verið stað­fest í troð­full­u­m flótta­manna­búðum í Suð­ur­-Súd­an. Sam­ein­uðu þjóð­irnar ótt­ast að allt geti farið á versta veg í þessu yngsta ríki heims sem er síst allra í stakk búið til að takast á við far­ald­ur­inn.

Tvö fyrstu smitin greindust í búð­un­um, sem eru skammt frá­ höf­uð­borg­inni Juba, hjá fólki á þrí­tugs­aldri. Líkt og víð­ast hvar í Afr­íku hafa fá sýni verið tekin en 174 stað­fest smit hafa verið greind. Rann­sókn­ar­stofur í land­inu geta aðeins greint um 500 sýni á viku.

Tæp­lega 200 þús­und manns njóta verndar Sam­ein­uðu þjóð­anna í búðum vítt og breytt um Suð­ur­-Súd­an. Ríkið lýsti yfir sjálf­stæði frá Súdan árið 2011 og innan tveggja ára hafði þar brot­ist út blóðug borg­ara­styrj­öld, ein sú ó­hugn­an­leg­asta sem sögur fara af. Ítrekað hefur verið reynt að semja um frið og ­leggja niður vopn og undir það nýjasta var skrifað í fyrra. Djúp efna­hag­skreppa hefur fylgt stríð­inu og hung­ursneyð ríkir víða. Grunn­inn­viðir eru í molum og við þessar aðstæður er ómögu­legt að sinna sjúkum af völdum far­ald­urs COVID-19.

Auglýsing

Mann­úð­ar­sam­tök og stofn­anir hafa lengi ótt­ast hvað mun­i ­ger­ast ef kór­ónu­veiran fer að breið­ast hratt út meðal fátæk­ustu þjóða heims og þá sér­stak­lega í flótta­manna­búðum þar sem aðstæður eru oft svaka­leg­ar. Ein á­skor­unin fellst í því að koma hlífð­ar­fatn­aði, lyfja­birgðum og heil­brigð­is­starfs­fólki til þess­ara við­kvæm­ustu svæða heims­ins.

Engisprettufaraldur hefur herjað á Suður-Súdan líkt og mörg nágrannaríki. Mynd: EPA

Sýna­tökur hafa ekki farið fram í miklum mæli í flótta­manna­búð­um. Í flestum þeirra hafa engar slíkar farið fram að  því er fram kemur í frétt banda­rísku AP-frétta­stof­unn­ar.

Hjálp­ar­starfs­menn í Suð­ur­-Súdan segja fáar leiðir færar til­ að sinna sjúkum ef far­ald­ur­inn nær þar fót­festu. Heil­brigð­is­kerfið byggir nær ein­göngu á utan­að­kom­andi aðstoð ýmissa frjálsra félaga­sam­taka. Aðeins er hægt að ein­angra sjúka á einum spít­ala. Þar voru rúmin 24 en hefur nú verið fjölg­að í átta­tíu. Aðeins átján af þeim sem eru með stað­fest smit hafa þó farið þang­að í ein­angr­un.

Í síð­ustu viku ákváðu stjórn­völd í Suð­ur­-Súdan að slaka á að­gerðum sínum til að hefta útbreiðsl­una. Bar­ir, veit­inga­hús og mark­aðir hafa ­síðan þá verið opn­aðir að nýju. Sam­tök lækna í land­inu telja þetta veru­leg­t á­hyggju­efni þar sem smitum fari fjölg­andi.

Það veldur ekki síst áhyggjum að þeir sem greinst hafa með­ veiruna neita að aðstoða yfir­völd við smitrakn­ingu. Lækn­ir­inn Jos­eph Wamala, ­for­stöðu­maður Alþjóð­legu heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­inn­ar, WHO, í Suð­ur­-Súd­an, ­segir að með þessu stefni fólk sinni nán­ustu fjöl­skyldu í hætt­u. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhann Páll Jóhannsson
Ríkisstjórnin magnaði kreppuna – nú þarf að skipta um kúrs
Kjarninn 24. nóvember 2020
Tíu staðreyndir um stöðu mála í íslensku efnahagslífi í COVID-19 faraldri
COVID-19 er tvíþættur faraldur. Í fyrsta lagi er hann heilbrigðisvá. Í öðru lagi þá hefur hann valdið gríðarlegum efnahagslegum skaða. Hér er farið yfir helstu áhrif hans á íslenskt efnahagslíf.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Allar póstsendingar frá hinu opinbera verði stafrænar árið 2025
Gert er ráð fyrir að ríkið spari sér 300-700 millljónir á ári með því að senda öll gögn í stafræn pósthólf fremur en með bréfpósti. Frumvarpsdrög fjármálaráðherra um þetta hafa verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Á hverju ári framleiðir Smithfield yfir þrjár milljónir tonna af svínakjöti. Enginn annar í heiminum framleiðir svo mikið magn.
„Kæfandi þrengsli“ á verksmiðjubúum
Í fleiri ár slógu yfirvöld í Norður-Karólínu skjaldborg um mengandi landbúnað og aðhöfðust ekkert þrátt fyrir kvartanir nágranna. Það var ekki fyrr en þeir höfðu fengið upp í kok á lyktinni af rotnandi hræjum og skít og höfðuðu mál að farið var að hlusta.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Jökull Sólberg
Fortíð, nútíð og framtíð loftslagsskuldbindinga
Kjarninn 24. nóvember 2020
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks.
Sjálfstæðisflokkurinn fær langhæstu styrkina frá fyrirtækjum og einstaklingum
Stærsti flokkur landsins, Sjálfstæðisflokkur, er í sérflokki þegar kemur að framlögum frá lögaðilum og einstaklingum. Í fyrra fékk hann hærri framlög frá slíkum en hinir fimm flokkarnir sem hafa skilað ársreikningi til samans.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar.
„Umgangist einungis þá sem þið búið með“
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar brýndi fyrir landsmönnum að sýna meiri ábyrgð í glímunni við veiruna í ávarpi í gær. Átta manna samkomutakmarkanir taka gildi víða í landinu á morgun, en þó ekki alls staðar.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Ólafur Margeirsson
Eru 307 þúsund króna atvinnuleysisbætur rétta leiðin?
Kjarninn 23. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiErlent